Morgunblaðið - 10.06.1992, Page 16

Morgunblaðið - 10.06.1992, Page 16
16 MOftGUNBlUÐIÐ' MlÐVIKUDAGUK 10. JÚNÍ 1992 Forstöðumaður dregur strik eftir Ólaf Skúlason Hátíð fór í hönd, sjálf hvítasunn- an, þegar við minnumst þess, að Jesús stóð við orð sín eins og ævin- lega, og nú í gjöf andans. Hátíð í fjölskyldu minni var líka undirbúin og skyldi allt gert svo, að ekki þyrfti um að kenna handahófi, ef á félli einhver blettur. Hugur var því léttur og fögnuður ríkti einn. En þegar ég fletti Morg- unblaðinu og ætlaði að geyma mér lestur, fékk ég annað til að hug- leiða á laugardegi fyrir stórhátíð. Var ég að vísu að vona það, þegar ég sá fyrirsögn um biskup, sem væri handan við strikið, að þar væri vísað til málverks áf biskups- hjónum, sem nýlega hefur verið flutt til íslands aftur og þykir ger- semi mikil. En svo var því miður ekki. Það var ekki forn biskup á lérefti, sem um var verið að ræða, heldur núverandi biskup og hafði birst á sjónvarpsskjá. Nú hef ég ekki lagt það fyrir mig að svara greinum og aðfinnsl- um, þótt beinst hafi að mér með sérstökum hætti. Tók ég mér þá stefnu löngu fyrr en ég var valinn til þess embættis, sem nú gegni ég. Og er yfirleitt fegínn því að standa ekki í blaðaskrifum, sem lenda oftast í ergelsi, er tveir eða fleiri leitast við að safna skiljanleg- um rökum að skoðun sinni, já, trú sinni einnig. Tengsl fermingar En eins og Gunnar Þorsteinsson segir í grein sinni, sem er m.a. kvörtun yfir því, að ég hafi ekki fundið biblíulegar skýringar fyrir athugasemdir mínar í fyrrnefndu sjónvarpsviðtali eftir kynningu á samfélagi því, sem hann stýrir og nefnist Krossinn, þá er ekki sama hver gagnrýnir og hvern sess hann kann að skipa í huga. Og einmitt þess vegna kný ég mig til þess að fara nokkrum orðum um aðfmnslur forstöðumannsins. Gunnar forstöðumaður Krossins er eins og hann tekur fram í grein sinni fermingarbarn mitt. Og um þau er presti ekki sama og skiptir þá ekki öllu, hvort kynni hafi hald- ist eða farið var sitt í hvora átt. Nafnið eitt og upprifjan atburða tengdum fræðslu og fermingu snertir sérstakan streng. Gunnar á því líka sinn sess og sjálfsagt fellur mér enn verr margt, sem hann segir þess vegna, og veldur því, að ég bið fyrir greinarstúf þennan. Er þó minnugur þess, að annað fermingarbarn mitt, blaðamaður við Morgunblaðið og virt vel, Ag- nes Bragadóttir, hafði uppi aðfinnslur nokkrar vegna þess samfélags, sem Gunnar stýrir og kostaði margar greinar og leiddist flestum. Á ég því alveg eins von á því sama og gleðst ekki yfir. En þar sem ekki ér aðeins vegið að mér sjálfum í grein forstöðumanns- ins, sem dregur strik sitt og skipar mér þeim megin þess, sem honum sýnist eða finnst eigi að vera, held- ur og Þjóðkirkjunni, sem ég tel meðal þess dýrmætasta, sem ís- lenzkri þjóð er boðið að njóta og styrkjast af, get ég ekki látið, sem greinin skipti engu. Fjórðungur á skjá Forstöðumaðurinn veit vafa- laust, að ekki kemst allt til skila í viðtali í fréttatíma sjónvarps. Tæknimaður sagði mér að loknu þessu samtali í biskupsstofu, að það hefði staðið í 12 mínútur rúmar, en aðeins ljórðungur þess kæmist að í kvöldfréttunum. Féll mér það mjög miður, en þótti þó sem frétta- manni hefði tekist furðu vel að búta niður og koma mörgu vel á framfæri, þegar ég horfði á þetta um kvöldið. Og rétt er það hjá forstöðu- manni, að ég talaði í upphafí um það, að ég vildi síður gagnrýna, af því ég lagði áherslu á það, að hér á landi ríkti algjört trúfrelsi. í því felst þá vitanlega það, að fólki er frjálst að iðka trú sína með þeim hætti, sem því finnst helst samrým-, ast trú sinni og því kann að líka best. En þegar fréttamaður hélt áfram að spyija mig sérstaklega um viðbrögð mín við trúartjáningu þeirri, sem þeir höfðu sýnt í umfjöll- un sinni, þá svaraði ég vitanlega út frá því, sem mér fannst - og finnst. Og ég get ómögulega fallist á það, að mér megi ekki fínnast eitthvað vera með öðrum hætti