Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
159. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kína:
Allir tali
mandarín
Beijing. Reuter.
KÍNVERJAR verða framvegis
að nota hina einu sönnu staðal-
kínversku, mandarín, sem lengi
hefur verið tunga yfirstéttar-
innar og æðstu embættismanna.
Að sögn blaðsins China Daily
var send tilskipun þessa efnis
til skrifstofumanna í strandhér-
uðunum Guangdong og Fujian
þar sem efnahagsuppgangurinn
hefur verið mestur undanfarin
ár, einkum vegna fjárfestinga
erlendra fyrirtækja.
Frá 1995 verður fólkinu gert
að gangast undir próf í mandarín.
Ritmál, sem byggist á táknum, er
eins í öllu Kina en munur á mál-
lýskum mikill; fólk í norðurhéruð-
unum skilur alls ekki talmál í suð-
urhlutanum.
China Daily sagði að samræmd
tunga væri skilyrði þess að efna-
hagurinn batnaði og hélt því fram
að íbúar áðumefndra héraða hefðu
sýnt óvenju mikla þijósku; þeir
neituðu að tala mandarín.
„Nútímaleg þróun í menningar-
og menntamálum og framfarir í
vísindum og tækni krefjast þess
að allir Kínveijar tali sömu tungu,"
sagði blaðið. Ekki var tilgreint
hver refsingin yrði ef menn létu
sér ekki segjast.
Suður-Afríka:
ANC fordæmir frið-
arviðleitni de Klerks
Jóhannesarborg, New York. Reuter.
AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC) fordæmdi í gær aðferðir F.W. de Klerks,
forseta Suður-Afríku, við að draga úr ofbeldi í landinu. Ráðið sagði
þær vera yfirskin og ómerkilega tilraun til að hafa áhrif á umræður
um átökin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hörð viðbrögð ANC,
gagnvart viðleitni de Klerks, hafa dregið úr vonum um að viðræðurn-
ar um stjórnskipunarbreytingar í Suður-Afríku skili árangri á næstunni.
Reuter
Stífni íraka ógn við vopnahléð
í hörðustu yfirlýsingu Bandaríkjamanna í garð íraka svo mánuðum skipt-
ir segir að írakar ógni vopnahléi í Persaflóastríðinu með því að neita
eftirlitsmönnum SÞ um aðgang að landbúnaðarráðuneytinu í Bagdad.
Eftirlitsmennirnir telja að þar sé að fínna upplýsingar um flugskeyti og
óleyfilegar vopnabirgðir Íraka. íraskir fjölmiðlar kalla SÞ-mennina rottur
og skúrka og sýnir myndin íraka brenna bandaríska fánann við ráðuneytið.
Talsmaður ANC sagði í gær að
stjórn de Klerks reyndi að telja um-
heiminum trú um, að orsök átakanna
í Suður-Afríku væri djúpstætt hatur
og úlfúð milli stuðningsmanna ANC,
þar sem fólk af þjóðemi xhosa er í
forystu, og fylgismanna Inkatha-
hreyfingar zúlúmanna. Slíkt væri
ekki rétt heldur væru átök á milli
svertingja að mestu leyti stjómvöld-
um að kenna. Með því að etja svert-
ingjum saman teldu þau sig vera að
styrkja stjóm hvítra manna í landinu
í sessi. Því væri hræsni af de Klerk
að segja að hann vildi frið í landinu.
Stjómarandstöðuöfl boðuðu til víð-
tækra mótmæla í Suður-Afríku í gær
og að minnsta kosti í tveimur borgum
kom til harðra átaka við lögreglu.
Þá var titkynnt að a.m.k. fjórir menn
hefðu fallið í innbyrðis átökum svert-
ingjahreyfinga.
Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kom saman í gærkvöldi til að ræða
ástandið í Suður-Afríku. Nelson
Mandela, forseti ANC, ávarpaði
fundinn og óskaði hann eftir því að
SÞ sendu sérstaka nefnd til Suður-
Afríku, sem ætti meðal annars að
rannsaka þátt stjómvalda í að kynda
undir átökum. Þá gagnrýndi Mand-
Múslimar í Bosmu-Herzegóvínu:
Króatar og Serbar sagðir ætla
að skipta landinu í áhrifasvæði
Saríyevo, London, Belgrad, Brusael. Reuter,
FULLTRÚAR Serba, Króata og
múslima í Bosníu-Herzegóvínu
áttu í gær viðræður, hver fyrir
sig, við Carrington lávarð og fleiri
fulítrúa Evrópubandalagsins (EB)
sem reynt hafa að koma á friði
og fóru fundirnir fram i London.
Fátt bendir til þess að árangur
hafí náðst og sökuðu deiluaðilar
andstæðingana um bamamorð og
fleiri hryðjuverk. Bardagar héldu
áfram og vörpuðu serbneskar
sveitir sprengjum á höfuðborgina
Sarajevo. Leyniskyttur skutu á
allt sem hrærðist og munu 13 hafa
fallið í gær.
Lögregla í borginni Slavonski Brod
við fljótið Sava í Króatíu skýrði frá
því að skotið hefði verið af sprengju-
vörpum á hana frá Bosanski Brod,
handan við ána í Bosníu-Herzegó-
vínu. Átta hermenn, sem staddir
voru á íþróttavelli, hefðu fallið.
Ástandið í bosnísku borginni Gorazde
er sagt skelfilegt en Serbar halda
þar uppi látlausum árásum. Um
70.000 manns eru innilukt í Gorazde
og hafa engin hjálpargögn borist
þangað langa hríð.
Opinber fréttastofa Bosníu-
Herzegóvínu sakaði í gær leiðtoga
Serba og Króata í landinu, þá Rado-
van Karadzic og Mate Boban, um
samsæri á leynilegum fundi sem þeir
Daily Telegraph.
hafi haldið í grennd við Sarajevo.
Þar hafi þeir ákveðið að skipta land-
inu í áhrifasvæði. Serbar munu nú
ráða um þriðjungi alls lýðveidisins.
Utanríkisráðherra Bosníu-
Herzegóvínu, Hariz Silajdzic, lagði í
gær fram fjögurra liða áætlun um
frið í landinu. Er þar kveðið á um
vopnahlé og jafnframt að stjómskip-
an verði með sama hætti og fyrir
átökin en Serbar segjast vilja aukið
sjálfstæði héraða, í líkingu við stjóm-
hætti í Sviss. Ráðherrann sagði að
Serbar yrðu að binda enda á árásim-
ar og alþjóðlegir aðilar yrðu að hafa
umsjón með þungavopnum á átaka-
svæðunum eða flytja þau á brott.
Karadzic, leiðtogi Serba, bauðst í
gær til að ræða milliliðalaust við
Silajdzic en hinn síðamefndi sagðist
ekki myndu vilja setjast við samn-
ingaborð með Karadzic að svo komnu
máli. „Gyðingar sátu ekki við sama
borð og Hitler," sagði ráðherrann.
Karadzic sagði utanríkisráðherrann
hafa sett skilyrði sem augljóst væri
að Serbar gætu ekki sætt sig við.
Stjómarerindrekar segja að Silajdzic
hafí m.a. krafíst réttarhalda vegna
stríðsglæpa.
Herskip frá Atlantshafsbandalag-
inu (NATO) munu í dag byrja að
fylgjast með siglingum til þess sem
eftir er af júgóslavneska sambands-
ríkinu, þ. e. Serbíu og Svartfjalla-
lands, og reyna að sjá til þess að
viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna
verði ekki brotið. Þýska stjómin
ákvað að senda tundurspillinn Bay-
ern á vettvang og hefur stjómarand-
staða jafnaðarmanna gagnrýnt þá
ákvörðun. Samkvæmt stjómarskrá
ríkisins má það ekki senda hermenn
til að taka þátt í hemaðaraðgerðum
erlendis.
ela Bandaríkjastjórn fyrir að aflétta
refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku og
sagði að sjaldan hefði verið meiri
þörf á þeim en nú.
-------» ♦ «---------
Danmörk:
Rússa vís-
að úr sendi-
ráðinu fyr-
ir njósnir
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun
fréttaritara Morgunblaðsins.
