Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 55

Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 55 Húnaflói: Mamibjörg- varð þegar eldur kom upp í rækjubát ( Skagaströnd. MIKILL eldur kom skyndilega upp í rækjubátnum Litlanesi IS 608 frá ísafirði um kiukkan 20 á laugardagskvöldið. Þrír menn voru um borð. Þeir komust í flot- búninga og í gúmbjörgunarbát og var bjargað heilum um borð í nærstaddan bát, Ingimund gamla HU 65 frá Blönduósi, tæpri kiukkustundu síðar. Þegar eldurinn kom upp var Litla- nes að veiðum í sæmilegu veðri, suðsuðvestan 4-5 vindstigumK á rækjumiðunum á Húnaflóadýpi. Áhöfnin reyndi að senda út neyðar- kall en einhverra hluta vegna tókst . það ekki. Nærstaddir bátar sáu reyk I frá skipinu og lét Arney KE loft- skeytastöðina á Siglufirði vita. Guðni Ólason skipstjóri á Ingi- ( mundi gamla sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu séð mik- inn reyk stíga upp af Litlanesinu ( um klukkan 20.15. Þeir hefðu híft strax og sett á fulla ferð í átt að bátnum. Hann sagði að vel hefði gengið að ná skipbrotsmönnunum og þeir allir verið komnir um borð klukkan 21. Þeir hafi allir verið þurr- ir og hressir, enda ekki búnir að vera í bátnum nema 40-50 mínútur. Þegar Ingimundur gamli kom að Eldur kemur upp í Litlanesi ÍS 608 og skipverjarnir þrír yfirgefa skipið Þeim er svo bjargað um borð i Ingimund gamla HU 65 tæpri klukkustund seinna x * Morgunblaðið/Guðni Ólason Enn logaði í Litlanesinu seint á laugardagskvöld þegar Ingimundur gamli hélt til lands með skipverjana og var öll yfirbygging bátsins brunnin. Báturinn sökk snemma á sunnudagsmorgun. Litlanesinu var mikill eldur í því og logaði glatt stafná á milli, að sögn Guðna. Sagði hann ekki vafa leika á því að um olíueld hafi verið að ræða. Eftir björgun mannanna beið Ingimundur gamli hjá Litlanesinu til miðnættis en hélt þá af stað til lands. Komið var til hafnar á Skagaströnd um klukkan 8.30 á sunnudagsmorg- un. Guðni sagði að mikill eldur hefði verið í bátnum miðskips og í hvalbak þegar þeir yfirgáfu vettvang en eng- in merki þess að hann væri að sökkva. Báturinn sökk um klukkan 7 á sunnudagsmorgun og hafði þá logað eidur í honum í um það bil tólf tíma. Skipveijarnir af Litlanesi fóru til Blönduóss á sunnudag og eftir skýrslutöku á lögreglustöðinni flugu þeir heim til Isafjarðar. Sjópróf verða þar einhvern næstu daga. OB Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Skipverjarnir á Litlanesi eftir skýrslutöku á lögreglustöðinni á Blönduósi á sunnudag, f.v. Hannes Kristjánsson vélstjóri, Arnar Krisljánsson skipstjóri og Júlíus Pálsson stýrimaður. Hannes og Arnar eru bræður. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 M. Benz 280 SE '85, sjálfsk., ek. 129 þM rafm. í öllu, o.fl. Topp eintak. V. 1980 þús., sk. é ód. Subaru Legacy 1.8 station '90, ek. 55 þ., hvítur, 5 g., rafrúður, central, o.fl. V. 1390 þús. Renault 5 TR '90, rauður, 5 g., ek. 25 þ. V. 590 þús. Toyota Corolla Liftback '88, rauður, ek. 46 þ., samlitir stuöarar, o.fl. V. 680 þús. stgr. stýri, rauður, ek. 86 þ. Gott eintak. V. 590 þús. stgr. Mazda 323 turbo 16v '88, fallegur sport- ari. Mikið af aukahl. V. 850 þús. stgr. Renault 21 Nevada GTX 4x4 station '90, Ijósblár, 5 g., ek. 72 þús., rafm. í öllu, o.fl. V. 1120 þús. Sk. á ód. Honda Civic GLi '91, 5 g., ek. 26 þ. Low Profile dekk, o.fl. V. 930 þús. stgr. Toyota Corolla GTi 16v '88, ek. 67 þ. V. 950 þús., sk. á ód. MMC Pajero turbo diesel langur '86, ek. 119 þ. Gott eintak. V. 1400 þús., sk. á nýl. Econoline 4x4, o.fl. Subaru 1800 GL station '89, ek. 62 þ. Dekurbíll. V. 890 þús., stgr. Toyota Lite Ace '91, (VSK bíll), 5 g., ek. 11 þ. V. 980 þús. stgr. Lada 1500 station '87, ek. 72 þ. Gott ein- tak. V. 160 þús. stgr. MMC Lancer GLX 4x4 station '88, 5 g., ek. 73 þ. Fallegur