Morgunblaðið - 12.06.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 12.06.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 Minning: Bjöm Hjartarson bankaútibúsijóri Elskulegur bróðir og besti vinur er látinn, aðeins 64 ára. Bjössi bróð- ir var mér einstaklega kær alla tíð og samband okkar og fjölskyldu okk- ar mjög náið. Æskuárin vestur á Bræðraborg- arstíg eru mér sérstaklega minnis- stæð. Bjössi var elstur okkar 5 systk- ina og var því ávallt í öndvegi. Okk- ur þeim yngri fannst oft erfitt að þurfa að hlýða stóra bróður, en hann hafði alltaf gott lag á okkur. Snemma fór Bjössi að hjálpa pabba í versluninni á Bræðraborgar- stíg 1, eins og við gerðum reyndar öll. Ungur fór Bjössi til sumardvalar að Svignaskarði í Borgarhreppi, sem þá var stórbýli og gistiheimili. Þar var hann í fjögur sumur og minntist ávallt dvalar sinnar þar með mikilli ánægju. Þar hitti hann í fyrsta sinn lífsförunaut sinn, Sigríði Ármann, en Lilla og Bjössi hefðu átt 40 ára brúðkaupsafmæli þann 5. júní sl. Við Skarðslæk í landi Svigna- skarðs reistu þau sér sumarhús árið 1966 og þar hafa þau dvalið sér til hressingar og skemmtunar öll þessi ár. Við og Laulau heitin dvöldum þar oft með bömin okkar og var þá oft glatt á hjalla og allir nutu dvalarinn- ar. Landið í kring um sumarbústað- inn er lifandi minnisvarði Bjössa, en þar hefur hann gróðursett tijáplönt- ur í þúsundatali og er þar nú stór og fallegur skógur. Bjössi varð stúdent frá MR 1948 og stundaði nám í læknisfræði við Háskóla íslands um skeið en hvarf frá því. Á námsárum sínum stundaði hann ýmsa almenna vinnu, m.a. var hann í fjögur sumur á síld með frænda okkar og vini Jóni Björnssyni skipstjóra og minntist hann oft þess tíma með ánægju. Bjössi var gæfumaður. Hann átti góða konu og fjögur böm. Þau eru Bjöm Valdimar, fæddur 1966, pn dó aðeins þriggja mánaða gamall, Sig- bjöm, bóndi á Lundum, Ásta, ballett- kennari, og Pálína, bankamær og ballettkennari. Kona Sigbjörns er Ragna Sigurðardóttir og eiga þau tvö böm. Maður Ástu er Guðni B. Guðna- son tölvufræðingur. Pálína er ógift. Bjössi var mikill heimilisfaðir og sóttist ekki eftir frægð eða frama. Hann hlúði vel að konu sinni og böm- um. Vinnu sína tók hann með þeirri ábyrgð og samvisku sem var aðdáun- arverð. Hann var bóngóður maður - það veit ég af eigin reynslu, því mörg góð ráð gaf hann mér. Hann fylgdist með bömum okkar og þau áttu alltaf hauk í homi þar sem hann var. Nú að leiðarlokum þökkum Við Olla og fjölskyldan samfylgdina og vináttuna. Megi góður Guð styrkja og varðveita aldraða móður sem sér nú á eftir fmmburði sínum, Lillu sem sér á eftir traustum eiginmanni og böm á eftir elskuðum föður. í Guðs friði. Grétar Hjartarson. Það kom eins og reiðarslag þegar síminn hringdi aðfaranótt fímmtu- dagsins 4. júní sl. og mér tjáð að vinur minn Bjöm Hjartarson væri svo gott sem látinn. Bjössi Hjartar, eins og hann var ætíð kallaður af vinum og bekkjarfélögum, kom til mín á læknastofu mína einum og hálfum sólarhring fyrir andlátið. Þau hjónin Sigríður eða Lilla eins og hún var ávallt nefnd af vinum sínum voru þá nýkominn úr tveggja vikna ferð til Portúgal. Hann var hinn ánægðasti yfír ferðinni og brosti og hló af og til með sínum sjarmer- andi og mjög svo smitandi hlátri. Hann sagði mér þó að hann væri ekki alveg nógu hress, en þó engin ákveðin einkenni um sjúkdóm þann er varð honum að aldurtila. Einum og hálfum sólarhring síðar var Bjössi allur. Daginn eftir ætluðu þau hjónin að halda upp á 40 ára brúðkaupsafmæli, aðeins þau tvö. Þegar Bjössi minntist á þau tímamót sagði hann að veita ætti hjónum, sem hefðu búið svó lengi saman sérstök heiðursverðlaun fyrir þá miklu þolin- mæði, að þola hvort annað svona