Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Guðbjöm J. Tómas son — Minning Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag. Brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. Ég ætla að reyna að minnast hans Bjössa míns, Guðbjöms Jóns Tómassonar, sem tekinn var frá okkur svo snöggt sem vitað er, í örfáum línum. Bjössa þekkti ég svo til frá því ég man eftir mér, fyrst sem góðan frænda, síðar sem góðan félaga og vin. Bjössi var alltaf hrókur alls fagnaðar, hvort sem það var á heim- ili hans og frænku minnar eða ann- ars staðar. Þegar maður hitti Bjössa á föm- um vegi, t.d. í Kolaportinu, Leifs- stöð eða bara hvar og hvenær sem var, fékk hann fólk alltaf til að hlæja því þannig var Bjössi, alltaf að spauga, jafnvel þótt honum liði ekki alltaf vel sjálfum. Hann var sannarlega vinur allra, sérstaklega þó vinur vina sinna, svo ég tali nú ekki um ef hann vissi af einhveijum í raun eða vanlíðan, þá var hann mættur með spaug til að létta af sálinni og fékk ég sjálf að kynnast því fyrir nokkrum áram. Bjössi var mikið fyrir böm og var þess vegna góður frændi allra bama sem voru svo lánsöm að kyn- ast honum og sannarlega var hann góður pabbi og afí sem mikið verð- ur saknað nú og um ókomin ár. Elsku Heimir, Rakel og Elvar, ég bið algóðan guð að vera með ykkur og fjölskyldum ykkar og gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg, einnig aldraðri móður Bjössa og systkinum hans. Guð vaki yfír henni frænku minni. Fari elsku Bjössi minn í friði, friður guðs blessi hann og þökk fyrir allt og allt. Asta. Hann Bjössi er farinn. Þessi dapurlega frétt barst okkur tæpri viku eftir síðast bænahring okkar. Það er okkur mikil sorg að missa hann sem stjómanda. Við voram öll byijendur í haust og hann leiddi okkur með hlýju sinni og kærleika til meiri þroska. Mörgum sjúkum og sorgmæddum sendi hann góðar bænir í vetur og alltaf var hann tilbúinn að gefa öðram styrk með hlýju faðmlagi sínu. Það var einkennileg tilviljun þennan síðasta þriðjudag, þá var ákveðið að ef eitthvert okkar færi fyrir næsta fund okkar í haust þá myndi hann samt ekki láta sig vanta. Við myndum halda áfram að sitja saman. Ekki datt okkur í hug þegar við voram að grínast þetta að eitt okkar ætti eftir að fara svona fljótt. Við viljum þakka Bjössa fyrir öll þau yndislegu ferðalög sem hann fór með okkur í til þess að hjálpa okkur að skilja okkur sjálf og til- gang lífsins betur. Við komum í mismunandi langar heimsóknir á mismunandi staði en förum alltaf heim aftur. Hans heimsókn að þessu sinni var allt of stutt en við eram viss um að það hefur verið tekið vel á móti honum við heimkomuna. Við viljum biðja góðan Guð um að leiða hann áfram í Ijósi sínu og senda bömum hans, móðir og öðr- um ættingjum og vinum allan þann styrk og kærleika sem leyfílegur er í sorg þeirra. Við kveðjum Bjössa að sinni með þökk fyrir allt. Eydís, Thea, Bima og Bjarni. Minn kæri vinur og félagi, Bjössi, er horfinn af sjónarsviðinu, yfir á annað tilverastig. Er Ljósgeislinn hóf starfsemi sína haustið ’88 á Háteigsvegi sá ég hann fyrst, er hann kom brosandi í dyrnar með kaffibrauð með sér og vildi fá að kynnast starfsemi félagsins og eftir stutta viðkynn- ingu bað hann mig að taka sig í bænahring, sem ég og gerði. Svo er við fluttum starfsemi félagsins á Suðurlandsbraut 10 fyrir u.