Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ Mp3VIKUDAGUR;,-lQ.TJÚNJ' 1992
Þórður Guðmunds-
son - Minning
Fæddur 31. ágúst 1917
Dáinn 30. mai 1992
í dag er til moldar borinn móður-
bróðir minn, Þórður Guðmundsson
leigubílstjóri. Þórður, eða Doddi
eins og við alltaf kölluðum hann,
hafði kennt sér meins um nokkum
tíma. Þar kom að ljóst varð, að því
stríði lyktaði ekki nema á einn veg.
Reyndar var Dodda það ljóst fyrir
nokkuð löngu síðan hvert stefndi.
Hann tók því með æðruleysi og jafn-
aðargeði, skapgerðareiginleikar,
sem einkenndu hann alla ævi.
Til þess að skilja menn og læra
að meta skaphöfn þeirra, lyndisein-
kunn og aðra eiginleika, fínnst mér
að maður þurfi að þekkja upp-
mnann, jarðveginn, sem þeir
spruttu úr, umhverfí og aðstæður
sem áttu sinn þátt í að móta þá.
Upplag, starf og þroski bæta síðan
mikilvægum þáttum í myndina.
Þórður Guðmundsson vær fædd-
ur í Ólafsvík 31. ágúst 1917. For-
eldrar hans voni hjónin Guðmundur
Þórðarson og Ólafía K. Sveinsdóttir.
Guðmundur Þórðarson var mikil-
hæfur sjómaður og glæsimenni að
valiarsýn. Hann stundaði sjó-
mennsku á skútum og gerði síðan
út, fyrst á árabátum og varð síðar
fyrstur til að gera út vélbát frá
Olafsvík. Báturinn hét Gammur og
gerði Guðmundur hann út í félagi
við annan. Guðmundur var sonur
Þórðar Þórarinssonar frá Ytri-Bug
og konu hans Kristínar Guðmunds-
dóttur, sem ættuð var frá Gíslabæ
á Hellnum.
Þau Guðmundur og Ólafía
bjuggu í Hruna í Ólafsvík og höfðu
þar gjaman kú og nokkrar kindur
auk útróðra.
Foreldrar ólafíu voru Sveinn Ein-
arsson ættaður úr Hvalfírði og
Andrea Jóhannesdóttir frá Ber-
serkjahrauni á Snæfellsnesi.
Þórður Guðmundsson var næst-
elstur átta' systkina. Elstur var
Hallgrímur, sem dó á fyrsta ári,
þá var Þórður, síðan Kristín, Aðal-
heiður Sigríður, María Hallgerður,
Nanna, Guðrún Andrea og Guð-
mundur.
Doddi ólst upp á myndarlegu og
góðu heimili.
En skyndilega syrti í álinn. Faðir
hans, Guðmundur, tók árið 1935
þá sótt er leiddi hann til dauða. Á
tuttugu ára brúðkaupsafmæli
þeirra ólafíu var hann fluttur suður
til lækninga og átti ekki aftur-
kvæmt. Yngsta barnið, Guðmundur
var þá nokkurra vikna gamalt. Þá
breyttist allt. Fyrirvinnan horfín
yfír móðuna miklu og heimilið tók
að leysast upp.
Þá komu eðlisþættir Ólafíu
Sveinsdóttur vel fram. Sterkustu
þættirnir í skapgerð hennar voru
viljastyrkur og festa og þá eigin-
leika erfðj Þórður sonur hennar
ríkulega. Ólafía gat verið skaphörð
og stundum skapstór, einkenni
margra, sem standa meginhluta
lífsins í brimrótinu, þar sem sjaldan
hillir undir sléttan sjá.
Þrátt fyrir aðeins 11/2 árs skóla-
göngu var hún fróð vel og víðlesin
og kunni ógrynnin öll af sögum og
ljóðum.
Aldrei man ég eftir að hún æðr-
aðist, þótt óþægilega oft blési á
móti.
Með ráðvendni, sparsemi, stakri
eljusemi og mikilli vinnu tókst henni
að leysa vandann. Síðar, þegar hún
bjó i Skölavörðuholtinu og vann
með skúringum fyrir heimilinu
ásamt Stínu var hún af nágrönnun-
um kölluð „heiðarlega konan“.
Þegar ég hugsa til þessara ára
í braggahverfinu, umhverfísins þar
og lífsins, þykir mér þessi nafngift
eins og skínandi kóróna á höfði
fátækrar ekkju. Kóróna, sem smíð-
uð var úr svo hreinu og björtu gulli
heiðarleika og réttsýni að glóði á í
augum allra sem til þekktu.
