Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR lo! JÚNÍ 1992 m 14 Listahátíð í Reykjavík 1992: AGJAENAR HETJUR ________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Bandamenn í Norræna húsinu BANDAMANNASAGA Leiktexti og ieikstjórn: Sveinn Einarsson Tónlist: Guðni Franzson Meðleikstjóri og sýningarstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir Brúður: Helga Steffensen Leikmunir: Gunnar Baldursson Dansspor: Ástrós Gunnarsdóttir Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen Myndverk: Þór Stiefel Leikarar: Borgar Garðarsson, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Felix Bergsson, Ragnheiður E. Arnar- dóttir, Guðni Franzson. Bandamanna saga er hvöss ádeila á valdsmenn — það er að segja goðorðsmenn á 13. öld. Hún fjallar um græðgi, öfund, valdabar- áttu, eignakapphlaup (heiðarlegt og óheiðarlegt), mútur og bak- tjaldamakk. Við fyrstu sýn, virðist efnið ósköp yfirþyrmandi og þungl- amalegt — en það er nú eitthvað annað. Sagan snýst í kringum það að Oddur goði á Melum, ákveður að sigla utan. Hann biður Vála, fóst- bróður sinn að fara með goðorð sitt, en Váli ákveður að sigla með. Oddur felur Óspaki af Ströndum, einum liðsmanna sinna, að fara með goðorðið. Að vísu hafði Váli varað Odd við Óspaki — og honum líst illa á að hann fari með lönd og eignir, völd og virðingu Odds. Enda fer það svo að Óspakur græðir mest á fyrirkomulaginu. Hann sinnir jú búinu af dugnaði, en eitthvað kemur í hans hluta, auk þess sem hann nær sér í vel efnaða konu, Svölu á Svölustöðum. Eftir að Oddur kemur til baka og endurheimtir goðorð sitt og eignir, fara hjólin að snúast, því Ospakur er ekki lukkulegur með að gefa eftir forréttindin sem goðorðinu fyigja. Það hefur lengi verið kalt á milli Odds og föður hans, Ófeigs. Oddur telur sig fullfæran um að ráða fram úr eigin málum og ekki þurfa á afskiptasemi föður síns að halda. Þó fer svo að hann verður að þiggja aðstoð Ófeigs, sem er slægari en refur; þekkir alla valds- menn (þó aðallega veikleika þeirra), er vel að sér í lögum og samningamaður hinn besti. Bandamanna saga er ósköp laus við lotningu fyrir höfðingjum sögu- aldar — en hún á að gerast á 11. öld. í henni er sáralítið minnst á hetjuskap þeirra, landvinninga og drápskúnstir — sem í öðrum sögum eru ákveðin tegund af list. Eignir og völd falla ekki í hendur frækn- ustu garpanna og það er lítið gert úr frægð þeirra og eignaaukningu í utanferðum — heldur sölsa þeir undir sig lönd og lausa aura búand- karla á íslandi af stjórnlausri græðgi og fantaskap. En þá fyrst fer að hitna í kolunum þegar eigna- menn fara að teygja fingurna í sjóði hvers annars. En það er ekki bara sagan sem er vel unnin í leikgerð Sveins Ein- arssonar, heldur er sýningin mjög svo skemmtileg og vönduð. Leik- hópurinn kemur henni frá sér á ákaflega litlu gólfplassi og bók- staflega leikur á tánum á áhorf- endum í fremstu sætaröð. Návígið er alveg ótrúlegt. Þrátt fyrir það, rennur sýningin af fumleysi og öryggi og leikararn- Teatret Artibus ABEN Höfundur og leikstjóri: Kim Norrevig Leikmynd: Susanne Juul Búningar: Tore Winther, Sus- anne Juul Alan er ósköp venjulegur lítill drengur sem vaknar einn daginn upp við það að hann hefur breyst í apa. Fram að þeim tíma hefur allt gengið vel, bæði heima og í skólanum — að því undanskildu að í skólanum er stelpuvillingur sem er bæði stór og feit og tekur alltaf nestið af Alan og vinum hans. Þegar Alan breytist verður hálf- gerð ringulreið í kringum hann. Foreldrar hans rífast um hvort þetta getur verið ættgengt — og úr hvorri ættinni það sé, ef svo er — hvort breytingin á sér stað í ir hafa frá upphafi gott vald á þessari miklu nálægð. í hlutverki Ófeigs, föður