þ.b. tveimur áram verður ekki á neinn hallað er ég segi að Bjössi hafí verið aðaldrifkrafturinn í að byggja félagið upp. Honum var starfsemi félagsins hjartans mál og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd í stóru sem smáu. Þeir sem þekktu hann vissu að hann hafði ríka kímnigáfu og í raun vissi maður aldrei hvort hann var að grínast eða tala í alvöra. Er mér minnisstætt er hópur félagsmanna tók sig saman og fór á alheims- þing, sem þá var haidið í Hollandi fyrir tveimur áram, að við höfðum bókað far með Arnarflugi, sem Flugleiðir tók síðan yfír og breyting varð á brottfarardegi, og þar sem Bjössi var þá starfsmaður Arnar- flugs fékk hann stúlku frá Flugleið- um til að tilkynna mér um breyting- una, því hann vissi af reynslu að ég myndi ekki trúa honum fremur en venjulega. 0g í þessari sömu ferð, þá stödd í Þýskalandi, kom hann einn morguninn og sagði: „Það er búið að stela bílnum," og það trúði honum enginn, en raunin var sú að bíllinn var horfínn. Þessi ferð okkar félagsmanna ar ógleymanleg og er við voram á heimleið og þurftum að skila bílnum i Amsterdam tókum við ranga beygju og vonlaust var að komat útaf hraðbrautinni þegar við áttuð- um okkar á að við voram komin hálfa leið til Danmerkur. Þá var mikið hlegið. Hann vinur minn gaf mikið og var ávallt reiðubúinn ef hann gat orðið öðrum til hjálpar. Hann var kosinn formaður Ljósgeislans á síð- asta aðalfundi félagsins og það skarð sem myndaðist við fráfall hans varður vandfyllt. Um leið og ég þakka Bjössa fyr- ir allt það sem hann gerði fyrir mig, vil ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð og bið al- góðan guð að gefa þeim styrk í sorg sinni. Guðrún Marteinsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún, Elín og Ásta Rut. Þegar hringt var í mig á sunnu- dagsmorgun fyrir rúmri viku og mér sagt að Bjössi smiður hefði látist þá um nóttina var eins og dimmdi í kringum mig. Veðrið úti- fyrir var að vísu þungbúið og ekki á dimmviðrið bætandi á þessum tíma árs þegar dagarnir eiga að vera hvað lengstir og bjartastir. Það tók mig nokkum tíma að jafna mig áður en ég treysti mér til þess að hringja í nánustu sam- starfsmenn okkar hjá Atlantsflugi með einhveijum efa samt um að þetta væri satt og rétt sem ég væri að skýra þeim frá. Það er nú svo að maður ósjálf- rátt þráast við að trúa tíðindum sem þessum og kom upp í hugann að þetta væri einhver misskilningur. Ég var á leiðinni til útlanda þennan sama dag og bjóst ég því alveg eins við að hitta Bjössa þennan trausta og úrræðagóða starfsmann okkar í flugstöðinni eins og alla aðra daga. Þegar ég lít til baka þá er eins og óratími sé liðinn síðan ég stóð innan um verkfæri og óuppsettar innréttingar á fímmtu hæðinni í Lágmúla 7. Þarna var verið að inn- rétta skrifstofuhúsnæði fyrir Arn- arflug og virtist vinnan ganga hratt og örugglega fyrir sig. Einn smiður- inn hafði orð fyrir hópnum og mátti fljótlega- sjá að vandamálin þvæld- ust ekki fyrir honum. Það var því einhvern veginn svo sjálfsagt að Guðbjörn Tómasson, eða Bjössi smiður eins og við kölluðum hann, héldi áfram að starfa fyrir Arnar- flug eftir að smíðavinnu við Lág- múlann lauk. Ég átti þann kost að vinna allná- ið með Bjössa síðustu miserin mín hjá Arnarflugi. Það var því rökrétt framhald að leita til háns þegar Atlantsflug hf. hóf flug sitt hér á heimavelli og úrræðagóðan starfs- mann vantaði til þess að sjá um lagerhald og eftirlit á Keflavíkur- flugvelli: Guðbjörn Tómasson er nú horf- inn úr röðum okkar, þessi dagfars- prúði starfsmaður sem var alltaf boðinn og búinn til þess að leysa