Morgunblaðið - 16.07.1992, Side 34

Morgunblaðið - 16.07.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 Minning: Guðríður Guðmunds- dóttírfrá Gauksmýri Fædd 2. maí 1897 Dáin 6. júlí 1992. Gengin er til hinstu hvílu elskuleg föðursystir mín, Guðríður Guð- mundsdóttir, síðast til heimilis á vistheimili aldraðra í Seljahlíð í Reykjavík. Hún lést á Borgarspítal- anum að morgni mánudagsins 6. þessa mánaðar eftir alllöng veik- indi. Guðríður fæddist á Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu en ólst upp á Hnjúki í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru amma mín, Ólöf Sig- urðardóttir og Guðmundur Sveins- son. Hún bjó um þijá áratugi í Vestmannaeyjum og vann þar framan af við Fiskverkun og bama- kennslu en síðustu 12 árin þar var hún matráðskona við sjúkrahúsið. Um tveggja ára skeið var hún síðan aðstoðarráðskona á Vinnuheimili SÍBS að Reykjalundi en rak síðan með annarri konu flatkökugerð um árabil og stundaði jafnframt prjóna- skap. Guðríður bjó að Garðastræti 16 hér í Reykjavík uns hún fluttist fyrir nokkrum árum í Seljahlíð. Hún var einhleyp og bamlaus. Guðríður var gjaman kölluð Gydda eða Gydda frænka í stómm hópi vina og skyldmenna og kýs ég að nota það nafn hér á eftir. Allar minningar mínar um Gyddu frænku era einstaklega ljúfar. Mik- il og einlæg vinátta ríkti ávallt milli foreldra minna og Gyddu og var mikill samgangur milli heimilanna eftir að hún flutti til Reykjavíkur, en foreldrar mínir bjuggu lengst af í Keflavík. Fyrstu endurminningar mínar um Gyddu frænku tel ég vera frá heimsókn hennar til Kefla- víkur. Þá skreið iítill drengur á köldum vetrarmorgni upp í rúm til hennar, kúrði í hlýjum faðmi henn- ar og hlustaði á bamagælur. Gydda var einstaklega bamgóð kona og hlýleg í viðmóti. Hændust öll böm að henni sem á annað borð vora svo heppin að kynnast henni. Efast ég ekki um að margir aðrir eiga svipaðar æskuminningar um Gyddu. Síðar minnist ég óteljandi heim- sókna til hennar í Garðastræti 16, oftast í fylgd með foreldram mín- um, en stundum á eigin vegum. Þá kynntist ég Gyddu nánar. Hún reyndist mér ávallt mjög vel og ekki síst þegar í móti blés. Hún var mjög greind og skarpskyggn. Per- sónuleiki hennar var hlýr, einlægur og glaðvær. Aldrei sagði hún í mín eyru styggðaryrði um nokkum mann en leitaðist við að draga fram það jákvæða fremur en það nei- kvæða. Hún var söngelsk og ljóð- elsk og naut þess að vera í hópi frændfólks og vina á góðri stundu. Mér er minnisstæð afmælisveisla hennar í Seljahlíð, þegar hún varð níræð. Þar ríkti glaðværð, söngur og dans og var afmælisbarnið þar enginn eftirbátur annarra, þótt þrekið væri farið að dvína. Þegar gamalt fólk vistast á öldr- unarstofnunum vill það því miður brenna við að yngra fólk vanræki þá eldri, jafnvel þótt um foreldra eða náskylda sé að ræða. Hjá Gyddu var þessu þveröfugt farið. Til henn- ar sótti frændfólk og vinir á degi hveijum allt þar til yfír lauk. Og oft var þétt setið hjá henni við spjall um dagin og veginn eða spila- mennsku. Hún miðlaði öðram góð- um ráðum, hlýju og glaðværð til síðustu stundar. Öllum þeim sem litu til með Gyddu og réttu hjálparhönd hin síð- ari ár ber að þakka og sérstaklega er þakkarverð hin mikla umönnun með Gyddu, sem bróðir hennar, Sveinbjöm Guðmundsson, og aðrir nákomnir inntu af hendi. Ég votta systkinum Gyddu, venslafólki og vinum samúð mína. Blessuð veri minningin um Gyddu frænku. Björn Ólafur Hallgrímsson. Ef einhver var falleg, góð og yndisleg, þá var það hún Guðríður Guðmundsdóttir. Gydda, eins og við íjölskyldan kölluðum hana. Hún gat allt, vissi allt og var góð við alla. Þó hún væri orðin 95 ára þá var hún með allt á hreinu og fylgdist af áhuga með öllum sem henni þótti vænt um, en það eru íjölmargir, ungir sem aldnir. Eg og bræður mínir fengum að alst upp í nálægð við Gyddu. Hún flutti í húsið okkar þegar við voram lítil og reyndist okkur eins og besta