Odds, er Borgar Garðarson — sem átti ekki minnsta þáttinn í að gera sýninguna skemmtilega. Látbragð Borgars ber vott um einstakt næmi fyrir því skoplega. Hann er leikari sem þarf ekkert meira en andlitið á sér til að koma heilli persónu til skila: Svipbrigðin voru óborganleg. Jakob Þór Einarsson leikur Odd og gerir betur en ég hef séð hann gera í langan tíma. Oflátungshátt- ur og hroki Odds er ótvíræður, svo og vanmáttur hans, þegar allt er komið í graut vegna þess að hann kann ekki það sem höfðingjar þurfa að kunna; lagaflækjur og brotalamir þeirra. Stefán Sturla Siguijónsson leik- ur Vála, fóstbróður Odds, auk ann- uppeldi, eða hvort þetta sé skóla- kerfrnu að kenna. I stað þess að bregðast við og reyna að fá ein- hvetja hjálp, lenda þau í gagn- kvæmum ásökunum og reyna að fínna sökudólg. Til að byija með sætta vinir Alans sig við breyting- una, en þegar foreldrarnir blanda sér í málið, byija þeir að fjarlægj- ast hann. Með breytingunni hefur Alan öðlast aukinn styrk, svo mik- inn að jafnvel stelpuvillingurinn er hrædd við hann — en því miður, hafa vinir hans þá snúist gegn honum og gengið í lið með feitu stelpunni og bjargað henni undan Alan. Það væri þó synd að segja að hún launaði þeim liðsinnið. Alan einangrast smám saman. Meira að segja foreldrar hans ganga í lið með andstæðingunum. Af full- komnu skilningsleysi, fjötra þau drenginn og loka hann inni. í lokin tekst Alan þó að bijótast úr fjötr- arra hlutverka. Váli er Oddi vitr- ari og nánast forspár, en haldinn einhvers konar ofurkappi sem verður honum að falli. Stefán Sturla skilar vel andstæðum þátt- um Vála, þ.e. visku og ungæðis- hætti, þunga og léttleika, íhygli og einfeldningshætti, hvort heldur sem er í svipbrigðum eða hreyf- ingu. Felix Bergsson leikur Óspak af Ströndum og Egil á Borg. Felix hef ég ekki séð á sviði áður, en hann hefur Ieikið með Leikfélagi Akureyrar í vetur, eftir að hafa lært leiklist í Skotlandi. Af Banda- mannasögu að dæma, er hér á ferð árans góður leikari; lipur og lifandi með góða tilfinningu fyrir bæði drama og kómík. Ragnheiður E. Arnardóttir leik- ur Svölu á Svölustöðum og aðra Drengurinn sem breyttist í apa. um þeirra og ákveður að flýja — eitthvert langt í burtu frá mann- fólkinu, sem hvorki sér né heyrir og skilur því ekkert — en dæmir þeim mun harðar. Aben fjallar um það hvernig er kvenpersónu — Ragnheiði, dóttur Gellis Þorkelssonar. Þær eru að því leyti líkar persónur að saga þeirra og örlög snúast um karlinn sem þær giftast. Persónusköpunin er á þeim forsendum og því lítið skyggnst undir yfirborð þeirra. Það getur oft verið vandi að leika manneskjur sem hafa eins litlar forsendur — en það gerir Ragn- heiður alveg með ágætum. Guðni Franzson fer með hlut- verk Gellis, og leikur hann á klari- nettu. Það setur ákaflega skemmtilegan svip á sýninguna og gefur henni sérstakt yfirbragð; undirstrikar hið kómíska og tengir söguna við látbragðsleikinn sem er drifkraftur sýningarinnar. Svo er heill hópur af persónum sem birtast í gervi leikbrúða. Það var vel til fundin lausn. Auk þess að koma ótal sjónarmiðum, al- mannarómi, veikleikum höfðingj- anna og fleiri þáttum er komið til skila, undirstrikar þessi lausn þá staðreynd í sögunni að allir þessir karlar eru bara handbrúður þeirra sem kunna að nota sér kerfi sem þrífst á ágirnd, gloppum í laga- setningu og siðleysi. Bandamannasaga er bráð- skemmtileg sýning, þar sem flókin saga er sögð á einfaldan hátt; al- vöru málsins er komið til skila með kómískri úrvinnslu og margt sagt á stuttum tíma. Tónlistin fléttast mjög vel inn í sýninguna og er alveg jafn kómísk og látbragðið. Textameðferð og látbragð eru vel unnin og sýningin rennur vel. Hún