en ég kysi það og skýra frá því af fullri einlægni, enda þótt ég vilji síst af öllu banna þeim sem slíkt iðkar að fara svo fram sem honum sýnist, ef hann meiðir engan annan. Páfar tala með valdi Þjóðkirkjan hefur ekki á þingum sínum eða stefnum tekið neina af- stöðu til guðsþjónustuhalds Kross- ins eða nokkurs annars samfélags. Biskup Islands hlýtur þess vegna að segja það, sem honum finnst, ef hann tjáir sig um slíka hluti. Fáir trúarleiðtogar dirfast að taka sér svo mikið vald, að þeir skeri úr um alla hluti fyrir kirkju sína upp á sitt eindæmi og kveði upp dóma, sem aðrir verði að hlíta. Og jafnvel páfinn, sem valinn er af kardinálum; þ.e. helstu trúnaðar- og ábyrgðarmönnum kaþólskrar kirkju, talar ekki af slíku valdi nema í algjörum undantekningart- ilvikum, þegar hann túlkar trú- arsannindi, „ex cathedra“, það er úr hásæti embættis síns. Og verð- um við flestir hinir að láta okkur það lynda að láta í ljósi skoðun okkar án þess að kirkjan sé öll bundin af, ekki síst, þegar helst má ætla að smekkur ráði að nokkru um mat. Helgisiðir „Krossins" í Biblíunni Átti ég þá að leita til Biblíunnar með þessa skoðun mína á atferli forstöðumannsins og safnaðar hans í guðsþjónustum? Eða svo skyldi maður ætla af lestri greinar hans á aðfangadegi stórhátíðar. Ogdáist ég að því, áð svo fljótt skyldi grein hans komast í Morgunblaðið, þar sem títt er frá því skýrt, að marg- ar greinar bíði og það vikum sam- an. Og ekki var heldur slaklega Ólafur Skúlason „En mig mundi ekki langa til að fá hingað frekari holskeflu þess „kristilega“ starfs, sem Éandaríkjamenn hafa fengið yfir sig á liðnum áratugum með alls kon- ar sjónvarpsprédikur- um, já, og hamagangi. Það kýs ég ekki og - ef ég má segja það - það f innst mér ekki góður kostur. Og sýna líka dæmin, hverjir geta verið fylgifiskar slíks.“ búið að greinarkorni við umbrot blaðsins. En sannleikurinn er sá, að ég hef hvergi rekist á lýsingu á þvi í Biblíunni, hvorki því gamla eða nýja testamenti, þar sem trúartúlk- un Krossins á sér samsvörun, hvað þá fyrirmynd. Ég hlýt því enn að verða að láta það duga, sem mér fínnst og sæta því, að forstöðumað- ur dragi strik og skipi mér þeim megin við það, sem honum sýnist. Og er honum það frjálst, en mér þykir þjóðinni koma harla lítið við. Tilvistarkreppa og kirkjusókn Og er þá komið að aðalorsök þess, að ég neyðist til þess að biðja Morgunblaðið fyrir svar þetta, en ekki láta það duga að hringja í fermingarson minn. En hann vill dæma Þjóðkirkjuna alla fyrir það -, og skýri það nokkra tilvistar- kréppu að mati forstöðumannsins - að biskupi fínnist sitthvað og það án þess að vitna til versa og rita í heilögu orði. Ekki veit ég, hversu langt er síðan forstöðumaður sótti messu í Þjóðkirkjunni. Hann getur sjálfur dundað við að vitja einhverrar ríkis- kirkju, hún er ekki til hér á landi. En skyldi hann muna eftir Axel okkar Sveins, sem skráði árum saman kirkjusókn í Bústaðasókn og það meðan Gunnar var þar? Hann taldi alla og færði til bókar og höfðu sumir gaman af því, að sætanýting í Réttarholtsskóla, þar sem messur fóru fram hjá kirkju- lausum söfnuði, jafnaðist á við það, sem best gerðist hjá Flugleiðum á uppgangstíma þeirra! Og æyinlega var kirkjusókn góð einnig eftir að forstöðumaður leitaði annað, þótt ég skuli fyrstur viðurkenna, að oft- ar hefði ég kosið, að sæti vantaði en að þau væru auð. Og eftir að ég hef fengið víðari yfirsýn við að koma í fleiri söfnuði, leyfí ég mér að halda því fram, að kirkjusókn er miklu, miklu betri en þeir hafa á orði, sem helst sjást þar aldrei, en hafa um sterkust orð til lýsing- ar á fæð kirkjugesta. Ég hef séð góða kirkjusókn um allt land og ekki aðeins hér í höfuð- borg, enda þótt ég taki fram, að vitanlega fer mesti glansinn af, þegar reiknað er út hlutfall kirkju- gesta í hinum fjölmennari söfnuð- um. En forstöðumaðurinn ætti að gæta sín, þegar hann áfellist okkur fyrir hálftómar kirkjur og virðist