Morgunblaðið - 12.06.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri.
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen/
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Aukið valfrelsi
sængnrkvenna
Nokkrar umræður urðu í vetur
og vor í kjölfar þess að
Fæðingadeild Landspítalans yf-
irtók rekstur Fæðingarheimilis
Reykjavíkur. Ákvörðun um þetta
var tekin af heilbrigðisyfirvöldum
í því skyni að hagræða í rekstri
og spara fé. Um það er ekki deilt
í sjálfu sér að miðað við aðstæð-
ur í þjóðfélaginu, gífurlegan halla
á fjárlögum og skuldsetningu
þjóðarbúsins, er brýn þörf á að
spara, minnka útþenslu ríkis-
báknsins. Niðurskurður ríkisút-
gjalda er óhjákvæmilegur til að
ná tökum á efnahagsmálum og
stöðva hallareksturinn, en um-
talsverður árangur getur ekki
náðst nema dregið verði úr út-
gjöldum í heilbrigðis-, trygginga-
og menntamálum, en þessir mál-
aflokkar taka til sín hvorki meira
né minna en um 60% af útgjöld-
um íjárlaga. Endurmat á 'skip-
ulagi heilbrigðisþjónustunnar og
ný rekstrarform á heilsuþjónustu,
m.a. einkarekstur, veitir einnig
tækifæri til hagræðingar og
spamaðar á opinberu fé.
Deilumar, sem urðu út af
breyttu rekstarfyrirkomulagi á
Fæðingarheimili Reykjavíkur, má
fyrst og fremst rekja til þess, að
konur vilja geta valið hvar þær
fæða böm sín. Margar mæður
hafa bundizt tilfinningaböndum
við Fæðingarheimilið og hefur
líkað vel þjónustan og andrúms-
loftið, sem þar hefur ríkt. Val-
frelsið hefur verið þungamiðjan
í málflutningi þeirra þúsunda
kvenna ,og reyndar karla líka,
sem hafa mótmælt breytingu á
rekstri Fæðingarheimilisins.
Á fundi borgarstjómar Reykja-
víkur í síðustu viku var samþykkt
tillaga frá borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins um fæðingaþjón-
ustu, sem er mjög athyglisverð í
ljósi óska um frjálst val kvenna
um hvar þær fæða böm sín. Sam-
þykkt borgarstjómar er svohljóð-
andi:
„Borgarstjóm beinir þeim til-
mælum til heilbrigðisráðuneytis
að teknar verði upp beinar
greiðslur til fæðandi kvenna, svo
skapast geti aukið val foreldra á
fæðingaþjónustu. Með því móti
kynni að vera unnt að vekja
áhuga fagaðila á sjálfstæðum
rekstri í fæðingaþjónustu."
Eins og fyrirkomulagið er nú
greiðir ríkið kostnað af fæðingum
á sjúkrahúsum og fæðingadeild-
um, sem allar eru reknar af hinu
opinbera. Tryggingastofnun
greiðir einnig kostnað vegna fæð-
inga í heimahúsum. Greiðslur til
ljósmæðra geta numið allt að 30
þúsund krónum og auk þess fá
sængurkonur greidda dagpen-
inga í allt að tíu daga, en upphæð
þeirra er mismunandi eftir því
hversu mörg börn em á heimil-
inu. Heildargreiðslumar geta
numið 35-40 þúsund krónum,
auk lyfjakostnaðar, en foreldri
greiðir annan tilfallandi kostnað,
t.d. ef læknir er viðstaddur fæð-
inguna, a.m.k. kannast Trygg-
ingastofnun ekki við greiðsliir til
lækna vegna heimafæðinga.
Undanfarin ár hefur orðið vart
við hugarfarsbreytingu á afstöðu
fólks til heimilisins, m.a. vilja
fleiri og fleiri mæður fæða heima
og dvelja heima hjá börnum sín-
um á meðan þau era ung.
