Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
Miðskólinn
Nýr einkaskóli tekur væntanlega til starfa nú í haust
eftir Braga Jósepsson
Nú hefur menntamálaráðuneyt-
ið samþykkt skipulagsskrá Mið-
skólans og er nú unnið að því að
skólinn taki til starfa í haust um
leið og aðrir grunnskólar á höfuð-
borgarsvæðinu. Miðskólinn er
einkaskóli og verður fyrir fjóra
aldurshópa, þ.e. 9 til 12 ára börn.
Með tilkomu^ Miðskólans er brúað
bilið á milli ísaksskóla, sem tekur
inn börn á aldrinum 5 til 8 ára,
og Tjamarskóla, sem er fyrir ung-
linga frá 13 ára aldri til loka
skyldunámsins.
í skipulagsskrá Miðskólans er
lögð áhersla á eftirfarandi atriði:
1. Samfelldan skóladag.
2. Stuðning við nemendur og að-
stöðu til heimanáms.
3. Markvissa kennslu í undirstöðu-
greinum.
4. Fjölbreytta kennslu í söng, tón-
list og öðrum listgreinum.
5. Mannúðlegt námsumhverfi.
6. Andlegt og líkamlegt heilbrigði
og prúðmannlega framkomu.
Þá segir einnig í skipulagsskrá,
að skólinn muni starfa eftir sjálf-
stæðri skólastefnu sem stjórn skól-
ans mun móta. Auk þess mun skól-
inn að sjálfsögðu starfa í samræmi
við gildandi lög um grunnskóla.
Samfelldur og einsetinn skóli
Skóladagurinn mun hefjast kl.
8.30 að morgni og ljúka kl. 15.20
nema á föstudögum, þá mun skóla-
starfi ljúka einni klukkustund fyrr.
Á hádeginu munu nemendur fá
heita máltíð, sem þeir neyta í skól-
anum. Miðskólinn verður einsetinn
skóli, þ.e. hver bekkur fær full
afnot af eigin kennslustofu. Þar
mun öll almenn kennsla fara fram.
Kennsla í listgreinum, verkgrein-
um og íþróttum mun fara fram í
sérstofum. Fyrirlestrar, innlögn í
almennri kennslu, hópæfíngar í
tónlist, söng og öðrum listgreinum
svo og önnur hópstarfsemi innan-
húss mun fara fram í stærri
kennslustofum.
Námsgreinar og skipulag
kennslu
-Undirstöðugreinar. Skólinn mun
leggja áherslu á markvissa kennslu
í undirstöðugreinum móðurmáls og
stærðfræði. I meginatriðum verður
fylgt þeim námsþáttum sem
kenndir eru í öðrum grunnskólum.
í móðurmáli verður litið á lestur
og stafsetningu sem undirstöðu-
þætti móðurmálskennslunnar og
reyndar alls annars náms.
Nemendur sem ekki hafa náð
viðunandi fæmi í lestri og/eða
stærðfræði munu fá aukna kennslu
og leiðsögn í þessum greinum. Það
verður einnig veitt þjálfun í hrað-
lestri. Sérstök áhersla verður lögð
á íslenska málfræði, ntgerð, bók-
menntir og framsögn. í stærðfræði
verður í meginatriðum fylgt nám-
skrá grunnskóla. Lögð verður
áhersla á að allir nemendur skól-
ans nái fullnægjandi árangri, þ.e.
eins góðum árangri og framast er
kostur, í þeim undirstöðuþáttum
stærðfræðinnar sem aðalnámskrá
gerir ráð fyrir.
Listgreinar. Söngur og tónlist mun
væntanlega setja sterkan svip á
allt skólastarf Miðskólans. Þá er
gert ráð fyrir að nemendur skólans
fái kennslu í nótnalestri og tón-
heyrn. Gert er ráð fyrir kynningu
á tónlist, bæði í skólanum og utan,
þ. á m. með heimsóknum á tón-
leika.
Myndlist og handmenntir verða
kenndar saman. Auk þess er stefnt
að því að nemendur fái nokkra
kennslu í undirstöðuatnðum list-
fræðinnar og listasögu. í því skyni
verður leitað til listfræðinga til að
flytja erindi í skólanum. Einnig
verða skipulagðar heimsóknir í
myndlistarsöfn og á myndlistar-
sýningar.
Auk ofnagreindra listgreina er
gert ráð fyrir að nemendur fái
nokkra tilsögn og þjálfun í leiklist
og listdansi. Leiklistarþátturinn
verður skipulagður í tengslum við
kennslu í móðurmáli, þ.e.a.s. í bók-
menntum. Listdansinn verður hins
vegar tekinn fyrir í samvinnu við
kennslu í fimleikum. Flutt verða
erindi um þessa þætti, leiklist og
listdans, og farið á sýningar.
