Morgunblaðið - 12.06.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.06.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 G.Á. Pétursson hf tlátluvéla maiMuíinn Nútíöinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Opið laugardaga frákl. 10-16. Sunnudaga í júní frákl. 10-14. !£ 311 Raögrelöslur Sæmundur Runólfsson landið í fóstur og bæta umgengni um landið okkar meira, en verið hefur til þessa. Höfundur er framkvæmdasljóri UMFÍ. Lokaorð um stöðu fríkirkjusafnaða eftir Pétur Pétursson 13. maí sl. birti Morgunblaðið eftir mig grein sem ég skrifaði í tilefni af grein formanns Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík, Einars Kr. Jónssonar, og fjallaði grein mín aðallega um sögulegar forsendur hugtaksins fríkirkja hér á landi. Ég ætla ekki að rekja efnisatriði greinar minnar aftur en ég spurði þar m.a. hvort ekki væri tímabært að lúthersku frí- kirjusöfnuðirnir ættu aðild að kirkjuþingi sem fjallar um innri málefni evangelísku lúthersku safnaðanna í landinu og öðrum lýðræðislegum stofnunum þjóð- kirkjunnar sem komið hafa til sögunnar eftir að fríkirkjusöfnuð- imir voru stofnaðir. Þessi grein mín varð svo fríkirkjuprestinum í Hafnafirði, séra Einar Eyjólfs- syni, ástæða til að birta grein í sama blaði þar sem komið er inn á fleiri atriði en grein mín gaf tilefni til en ekki minnst á þessi atriði sem voru þó meginatriði málsins að mínu mati. Yfirskrift greinar minnar var „Er fríkirkjan tímaskekkja?“, en grein Einars Kr. Jónssonar, for- manns Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, sem ég var að svara bar heitið: „Er fríkirkjan sértrúar- söfnuður?" Báðar þessar fyrir- sagnir eru náttúrlega villandi ef þær eru slitnar úr samhengi við efni greinanna. Eftir á að hyggja þá sé ég að heiti greinar minnar var mjög óheppilegt þó það væri sláandi. Sem fyrrverandi fréttaritari veit ég hversu mikilvægt er að ná at- hygli lesenda með heiti greina og millifyrirsögnum. í þessu tilfelli skaut ég yfir markið og ég bið meðlimi fríkirkjusafnaðanna hér með afsökunar á þessari fyrir- sögn. Hún er reyndar ekki í sam- ræmi við andann í greininni og lýsir alls ekki viðhorfi mínu til þessara safnaða og forsvars- manna þeirra. Meðal þeirra á ég vini og kunningja sem ég veit að vinna frábært starf. í grein sinni víkur séra Einar að aðalatriði málsins og á það jafnt við um fríkirkjusöfnuði sem þjóðkirkjusöfnuði, sem er, að það Pétur Pétursson er Kristur sjálfur sem vöxtinn gefur söfnuði sínum og kirkjan er hið mannlega andsvar við fagn- aðarerindinu, vakið af heilögum anda Guðs. Undir þessi orð tek ég heilshug- ar og geri þau að lokaorðum mín- um í þessu máli. Höfundur er settur prófessor í félagsvísindadeild Háskóla íslands. Vortónleik- ar RARIK- kórsins RARIK-KÓRINN heldur sína ár- legu vortónleika laugardaginn 13. júní í Stykkishólmskirkju og hefjast þeir kl. 16. A efnis- skránni eru íslensk og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Violeta Smid, tónlistarkennari. Um undirleik og útsetningu laga annast Pavel Smid, tónlistarkennari. RARIK-kórinn mun svo ljúka 12. starfsári sínu með tónleikum 2. júlí nk. kl. 18 í íþróttahúsinu Kaplakrika í tengslum við tónlistarmót Norrænu alþýðutónlistarsamtakanna. ODYRA AMERISKA SLÁTTUVÉLIN Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y Fósturbörn ungmennafélaga, umhverfisvemd til framtíðar RUSLASTAMPAR akta hf. Sími685005 eftir Sæmund Runólfsson Ungmennafélag íslands hefur unnið að umhverfisvernd allt frá stofnun samtakanna árið 1907. Á undanförunum árum hefur verið efnt til átaka eða verkefna til þess að bæta umgengni og end- urheimta gróður í landinu. í fyrrasumar efndu ungmenna- félögin til umvherfisverkefnis sem nefnt var „Fósturbörnin". Ætlunin er að það standi í þijú ár og hafa ungmennafélagar út um allt land unnið ötullega að því. Um er að ræða hverskonar hreinsun, heft- ingu foks, gróðursetningu, eða „Nú á öðru ári „Fóstur- barnanna“ hvetjum við ungmennafélaga og alla landsmenn til þess að taka landið allt í fóst- ur og bæta umgengni um landið okkar.“ annað það sem landinu kemur til góða. Laugardagurinn 13. júní hefur verið valinn til þess að minna ung- mennafélaga og aðra umhverfis- verndarsinna á mikilvægi þess að halda verkinu áfram og nema ekki staðar. Fósturbörn ungmennafélag- anna eru í dag orðin um 250 tals- ins og verkefnin hafa verið af margvíslegum toga. Mörg félög hafa tekið að sér hreinsun með- fram vegum, í fjörum eða á al- menningssvæðum. Önnur gróður- setja plöntur, grisja eða hlúa að tijágróðri og lagfæra girðingar umhverfís skógarreiti. Þá hefur verið sáð í flög og rofabörð í sam- ráði við Landgræðslu ríkisins sem hefur stutt myndarlega við verk- efnið. Fjölmörg félög beina sjónum sínum að félagssvæði sínu og planta þar og hreinsa. Sem betur fer hafa augu fólks opnast fyrir umhverfis- og gróður- vernd og það bætast fleiri og fleiri í þann hóp sem ber virðingu fyrir umhverfínu. En til þess að menn, dýr og gróður geti lifað í sátt og samlyndi í landinu okkar þá verða allir að hugsa og framkvæma á einn veg, að vernda landið. Nú á öðru ári „Fósturbarnanna" hvetjum við ungmennafélaga og alla landsmenn til þess að taka Frábær vinnuhestur. Nú meö aflmeiri BRIGGS og STRATTON fjórgengisvél 3,75 hestafla. kr. 16.737,- MTD 042 Þrælsterk amerisk sláttuvél meö öryggi í handfanginu fyrir hnífinn. - Vildarkjör Visa eða Eurokredit: - Engin útborgun og jafnar mánaðarlegar greiðslur Viðurkennd viðhalds- og varahlutaþjónusta. - Gerið verð- og gæðasamanburð! - Rafeindakveikja - Grassafnari (auka)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.