Doddi var aðeins átján ára, þegar
hann missti föður sinn, og elstur
systkinanna, en hann hafði ungur
alist upp við sjóinn. Þrettán ára fór
hann að stunda sjóróðra með föður
sínum á skútum og nú tók hann
við sexæringnum. Átján ára varð
hann formaður á bátnum og hlutur
hans var lagður til heimilisins. Á
þessum árum var minna um sigl-
ingatækni og öryggisbúnað en nú
er. Þeir, sem reru á bátskeljum
undir jöklinum, urðu að hafa vak-
andi auga á öllu. Menn urðu að
átta sig fljótt ef ský dró upp á him-
in, syrti í vestrinu eða jafnvel ský-
hnoðri á ákveðnum stöðum á jöklin-
um. Þar gat skilið milli lífs og
dauða. Menn vissu, að skjótt skip-
uðust veður í lofti og þekktu veður-
merkin og kunnu að lesa úr þeim.
Doddi var góður og öruggur sjó-
maður. Hann var snemma sterkur
vel og handtökin voru föst og fum-
laus.
Móðir Dodda, Ólafía amma mín,
varð að sækja vinnu til Reykjavík-
ur. í Ólafsvík var ekkert að hafa.
Hún fékk vinnu í Gamastöðinni.
Kristín, sem verið hafði í vist í
Reykjavík, kom heim 16 ára til
þess að sjá um heimilið. Nanna var
um tíma í fóstri á Hellissandi og
María um tíma hjá prestshjónunum.
Baráttan var hörð. Aðalheiður,
móðir mín, lagði af stað á ferming-
ardaginn sinn þrettán ára gömul
til Reykjavíkur til þess að reyna að
vinna fyrir sér og tók með sér
yngsta bróðurinn, Guðmund á
fyrsta ári, sem fór í fóstur í Hafnar-
fírði. Líklega þætti mörgum það
hörð örlög nú.
í tvö ár gerði Doddi bátinn út,
en 1938 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Doddi tók vélstjóra-
próf og stundaði um tíma sjó frá
Keflavík. En hann tók líka snemma
bílpróf og síðan meirapróf. Hann
tók að keyra leigubíl og gerði það
alla ævi síðan, í fímmtíu ár. Og
vinnudagurinn var oft langur. Hann
keyrði allar helgar, um nætur.
Stundum hefur mér fundist margt
líkt með sjómanninum, sem sækir
fast og situr yfir veiðinni og leigu-
bílstjóranum, sem situr um þá
vinnu, sem er að hafa.
Doddi var óvenju myndarlegur
maður ungur. Ég man eftir að
margar stúlkur sögðu að Þórður
Guðmundsson væri myndarlegasti
maðurinn, sem þær hefðu séð.
Árið 1945 giftist Doddi Dagmar
Clausen. Dæja var dóttir Onnu
Maríu Einarsdóttur og Axels Claus-
en á Heliissandi. Þau Doddi og
Dæja kynntust ung fyrir vestan og
felldu hugi saman. Ég held að leit
hafi verið að myndarlegra pari. Ég
man enn hvað hún Dæja var falleg.
þó ég væri ekki nema sex ára var
ég skotinn í henni. Mér fannst ekki
hægt að eignast fallegri konu en
hana Dæju.
+
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VILHELMS STEINSEN
fyrrv. bankafulltrúa,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 12. júní nk.
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag-
ið og Barnaspítala Hringsins.
Garðar Steinsen, Ásthildur G. Steinsen,
Orn Steinsen, Erna Franklfn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
LAUFEYJAR KRISTJÖNU BENEDIKTSDÓTTUR,
Hvammi,
Húsavík.
Jónas Gunnlaugsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og ömmu okkar,
LILIAR HJÖRDfSAR AUÐUNSSON,
Tunguvegi 6,
Hafnarfirði.
Þorsteinn Auðunsson,
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn St. Einarsdóttir,
Hjálmar Pétursson, Lovísa Þórðardóttir,
Róbert Einar Pétursson,
Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
JENS V. MARTEINSSONAR,
Marklandi 4.
Sérstakar þakkir og kveðjur til lækna og starfsfólks í Hátúni og
heimahjúkrun.
Gerða Guðnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNS TRAUSTASONAR,
Skúlagötu 76.
Bjarni Jónsson,
Hörður Hólm Garðarsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Þóra Haraldsdóttir, Kaj Larsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Uppsölum, Eyjafirði,
Hátúni 10B,
Reykjavík,
lést að kvöldi 6. júní.
Jón Ólafsson,
JúlíSæberg,
Marino Þorsteinsson,
Sigurður Þorsteinsson,
Svava Berg,
Ágústfna Berg,
barnabörn og
Guðrún Jónsdóttir,
Sigrfður Karlsdóttir,
Anna Garðars,
Hraf nhildur Jónsdóttir,
Ágúst Guðmundsson,
Sigursteinn Jónsson,
barnabarnabörn.
