Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
29
UMHVERFISRÁÐSTEFNAN í RÍÓ
Reuter
Oryggisgæsla á umhverfisráðstefnunni eykst daglega eftir því sem
nær dregur leiðtogafundinum um helgina. A myndinni sést skrið-
dreki fyrir framan Sykurtoppinn, einkennisfjall Ríó-borgar.
Deilt um verndun
skóga og hver eigi
að borga brúsann
Rio de Janeiro. Reuter.
FULLTRÚAR á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro reyna nú
að ná samkomulagi um framkvæmdaáætlun ráðstefnunnar áður en
leiðtogafundur yfir 100 þjóðhöfðingja hefst um næstu helgi. Sam-
komulag hefur náðst um að halda ráðstefnu um nýtingu fiskistofna
á alþjóðlegum hafsvæðum og að stofna sérstaka nefnd um sjálfbæra
þróun, en eitt helsta áreiningsefnið er yfirlýsing um verndun skóga.
Þá mögnuðust deilur í gær um hvernig eigi að borga brúsann, en
fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa reiknað út að kostnaður við að
framfylgja framkvæmdaáætluninni nemi um 600 milljörðum dollara,
eða um 300-földum fjárlögum islenska ríkisins á ári.
Þó að enn sé deilt um ágæti
tveggja sáttmála um verndun and-
rúmsloftsins og lífríkis jarðar, er
texti þeirra kominn í endanlegt
horf og fulltrúar á ráðstefnunni
hafa einbeitt sér að framkvæmda-
áætluninni, sem er þriðja meginvið-
fangsefni Ríó-ráðstefnunnar. Áætl-
unin á að verða leiðarljós ríkja um
umhverfisvernd á 21. öldinni og
gengur af þeim sökum undir nafn-
inu Agenda 21. Hún er í 115 liðum
og um 800 blaðsíður að lengd og á
að taka á öllum umhverfisvanda-
málum öðrum en sáttmálarnir tveir
ijalla um.
Umhverfisverndarsinnar fögn-
uðu stofnun nefndarinnar um sjálf-
bæra þróun, sem þeir segja að
muni auka líkurnar á að fram-
kvæmdaáætluninni verði fylgt.
Nefndin verður sjálfstæð stofnun
innan vébanda Sameinuðu þjóðanna
og á að taka til starfa á næsta ári.
Deilur ríkra og fátækra ríkja um
fjármögnun umhverfisverndar juk-
ust í gær, þegar hópur 128 þróunar-
ríkja hafnaði málamiðlunartillögu
frá Brasilíu. Hún nefndi áætlaðan
kostnað Sameinuðu þjóðanna, en
skyldaði engan til að greiða hann.
Ríkin 128 vilja hins vegar koma
því inn í textann að besta ráðið til
að vernda umhverfið sé að beijast
gegn fátækt í þriðja heiminum og
að ríkurn þjóðum sé gert skylt að
borga 0,7 prósent af þjóðarfram-
leiðslu sinni í þróunaraðstoð ekki
seinna en árið 2000. Vestrænn fuli-
trúi sagði í gær að þessi krafa
væri áfall fyrir viðræðurnar.
Óvíst er hvort tekst að sam-
þykkja yfirlýsingu um verndun
skóga fyrir lok ráðstefnunnar á
sunnudag. George Bush, Bandaríkj-
aforseti, lofaði í gær 270 milljón
dollara aðstoð til þróunarríkja og
skoraði á önnur ríki að auka fram-
lög til verndunar skóga. Banda-
ríkjamenn hafa sagt verndun skóga
vera forgangsverkefni og vonast til
að aukin framlög þeirra til þess slái
á gagnrýnisraddir umhverfisvernd-
arsinna, eftir að Bandaríkin neituðu
að skrifa undir sáttmálann um
verndun lífríkis jarðar.
PLO-maður skotinn
París. Reuter
ATEF Bseiso, háttsettur öryggis-
ráðgjafi Yassers Arafats, leið-
toga PLO, Frelsissanitaka Pal-
estínumanna, var skotinn í París
á mánudag.
Arafat kenndi ísraelsku leyni-
þjónustunni um verknaðinn en ísra-
elskir embættismenn neita því.