DANSKA ríkisstjórnin visaði í
gær rússneskum sendiráðsstarfs-
manni frá störfum í Kaupmanna-
höfn vegna gruns um njósnir.
Dani í þjónustu hins opinbera hef-
ur verið handtekinn vegna sam-
starfs við Rússann.
Sendiráðsstarfsmaðurinn er talinn
hafa tekið við upplýsingum úr
dönsku þjóðskránni sem nýst gætu
Rússum erlendis. Danski embættis-
maðurinn vann á bæjarskrifstofu í
úthverfí Kaupmannahafnar, Glad-
sakse, þar til hann var handtekinn í
liðinni viku fyrir að láta af hendi
persónuupplýsingar sem trúnaður á
að ríkja um. Liðsmenn dönsku leyni-
þjónustunnar tóku manninn fastan á
kínverska veitingastaðnum Shanghai
við Strikið þar sem hann gæddi sér
á hádegisverði ásamt rússneska
sendifulltrúanum.
Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóri
danska utanríkisráðuneytisins, til-
kynnti Alexej Úbúkov, sendiherra
Rússlands í Kaupmannahöfn, um
brottvísunarkröfuna á hendur starfs-
manninum.
Clinton með 45% fylgi
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
EINING sú, sem demókratar hafa sýnt út á við til stuðnings Bill
Clinton, ríkisstjóra Arkansas, á yfírstandandi þingi flokksins f New
York, virðist vera farin að smita út frá sér. í skoðanakönnun, sem
birt var í gær, kváðust 45 prósent aðspurðra styðja Clinton til for-
seta og er það mesta fylgi, sem hann hefur haft hingað til.
Samkvæmt könnuninni, sem ar Clintons í forkosningunum hafa
gerð var fyrir dagblaðið Washing-
ton Post og ABC-sjónvarpsstöðina
hafði George Bush forseti 28%.
Ross Perot, milljónamæringurinn,
sem hyggur á óháð framboð, rak
lestina með 20%.
Demókratar undirbjuggu sig í
gærkvöldi undir að útnefna Clinton
formlega til forsetaframboðs í
nafni flokksins. Mario Cuomo, rík-
isstjóri New York, átti að mæla
með útnefningunni og var ræðu
hans beðið með eftirvæntingu.
Mest spenna ríkti þó vegna Jerr-
ys Browns, fyrrum ríkisstjóra Kaii-
fomíu og andstæðings Clintons í
forkosningunum. Allir andstæðing-
lýst yfir stuðningi við hann utan
Brown. Hann hefur nógu marga
kjörmenn til að hafa rétt á sækjast
eftir útnefningu þó Clinton hafi
þegar tryggt sér þann heiður. Til
að gera að engu tilraunir Clintons
og stuðningsmanna hans til að
koma í veg fyrir að hann talaði á
þinginu ákvað Brown að mæla
sjálfur fyrir útnefningu sinni og
var ráðgert að hann myndi tala á
miðnætti í nótt.
Stuðningsmenn Bush bundu litl-
ar vonir við það að Brown valdi
usla. Morgunblaðið hefur eftir
heimildarmanni, sem þekkir vel til
innan Hvíta hússins, að þar ríki
nú vonleysi og margir telji að Bush
hafi þegar tapað kosningunum.
Helsti vandi Bush er sá að hon-
um hefur ekki tekist að sýna kjós-
endum fram á að að þeir hafi hag
af að kjósa hann annað Iqörtímabil-
ið í röð. Helstu ráðgjafar Bush við-
urkenna meira að segja að forset-
inn hafi ekki einu sinni sagt sér
hvers vegna hann vi(ji halda áfram
að vera forseti.
Líkt og þegar demókratar héldu
landsfund sinn fyrir flórum árum
ákvað Bush nú að fara í stangveiði
á búgarði James Bakers utanríkis-
ráðherra. Þá tókst Bush að fá vin
sinn Baker til að taka að sér að
stjóma kosningabaráttunni gegn
Michael Dukakis og breyta afger-
andi forskoti Grikkjans frá Massa-
chusetts í háðulegt tap.
Sjá frétt á bls. 22.