+
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNLAUGUR GUNNLAUGSSON,
Lambhaga 2,
Selfossi,
andaðist að Ljósheimum 7. júní sl.
Jarðsett verður frá Selfosskirkju laugardaginn 13. júní kl. 13.30.
Sigríður Ketilsdóttir,
Erling Gunnlaugsson Guðrún Gunnarsdóttir,
Erla Gunnlaugsdóttir, Ólafur íshólm Jónsson,
Áskell Gunnlaugsson, Sesselja Óskarsdóttir,
Eygló Gunnlaugsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
Ásta Gunnlaugsdóttir, Björn Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Og Þórður Guðmundsson var
gæfumaður. Dæja bjó honum gott
heimili og þau eignuðust góð og
mannvænleg börn.
Sem drengur kom ég oft á heim-
ili þeirra. Segja má að heimili þeirra
hafí verið mitt annað heimili, meðan
þau bjuggu á Þórsgötu og síðar á
Kársnesbraut og elsti sonur þeirra,
Guðmundur, varð einn af mínum
bestu vinum.
Þegar ég renni huganum aftur
til þeirra ára minnist ég þess að
hafa ekki nokkum tíma heyrt falla
styggðaryrði á milli þeirra. Ég held
að hjónaband þeirra hafí verið
óvenjufarsælt á þessum tímum upp-
lausnar í heimi andstæðna.
Börn þeirra Dodda og Dæju eru
þijú: 1) Guðmundur Þórðarson, hér-
aðsdómslögmaður, giftur Margréti
Lindu Þórisdóttur. Guðmundur og
Linda eiga þrjá syni, Guðmund
Inga, Þórð og Jónas Þór. 2) Þórður
Þórðarson, bæjarlögmaður í Kópa-
vogi, giftur Lindu Leifsdóttur. Þau
eiga saman dæturnar Thelmu og
Dagmar. Fóstursonur Þórðar er
sonur Lindu, Guðjón Leifur, og dótt-
ir Þórðar er Sjöfn. Sonur Sjafnar
og Lárusar Lárussonar var skírður
daginn eftir andlát Dodda Aron
Freyr. 3) Anna María Þórðardóttir,
hjúkrunarfræðingur, gift Ragnari
Jóhanni Jónssyni, viðskiptafræðingi
og endurskoðanda. Þau eiga þtjá
syni: Þórð Rafn, Jón Rafn og Átla
Þór.
Eins og fyrr segir hafði Doddi
réttindi til leiguaksturs í 50 ár eða
frá 1942 til 1992 og ók leigubíl nær
óslitið allan þann tíma. Ólíklegt
þykir mér að margir jafni það met.
Ifyrst ók hann á Litla Bíl, síðar á
Bifröst og loks á Hreyfli.
Doddi var einn þeirra, sem átti
akstursréttindi sem leigubflstjóri til
75 ára aldurs, en það voru aðeins
þeir, sem réttindi höfðu áður en
lögunum var breytt. Ekki var Doddi
sáttur við að missa þessi atvinnu-
réttindi 75 ára nú í ágúst, ef hann
hefði lifað.
En Dodda fannst það ólög að
svipta menn réttindum á þennan
hátt. Við ræddum þetta mál oft. í
þeim orðræðum varð ég langskóla-
maðurinn ævinlega að lúta í lægra
haldi fyrir rökum hans. Og einmitt
þetta var eitt af skapgerðarein-
kennum frænda míns. Hann gafst
aldrei upp, hann lét mótvindinn
aldrei buga sig, hann bognaði aldr-
ei.
Þórður Guðmundsson var svo
traustur og heill. Hann var vamm-
laus. Ég man hvað mig langaði til
að líkjast honum, þegar ég var lít-
ill. Föðurlaus leit ég á hann, lítill
drengur, sem föður. Atti enda alltaf
hjá honum athvarf, ef á bjátaði.
Aldrei brást hann illa við ærslum
mínum né strákapörum.
Tíminn og atvikin höguðu því svo
að við hittumst sjaldnar hin seinni
ár en við hefðum báðir kosið. En
kynni mín af Dodda á uppvaxtar-
árum mínum hafa reynst mér mikið
veganesti á lífsleiðinni.
Skapstyrkur hans og jafnaðar-
geð, æðruleysi einkenndu hann
fram á síðustu stund. Hann kvart-
aði aldrei, enginn andbýr virtist
hafa áhrif á hann. Hjá honum var
ævinlega allt í lagi.
Doddi reykti í þijátíu ár. Hann
var ekki einn af þeim, sem voru