Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 56
Logandi á Húnaflóa Morgunblaðið/Guðni Ólason Mannbjörg varð.þegar eldur kom upp í rækjubátnum Litlanesi ÍS 608 frá Isafirði á Húnaflóa á laugardagskvöld. Mennirnir þrír sem voru um borð komust í flotbúninga og síðan í gúmbjörgunarbát þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Þeim var bjargað um borð í nærstaddan bát, Ingimund gamla HU 65, tæpri klukkustund siðar. Eldur logaði i Litlanesi og svartur reykjarstrókur stóð aftur úr skipinu þegar Ingi- mundur gamli kom á vettvang á laugardagskvöld og tók skipstjórinn þá þessa mynd. Litlanesið sökk snemma á sunnudagsmorguninn og hafði eldur þá logað í bátnum í tólf tíma. Sjá fréttir bls. 54. Sigurbjörn Gunnarsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum: Lífeyrissjóðir ættu að hafa 20% eigna í erlendum bréfum Útboð á fram- leiðslu ÁTVR: Óskað eftir aðgangi að gögrium SPROTI hf. hefur sent Innkaupa- stofnun ríkisins bréf, þar sem gerðar eru athugasemdir við út- boðsgögn vegna sölu á framleiðsl- utækjum, vöruheitum. og upp- skriftum ÁTVR. Þess er farið á leit, að endurskoðandi Sprota fái aðgang að gögnum framleiðslu- deildar ÁTVR. Samkvæmt upp- lýsingum Innkaupastofnunar verður erindi Sprota líklega svar- að í dag, þriðjudag. Sproti hf. hefur framleitt ICY vodka í Borgarnesi. í athugasemdun fyrirtækisins við útboðsgögn kemur fram, að nauðsynlegt sé að endur- skoðaðir reikningar ÁTVR fylgi út- boðsgögnum, þar sem sundurliðun rekstrarins sé skýr. I útboðsgögnum sé hráefniskostnaður tilgreindur, en ekki hvort um cif-verð eða endanlegt hráefnisverð með öllum kostnaði sé að ræða. Þá veki sérstaka athygli, að liðurinn „annar kostnaður" sé 116% hærri á brennivíni en tindavodka, en ekki sé augljóst af hveiju svo mikill munur sé þar á. Sproti hf. telur að tilgreining „ann- ars kostnaðar" bendi til þess að í kostnaðar- og afkomumati ÁTVR sé ekki tekið tillit til kostnaðar, sem óhjákvæmilegur sé. Þá er bent á, að framleiðsla ÁTVR fullnægi hvergi nærri þeim heil- brigðis-, gæða- og öryggiskröfum sem gerðar hafi verið til Sprota hf. og það þurfi að liggja fyrir, hvaða kröfur verði gerðar til framleiðenda. Einnig vanti í útboðslýsingu fyllri upplýsingar um starfsskilyrði inn- lendra framleiðenda í framtíðinni. Boðaður sé nýr skattur á hráefni og innflutningshöft. í iok bréfs Sprbta hf. til Innkaupa- stofnunar kemur fram, að fyrirtækið telji það sanngjarna kröfu, að tryggt verði að útboðslýsing innihaldi allar fáanlegar upplýsingar úr rekstri ÁTVR varðándi kostnaðar- og af- komumat, enda fráleitt að trúnaður ríki um slíkar upplýsingar eftir að ákvörðun um útboð hafi verið tekin. Sproti hf. fer þess á leit að endur- skoðandi félagsins fái aðgang að þessum upplýsingum og óskar þess að útboðsfrestur verði framlengdur, en hann rennur út nk. mánudag. Pálmi Jónsson hjá Innkaupastofn- un ríkisins sagði að hann ætti von á að erindi Sprota hf. yrði svarað í dag, þriðjudag. UM næstu áramót falla niður þær fjárhæðartakmarkanir sem verið hafa á kaupum innlendra aðila á erlendum verðbréfum og verður þá t.d. lífeyrissjóðum ’kleift að fjárfesta i erlendum verðbréfum. Á aðalfundi Landssamhands líf- eyrissjóða kom fram í máli Sigur- hjörns Gunnarssonar, deildar- stjóra hjá Landsbréfum, að ís- lenskir lífeyrissjóðir ættu að hafa það markmið til lengri tíma litið að a.m.k. 20% eigna væru ávöxtuð í erlendum verðbréfum. Þorgeir Eyjólfsson, forinaður Landssam- bands lífeyrissjóða, telur að al- mennt muni lífeyrissjóðir fara hægt af stað í fjárfestingu í er- lendum verðbréfum og engar stór- tækar breytingar inuni eiga sér stað um næstu áramót. Sigurbjörn sagði að miðað við 20% fjárfestingarhlutfall lífeyrissjóðanna