Umönnun aldraðra fari í ríkari
mæli fram innan fjölskyldunnar
og jafnvel að fólk fái að deyja
heima. Þetta bendir til þess, að
fólk skynji betur en verið hefur
undanfarna áratugi, að lífsgæða-
kapphlaupið er í raun eftirsókn
eftir vindi, ef það er á kostnað
samskipta innan fjölskyldunnar.
Það er ekki innantómt slagorð,
að fjölskyldan er hornsteinn þjóð-
félagsins.
Samþykkt borgarstjórnar er
því orð í tíma töluð. Hún kemur
til móts við óskir sængurkvenna
um fijálst val, því beinar greiðsl-
ur til þeirra veita möguleika á
því að fæða á þeim stofnunum,
sem fyrir era, fæða heima, eða
þá að fæða á fæðingarstofum,
sem læknar og ljósmæður koma
á fót. Það er mjög líklegt, að
margar konur velji þann kost að
fá áfram ummönnun þeirra
lækna, sem þær hafa leitað til
fyrir meðgöngu og á meðan á
henni stendur. Þetta veitir einnig
möguleika á því, að fæðingastof-
ur bjóði mismunandi mikla þjón-
ustu. Foreldramir greiða þá sjálf-
ir fyrir þá þjónustu, sem þeir
óska eftir, ef fæðingargreiðslurn-
ar nægja ekki.
Fyrir örfáum áratugum voru
starfræktar nokkrar sjálfstæðar
fæðingastofur, a.m.k. í Reykja-
vík, en rekstri þeirra var hætt,
þegar fæðingaþjónusta færðist
alfarið í hendur hins opinbera.
Nú hafa kröfur breyst um aukna
þjónustu í heilbrigðismálum og
fólk vill eiga fleiri kosta völ en
ríkisrekið kerfí býður upp á. Það
er því augljóst, að einkavæðing
mun stórlega færast í vöxt í
heilsuþjónustu á næstu árum. Sú
þróun er af hinu góða, því hún
gefur fólki kost á aukinni og
bættri þjónustu auk þess sem
tækifæri gefst ti! spamaðar í
heilbrigðiskerfinu.
Það er því ekki úr vegi, að
heilbrigðisyfirvöld skoði gaum-
gæfílega tillögu borgarstjórnar
Reykjavíkur um beinar greiðslur
til sængurkvenna og fínni leið til
þess að veita þeim aukið valfrelsi
og möguleika á aukinni þjónustu.
Landspítali;
Nýtt segulómunar-
tæki tekið í notkun
NYTT segulómunartæki hefur verið tekið í notkun á röntgendeild
Landspitala. Tækið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er
gjöf ríkisstjórnar til spítalans á 60 ára afmæli hans.
Þetta segulómunartæki er sneið-
myndatæki sem hentar mjög vel til
rannsókna og sjúkdómsgreiningar
á miðtaugakerfi, stoðkerfi og í
grindarholi. En segulómun er talin
nákvæmari og markvissari en aðrar
myndarannsóknir við ofangreindar
sjúkdómsgreiningar.
Tæknin við notkun þessa nýja
tækis byggir á því að segulmagna
vetni í líkamanum. Til þess að það
sé hægt þarf öflugan segul og hef-
ur hið nýja tæki segul sem er tíu-
þúsund sinnum sterkari en segul-
svið jarðar. Segullinn er gerður of-
urleiðandi með því að kæla hann
niður í 269 stiga frost með fljót-
andi helíum. Þannig er komið í veg
fyrir að hann myndi viðnám gegn
rafmagni, þess vegna getur hann
flutt mikinn rafstraum og myndað
sterkt segulsvið. Segullinn er það
öflugur að seguláhrifanna gætir
utan hans og jafnvel utan herberg-
isins þar sem hann er. Vegna þess
að seguláhrifin eru sívirk þarf að
fylgja sérstökum öryggisreglum í
umgengi við tækið.