íþróttir, heilbrigðis- og heimilis-
fræði. íþróttir, líkamsrækt og heil-
brigði verða grundvallarþættir í
starfí skólans. Auk almennrar
kennslu í íþróttum og fimleikum
munu nemendur taka þátt í léttum
líkamsæfíngum og skokki. (Sjá
nánar um úti-íþróttir hér á eftir.)
Auk kennslu og æfínga í íþróttum
verður lögð áhersla á valda þætti
í heilbrigðisfræði, líkams- og
heilsufræði, matvæla- og næring-
arfræði og matreiðslu.
Lesgreinar. Af samfélagsgrein-
um verður sérstök áhersla lögð á
sögu Islands og undirstöðuatriði í
mannkynssögu og landafræði. Þá
verður einnig lögð áhersla á um-
hverfisfræði og undirstöðuatriði í
líffræði, eðlisfræði og efnafræði.
Kristinfræði mun skipa veglegan
sess í námskrá skólans. Byrjað
verður að kenna dönsku í 6. bekk
og ensku í 7. bekk í meginatriðum
samkvæmt námskrá.
Skóladagurinn
Venjulegar kennslustundir eru
skipulagðar á hefðbundinn hátt (40
mín.) og verða þær frá 27-32 á
viku eftir bekkjum. Þessar
kennslustundir eru felldar inn í.
aðra starfsemi skólans skv. við-
veruskrá. Þar ber helst að nefna:
lestíma, úti-íþróttir, hópsöng og
matmálstíma.
Lestímarnir. Lestímar eru fastir
tímar á stundaskrá. Þeir eru mis-
langir eftir bekkjum. í 4. og 5.
bekk eru þeir 280 mín. á viku í
hvorum bekk, í 6. bekk 160 mín.
og í 7. bekk 80 mínútur á viku.
Úti-íþróttir: Tvisvar á dag er
gert ráð fyrir að allir nemendur
skólans taki samtímis þátt í úti-
íþróttum á skólalóð. Samkvæmt
viðveruskrá er gert ráð fyrir að
þessar hópæfingar taki 15 mínútur
í hvort skipti, fyrst að lokinni 1.
kennslustund fyrir hádegi og svo
að lokinni 1. kennslustund eftir
hádegi.
Hópsöngur. Eftir 2. kennslu-
stund að morgni er gert ráð fyrir
25 mín. hópsöng og öðrum þáttum
tónlistar eftir atvikum.
Matmálstímar. Nám er vinna.
Nemendur Miðskólans eru á við-
kvæmu þroskaskeiði. Því er mikil-
vægt að þeir fái góðan og
næringarríkan mat þann tíma sem
Bragi Jósepsson
„Ef vel tekst til um
rekstur þessa nýja skóla
er ég sannfærður um
að það muni hafa örv-
andi áhrif á starfsemi
annarra skóla, ekki að-
eins á höfuðborgar-
svæðinu, heldur einnig
víða annars staðar.“
þeir eru í skólanum og öðlist jafn-
framt skilning á gildi heilbrigðra
lífshátta og hollrar fæðu. Skólinn
mun leggja áherslu á uppeldislegt
gildi matmálstíma og vanda svo
sem kostur er alla aðstöðu og und-
irbúning við framkvæmd þeirra.
Frímínútur. Foreldrar þurfa að
geta treyst því eftir því sem frek-
ast er unnt að skólinn sé öruggur
vinnustaður. Þetta er sérstaklega
mikilvægt þegar haft er í huga að
nemendur koma til með að dvelja
í skólanum samfellt í allt að sjö
tíma á dag. Skólinn mun því leggja
áherslu á skipulega og góða um-
sjón með nemendum.
Aðskóladegi loknum. í lok hvers
skóladags er gert ráð fyrir einum
stundarfjórðungi til að ganga frá
og laga til. I samræmi við mark-
mið Miðskólans verður brýnt fyrir
nemendum að ganga snyrtilega um
bæði innan skólans og á skólalóð.
Stefnt verður að því að nemendur
og kennarar vinni saman að því
markmiði að gera skólann að vist-
legu starfsumhverfi. í þeim anda
mun skólinn einnig leggja áherslu
á gildi vinnunnar og þeirrar hugs-
unar sem liggur á bak við orðin:
Vinnan göfgar manninn.
Sjálfstæð skólastefna
í drögum að skólastefnu Mið-
skólans (frá 13. maí 1992) koma
fram ýmsir áhersluþættir sem gefa
sterka vísbendingu um þá sérstöðu
sem skólanefndin hefur markað.