bfll. V. 750 þús. stgr. Suzuki Swíft GL '88, 5 dyra, sjálfsk., ek. 70 þ. Mjög góöur. V. 400 þús. stgr. MMC Lancer GLX sjálfsk., '89, ek. 56 þ., rafm. í öllu, o.fl. V. 790 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL Hatschback '88, sjálfsk., ek. 67 þ. V. 670 þús., sk. á ód. Toyota Landcruiser diesel turbo (stuttur) '88, 5 g., ek. 130 þ., fallegur jeppi. V. 1690 þús., sk. á ód. Réðum ekki við eldiim sem magnaðist með miklum reyk - segir Arnar Kristjánsson skipstjóri ísafirði. ARNAR Kristjánsson skipstjóri og útgerðarmaður Litlaness sagði, að þeir hefðu verið að toga þegar eldvarnarkerfið fór í gfing- „Eg var í stýrishúsinu en strák- arnir voru fram í þegar sírenan byijaði að væla,“ sagði Arnar í sam- tali við Morgunblaðið. „Eg opnaði þá lúguna niður í vélarrúmið, en þá gaus á móti mér mikill reykur. Þá tók ég slökkvitækið sem var hjá ' mér í brúnni og tæmdi það. En kallaði svo í strákana. Þegar ég ætlaði svo að nálgast. slökkvitæki sem var geymt niðri í káetunni fyr- ir aftan vélarrúmið var þar orðið fullt af reyk. Við tíndum til öll slökkvitæki um borð og reyndum að dæla úr þeim niður í vélarhúsið, en það virtist ekki liafa nein áhrif. Þegar ég ætlaði að kalla á hjálp uppgötvaði ég að báðar talstöðvarn- ar voru svo slappar að ég náði engu sambandi, en ég var bæði með iang- bylgjustöð og VHS-stöð. Þegar það bar engan árangur sóttum við gúmmíbjörgunarbátinn upp á stýr- ishús og blésum hann út við skips- hliðina, svo ég kæmist í neyðartal- stöðina sem þar er. Ég setti hana í gang og mér skilst að Landhelgis- gæslan liafi fengið upplýsingar það- an fljótlega. Rafmagnið fór fljótt af bátnum svo vatnsdælur urðu óvirkar og eftir það var fyrirséð að við réðum ekkert við eldinn, sem magnaðist með rniklum reyk. Bát- urinn hékk í togvírunum og reykinn lagði fram yfír bátinn svo ég slak- aði út af vírtromlunni, fyrst ann- arri, þannig að báturinn snérist lítil- lega, en svo lét ég hinn fara. Eftir það flatrak, en veður var suðsuð- vestan 4-5 vindstig. Ég lét mepnina báða fara í björgunarbúninga og gera hinn gúmmíbátinn klárann. Þegar bát- BUIÐ er að opna í veitingahus- inu Brekku í Hrísey. Þar verður opið daglega frá kl. 11.30 til 23.30 til 1. september næstkom- andi. Eldhúsinu verður lokað kl. 21. á kvöldiu. Elís Árnason, matreiðslumaður og kjötiðnaðarmeistari, hefur tekið að sér að sjá um eldhúsið í sumar, urinn var að verða alelda skárum við á festarnar og létum okkur reka frá. Ég hugsa að báturinn hafi orð- ið alelda á um það bil hálftíma. Ég get ekki alveg metið það hvað við vorum lengi í gúmmíbátnum en áætla að það hafi verið hálfur til einn tími, þangað til Ingimundur gamli frá Blönduósi kom að okkur. Við vorum svo við brennandi flakið fram undir miðnætti, en þá var fyrirséð að ekkert væri hægt að gera.“ Arnar keypti Litlanes frá Þing- eyri síðastliðið haust og gerði út á línu í vetur. Þetta var annar túrinn á rækjuveiðum. Litlanesið var smíð- að í Hafnarfirði 1954 og var 57 tonn. - Úlfar Boðið verður upp á sérréttamat- seðil, grillmatseðil og einnig geta hópar pantað mat á veitingastaðn- um. Þá verða að sjálfsögðu Gallowaysteikur á boðstólum. Að- sókn að Brekku hefur farið vax- andi á undanförnum árum. Hrísey: Veitingahúsið Brekka opnað en hann hefur starfað í Brekku síðastliðin þrjú sumur. VANN MN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin : 115.395.608 kr. 20. lelkvika *i ■ —I U Röðin : 2XX-1X1 -122-X2X1 13 réttir: 18raðirá 12 réttir: 860 raöirá 11 réttir: 12.062 raðirá 10 réttir: 91.501 raðir á 1.730.930 - kr. 22.810 - kr. 1.720 - kr. 470 - kr. Eitthvaö hefur okkur brugðist spekin í þessari viku því aö engin röö kom fram meö 13 rétta hérlendis. Þaö þýöir nú ekkert aö gefast upp og viö tippum pvi á 13 rétta um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.