Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 5
G OTT FÓLK / S í A
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ,1992
Ti lb o ð í
'§f
ríkisbréf
Ný ávöxtunarleib á
fjármagnsmarkabi
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að gefa út ný óverðtryggð, markaðshæf
ríkisbréf í stöðluðu formi. Um er að ræða 1. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 2.000.000
Kr. 10.000.000
Kr. 50.000.000
Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga 11. des. 1992. Þessi floRkur
verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seölabanki íslands viðskiptavaki
ríkisbréfanna.
Sala nýrra ríkisbréfa fer fram meö öðrum haétti en tíðkast hefur. Löggiltum
verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiölurum, bönkum og sparisjóöum gefst
kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði.
Lágmarkstilboð er kr. 2.000.000 að nafnvirði. Öðrum aðilum er bent á að hafa
samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá, en
þeim er jafnframt heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Með þessu er fyrsta skrefið stigið í þá átt
að vextir ráðist af markaðsaðstæðum hverju sinni.
Stefnt er að því að bjóða út ríkisbréf með þessum hætti mánaðarlega,
300 - 500 milljónir króna í hvert sinn. Fyrsta tilboðið fer fram 10. júní
næstkomandi, en kl. 14.00 þann dag þurfa tilboð í ríkisbréfin að hafa
borist Lánasýslu ríkisins.
Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins/
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
LANASYSLA RIKISINS
ÞJONUSTUMIÐSTOÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,