Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 22
j(>()r i/:in. ,or flúPAniJMivQiM aiq/wiH/uoflOM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
8£
22
Fjármálaráðherra um Eignaskrá ríkisins:
Grundvöllur að end-
urskoðun reglna um
meðferð ríkiseigna
Fjármálaráðherra segir að nýútkomin eignaskrá ríksins gefi rík-
inu góðan grundvöll tii að endurskoða reglur um hvernig eigi að
ná fjármunum út úr eignum ríkisins, þar á meðal reglur um leigu
fyrir embættisbústaði.
„Þessi eignaskrá gefur okkur
mjög góðan grundvöll til áð endur-
skoða allar reglur um það hvemig
hægt er að ná fjármunum út úr
þessum eignum, í fyrsta lagi með
sölu þeirra og í öðru lagi með leigu
á þeim. Og íjármálaráðuneytið mun
vinna að þessum málum,“ sagði
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra við Morgunblaðið.
Hann sagði að fjármálaráðuneyt-
ið sæi ekki eitt ráðuneyta um þess-
ar eignir. „En að sjálfsögðu er það
ekki tilgangur ríkisins að eignast
sem mestar eignir hér á landi held-
ur þvert á móti að koma þeim úr
ríkiseigu sem allra fyrst.
Ég tel að það sé vel hægt að
setja upp á næstunni reglur um
hvemig þessar eignir verði best
nýttar fyrir ríkið, þar á meðal um
embættisbústaði. Það gilda um þá
mjög mismunandi reglur eftir ráðu-
neytum og ég tel að í mörgum til-
fellum séu reglumar orðnar úreltar,
ekki síst vegna þess að það er ekki
lengur eins og áður var að fólk vilji
ekki fara í opinberar stöður úti á
landi, heldur er nú þvert á móti
orðin eftir því eftirspum. Ég sé því
ekki minnstu ástæðu til þess að
borga mönnum fyrir það, auk laun-
anna, því það veldur einungis vand-
ræðum," sagði Friðrik Sophusson.
Námskeid
í reykbindindi
Innritun er hafin á sumarnámskeið Krabbameins-
félagsins í reykbindindi. Eftirfarandi efnisþættir
eru m.a. teknir fyrir á námskeiðunum:
e Undirbúningur
e Áhrif reykinga á iíkamann
e Streita og reykingar
e Persónuieiki og reykingar
e Nikótínfíkn
e Megrun og matarvenjur
• Grundvaiiaratriði sjálfsdáleiðslu
e Ráð til að draga úr löngunum
Kennt er í hópum með fyrirlestrum og myndasýningum. Auk
þess er innifalin persónuleg ráðgjöf fyrir þá sem þess óska.
Námskeiðið hefst með undirbúningsfundi mánudaginn 6.
júlí og því lýkur fimmtudaginn 6. ágúst (alls 7 fundir). Allir
fundir hefjast kl. 17.30. Fund-
arstaður er í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Aðal-
leiðbeinandi er Ásgeir R. Helgason.
Upplýsingar og skráning í síma 621414 á skrifstofutíma (kl.
08.30-16.30).
I
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur
Morgunblaðið/Þorsteinn Torfason
Frá opnun sýningarinnar í nýja ráðhúsinu, talið frá hægri: Beate Blankenhorn, Anette Ack-
ermann, sem er unnasta Jóns og sýndi einnig málverk, m.a. frá heimsókn sinni hingað til lands,
Jón Þór Gíslason og tveir sýningargestir.
íslenskur málari fær lofsamlegar viðtökur í Þýskalandi:
Oneitanlega lyftistöng
fyrir frekari landvinninga
- segir Jón Þór
Gíslason listmálari
FYRIR skömmu lauk í Leon-
berg, nærri Stuttgart í Þýska-
landi, samsýningu fjögurra
listamanna í nýlega vigðu ráð-
húsi borgarínnar. Sýningin
nefndist „Mahlwerk", og er tit-
illinn sóttur í nokkurs konar
þýskuskotna afmyndun af ís-
lenska orðinu „málverk“ en ís-
lenskur listmálari, Jón Þór Gísl-
ason, var einn þeirra sem þar
sýndu. Vakti hans hlutur í sýn-
ingunni athygli og hlaut lof-
samlega dóma dagblaðanna,
auk þess sem kunnur þýskur
málverkasafnari var einn
þeirra sem festi kaup á mynd
eftir Jón Þór.
