Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
37
Framleiðsla ÁTVR:
Enn óvissa um tilboð
EKKI er enn Ijóst hvaða tilboði verður tekið í framleiðslutæki,
vöruheiti og uppskriftir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins,
ÁTVR. Útboðsaðilar, Innkaupastofnun ríkisins, fjármálaráðuneytið
og ÁTVR eru enn að meta tilboðin og ræða við tilboðsaðila. Inn-
kaupastofnun lítur svo á að tilboðin séu bindandi. Halldór Kristjáns-
son sem er í forsvari fyrir þá aðila sem standa að fimm hæstu
tilboðunum telur ekki tímabært að gefa yfirlýsingar í blöðum.
Tilboð í framleiðslutæki, vöru-
heiti og uppskriftir ÁTVR voru
opnuð í síðasta mánuði, þau voru
tíu talsins. 1) Kristín Stefánsdóttir
átti hæsta tilboð, 17.425.500 kr.
Næstu tilboð voru: 2) Halldór
Kristjánsson, 16.425.500 kr. 3)
Rek-Is hf., 15.425.500 kr. 4)
Kristján G. Halldórsson,
14.425.500 kr. 5) Elding Trading
Co. hf., 13.425.500 kr. 6) Tryggvi
Halldórsson, 12.310.000 kr. 7)
Helgi G. Sigurðsson, 10.500.000
kr. 8) Jónco, 8.200.000 kr. 9)
Delta hf., 5.100.000 kr. 10) Sproti
hf. 4.761.000 kr.
Pálmi Jónsson hjá Innkaup-
stofnun Ríkisins sagði í samtali
við Morgunblaðið að verið væri
að fara yfír tilboðin og bera þau
saman. Greiðsluskilmálar væru
mismunandi og Innkaupastofnun,
fjármálaráðuneytið og ÁTVR
tækju fljótlega ákvörðun um við
hvem yrði samið. Litið væri svo á
að öll tilboð væru bindandi.
Það vakti nokkra eftirtekt að
ákveðin vensl voru milli þeirra
aðila sem stóðu að hæstu tilboðum.
Kristín Stefánsdóttir sem átti
hæsta tilboð er gift Halldóri
Kristjánssyni sem gerði næst
hæsta tilboð. Rek-ís hf. á þriðja
hæsta tilboðið og bæði Kristín og
Halldór eiga sæti í stjórn þess
fyrirtækis. Kristján G. Halldórsson
á fjórða hæsta tilboð en hann er
faðir Halldórs. Fimmta hæsta til-
boð er frá Elding Trading Co. hf.
og þar er Kristján G. Halldórsson
formaður stjórnar.
Kristín Stefánsdóttir vildi ekki
tjá sig um þetta mál en vísaði á
eiginmann sinn, Halldór Kristjáns-
son. Hann sagði að fjölskyldan
hefði áhuga á þessu dæmi, enda
komið nærri viðskiptum með þessa
vöru. Halldór taldi ekki tímabært
að svara því hvort Kristín eða
aðrir tilboðsaðilar myndu falla frá
sínum tilboðum. Enn væri verið
að meta tilboðin og í viðræðum
þyrfu báðir skýra út og spyija um
ýmis atriði. Á meðan væri kjána-
legt og óviðeigandi að vera að
gefa yfírlýsingar í blöðum.
Á myndinni frá vinstri eru Helgi Hallvarðsson skipherra, yfirmaður
gæsluframkvæmda, Guðríður Þorvarðardóttir frá Náttúruverndar-
ráði, Hjörleifur Ólafsson yfirvegaeftirlitsmaður og aðstoðarmaður
hans Sigurður Hauksson, Jón Magnússon lögmaður LHG, Páll Hall-
dórsson, yfirflugstjóri LHG, Arnþór Ingólfsson yfirlögregluþjónn
og Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Fylgst með hálendinu úr flugvélum
AÐ FRUMKVÆÐI Landhelgisgæslunnar var í fyrravor og sumar
farið í eftirlitsferðir á þyrlum Gæslunnar um hálendi íslands og
aðakstursleiðir til að fylgjast með vélknúnum ökutækjum og var
revnslan mjög góð af eftirliti þessu.
Nýverið var haldinn samstarfs-
ýýverið var haldinn samstai
fundur, þar sem yfirmenn frá Land-
helgisgæslu, Náttúruvemdarráði,
vegagerðinni og lögreglu lögðu á
ráðin um eftirlit með vélknúnum
ökutælq'um á hálendinu í sumar -
einkum meðan vissir vegir væru þar
Iokaðir.
Auk þyrlna Gæslunnar TF-SIF
og TF-GRÓ mun Fokker-vélin TF-
SYN fylgjast með hálendisvegum,
þegar sú vél á erindi yfir hálendið.
Brot á gildandi reglum verða
kærð til viðkomandi sýslumanns-
embættis og munu framangreindir
samstarfsaðilar fylgjast náið með
því að kærumál fái rétta málsmeð-
ferð.
(Fréttatilky nning)
Hárgreiðslusveinn
óskast sem hefur reynslu í herraklippingum.
í boði eru góð laun fyrir hæfan starfskraft.
Æ
RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN
iA GREIFIM
HRINGBRAUT 119 S 22077
W
’** Miðskólinn
grunnskóli fyrir
9-12ára börn
Upplýsingar um skólann verða veittar í sfma
(91)62-97-95.