Hið nýja segulómunartæki röngen
standa Ásmundur Brekkan prófes
ingur, og Þorgeir Pálsson verkfra
Þörf á endurskoðaðri
útgáfu tölvuorðasafns
- segir formaður Orðanefndar Skýrslutæknifélagsins
SIGRÚN Helgadóttir, formaður Orðanefndar Skýrslutæknifélags
íslands, segir að brýn þörf sé á útgáfu nýs tölvuorðasafns en fé
skorti til að undirbúa verkið. Nefndin hafi staðið að útgáfu slíks safns
í árslok 1986 en vegna örrar þróunar og breytinga á þessu sviði sé
þörf á endurskoðaðri útgáfu. Sigrún segist sjá fyrir sér, að í framtíð-
inni verði hægt að leita til Málræktarsjóðs um stuðning vegna verk-
efna af þessu tagi, en um þessar mundir er verið að safna stofnfé
í hann.
Skýrslutæknifélag íslands var
stofnað árið 1968 og var orðanefnd
félagsins stofnuð skömmu síðar.
Sigi ún Helgadóttir, tölfræðingur,
varð formaður hennar árið 1978 og
gegnir hún enn því starfí. Með henni
í nefndinni hafa setið þeir Baldur
Jónsson, forstöðumaður fslenskrar
málstöðvar, Þorsteinn Sæmunds-
son, stjörnufræðingur, og Örn Kald-
alóns, kerfisfræðingur.
Sigrún segir, að þegar þau hafi
komið til starfa í orðanefndinni
hafí þau fyrst kynnt sér hvernig
staðið væri að málum sem þessum
erlendis, til dæmis annars staðar á
í frétt frá Lifandi myndum segir
m.a.: „Verstöðin ísland var frumsýnd
hinn 9. maí sl. og hefur nú verið
sýnd í samtals 11 daga, þar af eina
helgi á ísafirði. Viðtökur áhorfenda
hafa verið margfalt betri en við hafði
verið búist og hefur nú á þriðja þús-
syngur undir stjórn organistans
Guðna Þr Guðmundssonar.
Messur á sjómannadaginn hafa
gjarnan verið vel sóttar enda fá þau
heimili á landi okkar, sem ekki eiga
Norðurlöndum. Þar byggi menn á
alþjóðlegum stöðlum og hafi þau
ákveðið að gera slíkt hið sama.
í máli hennar kemur fram, að
árið 1983 hafi komið út lítið tölvu-
orðasafn, sem undibúið hafi verið
af nefndinni. í kjölfar þess hafi svo
yinnan haldið áfram og nefndin við-
að að sér meira efni.
Útgáfa tölvuorðasafns 1986
„Okkur var ljóst,“ segir Sigrún,
„að mikil þörf var á útgáfu aukinn-
ar og endurbættrar útgáfu tölvu-
orðasafns. En það var meira verk
en svo, að hægt væri að vinna það
und manns séð myndina. Auglýstar,
voru síðustu sýningar 31. maí sl. en
þá varð húsfyllir og þurftu margir
frá að hverfa, sem sýnir að fólk
kann vel að meta þá nýbreytni að
sjá heimildarmyndir eins og Verstöð-
ina ísland á stóru breiðtjaldi.“
Þannig hefur kirkjuskipið átt sam-
leið með þeim skipum sem hafins
vegti sigla, því bæði rúma þá, sem
vilja þjóna þeim Guði, sem einn vak-
ir og ræður.
