Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
23
Hagfræðingur ASÍ:
Sparisjóðirnir með hæstu
útlánsvexti í bankakerfinu
Hagfræðingur Alþýðusambands íslands segir að sparisjóðirnir séu
með hæstu útlánsvexti i bankakerfinu og þeir og Búnaðarbanki hafi
ekki enn lækkað vexti í samræmi við yfirlýsingar sem gefnar voru í
tengslum við kjarasamninga. Sparisjóðsstjóri SPRON segir hins vegar
að meðalvextir sparisjóðanna séu ekki hærri en viðskiptabankanna og
sparisjóðirnir hafi ákveðið vexti í samræmi við það sem um var talað
í kringum kjarasamningana.
Guðmundur Gylfi Guðmundsson
hagfræðingur ASI sagði við Morgun-
blaðið, íslandsbanki hefði lækkað
vexti strax í samræmi við yfirlýsingu
um vaxtaþróun sem gefin var við
gerð kjarasamninga og Landsbanki
hefði lækkað sína vexti eftir nokkar
málalenginga. Búnaðarbankinn hefði
lækkað lítið eitt og sparisjóðimir enn
minna og borið því við að útlána-
flokkun þeirra væri þeim hætti að
þeir væru í raun með lægstu vext-
ina. Þess vegna hefðu ASÍ og Vinnu-
veitendasambandið óskað eftir upp-
lýsingum frá Seðlabankanum um
útlánaflokkun banka og sparisjóða
og þær reglur sem notaðar væru við
þá flokkun.
Guðmundur Gylfi sagðist hafa
reiknað út vegið meðaltal á útláns-
vöxtum banka og sparisjóða, á
grundvelli upplýsinga Seðlabankans,
og samkvæmt því væri meðaltal
verðtryggðra kjörvaxta Landsbank-
ans 8,75%, meðaltal kjörvaxta ís-
landsbanka væri 8,87%, meðaltal
kjörvaxta Búnaðarbanka væri 8,97%
og meðaltal kjörvaxta sparisjóða
9,40%. Á sama hátt væri vegið með-
altal óverðtryggra kjörvaxta íslands-
banka 11,87%, meðaltal kjörvaxta
Búnaðarbanka 12,20%, meðaltal
kjörvaxta Landsbanka 12,23% og
meðaltal kjörvaxta sparisjóðanna
12,74%.
Guðmundur Gylfi sagði að íslands-
banki og Landsbanki væru við þau
efri vaxtamörk sem rætt hefði verið
um í tengslum við kjarasamning-
anna, en sparisjóðirnir og Búnaðar-
bankinn væru þar fyrir ofan og hefðu
því ekki staðið við þær yfirlýsingar
sem þeir gáfu.
Baldvin Tryggvason sparsjóðs-
stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis sagði að sparisjóðirnir
reyndu að fara eftir markaðsvöxtum.
Frá því seint á síðasta ári hefðu
sparisjóðirnir verið með lægstu útl-
ánsvexti ásamt Búnaðarbankanum
og á síðasta ári hefðu þeir verið með
hæstu meðalvexti á flestum innlán-
„ STÚDENTARÁÐ Háskóla ís-
lands mótmælir þeirri ákvörðun rík-
isstjórnar að skera niður með út-
hlutunarreglum LÍN um 500 millj-
ónir króna.
Ríkisstjórnin hefur með þessu
síðasta útspili sýnt fádæma skiln-
ingsleysi á högum námsmanna og
gert að þeim atlögu. Stúdentaráð
hvetur ríkisstjórnina til að endur-
um. „Ég vil ekkert um það segja
hvað við förum hratt niður núna, en
þetta er sú meginstefna sem við
höfum fylgt og við gerum það sjálf-
sagt áfram,“ sagði Baldvin og bætti
við að þeir teldu sig hafa ákveðið
vexti í samræmi við það sem um var
talað.
Hann sagðist einnig draga mjög
í efa þær upplýsingar SeðlabankanSj
sem útreikingar hagfræðings ASI
byggðust á. Hana sagði að starfs-
menn Seðlabankans hefðu hringt í
starfsmenn sparisjóða og spurt þá í
hvaða kjörvaxtaflokki lán væru tíð-
ust. Flest lánin væru að vísu í svo-
kölluðum C-flokki en það væru yfir-
leitt smálán og því segðu þau ekki
til um meðaltal allra flokkanna. „Ef
meðalvextir sparisjóðanna á útlánum
eru skoðaðir þá tel ég ekki að við
séum þar ofar en aðrir," sagði Bald-
vin Tryggvason.
skoða stefnu sína í málefnum LÍN
og Háskóla Islands en skera ekki
gegndarlaust niður með þeim hætti
sem gert hefur verið í vetur.
Ennfremur lýsir Stúdentaráð
hneykslun sinni á þeim vinnubrögð-
um sem fulltrúar ríkisstjó'mar
beittu á fundum stjórnar LIN um
úthlutunarreglurnar."
(Fréttatilkyiining)
A
SHI mótmælir breytt-
um úthlutunarreglum
S
HARÐVTOARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Hljómsveit
Geitmundar Valtýssonar
vinsœlasta danshljómsveit d Islandi
Laugardagskvöldið 13. júní
Lífidansinn
Ort í sandinn
Látum sönginn hljóma
Ég syngþennan söng
Nú er ég léttur
Bíddu við
Ég hefbara áhuga á þér
Tifa tímans hjól
Þjóðhátíð í Eyjum
Með þér
Borðapantanir frá kl. 9-15 ísíma 687111
Samviiuiiileröir-Laiiilsýn
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70
Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60
Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Simbréf 96 - 2 40 87
Þeir eru fjölmargir sem þegar hafa bókað „ævintýralegt,
blómstrandi, ólgandi, æsandi, hugljúft og rómantískt” ferðalag til
Korfu í sumar. Fyrir þá sem eru að hugleiða slíkt ævintýri bjóðum
við til grískrar gleðiveislu á Hótel Borg í kvöld kl. 20:30. Þórður
Stuðmaður Árnason leikur gríska tónlist, grískar veitingar verða á
boðstólum og sýnd verða myndbönd með hótelkynningum og
hinni einstöku náttúrufegurð Korfu.
Þessi gríska perla í Miðjarðarhafinu hefur algjöra sérstöðu á
ferðamarkaðinum: Magnað næturlíf, ótrúleg náttúrufegurð og
gróðursæld, blátær sjór og hreinar strendur, fyrsta flokks
gisting, frábær matur og fagurt mannlíf. Sannarlega hrífandi
umgjörð fyrir þá sem vilja njóta þess besta sem lífið hefur upp á
að bjóða, ástar og unaðar.
Sjdumst í kvöldl
Korfueleði
íil í kvöld!