JÓN Þór Gíslason er þijátíu og
fimm ára gamall, borinn og bam-
fæddur Hafnfirðingur, og lauk í
febrúar síðastliðnum framhalds-
námi í myndlist frá Ríkisakadem-
íunni í Stuttgart undir handleiðsiu
prófessors síns, Erichs Mansens,
en áður nam hann við Myndlista-
og handíðaskóla íslands frá 1977
til 1982. í stuttu spjalli við Morg-
unblaðið kvaðst Jón Þór Gíslason
vera hæstánægður með þær við-
tökur sem sýningin og hans þátt-
ur í henni fengu. „Ég hef heyrt
utan að mér, m.a. frá fólki sem
fylgist grannt með hræringum og
nýjungum í listheiminum, að horf-
ur mínar á markaðnum hér séu
mjög vænlegar og ræðst það ekki
síst af þeirri staðreynd að ég fylgi
ekki meginstraumunum sem hér
eru í myndlist. Þetta er óneitan-
lega fjárhagsleg og andleg lyfti-
stöng fyrir frekari landvinninga í
Brúðuleikur (Puppenspiel) eftir
Jón Þór Gíslason.
Evrópu, og með þessu er orðið
næsta ljóst að hér í Þýskalandi á
ég eftir að búa og vinna um langa
hríð.“ Hann segir að listrænir og
hugmyndafræðilegir áhrifavaldar
sínir komi úr margvíslegum átt-
um, og þó eflaust megi spyrða
hann saman við einhveijar skil-
greiningar sé slík iðja fyrir fræð-
inga og gagnrýnendur: „Mæli-
kvarði gagnrýnanda hér virðist
miðast nær eingöngu við konsept-
listina og þeim er hampað óspart
sem gengið hafa í smiðju til Josefs
Beuys og félaga. Við öðru bregð-
ast þeir við af furðu, eins og þeir
hafi aldrei heyrt það né séð. Ég
má því í raun vera þakklátur fyr-
ir móttökurnar sem sýningin fékk,
þrátt fyrir fyrmefnda glám-
skyggni listskríbenta." Umfjöllun
um sýninguna var mikil og al-
mennt mjög jákvæð. í gagnrýni
um sýninguna í Leonberger Krei-
seitung er m.a. að fínna þessa
klausu: „Jón Thor Gíslason endur-
speglar innlöndin í ytri heiminum.
Hann notar sér klassískar fyrir-
myndir eins og Munch, Dix eða
Gauguin til að sýna andlegt
ástand mannsmynda sinna. [•••]
Ahorfandinn stendur frammi fyrir
olíumálverki með góða litasam-
setningu, málverk af konu með
alvarlegan, innbyrgðan svip.“
Önnur grein er í Amtsblatt der
Stadt Leonberg, og segir listfræð-
ingurinn Dietholt M. Zerweck í
umfjöllun sinni um iistsköpun
Jóns Þórs Gíslasonar: „Andlegt
ástand verður sýnilegt eins og hjá
þyrrkingslegu, hnúskóttu tré sem
teygir beinaberan fingur út yfír
náttsvört rúðugler húss. Vísifing-
ur sem bendir á risavaxna kven-
veru, sem er máluð af svo nöktu
raunsæi að hún hefur breyst í
„týpu“ og dregur raunsæið þannig
í efa. Jón kallar fram sígildar fyr-
irmyndir í olíumálverkum sínum.
Hann skírskotar til helgimynda
(íkona) liðins tíma með sérstæðri
uppbyggingu mynda sinna.“ Til-
tekin eru dæmi um myndefnin og
nálgun listamannsins og sagt að
myndirnar „endurspegli ótta,
langanir og ástríður mannvera,
sem Jón gerir áþreifanlegar og
raunverulegar með pensli, spaða
og túpu, ásamt aðstoð mismun-
andi áferðar í fatnaði, húð og
bakgrunni. Raunveruleikinn verð-
ur þannig margræður. Ráðgáta
sem vefst fyrir mönnum að leysa.“
Jón Þór seldi allmargar myndir
góðu verði á sýningunni, og með-
al annars keypti kunnur þýskur
safnari, Fritz Uphoff að nafni,
málverk eftir listamanninn, en í
safni hans eru meðal annars
myndverk eftir heimsfræga lista-
menn eins og Wassily Kandinsky
og áðumefndan Josef Beuys.
Það sést strax
að húsið er málað
með Max
Max utanhússmálningin er þrælsterk akrylmálning frá Jotun.
— Max er með 7% gljáa sem gerir það að verkum að óhreinindin festast
síður í henni.
— Max er vatnsþynnanleg og því sérlega þægileg í notkun.
— Max er fáanleg í hundruðum litatóna.
— Max er árangur áratuga þróunarstarfs og hefur reynst
einkar vel á Islandi.
Max utanhússmálningin situr sem fastast og verndar verðmæti.
HÚSASMMDJAN
Skútuvogi16, Reykjavlk, sími 687710
Helluhrauni 16, Hafnarftði, slmi 650100