lengi og hló dátt. Við Bjössi ólumst upp í vesturbæn- um, þrátt fyrir mikla nálægð kynnt- umst við fyrst að ráði í Menntaskól- anum í Reykjavík, sérstaklega síð- ustu tvö til þtjú árin. Félagslíf var þá mikið og mikil gróska á ýmsum sviðurri. Djassklúbbur var m.a. starf- andi og vorum við Bjössi ásamt mörgum öðrum bekkjarfélögum miklir djassgeggjarar. Hljómflutningsútbúnaður, þ.e.a.s „græjur“ eins og það er kallað í dag, voru þá óþekkt fyrirbæri. Bjössi sem bjó í föðurhúsum á Bræðraborgarstíg 32 var með þeim fyrstu sem eignaðist plötuspilara fyr- ir 78 snúninga plötur. Hittumst við nokkrir félagamir reglulega í her- berginu hans Bjössa uppi á lofti og nutum eðaltóna jassins af innlifun. í þá daga skipust menn á plötum, eins og gerðist síðar með hasarblöð- in. Þann 16. júní 1948 útskrifaðist fríður hópur nýstúdenta, að mig minnir 92 talsins frá MR. í útskrift- arveislunni, sem haldin var á Hótel Borg, gekk hver júbílanta árangur- inn á fætur öðrum inn í salinn, fyrst fímm ára, tíu ára o.s.frv. Þegar röð- in var komin að þijátíu ára júbílötum var það skoðun all flestra okkar að þetta fólk væri komið með annan fótinn í gröfína. Á næsta ári hefði Bjössi og við haldið upp á fjörutíu og fímm ára stúdentaafmælið. Við Bjössi ræddum þetta oft seinni árin, hversu afstæður aldurinn og sjónarmið hinna ýmsu aldurshópa til aldursins væri misjafn. Dauðinn er einnig mjög afstætt hugtak, eitt er víst að frá fæðingu fylgir dauðinn okkur sem skuggi, oftast í hæfílegri fjarlæg, en oft í óhugnanlegri ná- lægð. Það eina sem við getum geng- ið að vísu er dauðinn. Það má með sanni segja að vinur minn Bjössi fékk sinn óskadauða, en mjög svo ótímabærann. Eftir að skemmtilegustu árunum lauk, þ.e.a.s menntaskólaárunum, þrátt fyrir heragann, sem því fylgdi tók við alvara lífsins. Menn urðu að taka ákvarðanir utri framtíðina með sitt veganesti upp á vasann. Við Bjössi byijuðum saman í læknisfræði og lásum saman fyrstu tvö árin. Ekki munaði miklu að hann næði settu marki. Ég er viss um að Bjössi hefði orðið frábær læknir, alveg eins og hann varð frábær útibússtjóri Útvegsbankans og síðar íslands- bankans á Laugavegi 105. Bjössi gerði útibú sitt að stórveldi innan bankans. Galdurinn á bak við þetta var hans sjarmerandi framkoma, bæði gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki. Að gefa viðskiptavinum von í stað blákalds nei var hans mottó. Það má með sanni segja að þegar maður missir einn af sínum bestu vinum verður tilveran mun lit- lausari og ekki eins ánægjuleg sem fyrr. Ég sá Lillu Ármann fyrst 1946, þá voru við í síldarvinnu á Ingólfs- fírði. Ég gleymi aldrei þessari fallegu ungu kærustu Bjössa. Síðar átti ég eftir að kynnast betur þessari ein- stöku konu, sem varð að ævarandi vináttu sem ég mat mikils. Þau voru gefín saman í hjónaband 5. júní 1952 og var ég viðstaddur þá ánægjulegu stund. Foreldrar Bjössa voru þau sæmd- arhjón Ásta L. Björnsdóttir, sem nú lifir sitt elsta barn, og Hjörtur Hjart- arson kaupmaður. Systkini Bjössa eru Anna, Hjörtur og Grétar og upp- eldissystirin Anna Þórunn. Lillu og Bjössa varð fjögurra barna auðið. Elstur er Sigbjöm, fæddur 1955, bóndi að Lundum í Stafholtstungum, búfræðikandídat frá Hvanneyri, maki er Ragna J. Sigurðardóttir, þau eiga tvö böm. Ásta fædd 1958, bai- lettkennari, maki hennar Guðni B. Guðnason, tölvunarfræðingur. Björn Valdimar, fæddur 1965, dáinn þrem mánuðum síðar, yngst er Pálína bankastarfsmaður og balletnemi, fædd 1969. Við ykkur öll vil ég segja þetta, frá unga aldri hef ég verið hluti af ykkar fjölskyldu og þið hluti af mínu lífí. Við hjónin og synir okkar viljum að lokum segja, megi góður Guð styrkja ykkur og vernda við fráfall okkar ástkæra