næðist í senn að draga verulega úr áhættu af fjárfestingum og bæta arðsemi um allt að 20%. Hann lagði þó mikla áherslu á að undirbúa þyrfti þetta skref vel og fara ætti varlega af stað, t.d. með kaupum hlutdeild- arskírteina í íslenskum verðbréfa- sjóðum sem fjárfesta í erlendum verðbréfum. Sigurbjörn bénti á að í Bretlandi væru um 28% af eignum lífeyrissjóðanna ávaxtaðar erlendis og í Bandaríkjunum væri hlutfallið 9%. Á Norðurlöndum hefðu fjárfest- ingar lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum farið mjög vaxandi síð- ustu tvö ár. Landssamband lífeyr- issjóða og Samband almennra lífeyr- issjóða, hafa nú þegar velt fyrir sér þeim möguleikum sem felast í erlend- um fjárfestingum og t.a.m. hafa samböndin leitað til erlendra og inn- lendra ráðgjafa. Þorgeir Eyjólfsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, segir að hugsanlega geti hlutfall erlendra verðbréfa orðið 15-20% af heildar- eignum sjóðanna eftir 10-15 ár. Hann segir hins vegar að sjóðirnir muni fara mjög varlega af stað og.. einungis brot af eignum sjóðanna muni felast í erlendum verðbréfum á fyrstu árunum eftir að heimildir verða til staðar. Heilu skólaári getur mun- að á námi grunnskólanema Menntamálaráðuneytið hefur falið fræðslustjórum í landinu að fylgja harðar eftir ákvæðum grunnskólalaga um 9 mánaða skólaár. Víða hafa skólar starfað allt að heilum mánuði skemur á ári, sem svarar til þess að nemendur þeirra hafa stundað grunnskólanám 10 mánuðum skemur eftir 10 ára grunnskólanám en aðrir grunnskóla- nemendur eða sem nemur rúmlega einu skólaári. Stefnt er að því að ná því markmiði í áföngum að allir grunnskólar starfi í 9 mánuði en skólanefndir munu áfram eiga þess kost að sækja um undanþágu til að stytta skólaárið nokkuð. Hrólfur Kjartansson, deildar- stjóri grunnskóladéildar mennta- málaráðuneytisins, segir að þrátt fyrir ákvæði grunnskólalaga um 9 mánaða skólaár hafi margir skólar, einkum á landsbyggðinni, starfað ailt að mánuði skemur. Þama sé um gamla venju að ræða, sem eigi einkum rætur að rekja til þess við- horfs, að eðlilegt væri að skólaböm tækju þátt í atvinnulífinu, til dæm- is í sveitum og á útgerðarstöðum. Hrólfur segir áð ekki hafi verið athugað sérstaklega hvort styttra skólaár í grunnskólum hafi komið niður á nemendum á síðari skóla- stigum. Hins vegar séu líkur á því að svo sé, enda hafi nemendur úr 8 mánaða skólum alls sótt skóla 10 mánuðum skemur að grunnskóla loknum en þeir sem komi úr 9 mánaða skólum. Hrólfur segir að þó nokkur hreyf-, ing sé í þá átt að lengja skólaárið upp í 9 mánuði í öllum skólum. Menntamálaráðuneytið hafi nú í vor sent fræðslustjórum erindi, þar sem þeim sé falið að fylgja harðar eftir lagaákvæðum um 9 mánaða skólaár á næsta skólaári og sé tilgangur þess að jafna aðstöðu nemenda að þessu leyti. Skólanefndir munu áfram eiga þess kost að sækja um undanþágu frá þessu til viðkomandi fræðslustjóra, en fyrir slíkum um- sóknum verði að færa fullgild rök. Almennt megi gera ráð fyrir að skólum sem starfa í 9 mánuði fjölgi talsvert næsta haust og jafnframt muni skólaárið lengjast í 8 'A mánuð í þeim skólum, sem tii þessa hafi starfað í 8 mánuði. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, segir eðlilegt að þegar lífeyris- sjóðirnir setji sér skynsamleg mark- mið um kaup á erlendum verðbréfum sé það gert með hliðsjón af verðbréf- amarkaðnum hérlendis. „Lífeyr- issjóðirnir munu sjá til þess að þeirra fjármagn streymi ekki út af mark- aðnum án þess að á móti komi aðrir fjárfestar á verðbréfamarkaðinn hér- lendis. Því þarf ekki að óttast að eriendar fjárfestingar lífeyrissjóð- anna komi til með að raska efnahags- lífinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.