öll vandamál hvort sem þau vora fyrir fyrirtækið eða ‘persónulegs eðlis. Ég veit að það ríkir almennur söknuður og eftirsjá í röðum okkar starfssystkina hans hjá Atlants- flugi. Ég veit líka að honum hefur verið vel tekið þar sem hann dvelur nú._ Ég bið góðan Guð um að styrkja fjölskyldu Guðbjörns Tómassonar af öllum krafti og hjálpa þeim að komast klakklaust í gegnum þetta dimma vor. Ég bið þau að hafa það hugfast að minning okkar um góð- an dreng lifir áfram. Halldór Sigurðsson. Aldrei mun ég gleyma sunnu- dagsmorgninum 31. maí er ég frétti að hann Bjössi vinur minn væri lát- inn. Hann var maðurinn, sem stóð svo nærri, að það þótti sjálfsagt að hann væri til staðar. Hann miðlaði af gleði og fegurð lífsins og gaf af þeim auði, sem hann bar hið innra með sér. Á einu ári hafði hann gefíð mér svo margt og opnað mér nýja sýn til lífsins. Við hófum störf hjá Atlantsflugi og fyrstu kynnin voru léttur hlátur og bros, sem hann gaf svo ríkulega. Við voram að semja bréf og ég fann fljótt að þar fór glaður og skemmtilegur maður. Svolítið stríð- inn en þó án þess að meiða eða sæca. Ég fékk það fljótt á tilfinninguna að hann tæki mér sem dóttur sinni eða litlu systur og mér þótti vænt um að eiga þessa tilfinningu. í hvert skipti sem hann kom upp á skrifstofu fékk maður að heyra eitthvað fallegt. Hann kunni svo vel þá list, að gleðja og gefa uppörv- un. Og fljótlega var ég farin að bíða þess að hann kæmi upp á skrif- stofu. Með þessum heimsóknum sínum og glettinni nærvera kenndi Bjössi mér að líta lífíð á nýjan hátt. Hann kenndi mér að meta það lif, sem okkur er gefið. Hann opnaði mér heim bænar- innar á nýjan hátt. Þannig talaði t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, GUÐRÚN BERGSDÓTTIR, Grenimel 4, Reykjavik, lést þriðjudaginn 9. júní í Vífilsstaðaspítala. Þorleifur Guðmundsson, Erna Þorleifsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, Bergur Þorleifsson, Sigríður Skaftfell, Þórhildur Þorleifsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Halldóra Thoroddsen. t ÓLAFUR EINARSSON, fyrrverandi héraðslæknir, Ölduslóð 46, Hafnarfirði, lést aðfaranótt mánudagsins 8. júní á Sólvangi, Hafnarfirði. Börn og tengdadætur. t Systir mín og frænka, KRISTÍN J. G. HANNESDÓTTIR, áður til heimilis á Reykjalundi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. júní sl. JósefHannesson, Sigrfður Jósefsdóttir. t Faðir okkar. JENS PÁLSSON, vélstjóri, lést í Vífilstaðaspítala þann 29. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Eria Jensdóttir og Örn Jensson. t Bróðir okkar, STEFÁN SVEINBJÖRN GUÐJOHNSEN frá Húsavik, andaðist 4. júní í Portland, Oregon. Þóra Ása Guðjohnsen, Pétur Guðjohnsen, Einar Þ. Guðjohnsen. t Faðir okkar, HANNES HALLDÓRSSON, Skarðshlið 11, Akureyri, lést 5. júní sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júní kl. 13.30. Þeim, er vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið og Sjálfsbjörg. Halldór Hannesson, Helgi Hannesson, Viktoría Hannesdóttir. t Sambýlismaður minn, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, PÁLL GUNNARSSON, Álfatúni 1, Kópavogi, sem andaðist í Landakotsspítala 3. júní sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 13.30. Jóhanna Tómasdóttir, Marta Pálsdóttir, Marta Ingvarsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Valdimar Gunnarsson, Þórður Gunnarsson, Guðbjörg, Hólmfriður Gestsdóttir, Tómas Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.