vinar. Haukur Jónasson. Síðastliðin fimmtán ár hafa íbú- arnir í Stallaseli beðið sumarsins með tilhlökkun. Þá hittast grannarnir gjarnan úti við, rabba saman og gefa hver öðrum góð ráð við garð- yrkjustörfín. I stað tilhlökkunar drúpum við nú höfði og syrgjum Björn Hjartarson, vin okkar og nágranna. Það er erfitt að trúa því að þessi hlýi og notalegi granni, sem gaf öðmm svo mikið, sé nú horfínn. Hann var höfðingi götunnar sem bar ávallt hag íbúanna fyrir bijósti og gaf sér tíma til að ræða við ná- granna sína, unga sem aldna. Öll fórum við ríkari og létt í lund af hans fundi. Á kveðjustundu minnumst við Bjöms og þökkum ánægjulegar sam- verustundir á liðnum árum. Elsku Sigríður, við vottum þér og börnum þínum og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Kveðja frá nágrönnum. Okkur langar í fáum orðum að minnast Björns Hjartarsonar sem okkur þótti báðum mjög vænt um. Við fráfall hans koma upp í hugann margar góðar minningar um ógleym- anlegar samverustundir. Bjöm var þeim eiginleikum gædd- ur að geta talað við alla um hvaða málefni sem var hvenær sem var. Fyrir nokkrum árum vorum við stödd í næsta húsi um miðnætti og sáum þau hjónin inn um eldhúsgluggann að ljúka við laufabrauðsbakstur. Við litum í heimsókn og spjölluðum um heima og geyma og gleymdum því alveg að við vorum gestkomandi í næsta húsi. í þau fáu skipti sem við höfum náð að hitta Bjöm í árvissum heim- boðum nú á síðustu árum var alltaf jafn gaman að heyra frásagnir hans af sameiginlegum afrekum okkar. Er þá minnisstæðast þegar Páll Þór var í pössun og aðstoðaði við að mála sumarbústaðinn ungur að árum. Alltaf var jafn gaman að koma í sumarbústaðinn og sjá áhuga hans á uppgræðslu. Hann var stoltur þeg- ar hann gekk með okkur um landar- eignina og sýndi okkur þann árangur sem hafði náðst með gróðursetningu og aðhlynningu í gegnum árin. Þegar Hulda kom inn í fjölskyld- una þurfti hún ekki að vera lengi feimin í kring um hann. Hann tók öllum sem jafningjum með þægilegu viðmóti. Það er ekki fyrr en við missi ást- vinar að fólk skilur hvað sorgin er og tómarúmið sem fylgir slíkum missi. Því verður að fylla í tómarúm- ið með öllum góðu og fallegu minn- ingunum. Innilegar samúðarkveðjur til allra ástvina hans. Hulda Björnsdóttir og Páll Þór Ármann. Starfsfélagi okkar og vinur er lát- inn. Fregnin var reiðarslag. Björn var nýkominn aftur til starfa eftir ánægjulega ferð til Portúgal. Eftir heimkomuna hafði hann á orði <að sér liði ekki sem best en engan grun- aði að lífsferli væri að ljúka. Dauðinn er fjarri huga okkar í dagsins önn en verður ekki umflúinn. Björn Hjartarson hóf störf hjá bankanum fyrir rétt rúmum 37 árum eftir íjölbreytileg störf til sjós og lands á námsárunum. Hann var vart búinn að starfa í tvö ár þegar honum var falin sú mikla ábyrgð að opna nýtt útibú að Laugavegi 105 við Hlemm. Mikilvægi útibússtjóra ætti að vera augljóst en er það ekki alltaf. Þegar á bjátar eða þegar velja þarf nýjan mann í þá stöðu til starfa, kemur e.t.v. best í Ijós hve kröfumar þurfa að vera miklar. Hann verður að vera gegnheill, sem treysta má í öllum viðskiptum hvort sem þau eru fjármálalegs eðlis eða júta að mann- legum samskiptum. Útibússtjóri er sem skipstjóri á skipi og þarf margs að gæta ef vel á að famast. Mörg eru blindskerin sem varast ber, ekki hvað síst í útlánum. Á útibússtjórann reynir mest og hann er dreginn til ábyrgðar ef illa fer. Hann þarf að sameina lipurð og festu með þeim hætti að viðskiptavinum og sam- starfsólki líki. Á löngum og farsælum starfsferli Björns nýttust eiginleikar hans vel. Hann var góður stjórnandi sem hafði lag á að velja og rækta traust sam- starfsfólk og vingjanlegt samband við viðskiptavini. Hann