Skulu nú tekin nokkur dæmi:
Eðlilegur og viðunandi
árangur
Miðskólinn mun leggja á það
áherslu að veita hveijum nemanda
kennslu í samræmi við hæfileika
sína og þarfir. Það er markmið
Miðskólans að hver og einn nem-
andi nái eðlilegum og viðunandi
árangri í námi, en það er forsenda
þess að honum líði vel þann tíma
sem hann dvelur í skólanum.
Árangur í námi stuðlar jafnframt (
að vellíðan nemandans, jákvæðu
og heilbrigðu lífsviðhorfi.
Þarfir einstaklingsins og
þjóðfélagsins
Þarfir einstaklingsins og þarfir |
þjóðfélagsins eru samofnar. Það á
að vera hlutverk skólans að koma
til móts við þarfir einstaklingsins
og stuðla með því að heilbrigði
hans og lífshamingju. Jafnframt
ber skólanum að stuðla áð því að
hæfileikar hvers einstaklings nýt-
ist sem best í þjóðfélaginu í heild.
Skólinn yfirtekur ekki
ábyrgð foreldra
Breytingar á atvinnulífi og lífs-
háttum þjóðarinnar raska ekki
þeirri grundvallarskoðun að for-
eldrar bera ábyrgð á uppeldi barna
sinna. Umræddar þjóðfélagsbreyt-
ingar gefa ekki tilefni til þess að j 1
foreldrar eða forráðamenn barna
afsali sér hluta af þeirri ábyrgð
sem uppeldinu fylgir. Því síður g
getur skólinn gert kröfu til þess *“
að foreldrar afsali sér þeirri
ábyrgð. |
Þjónustuhhitverk skólans
Miðskólinn leggur áherslu á þá
skólastefnu að heimilin beri sið-
ferðilega ábyrgð á uppeldi barna.
Sú ábyrgð verður ekki færð yfir
til skólans. Skólinn hefur hins veg-
ar með höndum það þjónustuhlut-
verk fyrir heimilin, að annast
kennslu í hinum ýmsu námsgrein-
um, svo sem móðurmáli, stærð-
fræði, kristinfræði og öðrum lög-
boðnum greinum og búa nemendur
þannig undir áframhaldandi skóla-
göngu.
Háttvísi og gagnkvæm virðing
Þeir sem stunda nám við Mið-
skólann eru fyrst og fremst nem-
endur, ekki börn. Með þessum orð- g
um vill skólinn leggja áherslu á 8
hlutverk sitt og samskipti kennara
og nemenda. g
Samskipti kennara og nemenda
eru þess eðlis að þau leggja
kennurum og skólanum í heild
mikla og vandasama ábyrgð á
herðar. Þótt segja megi að heimilið
sé vagga uppeldisins er samfélagið
í allri sinni margbreytni sá vett-
vangur þar sem börn vaxa og
þroskast. í þeim skilningi hefur
skólinn ákveðnum skyldum að
gegna gagnvart nemendum sínum.
Samkvæmt því mun Miðskólinn
leggja á það áherslu að nemendur
temji sér háttvísi og prúðmannlega
framkomu. Til þess að skólinn nái
þessu markmiði verður jafnframt
lögð áhersla á að kennarar og
annað starfsfólk sýni gott for-
dæmi. Gagnkvæm virðing í sam-
skiptum kennara og nemenda er g
grundvallaratriði í þeirri viðleitni
skólans að skapa jákvætt og heil-
brigt starfsumhverfi.
Sjálfsvirðing og reisn nemenda
Miðskólinn mun leggja megin-
áherslu á að hveijum nemanda sé
tryggð sem best full sjálfsvirðing
og reisn innan skólasamfélagsins.
Skólinn mun samkvæmt því vinna
gegn þeim fordómum sem enn
setja svip sinn á kennslu og skóla-
★ GBC-Skfrtelni/barmmerki
fyrlr: félagasamtök, ráðstefnur,
starfsmenn fyrlrtækia, o.m.fl.
Efni og tæki fyrlrliggjandi.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
• Sérsmíðum glupga eftir þínum óskum.
• Gerum föst verðtilboð í alla smíði.
• Yfirborösmeðhöndlun - 400 litir.
• Góðir greiðsluskilmálar.
• Smíðum einnig sólstofur.
Áratuga reynsla í glugga- og hurðasmíöi.
við Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444
Gardsláttuvélin
33(3 33ÍÍ3Q ÁLLdjf ðw
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg.
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvéi.
Auðveldar hæðarstillingar.
Þú slærð betur með
íA láÁéA i A&jufýU MiMAlb LlMlA j\'
SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11