Morgunblaðið - 12.06.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
9
ÞREFALDUR
1. VINNINGUR
Biðröð í banka.
Ríkisbankar verði hluta^
félög!
Leiðari Alþýðublaðsins í gær fjallar um
ríkisbanka, stjórnmálamenn og fyrir-
greiðslupólitík í tilefni af fréttum um Bún-
aðarbankann á Akureyri. „Dæmið frá
Akureyri sýnir og sannar að löngu er
orðið tímabært að breyta rekstrarformi
ríkisbankanna í hlutafélög eins og frum-
varp viðskiptaráðherra segirtil um,“ seg-
ir í leiðaranum.
Þingmeim og
ríkisbankar
Alþýðublaðið segir í
leiðara í gær:
„Nýr bankastjóri Bún-
aðarbankans á Akureyri
hefur hætt allri fyrir-
greiðslu til nokkurra fyr-
irta'kja sem að mati hans
eru komin yfir hættu-
mörkin og sum vel það.
Bankastjórinn stöðvaði
alla fyrirgreiðslu til
byggingafyrirtækisins
Fjölninsmanna á Akur-
eyri fyrir skömmu og
varð það til þess að fyrir-
tækið gat ekki greitt laun
og lýsti sig _gjaldþrota í
kjölfarið. Ymsir hafa
orðið til þess að gagn-
rýna hinn nýja banka-
stjóra og haldinn hefur
verið fundur forystu-
manna nokkurra fyrir-
tækja á Akureyri þar
sem meðal annars var
rætt um að hætta öllum
viðskiptum við útibú
Búnaðarbankans á Akur-
eyri. Samkvæmt fréttum
komu ákvarðanir banka-
stjórans um að setja fyr-
irtæki á svartan lista,
bankastjóminni í opna
skjöldu. Þá hafa þing-
menn allra flokka í kjör-
dæminu haft samband
við bankastjómina vegna
þessa máls.
Af fréttum af málinu
má þvi ráða að banka-
stjórnin, alþingismenn og
ýmis fyrirtæki á Akur-
eyri hafi ekki mestu
áhyggjumar af þeim við-
skiptaaðilum Búnaðar-
bankans á Akureyri, sem
eru í miklum vanskilum
og ógna hagsmunum
bankans, heldur virðast
ofangreindir aðilar hafa
þyngstu áhyggjumar af
ákvörðunum hins nýja
bankastjóra að loka á
vanskilamenn bankans.
Heldur virðist þessi af-
staða öfugsnúin. Það
væri nær að ætla að
stjómarmenn lánastofn-
unarinnar, svo og alþing-
ismenn, þar sem bankinn
er rikisbanki og þar með
eign þjóðarinnar allrar,
stæðu heilir að baki hin-
um skörulega banka-
stjóra sem gerir þá
skyldu sína eina að gæta
hagsmuna síns banka.
Það er ennfremur undar-
leg afstaða fyrirtækja á
Akureyri sem eiga við-
skipti við Búnaðarbank-
ann, en virðast ekki vera
í vanskilum, að taka und-
ir hinn endalausa fyrir-
greiðslusöng. Eina hald-
bæra skýringin hlýtur að
vera sú að fyrirtækin
vilja að bankinn reki
óhóflega fyrirgreiðslu-
stefnu sem gæti komið
sér vel i framtíðinni, ef
rekstur þeirra snerist
einn daginn á verri veg.“
Akureyri er ágætt dæmi
um fyrirgreiðslupólitík
rikisbankanna. Pólitískt
skipað bankaráð með
hagsmunapólitikusa
kjördæmisins að baki
hvetur til fyrirgreiðslu
og útlána sem oft em
óliagstæð og eiga að fjár-
magna óarðbærar fjár-
festingar. Viðskiptaleg-
um hagsmunum er
blandað saman við pólit-
íska hagsmuni. Það er
afar erfitt að reka slikan
banka á viðskiptalegum
grunni. Yfirstjórnir rikis-
banka hvetja oft til
ákvarðana og fram-
kvæmda bankíistjóra
sem beinlínis em gegn
hagsmunum eigenda
bankans, sem í þessu til-
felli er þjóðin öll.
Auðvitað er það sjálf-
sögð krafa gamals við-
skiptavinar viðkomandi
banka að bankinn standi
með sér þegar illa árar
og Iijálpi fyrirtækinu út
úr kröggum eða tíma-
bundnum rekstrarerfið-
leikum. Það er hins vegar
alltaf skynsemismörk
fyrir því hve langt banki
getur gengið í fyrir-
greiðslunni: Hvenær ber
að stöðva leikinn áður en
fyrirtæki og lánastofnun
em komin of langt út í
fenið?
Dæmið frá Akureyri
er lítið miðað við svo-
nefnda gjörgæzludeild
Landsbankans í höfuð-
borginni. Hveijar skyldu
tí/ad mynda vera skuldir
SÍS í bankanum í dag?
Hefðu Sambandið og
önnur fyrirtæki ekki ver-
ið betur stödd i dag ef
bankinn hefði veitt þeim
eðlilegt aðhald frá upp-
Iiafi? Ef bankastjómin og
bankastjóramir að við-
bættum stjómmálamönn-
unum hefðu gripið til
ámóta aðgerða og nýr
bankastjóri Búnaðar-
bankans á Akureyri ger-
ir nú. Dæmið á Akureyri
sýnir og sannar að löngu
er tímabært að breyta
rekstrarformi ríkisbank-
anna í hlutafélög eins og
fmmvarp viðskiptaráð-
herra segir til um, sem
bíður nú afgreiðslu
haustþings."
Það er margt til í þeim
sjónarmiðum, sem Al-
þýðublaðið setur fram.
Og víst er um það, að
stjóramálamcnn hafa oft
haft áhrif í þá átt að
bankar láni til vonlausra
fyrirtælya. Hinu má ekki
gleyma, að lánastofnun-
um er oft vandi á hönd-
um, ekki sizt ríkisbönk-
unum, þegar um er að
ræða, hvort atvinnulif í
heilum byggðarlögum
stöðvast. Það er hægt að
skamma banka fyrir að
lána of mikið en þá er
rétt að minnast þess, að
þeir em líka gagnrýndir
fyrir að lána of litið á
stundum. Og forsenda
fyrir einkavæðingu ríkis-
bankanna er að sjálf-
sögðu sú, eins og Morg-
unblaðið hefur marg-
sinnis bent á, að sett
verði löggjöf, sem tak-
markar eignaraðild ein-
stakra aðila að bönkum.
Einkavæðing
viðskipta-
banka
Síðan segir Alþýðu-
blaðið:
„Mál útibússtjórans á
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
!
I