byggði upp útibúið og reksturinn var til fyrir- myndar. Gegnum góða sem erfíða tíma tókst Birni að auka umsvifín en gæta jafnframt aðhalds í tilkostn- aði. Með góðri og persónulegri þjón- ustu tókst honum og hans einvala liði að laða að og annast viðskipta- vini með þeim hætti að eftir var tekið. Björn var ötull og einlægur í starfi sínu. Okkur samstarfsfólki Björns er ekki síður ofarlega í huga hversu góður félagi hann var. Hann var afar jákvæður maður. Hvert sinn sem Bjöm birtist var sem geislaði af hon- um góður hugur og hlýja. Öllum leið vel í návist hans. Ætla mætti að með aldrinum og hafandi starfað svo lengi á sama stað hefði Bjöm átt erfítt með að taka þeim breytingum sem óhjá- kvæmilega hlutust af sameiningunni í íslandsbanka. Það var nú öðm nær. Bjöm var fyrirmynd annarra að þessu leyti. Hann tók öllum breyt- ingum með jákvæðu hugarfari og taldi kjark í aðra sem erfiðara áttu með að aðlagast nýjum háttum. Björn hafði skoðanir á málunum, kom þeim á framfæri og var virkur í umræðum. Fyrir honum var stífni, tilgerð og kynslóðabii ekki til. Við í íslandsbanka söknum Björns Hjartarsonar. Við þökkum samfylgd- ina en hefðum viljað njóta samstarfs og samvista við hann miklu lengur. Eiginkonu Björns, frú Sigríði Ár- mann, og ljölskyldu þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Tryggvi Pálsson. Enn hef ég verið minntur á hverf- ulleika lífsins. Gleði í gær, sorg í dag. Ég kveð samferðamann minn að morgni og áður en næsti dagur rennur upp er hann allur. Björn Hjartarson, bankaútibústjóri, er kvaddur í dag. Bjöm var sonur hjónanna Ástu Laufeyjar Björnsdóttur frá Ána- naustum, sem í dag kveður kæran son, og Hjartar Hjartarsonar frá Reynimel. Hann ólst upp í foreldra- húsum í návist afa og ömmu á Bræðraborgarstígnum, elstur 5 systkina. Hjörtur faðir hans var kaupmaður í hverfinu og lengst af rak hann verzlun sína á Bræðraborgarstíg 1. Ég átti því láni að fagna að vera búðarþjónn hjá Hirti í nokkra daga og þar kynntist ég verzlunarháttum, sem nú eru að hverfa. Ekki er að efa að Björn hefur verið forveri minn í því starfi nokkrum áratugum fyrr. En Björn valdi sér annan vettvang fyrir þjónustuhlutverk sitt. Nokkrum árum eftir stúdentspróf hóf hann störf hjá Útvegsbanka íslands og fljótlega var honum falið að stofn- setja og reka fyrsta útibú bankans í Reykjavík. Laugavegur 105 varð hans vettvangur. Utibúið óx og dafn- aði undir hans stjóm. Fyrst man ég eftir því í húsnæði, sem nú er skrif- stofa útibústjóra. Hann var dáður af viðskiptavinum, elskaður af starfsfólki og virtur af yfirmönnum. Mér er til efs að nokkur annar hafí gegnt starfí útibústjóra jafn lengi og hann. Þegar ég varð útibústjóri hjá Út- vegsbankanum gekk ég að sjálfsögðu í smiðju hjá „seniornum" og tók hann mér unglingnum alltaf vel. Viðhorf hans og úrlausnir byggðust alltaf á skynsemi og mannþekkingu. Þegar hann hafnaði erindi viðskiptavinar gerði hann það á þann veg að þeir skildu afstöðu hans. Það er list. Ef bankastarfsemi er stunduð hinum megin, þá hefur Bjöm örugglega hafið störf. Bjöm var miklu meira en venjuleg- ur bankakarl. Áhugamál hans voru víða. Það var hrein unun að hlusta á hann segja frá veru sinni á síld á „Ribbanum" (Rifsnesi) eða þá sveita- dvöl sinni í æsku á Svignaskarði. Björn hefði sómt sér vel sem bóndi og sveitahöfðingi í Borgarfírði. hann bætti sér það upp með því að byggja Vertu klár í slaginn Tftl / / Z1 / > <V< .. / V-# jSFAbu Garcia Fjölbreytt úrval afgóðum veiðivörum d verði, sem kemur skemmtilega d óvart Opið til kl. 18 mánud.-fimmtud. til kl. 19 áföstudögum frá lcl. 10 til 16 á laugardögum og á sunnudögum frá kl. 11 til 16. Hafnarstræti 5, Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.