Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Feijumálm tekin upp á öðrum grundvelli - segir samgönguráðherra UNNIÐ er að skoðun á málefnum ferja og flóabáta í samgönguráðu- neytinu og hvernig að þessum máium verður staðið í framtíðinni að sögn Halldórs Blöndals, samgönguráðherra. Hann sagðist hafa lagt á það áherslu að feq'umálin væru tekin upp á öðrum grundvelli en áður og þeim gerð skil. I Morgunblaðinu í gær kom fram að skuldir rekstraraðila ferja og flóabáta við ríkið eru um tveir milljarð- ar króna og áætlað er að þeir þurfi 1,7 miHjarða í rekstrar- og stofn- styrki á fimm ára tímabili. Karl Steinar Guðnason formaður fjárlaga- nefndar Alþingis sagði að taka yrði feijumálin föstum tökum. Halldór Blöndal sagði að tölur þær sem fram hefðu komið í blaðinu um kostnað við ferjur og flóabáta væru ekki réttar í öllum atriðum. Til dæm- is væri ekki búið að ganga frá kaup- um á Sæfara og ákveða hvernig rík- issjóður stæði að skuldbindingum sínum í því sambandi. „Ég hef ekki heyrt um það að það eigi að hefja nýja skipaútgerð með því að ríkið leysi til sín feijuskipin," Bílvelta á Þingvöllum Selfossi. TVEIR voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir bílveltu skammt frá Valhöll á Þingvöllum. Þrír voru í bílnum þegar hann valt. Að sögn lögreglu leikur grunur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. Þeir sem fluttir voru á slysadeild fengu að fara heim að lokinni rannsókn. Sig. Jóns. sagði Halldór. Hann kvað það mis- skilning að í vegalögum væri gert ráð fyrir að reka skip á borð við Heijólf, en það gilti hins vegar um feijur yfír ár og þvíumlíkt, sem ekki þekktist lengur og engin þörf væri fyrir. Halldór kvað ekki liggja fyrir glögga mynd af því hvaða möguleik- ar fælust í nýja Heijólfi. Hann sagði einnig, að ákvörðun um hvort ráðist yrði í gangagerð undir Hvalfjörð hefði afgerandi áhrif á hvaða stefna verði tekin varðandi Akraborgina. Hann kvað ástæðu til að ætla að rekstrarstyrkinn fyrir Fagranes mætti minnka um helming þegar komin væri viðunandi hafnaraðstaða í Djúpinu, og nýja skipið kæmist í gagnið. „Það er ljóst að það verður að taka feijumálin föstum tökum,“ sagði Karl Steinar Guðnason. Hann sagði að kanna bæri hvort ástæða væri til að halda úti þessum rekstri, því hjá ríkissjóði væri ekkert fé að fínna til að greiða þá styrki sem menn ætluðust tfl. Aðspurður sagði Karl Steinar að sér litist vel á að rekstur feijanna væri boðinn út. Steinar Berg Björnsson ásamt félögum sínum að störfum fyrir Friðargæslusveitirnar á Hermon-fjalli í Gólanhæðum. Islendingnr yfir friðargæsluliði SÞ í Líbanon STEINAR Berg Björnsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna á landamærum Líbanons og ísraels, UNIFIL, og hefur hann þegar tekið við því starfi. Steinar var fyrir framkvæmdastjóri friðargæsluliðsins í Gólanhæðum með aðsetri í Damaskus og verður það jafnframt áfram þar til annað verður ákveðið. í Líbanon hafa Sameinuðu þjóðirnar 5.900 manna herlið og 500 óbreytta starfsmenn, enda hefur verið ófriðlegt þar fram á þennan dag, allt frá því UNIFIL var stofnað og SÞ tóku við friðargæslu þar 1978. Steinar Berg og kona hans, María Árelíusdóttir, munu búa áfram í Damaskus út júlímánuð. Síðan setjast þau að í litlu þorpi, Nakuvia, í ísrael, 5 km sunnan við líbönsku landamærin. Steinar hefur að undanfömu unnið að því að endurskipuleggja og minnka rekstrarkostnað við friðargæslulið- ið í Gólanhæðum um 6 milljónir dollara á ári án þess þó að fækkað sé í liðinu, og vill fyigja því eftir til loka. Friðargæsla UNIFIL í Líb- anon kostar árlega um 140 millj- ónir doliara. Steinar er viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá Sameinuðu þjóð- unum samfellt frá 1986, en á ís- landi vann hann áður við ýmis störf frá 1973, m.a. hjá Rafmagnsveit- um Reykjavíkur og sem fram- kvæmdastjóri Pharmacos og Lýsis hf. Eftir að hann sneri aftur tii SÞ var hann fyrst við störf í aðalstöðv- unum í New York en 1990 var hann sendur til Bagdad sem fram- kvæmdastjóri friðargæslunnar á landamærum írans og íraks og var þar fram að Persaflóastríðinu. Fljótlega þar á eftir var hann skip- aður framkvæmdastjóri liðsins í Gólanhæðum. Á ýmsu hefur gengið síðan ísra- elsmenn drógu sig út úr Líbanon 1978 og friðargæsluliðið tók sér stöðu í suðurhluta iandsins. Þessi staður hefur hingað til verið talinn einn sá erfiðasti sem Sameinuðu þjóðirnar hafa friðargæslu á milli stríðandi aðila. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Nýja Markarfyótsbrúin er nú opin fyrir umferð. Á inn- felldu myndinni eru starfsmenn Vegagerðarinnar við mælingavinnu vegna frágangs vegarins að Markarfljóts- brú. Nýja Markarflj ót sbrúin opnuð Selfossi. NÝJA brúin yfir Markarfijót og vegaframkvæmdimar verða 20% ódýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir, eða 215 milljónir. Kostnaðaráætlunin gerði ráð fyrir 258 miiyónum. Umferð var hleypt á brúna í fyrrakvöld. Lokið er við að setja fyrra lag klæðningarinnar á veginn en síð- ara lagið verður sett 1. júlí og þá er gert ráð fyrir að frágangi á köntum verði lokið. Nýi vegurinn að brúnni er 10,1 kflómetri að lengd og styttir hringveginn um 5,2 kflómetra. Gera má ráð fyrir að um Markarfljótsbrú fari í kringum 800 bílar á dag yfir sum- artímann. í tengslum við framkvæmdim- ar verður lagður vegur að Selja- landsfossi og útbúinn áningar- staður þar fyrir ferðamenn. Við brúargerðina voru gerðir vamar- garðar þannig að frá gömlu brúnni og að þeirri nýju er óslitið vamargarðakerfi en það kemur í veg fyrir að fljótið flakki um eyr- amar. Sig. Jóns. Afiamiðlun um útflutning á ferskum þorski og ýsu: Utflutmngur á viku bundinn við 600 tonn STJÓRN Aflamiðlunar ákvað I gær að takmarka heimildir til út- flutnings á óunnum þorski og ýsu við 600 tonn á viku næstu tvær vikurnar. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmdasljóra Aflamiðlunar, hefur útflutningur á ísuðum fiski á markaði erlend- is á undanförnum árum verið einna mestur í fýrstu vikunum að loknum sjómannadegi og á síðasta ári hafi verið flutt út um 1.000 tonn vikulega á þessum árstíma. Vilhjálmur sagði að ákvörðun stjórnarinnar nú hefði verið tekin með tilliti til bréfs frá utanríkis- ráðherra þar sem farið eí fram á að dregið verði úr útflutningi og með tilliti til annarra aðstæðna. Utanríkisráðherra sendi stjórn Aflamiðlunar bréf í síðasta mánuði þar sem farið var fram á að leyfí til útflutnings á óunnum fiski, einkum þorski og ýsu, til sölu á erlendum mörkuðum, verði tak- mörkuð eins og kostur er og að ráðuneytið vonist til að þurfa ekki að grípa til ráðstafana í þessu skyni. Stjórn Aflamiðlunar ákvað í síðustu viku að takmarka út- flutningsheimildir á þorski og ýsu við 600 tonn í þessari viku og í gær var síðan ákveðið að binda Þrotabú Islenska stálfélagsins; Lokauppboði frestað vegua áfrýjunar til Hæstaréttar SÆNSKI bankinn Skandinaviska Endskilda Banken ákvað í gær að áfrýja öðru uppboði á eignum þrotabús íslenska stálfélagsins til Hæstaréttar en það hefur í för með sér að þriðja og síðasta upp- boði verkmsiðjunnar sem fara átti fram í dag er frestað. Mun málið verða tekið fyrir í Hæstarétti í október. Að sögn Helga Jóhannesson- ar bústjóra standa nú yfir viðræður milli fulltrúa bankanna sem eiga veð í eignum búsins og bandaríska fyrirtækisins St. Louis Colddrawn um sölu verksmiðjunnar. Hafa veðhafar verið boðaðir til fundar í Reykjavík á mánudag. Helgi sagði að þar sem um ioka- uppboð hefði verið að ræða hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum að fresta því en vonir stæðu til að takist að selja verksmiðjuna áður en áfrýjunarstefnan verður tekin fyrir í Hæstarétti. Gestur Jónsson hæstaréttarlög- "maður”áfryja31~uppboðinu í gær fyrir hönd sænska bankans. í áfrýj- unarstefnunni segir að áfrýjandi telji að uppboðsauglýsingu hafi ver- ið ábótavant og eru gerðar þær dómkröfur að uppboðið verði ómerkt og að lagt verði fyrir upp- boðshaldara að auglýsa nýtt uppboð á eigninni, þar sem m.a. komi fram til hvaða fylgihluta með verksmiðj- unni uppboðið nái. heimildirnar við sama magn næstu tvær vikur. Vilhjálmur sagði að ástæða þess að útflutningur hefði að öllu jöfnu aukist í fyrstu vikunum í kjölfar sjómannadags hefði verið að flot- inn hefði verið inni á sjómannadag- inn og stór hluti hans svo komið inn til löndunar í annarri viku þar í frá, sem hefði haft í för með sér mikla verðlækkun á mörkuðum innanlands. Brotist inn í 4 bíla í Þing- holtunum LÖGREGLAN í Reykjavík segir að innbrotafaraldur í bíla sé nú í borginni. í fyrri- nótt var brotist inn í fjóra bíla í Þingholtunum og verð- mætum eins og geislaspilur- um, radarvörum og útvarps- tækjum stolið úr þeim. Grunur leikur á um að hér sé um skipulagða starfsemi að ræða. Nokkrir innbrotsþjóf- anna hafa náðst, að sögn lög- reglunnar, en allt kemur fyrir ekki — innbrotin halda áfram. Lögreglan dregur þá ályktun að um fleiri en einn hóp inn- brotsþjófa sé að ræða. Að sögn lögreglúnnar hefur ekki verið brotist inn í bíla í einu hverfi öðrum fremur. Yf- irleitt bijóta þjófarnir rúður til að komast inn í bílana og valdi með því enn meiri spjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.