Umsóknir um skólavist ber að senda til
skólanefndar Miðskólans, pósthólf 234,
121 Reykjavík.
Skólanefnd Miðskólans.
i" tílboð-
Tilboð óskast
í vinnu við þakskiptingu og tréverk á
fjölbýlishúsi.
Upplýsingar gefnar í síma 71757 til og með
16. júní nk.
HÚSNÆÐIÓSKAST
Einbýli eða sérhæð
Óska eftir góðu einbýlishúsi eða sérhæð til
leigu nú þegarfyrir skjólstæðing minn. Leigu-
tími 1 -2 ár. Reglusemi og öruggar greiðslur.
Lögmenn Jón GunnarZoega hri,
Hverfisgötu 4a, s. 11230.
AUGLYSINGAR
Almennir bændafundir
með Halldóri Blöndal,
landbúnaðarráðherra,
verða haldnir sem hér segir:
ídalir, Aðaldal,
miðvikudaginn 10. júní kl. 21.00.
Valaskjálf, Egilsstöðum,
fimmtudaginn 11. júní kl. 21.00.
Miðgarður, Skagafirði,
laugardaginn 13. júní kl. 13.30.
Hótel Borgarnes, Borgarnesi,
sunnudaginn 14. júní kl. 13.30.
Hótel Selfoss, Selfossi,
sunnudaginn 14. júní kl. 21.00.
Dagskrá fundanna:
Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu
og horfur í landbúnaði.
Almennar umræður og fyrirspurnir.
Fundirnir eru öllum opnir.
Landbúnaðarráðuneytið.
Nauðungaruppboð
Vestur-Skaftafellssýsla
Eftirtaldar fasteignir verða boðnar upp og seldar á nauðungarupp-
boði, sem haldið verður á skrifstofu embættisins, Ránarbraut 1, Vik
( Mýrdal, föstudaginn 12. júní nk. og hefjast uppboðin kl. 14.00:
Mýrdalshreppur
Ytri-Sólheimar III, þinglýst eign Tómasar ísleifssonar.
Uppboðsbeiðendur eru Húsnæðisstofnun ríkisins, Tryggingastofnun
ríkisins og Stofnlánadeild landbúnaðarins. 2. sala.
Eystri-Dyrhólar, þinglýst eign Stefáns Gunnarssonar.
Uppboðsbeiðandi er Byggðastofnun. 2. sala.
Vfkurbraut 24, 1/11 hluti, eign Erlends Erlendssonar yngri. Uppboðs-
beiðandi er Gjaldheimtan ( Reykjavík. 2. sala.
Skagnes I, þingl. eigandi Ríkissjóður, en ábúandi Paul Richardsson.
Uppboösbeiðandi er innheimtumaður ríkissjóðs. 2. sala.
Presthús I, þingl. eigandi Ólafur Tómas Guðjónsson.
Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður sveitarsjóösgjalda. 1. sala.
Kviaból, þingl. eigandi Ólafur Tómas Guðjónsson.
Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður sveitarsjóðsgjalda. 1. sala.
Skaftárhreppur
Skaftárdalur III, þingl. eigandi Alexander Sigurðsson.
Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður sveitarsjóðsgjalda. 1. sala.
Hruni I, þingl. eigandi Einar Þ. Andrésson.
Uppboösbeiðendur eru Lögheimtan hf., Húsnæðisstofnun rikisins
og Stofnlánadeild landbúnaðarins. 2. sala.
Sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu.
Garðsláttur
Tek að mér garðslátt. Geri föst
tilboð.
Uppl. í síma 73555 eftir kl. 19.
■
KENNSLA
Vélritunarkennsla
Kvöldnámskeið er að byrja.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Kvöldferðir
Ferðafélagsins
Miðvikudag 10. júni kl. 20.00
Helðmörk - skógræktarferö.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin og Mörkinni
6. Ekkert þátttökugjald.
Fimmtudagur 11. júní - kl.
20.00 - Siglt að Lundey og frá
sjó er unnt að virða fyrir sér eina
stærstu lundabyggð í nágrenni
Reykjavíkur, að því loknu verður
gengið á land í Viðey. Verð kr.
700,- frítt fyrir börn 12 ára og
yngri. Brottför frá Sundahöfn-
Viðeyjarbryggju.
Helgarferð 12.-14. junítil Þórs-
merkur. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal. Farmiðar og
upplýsingar á skrifstofu F.f.,
Mörkinni 6. Sjálfboöaliðar í land-
græðsluferð til Þórsmerkur 19.
júní ættu að gefa sig fram á
skrifstofunni, Mörkinni 6.
Laugardagur 13. júnf - Sögu-
slóðir Njálu - brottför kl. 9.00.
Ferðafélag Islands.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Samkomuherferðin, þar sem
kapteinarnir Magna og Jostein
Nielsen eru aðalræðumenn,
heldur áfram i kvöld og næstu
kvöld kl. 20.30. Fjölmennið á
þessar góðu samkomur.
Samvera fyrir fólk á öllum aldri
í kvöld í Suðurhólum 35.
Bænastund kl. 20.05.
Samveran hefst kl. 20.30.
Kall til þjónustu
Ragnheiður Guðmundsdóttir og
Karl Jónas Gfslason sjá um fund-
inn.
Fólk á öllum aldri er velkomiö.
SAMBAND (SLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Ræöumaöur: Sr. Ólafur
Jóhannsson. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaöur Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.