Yitzhak Shamir forsætisráðherra
vildi ekkert um málið segja og ekki
heldur Uri Sagie, talsmaður hers-
ins. Hann sagði þó, að Bseiso hefði
verið einn af leiðtogum félagskap-
arins Svarta septembers, sem myrti
11 ísraelska íþróttamenn á Ólymp-
íuleikunum í Múnchen 1972.
Efnt til alþjóðlegrar ráð-
stefnu um flökkustofna
SAMÞYKKT hefur verið málamiðlunartillaga á umhverfisráðstefn-
unni í Rio de Janeirio vegna ágreinings um veiðar á flökkustofn-
um og felst hún í því að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um
málið sem fyrst. Ráðstefnan verður haldin á vegum Sameinuðu
þjóðanna en fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn. Eiður Guðna-
son umhverfisráðherra átti fund með Jose Goldemberg, mennta-
og umhverfismálaráðherra Brasilíu, í gær að sögn Guðmundar
Eiríkssonar í sendinefnd Islendinga.
íslendingar höfðu ásamt 39 öðr-
um þjóðum komið sér saman um
tillögoir varðandi úthafsveiðar fyr-
ir ráðstefnuna að sögn Guðmund-
ar. Margar þeirra höfðu þegar
hlotið blessun ráðstefnuríkjanna
fyrir ráðstefnuna en ein sú um-
deildasta var þó eftir. Pjallar hún
um hvaða reglur eigi að gilda um
veiðar á flökkustofnum, veiðanleg-
um utan og innan lögsögu. íslend-
ingar hafa ásamt fleiri ríkjum stutt
þá tillögu að lög strandríkis skuli
gilda um veiðarnar en ríki Evrópu-
bandalagsins hafa ekki verið á
sama máli.
Á föstudag var hins vegar kom-
ist að samkomulagi um málamiðl-
unartillögu. Felst hún í því að
haldin verði alþjóðleg ráðstefna
um ágreiningsefnið sem fyrst.
Verður hún á vegum Sameinuðu
þjóðanna en fundarstaður hefur
ekki verið ákveðinn. EB-ríkin sam-
þykktu tillöguna með þeim skilyrð-
um að bætt yrði við innleggi frá
landbúnaðar og matvælastofnun
Sameinuðu þjóðanna og að skýrt
kæmi fram að ekki væri ætlunin
að raska ákvæðum Hafréttarsátt-
málans. Aðspurður sagði
Guðmundur að Islendingar ættu
að geta verið ánægðir með mál-
amiðlunartillöguna.
Önnur tillaga íslendinga var
samþykkt á mánudag. Felst hún
í því að beina þeim tilmælum til
ríkja að heimila ekki geymslu
geislavirks úrgangs nálægt hafi
nema að hægt sé að sanna að efn-
ið hafi ekki neikvæð áhrif á um-
hverfið og löginæta nýtingu
náttúrunnar gæða. Ennfremur
hefur verið samþykkt tillaga Is-
lendinga um að tekið verið mið
af aimennum reglum um losun
úrgangs við hernaðarumsvif sem
á friðartímum.
Eiður Guðnason, umhverfisráð-
herra, átti fund með Goldemberg,
mennta- og umhverfismálaráð-
herra Brasilíu, um vanda götu-
barna í gær. Kynnti íslenski ráð-
herrann þar afstöðu sína og leitaði
upplýsinga um málið.
Mnan
-
macmillan Longman
PUBLISHERS
™huLr
Cambridge
ELT
u ■
NeLson'IIT
PRENTICE HALL
tátt
Harper'Collins
W. B. Saunders
Bailliére Tindall
Gyldendal
CLF
international
11 Mosby J
BÆKUR
OKKAR FAG
Pöntun erlendra námsbóka er
fastur liöur í undirbúningi
hverrar námsannar, jafnt hjá
kennurum sem hjá okkur.
Viö útvegum allar fáanlegar
erlendar námsbækur
á besta verði.
Skjót og örugg
pöntunarþjónusta.
Sími 682688
WILEY
| SPRINGHOUSE
PUBLISHING
ICOMPANY
Klett
Viö leggjum áherslu á að hafa
á boðstólum allar þær
námsbækur sem kenndar eru
í framhaldsskólum landsins.
iLJJi
Oxford
English
PENGUIN
BOOKS
Pantið bækurnar
tímanlega
-það er
_L hagkvæmara
^ fyrir alia.
HEINEMANN'
INTERNAIIONAL
JLangenscneidt