Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 45
MÓRÖUNBLAÐÍÐ MÍÍÐVÍlíúbÁGUR 10. JÚNÍ 1992 '
Minning-:
Marís K. Arason
Fæddur 25. maí 1908
Dáinn 31. maí 1992
Vaktu, minn Jesú, vaktu i mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(H. Pétursson.)
Okkur langar til þess að skrifa
nokkrar kveðjulínur um hann Mar-
ís afa nú þegar hann er allur.
Marís afi var að mörgu leyti
mjög sérstakur maður sem fór oft
eigin leiðir og hafði sínar skoðanir
á málunum. Ekki var hlaupið að
því að kynnast Marís afa en þeir
sem það gerðu sáu fljótt þann
góða mann er hann hafði að
geyma. Hann var einn af þeim
mönnum sem ekki vilja skulda
neinum neitt og komst áfram af
eigin rammleik með öflugum
stuðningi frá ömmu Gunnu.
Nú hin síðari ár eftir að Marís
afi og amma fluttu í Einholtið og
afi hætti að vinna voru þær ófáar
ferðirnar sem þau komu til okkar
hingað í Jakaselið í morgunkaffi
og þá var nú eins gott að fólkið
á bænum væri komið á fætur.
Marís afi fylgdist alltaf vel með
öllu bæði innan fjölskyldunnar og
einnig því sem var að gerast í þjóð-
félaginu og oft voru umræður um
pólitík hinar skemmtilegustu og
þegar svo bar undir gagnrýndi
hann bæði til hægri og vinstri og
sagði svo að hann væri sko ekki
flokksbundinn í pólitík og gæti því
sagt það sem hann vildi við hvem
sem var.
Það var líka gaman þegar okkur
tókst að fá hann til þess að segja
okkur frá æsku sinni á Hvallátrum
á Breiðafirði og veru sinni í Borg-
arfirðinum og líka þegar hann var
að segja okkur frá því þegar hann
var að leggja raflínur um landið
fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
en hjá því fyrirtæki starfaði hann
í yfir 40 ár.
Marís afi var heilsuhraustur
mest alla ævi ef frá er talið hjarta-
áfall er hann fékk fyrir nokkrum
árum, en hann náði sér að mestu
aftur eftir það. Hann var duglegur
við að stunda laugarnar sér til
heilsubótar og líka vegna þess að
þar hitti hann svo marga til þess
að „kjafta við“ eins og hann sagði
alltaf og af því hafði hann gaman.
Eins voru þær ófáar ferðirnar sem
hann fór í Hagkaup eða Kringluna
til þess að skoða eða til þess að
kaupa eitthvað smávegis í búið eða
til þess að gefa börnum og barna-
börnum.
Öll eigum við eftir að kveðja
þennan heim og gerum við það á
marga vegu og ráða því víst fæst-
ir. Ef Marís afi hefði mátt velja
hefði hann valið þá leið er hann
fór, hress og skýr framundir það
síðasta.
Það verður tómlegra að koma
í Einholtið til Gunnu ömmu, en
hann Marís afi verður þar áfram
þótt hann sjáist ekki því minning-
in um Marís afa lifír.
Fari hann í friði.
Fjölskyldan, Jakaseli 42.
í dag verður til moldar borinn
Marís Kristinn Arason. Hann var
fæddur á Barmi í Gufudalssveit,
A-Barðastrandarsýslu 25. maí
1908, yngstur af níu börnum hjón-
anna Ara Guðmundssonar og
Bjargar Jónsdóttur. Ari var ættað-
ur úr Gufudalssveit og Stranda-
sýslu en Björg úr Breiðafjarðareyj-
um og Barðaströnd. Þau bjuggu
fyrstu búskaparár sín á Hallsteins-
nesi, en síðan á Barmi til æviloka.
Barmur var ekkert stórbýli
fremur en margar af þeim jörðum
sem setnar voru á þessum árum.
Marís fór ungur að vinna fyrir
sér, fyrst lá leiðin út í Hvallátra,
en þar var hann vinnumaður
ásamt föður sínum, en hann var
þar stundum tíma og tíma. Síðan
fór hann að Bæ í Króksfírði en
þar var Marís þar til hann fór á
Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði
haustið 1927.
Marís stundaði alla venjulega
vinnu til lands og sjávar. Auk
þeirra staða sem fyrr eru taldir
var hann vinnumaður í Borgarfirði
og í Árnessýslu, sjómaður við
Breiðafjörð, í Kollsvíkurveri og á
Kveldúlfstogurum. Hann hafði
próf og starfsréttindi sem línu-
maður og starfaði við það hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur í 40
ár. Fyrst við lagningu Sogslínunn-
ar, en síðan sem viðgerðarmaður
raflagna í Reykjavík. Einnig vann
Marís við lagningu fyrstu raflín-
unnar til Suðurnesja.