(Fréttatilkynning)
allt í sjálfboðavinnu. í ársbyijun
1985 ákvað stjórn Skýrslutæknifé-
Iagsins að leggja í kostnað vegna
þessa og safna fé hjá fyrirtækjum
og stofnunum og var ég þá ráðin
ritstjóri verksins. Mér til aðstoðar
var Kristín Bjarnadóttir, sem sá um
alla tölvuskráningu, las yfir handrit
og gerði fjölmargar athugasemdir
sem komu að góðum notum. Við
fengum aðstöðu í húsnæði íslenskr-
ar málstöðvar og aðgang að efnis-
flokkunar- og skráningarkerfi ís-
lenskrar málnefndar. Orðanefndin
hélt á þessum tíma fíölmarga fundi,
stundum tvisvar í viku, og sótti þá
sægur sérfræðinga. Útkoman var
orðasafn sem út kom í árslok 1986.“
Hún segir að í tölvuorðasafninu
séu um 2.600 hugtök og fylgi þeim
um 3.100 íslehsk heiti og nær 3.400
ensk. „Við höfðum að leiðarljósi við
val hugtaka, að orðasafnið kæmi
sem flestum að notum, bæði sér-
fræðingum og öðrum, sem fjalla
með einhveijum hætti um tölvu-
tækni á íslensku,“ segir hún.
„Eftir að vinnu við þessa útgáfu
var lokið reyndum við að halda
starfí nefndarinnar áfram, enda er
tölvutæknin í örri þróun og sífellt
era að bætast við hugtök, sem gefa
þarf íslenskt heiti. Þess vegna er
nú brýn þörf á að gefið verði út
nýtt orðasafn, en fé skortir til verks-
ins. Best væri auðvitað ef alltaf
væri hægt að hafa starfsmann í
hlutastarfi, sem sæi um að viðhalda
safninu. En þar sem svo hefur ekki
verið er ljóst að ráða verður rit-
stjóra tímabundið til að undirbúa
nýja útgáfu. Ég sé fyrir mér að
Málræktarsjóður gæti þar komið til
sögunnar, en í skipulagsskrá hans
er einmitt gert ráð fyrir að hann
styrki starf orðanefnda ljárhags-
lega.“
Sjáum árangur af starfi okkar
Sigrún segist sjá mikinn árangur
af starfi orðanefndarinnar. „Um
það leyti sem ég byijaði í nefndinni
var varla hægt að skrifa grein eða
flytja erindi um tölvutækni á ís-
lensku, því það vantaði svo mörg
íslensk heiti. Þá virtist heldur ekki
þykja neitt sérlega fínt að nota ís-
lensku, til dæmis þegar verið var
að kynna eða auglýsa tölvuvörur. Á
þessu hefur orðið breyting til batn-
aðar en þó er mikið starf óunnið.
Hér er um afar mikilvægt'starf að
ræða. Ef fólk byijar að nota slett-
ur, hvort sem það er um tölvutækni
eða eitthvað annað, er hætta á að
það missi tilfinningu fyrir málinu.
Við verðum að geta rætt og ritað
um málefni nútímans á íslenskil,
Yerstöðin Island sýnd um
sj ómannadagshelgina
ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja sýningar á heimildarkvikmynd-
inni Verstöðinni Islandi um eina helgi i viðbót vegna mikillar aðsókn-
ar. Myndin verður sýnd í Háskólabíói laugardaginn 13. júní og á sjó-
mannadaginn 14. júní. Hefjast sýningar báða dagana kl. 14.00. Aðgang-
ur er ókeypis. Myndin er í fjórum hlutum og er gert hlé á milli hvers
hluta. Sýning fjórða hlutans lýkur um kl. 19.00.
Messa á sjómannadag-
inn í Bústaðakirkju
Á SJÓMANNADAGINN verður guðsþjónusta í Bústaðakirkju kl. 11.00
árdegis. Þar verður meðal annars flutt lag Sigfúsar Halldórssonar,
Þakkargjörð, við texta Sigurðar H. Guðmundssonar. Einnig verður
flutt lag, sem Sigfús samdi fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur á 75 ára
afmæli þess. Texti þessa lags er eftir Örn Arnarson og var hann sam-
inn á 25 ára afmæli Sjómannafélagsins.
Sóknarpresturinn sr. Pálmi Matt- tengsl við sjóinn og sjómennsku á
híasson prédikar og kór kirkjunnar einn eða annan hátt.
I