Morgunblaðið - 10.06.1992, Page 26

Morgunblaðið - 10.06.1992, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Skoðanakönnun fyrir Sjónvarpið: Árásarmenn náðust vegna bílnúmersins TVEIR 18 ára piltar játuðu við yfirheyrslur hjá Rannsóknariög-- reglu ríkisins að hafa ráðist með barsmíðum á blaðbera í Kópa- Ríkisspítalar innan ramma fjárlaga: Hafa sparað tæplega 100 millj. á fyrstu fimm mánuðum ársins Ekki hægt að umbuna starfsfólki á þessari stundu, segir Árni Gunnarsson vogi á laugardagsmorgun. Skýr- ingar á athæfinu höfðu þeir hins vegar fáar. Maðurinn var að bera út blöð við Digranesveg snenima á laugar- dagsmorgun þegar bifreið var skyndilega stöðvuð rétt hjá honum. Tveir piltar, annar með nælonsokk yfir höfði, stukku út úr bílnum og réðust á manninn, sem hlaut all nokkur meiðsli af. Hann benti þeim á, að þeir kæmust ekki upp með þetta, því hann hefði lagt skráning- arnúmer bifreiðar þeirra á minnið. Við það hurfu árásarmennirnir á brott. Blaðberinn gaf lögreglu lýsingu á piltunum og tók ekki langan tíma að hafa uppi á þeim, þar sem skrán- ingarnúmerið fylgdi sögunni. Morgunblaðið/Sigurgeir Mikill fjöldi fylgdist með er nýr Heijólfur kom í fyrsta sinn til heimahafnar á mánudaginn. Vestmannaeyjar: Nýjum Herjólfi fagnað Vestmannaeyjum. VESTMANNAEYINGAR fögnuðu nýjum Heijólfi er hann kom í fyrsta sinn tU heimahafnar í Eyjum á mánudag, eftir rúmlega tveggja sólarhringa siglingu frá Noregi. Heijólfur kom að Eyjum um hádegisbil á mánudag. Lónaði hann innan við Eyjar og beið komu gamla Heijólfs frá Þorláks- höfn. Þeir mættust síðan inn af Eiðinu og sigldi sá gamli á undan inn höfnina en sá nýi kom í kjöl- farið. Mikill fjöldi Eyjamanna fylgdist með komu skipsins. Bílar voru alls staðar sem hægt var að koma þeim við innsiglinguna og höfnina og þegar skipið sigldi inn þeyttu bflstjórar flautur bíla sinna og Heijólfur svaraði með skipsflautunni. Er skipið lagðist að Básaskersbryggju var flugeld- um skotið á loft og Lúðrasveitin lék nokkur lög. Guðmundur Karlsson, formaður smíðanefnd- ar Heijólfs, Halldór Blöndal, samgönguráðherra, Bragi I. Ól- afsson, forseti bæjarstjórnar og Öivind Iversen, framkvæmda- stjóri Simek skipasmíðpastöðvar- innar, fluttu ávörp. Þá blessaði séra Bjami Þór Bjamason skipið og kirkjukórinn söng nokkur lög. Að því loknu var öllum viðstödd- um boðið að skoða skipið og þiggja veitingar. Mikill fjöldi Eyjamanna lagði leið sína um borð í skipið og var talið að bróðurpartur Eyjamanna hefði skoðað skipið á mánudag- inn. Heijólfur, sem hannaður var af Skipatækni hf., var smíðaður hjá Simek skipasmíðastöðinni í Mekkefjord í Noregi. Samningur um smíðina var undirritaður 16. apríl 1991 og var skipið afhent á umsöndum tíma. Skipstjóri á Heijólfí er Jón R. Eyjólfsson og yfírvélstjóri Gísli S. Eiríksson. Áhöfn og farþegar í heimsigl- ingu skipsins létu vel af heim- ferðinni og flestir þeir sem skoð- uðu skipið í mánudag lýstu yfír ánægju sinni með það. Þar sem hafnaraðstaða fyrir nýja skipið í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum verður ekki tilbúin til notkunar fyrr en 22. júní nk. hefur verið ákveðið að fara með skipið í hringsiglingu um landið til að kynna það. Komið verður við á nokkrum stöðum og skipið sýnt. Hefst hringferðin á föstu- dag er siglt verður frá Eyjum til Þorlákshafnar. Á laugardaginn verður skipið í Reykjavík en held- ur síðan vestur um land og verð- ur viku í hringsiglingunni. Grímur Meirihluti hlynnt- ur EES-samningi Meirihluti íslendinga er hlynntur samningnum um evrópska efna- hagssvæðið, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir fréttastofu Sjónvarpsins. En í sömu skoðanakönnun kemur fram að mikill meirihluti er andvígur því að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu. I skoðanakönnuninni var spurt hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur samningum um evrópska efnahagssvæðið sem kynntur hefði verið að undanfömu. Alls fengust svör frá 1028 af 1500 manna úr- taki, og reyndust 40,8% vera óviss, 30,6% voru hlynnt samningnum og 28,6% andvíg honum. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru 51,7% hlynnt samningnum en 48,3% andvíg honum. Stuðningur við EES-samninginn var mestur meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks, eða 53%, og Sjálfstæð- isflokks, 50,9%, en um 23% hjá stuðningsmönnum Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista. Þá var stuðningur við samninginn mestur meðal sérfræðinga, atvinnu- rekenda og iðnaðarmanna en minnst- ur hjá sjómönnum, bændum og verk- afólki. Fram kom karlar voru mun hlynntari EES-samningnum en kon- ur og um helmingur kvenna var óviss í sinni sök. Þá var stuðningur við samninginn mun meiri meðal yngri kynslóðarinnar en þeirrar eldri. í könnuninni var einnig spurt um hvort viðkomandi teldi æskilegt eða óæskilegt að íslendingar sæktu um aðild að Evrópubandalaginu. 47,3% karla og 41,5% kvenna töldu það frekar óæskilegt eða mjög óæski- legt, og 20,2% karla og 19,9% kvenna töldu það frekar æskilegt eða mjög æskilegt. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku til spurningarinnar töldu 68,8% frekar óæskilegt eða mjög óæskilegt að sækja um aðild að EB, en 31,1% töldu frekar æski- legt eða mjög æskilegt að sækja um aðild. Stuðningur við aðilarumsókn var mestur hjá stuðningsmönnum Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, um 25%, en minnstur hjá stuðnings- mönnum Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Mest andstaða var gegn aðildarumsókn hjá bændum og sjómönnum. Á laugardaginn birti DV niður- stöður skoðanakönnunar sem blaðið gerði um afstöðu fólks til EES, og samkvæmt þeim voru 37,4% fylgj- andi samningnum en 62,6% andvígir. Stefán Ólafsson forstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar segir mun þennan á niðurstöðum skýrast alfar- ið af því að Félagsvísindastofnun spurði tveggja spuminga og notaði annað orðalag en DV. Fyrst hafí verið spurt um aðildina að EB og í kjölfarið hafí komið spumingin um EES. „Þá er það orðið alveg ljóst fyrir svarendur að þetta em tveir aðskildir hlutir. Hins vegar þegar DV spyr einungis einni lauslegri spurningu, þá verður svo auðvelt að rugla þessu saman. Enda er útkoman hjá þeim hérumbil eins og niðurstað- an um afstöðu til aðildar að Evrópu- bandalaginu," sagði hann. RÍKISSPÍTÖLUM hefur tekist að halda sig innan ramma fjárlaga og auk þess sparað tæplega 100 milljónir króna á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við kostnað á sama tímabili í fyrra. Á sama tíma hefur sjúklingum fjölgað um 9,1% fyrstu fimm mánuðina miðað við síðasta ár, aðgerðum á almennum skurðstofum fjölgað um 14% og aðgerðum á skurðstofu kvennadeildar um tæp 6%. Þetta eru niðurstöður vinnu- hóps, sem undanfarna daga hefur unnið að úttekt á rekstri ríkisspítal- anna. Ámi Gunnarsson, formaður stjórnarnefndar ríkisspítalanna, seg- ir að spamaðurinn á ríkisspítölunum hafi náðst með ýmsum almennum aðgerðum t.d. með niðurskurði á Sundlaug Vesturbæjar: Lokað í ágúst SUNDLAUG Vesturbæjar verð- ur lokuð frá 4. ágúst til 1. sept- ember næstkomandi vegna við- gerða. Að sögn Hauks Jóhannessonar forstjóra, verður skipt um hitalögn við sundíaugina en hún er farin að ryðga eftir 30 ár. Sundlaugarbarm- urinn verður brotinn upp og sett ný plastlögn og er vonast til að verkinu verði lokið í byijun septem- ber. rekstrarliðum