amma. Hún var uppeldissystir ömmu okkar. Þegar hugsað er til Gyddu þá er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann. Fyrst og fremst allt sem hún orti til okkar. Við tækifæri eins og brúðkaup, skímir, fermingar, afmæli og fleira fengum við yndis- legar ortar kveðjur frá Gyddu, fal- leg ljóð sem gætu fyllt heila ljóða- bók. Allar gjafímar sem hún hefur gefíð okkur eru sannkallaðir dýr- gripir, sérstaklega þar sem hún bjó þær flestar til sjálf. Hún var lista- kona í eðli sínu. í bílskúrnum heima var hún einu sinni með flatkökugerð og vora það þá forréttindi okkar krakkanna að fá heitar flatkökur með smjöri, áður en Georg bróðir hjólaði með þær í búðimar. Pönnukökurnar hennar Gyddu vora heimsfrægar, þær bestu sem hægt var að fá. Hún bakaði oft beint ofan í okkur þang- að til við gátum ekki meir. Seinna þegar ég var flutt og komin með flölskyldu, átti hún það til að baka pönnukökur, rúlla þeim strax upp með sykri og hringja svo í pabba og biðja hann að færa bömunum mínum þær í hvelli meðan þær væra volgar. Þessa minningu sjá þau í ljóma í dag. Þau vora mörg bömin sem Gydda passaði. Það var oft gaman að fá að vera með þeim og hlusta á sög- ur og söng hjá henni. Ég gleymdi því aldrei þegar hún fór sem „au pair“-stúlka til vina sinna í Svíþjóð, þá 77 ára. Þetta gerir enginn nema svona sérstök og yndisleg mann- eskja. Gydda heklaði heilmikið og pijónaði í höndum og vél. Þær voru margar flíkurnar sem hún hannaði og gaf mér. Hún hafði sérstaka unun af því að gera eitthvað nýtt og öðravísi eftir séróskum mínum. Það vora engin jól án Gyddu. Hún var alltaf hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld. Hún var ómissandi hluti jólastemmningar- innar. Síðustu árin sem hún treysti sér ekki til að vera að heiman um jólin vora tómleg hjá okkur. Það geislaði alltaf af Gyddu, sama hve lítið var gert fyrir hana, þá varð hún alltaf yfir sig ánægð. Hún var svo góð og talaði svo vel um alla. Þegar Guðmundur bróðir var lítill, passaði hún hann oft. Hún lét allt eftir honum og gerði allt fyrir hann, þeim leið vel saman. Hann er henni ævinlega þakklátur. Allt hefur sinn tilgang. Ég er fullviss um að ástæðan fyrir því að Gydda deyr einmitt núna er sú að hún ætlar að passa elsku litla Ge- org Axel Hannah og gera allt fyrir hann eins og hún gerði fyrir pabba hans forðum. Guð blessi þau bæði. Mamma, Sigurbjörg Hannah, og við systkinin úr Garðastrætinu ásamt mökum okkar og börnum þökkum Gyddu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Seinna tekur hún á móti okkur öllum brosandi með opinn faðminn. Minning hennar er ljós í lífí okkar. Bryndís Þ. Hannah. Sof þú yndið mitt rótt meðan allt er svo Mjótt. Englar vaka þér hjá og þér vemd sína ljá. Svíf í dýrðlegum blund inn í draumanna lund. (Sigurbjöm Sveinsson) Elskuleg vinkona mín, Guðríður Guðmundsdóttir, verður jarðsungin frá Seljakirkju fímmtudaginn 16. júlí. Hún andaðist á Borgarsjúkra- húsinu eftir stutta legu þar. Hún fæddist á Gauksmýri í Húnavatnssýslu 2. maí 1897. For- eldrar hennar vora Ólöf Sigurðar- dóttir og Guðmundur Sveinsson. Leiðir þeirra lágu ekki saman og ólst Guðríður upp hjá frændfólki sínu að Hnjúki í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Strax og kraftar leyfðu fór hún að vinna þau störf sem til féllu. Þar á meðal að vaka yfír vellinum sem kallað var og börn vora gjarnan látin gera í þá daga. Eflaust hefur það verið kaldssamt starf á stund- um, en í minningunni lifðu best sólskinsstundimar. Ung stúlka fór Guðríður í Kvennaskólann á Blönduósi og lauk þaðan prófí eftir tveggja vetrar nám. Átti hún góðar minningar frá þeim áram og naut hún þess að vera í þeim glaða meyjahópi. Tuttugu og fímm ára gömul fór hún til Vestmannaeyja en þá hafði faðir hennar og fleira föðurfólk flust þangað. Guðríður ætlaði aðeins að dvelja þama skamman tíma en dvaldist svo þar um tuttugu og fímm ára skeið. Hún byggði húsið . Brekastíg 