er mjög þétt og útlit hennar laust við tilgerð og allan óþarfa. að vera öðruvísi en aðrir. Alan er sá eini sem sættir sig við breyting- arnar — enda á hann engra kosta völ. Ep umhverfinu býður við þeim sem falla ekki inn í gildismatið; staðalfrávik eru ekki leyfð. Hæð, þyngd, litur og samsetning þarf að falla inn í normið svo mannlegu samfélagi verði ekki misboðið. Aben er mjög. vel skrifað verk, fullt af kímni og bráðskemmtileg- um persónum. Þótt ekkert sé dreg- ið úr því ofbeldi sem „öðruvísi" fólk verður fyrir og sýningin eigi til að verða gróf á köflum, er hún líka full af hlýju og vissri samúð gagnvart þeirri staðreynd að fólk veit bara ekki betur. Það er al- mennt of upptekið að leita skýr- inga utan við sjálft sig — og lokar með því öllum leiðum að úrlausn- um. Aben er í alla staði vönduð og skémmtileg sýning sem tekur á vandamálinu „að vera öðruvísi" á forsendum leikhússins, en ekki á forsendum „próblem" fræðanna. Þótt skilaboðin séu ótvíræð og svo sterk að hvert barn ætti að ná þeim — er Aben fyrst og fremst ákaflega gott leikhús. • • Oðruvísi Shura Cherkassky á Listahátíð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Shura Cherkassky við flygilinn í Iláskólabíói. ________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Það mun vera í þriðja skipti sem Cherkassky heimsækir okk- ur með tónleikum. Undirritaður minnist hans fyrst á æfingu í Þjóðleikhúsinu, þar sem æfður var píanókonsert Tsjajkovskíjs í b-moll, að auk ógleymanlegs leiks Cherkasskys, reyndist ótrú- lega erfítt að fínna honum píanó- stól sem hentaði afstöðu hans til píanósins, sem lauk þó með því að endar náðu saman og Cher- kassky tókst að sýna sinn yfír- burða píanóleik. Ennþá heldur hann þessum yfirburðum, sem aðeins fáum virðist hlotnast þeg- ar horft er til einnar mannsævi. Þrátt fyrir áttatíu ár að baki er tækni hans ótrúleg hvort sem er tandurtært fingraspil hans eða leikur í áttundum. Oðum fækkar þeim jöfrum píanóleiksins sem þora út fyrir troðnar brautir í túlkun, en sannarlega er Cher- kassky einn af þeim sem þorir. Meðferð hans á d-moll Chaconne Bachs var þó ekki utan troðinna slóða að cðru leyti en því að tök hans á verkinu voru meistaraleg. Sérstaklega sterk „rytmísk“ kennd hans að viðbættum næm- um skilningi á tónvef Bachs gerði flutninginn að viðburði. Sérstak- ur persónuleiki Cherkasskys kom e.t.v. fram í litavali því sem hann gaf hveiju tilbrigði fyrir sig og sýndi ótrúlegt vald hans yfir „dynamik“ hljóðfærisins. Minnti flutningurinn gjarnan á Bach- spil R. Rieflings, en hann virtist „registera“ Bach á píanóið. Litur hljómsins er það sem einkennir leik Cherkasskys. Það hefur hann vafalaust frá kennara sínum J. Hoffman, en af upptökum sem til eru af leik Hoffmans er ljóst að þar hefur hann verið öðrum fremri. Hvort þessi litadýrð getur stundum stolið senunni er svo spurning sem hver svarar fyrir sig. Undirrituðum fannst t.d. að slíkt hafi stundum gerst í Sinfón- ísku etíðunum op. 13 eftir Schumann, sem Cherkassky skil- aði þó eins og sá sem valdið hef- ur. I’Chopin-verkunum þremur, Ballöðu nr. 4, Næturljóði í f- moll, op. 55 og Skertsóinu í E- dúr voru þessi sömu einkenni áberandi og á stundum, að manni fannst, jöðruðu við að vera til- gerðarleg. Charles Ives Three Page Sonata var skemmtilegt og forvitnilegt innskot frá tuttug- ustu öld um tónaröðina B-A-C-H. Tónleikunum lauk með glæsileg- um leik Cherkasskys í umritun á atriðum úr óperunni Eugene Onegin eftir Tsjajkovskíj. Þar með lauk, að þessu sinni heim- sókn góðs gests og mikils píanó- snillings, sem þrátt fyrir áttatíu árin hefur engu gleymt og notar ekki einu sinni gleraugu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.