og minnkandi yfír- vinnu. Hins vegar hafi tekist að koma í veg fyrir almennar uppsagnir starfsfólks. „Fyrir utan þetta stendur hins vegar fjárvöntun vegna rekstrar á síðasta ári og kostnaður sem fyrirsjá- anlega mun koma á ríkisspítalana á þessu ári,“ segir Ámi. Þar segir hann að um sé að ræða hækkun á lyfja- kostnaði, sérstaklega vegna einnar tegundar af lyfjum sem nýlega hafí verið byijað að gefa fyrirbumm á Fæðingardeild Landspítalans. Skammturinn af þessum lyfjum kpst- ar 250.000 krónur og segist Ámi telja að í heild muni þau auka kostn- að ríkisspítalanna um 20 milljónir á þessu ári. Einnig segist Ámi hafa áhyggjur af því hvemig mæta eigi auknu álagi á stofnanimar en sjúkl- ingum hefur fjölgað um 9,1% fyrstu fjóra mánuðina miðað við sama tíma í fyrra. Ástæður þess segir hann margar. „Meginástæðan fyrir þessu aukna álagi er að sjúkrahús í ná- grannasveitarfélögum eru farin að senda sjúklinga til Reykjavíkur í miklu ríkara mæli en verið hefur. Eins eru ýmis tilfallandi tilvik," seg- ir Árni. Hann gegir að ekki komi til greina að grípa til þess að loka deildum alveg með því að segja upp starfs- fólki. „Við teljum að ríkisspítalarnir hafí ekki samskonar hlutverki að gegna og aðrar sjúkrastofnanir í landinu. Okkur ber skylda til að taka við öllum sjúklingum sem til okkar koma, auk þess við höfum mikla kennsluskyldu gagnvart Háskóla ís- lands,“ segir Árni. Hann segir ekki mögulegt að umbuna starfsfólki fyrir þátt þess í spamaðaraðgerðunum á þessari stundu hvað sem kunni að verða hægt þegar lengra líði á árið. „Við erum einfaldlega svo hart keyrðir í fjárveitingum að við höfum ekkert svigrúm núna,“ segir Árni. Hann segir að hluta þeirrar ástæðu megi rekja til þess að ekki hafí verið stað- ið við fyrirheit. „Borgarspítaiinn fékk um 230 milljónir frá ríkinu fyrir að taka við öllum bráðavöktum Landa- kotsspítala en okkur hafði verið gef- ið fyrirheit um helming þessara vakta. Þar að auki höfum við tekið að okkur reksturinn á Fæðingar- heimili Reykjavíkurborgar og það kostar sitt,“ segir Árni. Fyrir helgina fékk Landspítalinn reikning upp á tæplega 13 milljónir frá Borgarspítalanum vegna kostn- aðar við rekstur Fæðingarheimilisins fyrstu þijá mánuði ársins. „Við telj- um það fjarstæðu að ríkisspítölunum verði gert að greiða þennan reikning þar sem yfirtakan á Fæðingarheimil- inu var ekki frágengin fyrr en þrír mánuðir voru liðnir af árinu,“ segir Árni. Jóhannes Pálmason, framkvæmd- astjóri Borgarspítalans, segir að samkvæmt ákvörðun fjárlaga hafi verið ákveðið að ríkisspítalarnir tækju við rekstri Fæðingarheimilis- ins. Borgarspítalinn hafí ekki haft íjárveitingar til þess að reka heimilið á þessu ári. „Það dróst hins vegar lengur en góðu hófí gegndi að ríkis- spítalamir tækju við rekstrinum og varð ekki fyrr en 1. apríl. Við rákum því Fæðingarheimilið í umboði þeirra þennan tíma. Af þeirri ástæðu var þeim gerður reikningur sem við bár- um af rekstrinum fyrstu þijá mánuði ársins," segir Jóhannes. Brást ókvæða við stöðvun- armerkjum LÖGREGLAN á Akranesi varð að handtaka mann á mánudagskvöld, þegar hann neitaði að sinna stöðvunar- merkjum tveggja lögreglu- manna og ýtti þeim á undan bílnum. Lögreglan var að greiða úr umferðinni frá knattspymuvell- inum eftir leik heimamanna og Fram. Ökumaður nokkur brást hinn versti við og neitaði að sinna stöðvunarmerkjum. Hann ók áfram, þar til lögreglumaður sá sitt óvænna og stökk frá. Þá bar að annan lögreglumann, en ökumaðurinn lét sér ekki segjast og ýtti honum einnig frá með bílnum. Málið endaði loks þegar lög- reglumaður teygði sig inn í bíl- inn og drap á honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.