20 ásamt föður sínum. Til heimilis hjá Guðríði var föður- bróðir hennar og elskulegur vinur, skáldið og rithöfundurinn Sigur- bjöm Sveinsson, en hann hafði ver- ið all mörg ár barnakennari í Vest- mannaeyjum. Bjuggu þau í öðram enda hússins en faðir hennar og fjölskylda hinum megin. Foreldrar mínir bjuggu í næsta húsi og var það okkur mikil gæfa að eignast slíka nágranna. Enda var alla tíð mikil vinátta milli heimilanna, jóla- boð á víxl með yndislegum gleð- skap, gitarleik og söng, fíðluspili og frumsömdum ljóðum. Guðríður lagði gjörva hönd á margt. Hún kenndi bömum að lesa. Lengi hafði hún pijónastofu og þótti vera snillingur í pijónlesi, sam- hliða því rak hún um tíma litla pijónavörabúð. Síðar gerðist hún matráðskona á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja og leysti það starf af hendi með mikilli prýði. Heimili þeirra Sigurbjarnar þótti með afbrigðum skemmtilegt. Þar var í gangi stöðug kennsla, en Sig- urbjörn kenndi fjölda manns gítar- leik og ensku. Ekki komu svo skáld eða listamenn í bæinn, að þeir kæmu ekki í heimsókn á Brekastíg 20. Guðríður átti sumarbústað úti í Hrauni og var þar oft glatt á hjalla, gestakomur og bakaðar pönnukök- ur. Guðríður var sannkallaður sólar- geisli hjá okkur á Brekastígnum. Hún kom með sína hlýju hönd, þeg- ar eitthvað bjátaði á og sitt glaða bros á sólskinsstundum. Öllum þótti vænt um hana. Eftir að Sigurbjörn lést og fleira af hennar fólki, þá flutti hún til Reykjavíkur. Söknuðu þá margir vinar í stað í Vestmanna- . eyjum. Þegar til Reykjavíkur kom hóf hún störf á Reykjalundi og var þar nokkum tíma. Hún keypti sér íbúð í Garðastræti 16 í Reykjavík. Þar var gott að koma og frændum og vinum tekið tveimur höndum, enda gestkvæmt mjög. Mörg síðustu starfsárin gætti hún ungra bama og iagði hún sig alla fram við það starf og hafði af því mikið yndi. Hún gætti síðast lítils bams þegar hún var áttræð. Síðustu sex árin dvaldi hún í Seljahlíð, dvalarheimili aldraðra. Guðríði var óvenjulega margt til BLÓM SEGJA AIIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. biédliKIUQl Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Eiginmaður minn. KARL EIRÍKSSOIM frá Öxl, Giljaseli 5, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 14. júlí. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Anna Ólafsdóttir. t Móðir okkar, ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Tryggvaskála, Akranesi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 17. júlikl. 14.00. Málfrfður Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðjónfna Sigurðardóttir. + Útför KJARTANS BRYNJÓLFSSONAR frá fsafirði, Baldursgötu 7a, Reykjavfk, fer fram frá (safjarðarkapellu föstudaginn 17. júli kl. 14.00. Sigrfður Kjartansdóttir, Sigurður Nilsen, Kristrún Erllngsdóttir, Kristfn Þórarinsdóttir, Frfða Hafberg, Baldur Kjartanason, HJörtur Kjartansson, Sólveig Kjartansdóttir, Bjarni Sólbergsson, Sigrfður Kjartansdóttir, Þórður Eysteinsson og barnabörn. + Faðir okkar, ÓSKAR BJARTMARZ fyrrverandi forstöðumaður Löggildingarstofunnar, lést 15. júlí á hjúkrunardeild Seljahlfðar. Synir hins látna. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, INGIGERÐUR EINARSDÓTTIR, Langholtsvegl 206, er andaðist 5. júli, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju f dag, fimmtudaginn 16. júlí, kl. 15.00. Slgrfður Helgadóttir, Elnar Helgason, Vigfús Helgason, Halldór Helgason, Jakob Helgason, Kristinn Helgason, tengdadætur, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. + Eginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN SVEINSSON frá Hólmaseli, Birkivöllum 13, SeHossl, verður jarðsetturfrá Selfosskirkju laugardaginn 18. júlfkl. 13.30. Klara Kartsdóttir, Sveinn J. Sveinsson, Börg Sigurðardóttir, Nfna Sveinsdóttir, Arnór Hannibalsson, Ingibjörg S. Sveinsdóttir, Freysteinn Sigurðsson, Sigurður Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.