Hann kvæntist árið 1945 Guð-
rúnu Guðbjartsdóttur, f. 3. júní
1919, frá Kollsvík í Rauðasands-
hreppi og eignuðust þau fjögur
börn; Elsu, f. 1945, gifta Gunnari
Tómassyni, þau eiga tvö börn;
Magnús, f. 1947, kvæntan Sigríði
Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn
og eitt barnabarn; Björgu, f. 1948,
gifta Jónasi Marteinssyni, þau
eiga þijú börn og eitt barnabarn
og Hildi, f. 1954, gifta Þorvarði
Óskarssyni, þau eiga þijár dætur.
Áður átti Marís son, Gísla Rúnar,
f. 1933, d. 1991, hann ólst upp
hjá móður sinni, Guðbjörgu Gísla-
dóttur. Gísli Rúnar eignaðist fjög-
ur börn og níu barnabörn.
Marís og Guðrún bjuggu allan
sinn búskap í Reykjavík, lengst
af á Baugsvegi 19. Það var eftir-
tektarverður eiginleiki í fari Marís-
ar hvað hann var einstaklega
snyrtilegur og reglusamur. Hann
var sífellt að dytta að húsinu, garð-
inum eða bílnum. Hann var mjög
snyrtilegur í klæðaburði og vand-
aði sérstaklega spariklæðnað sinn
og sagði þá stundum: „Þeir vildu
hafa þetta svona í franska." Hann
átti þá við tímabil sem hann starf-
aði í franska sendiráðinu, en þar
fékk hann ráðleggingar sem í dag
væri kallað fataval. Þó að línan
væri í aðra röndina sótt til Parísar
gleymdist uppruninn aldrei. Þegar
honum bauðst að velja sér það
besta af réttunum í veislu valdi
hann svartfugl ef hann var í boði,
en harmaði e.t.v. að ekki væri
hægt að fá soðningu.
Talsmáti og orðfæri Marísar var
mjög til fyrirmyndar, aldrei heyrð-
ist hann tala lélegt mál eða sletta,
en var kjarnyrtur í meira lagi.
Ósjaldan heyrðist hann nota orð
sem Orðabók Háskólans var að
spyija um og komust sum á seðla
þar. Marís hafði mikinn áhuga á
innanlandspólitík og fylgdist mjög
vel með öllum hræringum í stjórn-
málalífinu og hafði skoðanir á
því. Sá oft fyrir næsta leik í hinni
pólitísku refskák.
Eftir að Marís flutti til Reykja-
víkur var hann fastagestur í sund-
laugunum í Laugardal. Einhvern
kaldan dag sl. vetur þegar hann
var að koma úr Laugunum hafði
undirritaður orð á því, að það
væri harka að fara í Laugarnar í
svona kulda. Svarið var: „Það er
lítil harka að sulla í nýmjólkur-
volgu vatni og þurrka sér síðan í
upphituðu húsi á eftir. Á Hvítár-
bakkaskóla fórum við oft í vök á
Hvítá eftir leikfimitíma og þurrk-
uðum okkur síðan undir vegg.“
Ekki verður ævi Marísar rakin
hér nánar, en það væri hægt að
segja langa sögu um ýmsar ferðir
sem línumenn þurftu að fara
gangandi um hávetur með allt sitt
hafurtask á sleðum allt austur í
Jórukleif, hafast þar við í tjöldum
o g ganga síðan aftur til Reykjavík-
ur að viðgerð lokinni. Hann var
alla tíð mjög vinnusamur. Tveimur
dögum fyrir andlát sitt var hann
ásamt meðeiganda sínum að hús-
inu við Einholt að taka upp hellur
í garðinum og laga þær. Hann
dvaldi á heimili sínu fram á síð-
ustu stundu.
Blessuð sé minning Marísar
Arasonar.
Gunnar Tómasson.
nýtt
Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu
aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu.
^ Við veljum bestu baunirnar þeirra.
Pú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í
stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni — njóttu þess.
KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
ilmandi
JARDVATNSBARKAR
Með eða án filters.
x
Stœrðir 50 -100 mm.
Lengd í rúllu 50-200 mtr.
K
Tilvalið þar sem rœsa þarf
fram land. Vara sem
vinnur með þér, auðveld í
meðhöndlun.
*
VATNSVIRKINN HF.
ARMULA 21 SIMAR 686455 - 685966
FAX 91-687748
BOSCH
V E R S L U N
Lágmúla 9 sími 3 88 20
RAFSTÖÐVAR
ALLT AÐ 30%
L Æ K K U N
1,90 kw 62.627 stgr.
2,15 kw 55.456 stgr.
3,00 kw 80.741 stgr.
3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 fasa 115.446 stgr.
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!