samkvæmt orðum hans frekar regla en undantekning. Og býður manni í grun, að þar segi hann | frekar það, sem honum finnst - eins og það er nú hættulegt - en hann geti stutt það dæmum og F tölum. Safnaðaruppbygging | En á það lagði ég mikla áherslu í sjónvarpsviðtalinu, sem varð kveikja að strikun forstöðumanns og viðbrögðum mínum, sem hér birtast, að Þjóðkirkjan hefði sett sér það markmið á áratugnum fram að aldamótum að vinna að safnað- aruppbyggingu um land allt. Er þessi vinna þegar hafín og hefur farið mjög vel af stað, og eru þeir margir hóparnir innan safnaðanna, sem hittast reglulega og uppbyggj- ast þátttakendur við lestur og bæn- argjörð og leggja á ráðin með frek- ara starf. Við kusum að gefa ís- lenskri þjóð styrkari söfnuði í af- mælisgjöf, þegar þess er minnst } að í þúsund ár hefur kristni verið trúarbrögð þjóðarinnar, og vildum þaðfrekarenstuðlaaðmannvirkja- } gerð. Sterk þjóðkirkja er markmið } okkar. Að því vinnum við, en ekki í ótta eða hræðslu. Og síst er bisk- up hræddur, þótt forstöðumaður og flokkur hans hreyfist og dansi við sálmasöng og helgisiði sína. Það er þeim algjörlega fijálst.. En mig mundi ekki langa til að fá hingað frekari holskeflu þess „kristilega" starfs, sem Bandaríkjamenn hafa fengið yfir sig á liðnum áratugum með alls konar sjónvarpsprédikur- um, já, og hamagangi. Það kýs ég ekki og - ef ég má segja það - það finnst mér ekki góður kostur. Og sýna líka dæmin, hveijir geta verið fylgifiskar slíks. Ég vona að við sleppum við þess háttar, jafnvel \ þótt ég geri mér fyllilega grein fyrir því, að samanburðurinn gerði þjóðkirkjuna góðu og traustu ennþá } betri valkost fyrir rólegt fólk og yfirvegað, sem lætur ekki glepjast af mönnum en treystir Guði. } Kirkjan er undrasmíð Guðs Kirkjan er Guðs „undrasmíð", og það ætti enginn maður að dirf- ast að gefa sér, að hann einn viti um huga Guðs og vilja. Jesús varar við drambi og að treysta sjálfum sér. Það hefur þótt gott kristið ein- kenni að temja sér auðmýkt í anda tollheimtumannsins í musterinu. Vel megum við líka muna, eftir að hafa fagnað yfir gjöf andans á hvítasunnu, að ekki voru postular alltaf samstiga, hvað þá lærisveinar síðan, og margt þurftu þeir að læra og viðurkenna, að miður hefði farið. Heilagur andi er gjöf, sem þegin ) er og hlýtur að eiga það eina and- svar í bijósti þess, sem finnur styrk hans, að hann er hans ekki verður. } Enginn ræður yfir heilögum anda, hann fer svo sem honum sýnist. Og þegar forstöðumaðurinn gefur } sér, að heilagan anda sé ekki að finna í einhverri ríkiskirkju, sem hann sístaglast á, þá er það hans skoðun og það sem honum fínnst. En ég veit og trúi því í fullri ein- lægni, að heilagur andi starfar í söfnuðum þjóðkirkjunnar og byggir „undrasmíð kirkjunnar“ á Islandi og um veröld gjörvalla, þar sem Guði er lotið og þakkað er fyrir frelsara manna, sem gefur án verð- skuldunar okkar. Sá sem á þessa trú, leitast síðan við að tjá þakk- læti sitt í kirkju sinni í fúsleika þjónustunnar. Dramb á þar ekki heima, aðeins auðmýkt í sönnu þakklæti. Um þetta hljótum við að geta sameinast, gamlí fermingarsonur , minn og ég, og er meira virði en senda hvor öðrum tóninn í blöðum. Með skeytasendingum hygg ég ) helst sé skemmt þeim, sem hvorug- ur okkar vill þjóna. og hressingardvöl _ w w ar leiðir til að bæta heilsuna, öðlast meiri lífsorku og fyrirbyggja sjúkdóma Við bjóðum uppá: )ma. m ★ ★ ★ ★ Makrobiolískt fæði (fulll fæði) Líkamsæfingar, yoga Hugkyrrð, slökun Fræðslu og uppskriftir úr Makrobiotik Rúmgóð 2ja manna herbergi ★ Bótsferð um eyjamar ★ Gönguferðir ★ Nudd ★ Sérstakir gestir verða í hverjum hóp ★ Fræðsluerindi (möguleiki á eins manns) Á staónum er glæsileg sundloug og nuddpottur. Nónori upplýsingor veitir Gunnloug Hannesdóttir í símo 35060 milli kl. 9-10 á morgnana. Kær kveója. Sigrún Olsen Þórir Barðdal * Höfundur er biskup yfir ísUindi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.