Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 16
' 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÚDÁGUR 16. JÚLÍ' 1992 Minning: Svanbjörn Frímanns- son fyrrv. bankasljóri Fæddur 14. júlí 1903 Dáinn 9. júlí 1992 Svanbjörn Frímannsson, fyrrv. bankastjóri Landsbankans og Seðlabankans, sem nú er fallinn frá í hárri elli, var um áratuga skeið í hópi traustustu og áhrifamestu bankamanna hér á landi. Er saga hans um margt einkennandi fyrir þá kynslóð, sem hóf störf á fyrstu árum fuliveldisins og lagði grunn að þeim lífskjörum, sem við njótum í dag, með þrotlausu og óeigin- gjörnu starfi. Svanbjöm fæddist 14. júlí 1903 á Akureyri. Hann var gæddur góð- um námshæfileikum og lauk námi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1920. Stóð hugur hans mjög til frekara náms, en til þess voru eng- in efni, en honum bauðst þegar eftir gagnfræðapróf starf við útibú ísiandsbanka á Akureyri, sem vissulega þótti sæmilegur kostur á þeirri tíð. Löngun hans til meiri menntunar kom hins vegar fram í því, að hann fór nokkrum árum síð- ar tvisvar sinnum til árs námsdval- ar erlendis, í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi. Aflaði hann sér þann- ig bæði góðrar málakunnáttu og þekkingar á flestum þáttum banka- starfsemi, sem lagði grunninn að starfsframa hans síðar. Svanbjöm var starfsmaður ís- landsbanka og síðar Útvegsbanka á Akureyri allt til ársins 1935, en eftir síðari námsdvöl sína hóf hann störf í aðalbanka Landsbankans í Reykjavík vorið 1936. Var hann fljótlega kjörinn til ábyrgðarstarfa í bankanum, varð aðalféhirðir bank- ans þegar árið eftir og aðalbókari árið 1945. Á þessum tíma var aðal- bókarinn aðalembættismaður bank- ans ög staðgengill bankastjóra, og á honum hvíldi í raun meginþunginn af innri stjórn bankans. Svanbjöm fékk starfstitil aðstoðarbankastjóra árið 1956, en árið síðar var hann skipaður einn af þremur bankastjór- um viðskiptadeildar Landsbankans, eftir að seðlabankahlutinn fékk sér- staka stjóm. Svanbjöm starfaði síðan sem bankastjóri Landsbankans allt til ársins 1971, er hann var skipaður seðlabankastjóri. Á bankastjómar- árum sínum í Landsbankanum átti hann mikinn þátt í nýrri stefnumót- un Landsbankans sem viðskipta- banka, eftir að seðlabankahlutverki hans var lokið. Kom þá að góðum notum víðtæk þekking hans bæði á öllum þáttum bankastarfsemi og íslenzkum atvinnurekstri. í Seðla- bankanum sinnti hann sérstaklega innri stjórn bankans, seðlaútgáfu, bankaeftirliti og gjaldeyrismálum, sem voru allt verkefni, sem hann hafði mikla þekkingu á. Rétt er að minna sérstaklega á hið mikla og erfiða starf, sem Svan- bjöm gegndi á hinu langa tímabili viðskipta- og gjaldeyrishafta á fímmta og sjötta áratugnum. Sem yfírmanns gjaldeyrismála í Lands- bankanum kom það í hans hlut að halda utan um notkun gjaldeyris á tímum þegar gjaldeyrissjóðir voru litlir sem engir og lánstraust íslend- inga erlendis af skomum skammti. Varð jafnvel oft að neita þeim um gjaldeyri, sem höfðu í höndum full- gild innflutnings- og gjaldeyrisleyfí frá stjómvöldum. í þessu erfíða og vanþakkláta starfí naut Svanbjöm hins mikla starfsþreks síns ásamt öruggri réttlætiskennd og hlutlægni í ákvörðunartöku. Heyrði ég honum aldrei hallmælt fýrir hlutdrægni, þótt margir þyrftu að fara bónleið til búðar. Þótt Svanbjöm þjónaði þannig haftakerfínu af meiri samvizkusemi og skyldurækni en flestir aðrir, var honum það mikill gleðidagur, þegar höftunum var loks létt af og hægt var að taka upp frjáls og eðlileg viðskipti að nýju. Síðari ár sín í Landsbankanum beitti Svanbjöm sér mjög fyrir því að styrkja viðskiptastöðu bankans erlendis og efla lánstraust hans. Gekkst hann m.a. fyrir því, að Landsbankinn varð hluthafí í Scandinavian Bank í London, en með því styrkti bankinn mjög við- skiptastöðu sína á erlendum pen- ingamörkuðum. Ekki verður reynt að rekja hér frekar hin margháttuðu störf, sem Svanbjöm vann bæði á vegum Landsbankans og síðan sem banka- stjóri Seðlabankans síðustu þijú starfsárin. Sjálfur naut ég þess að vera náinn samstarfsmaður hans um meira en tveggja áratuga skeið. Kynntist ég því vel frábærum starfshæfileikum hans og starfs- vilja, en ekki síður sanngirni hans og hreinskilni í öllum verkum. Svanbjöm var maður fríður sýn- um, glæsilegur að vallarsýn og framkoman öll einarðleg, en þó hlý. Var gott að eiga hann að samstarfs- manni og félaga, en enn meira virði að öðlast vináttu hans, sem var sönn og einlæg. Svanbjöm var ham- ingjumaður í einkalífí sínu, kvæntur Hólmfríði Andrésdóttur, hinni mestu höfðingskonu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu í rúma hálfa öld. Á þessari skiinaðarstundu sendum við Dóra Fríðu, börnunum þremur og fjölskyldunni allri inni- legar samúðarkveðjur og þökkum samfylgd og minningar, sem aldrei munu blikna. Jóhannes Nordal. Þegar foreldrar mínir eignuðust sumarbústað við Þingvallavatn fyrir um 35 ámm heyrði ég fyrst minnst á landnemann á svæðinu. Hann hafði reist sér þar kofa 1941, í stríð- inu. Þetta var Svanbjörn. Ekki löngu síðar sá ég dóttur hans. Það liðu ekki ýkjamörg ár þar til „fuglinn hans ungi flaug úr hreiðrinu" eins og hann orðaði það við brúðkaup okkar Siggu Dóru, en Svanbjöm sat uppi með mig sem tengdason. En fuglinn hans Svanbjöms flaug ekki langt því við hjónakornin tyllt- um okkur niður í húsi þeirra á Flókagötu 19 og höfum verið þar flest okkar hjúskaparár. Á Flóka- götu höfum við notið þess ríkulega að ala upp börnin okkar með afa og ömmu uppi, og samgangur alltaf verið mikill og góður. Það voru ekki aðeins börnin, sem nutu þess sem Svanbjörn gaf því hann varð sem ákveðinn kjarni í lífí mínu, maður sem ég í senn leit upp til með virðingu og leitaði líka mikið til. Af Svanbirni hef ég mikið lært, manninum með þetta sérstaka nafn, sem er svo blítt og sterkt í senn, svo líkt honum sjálfum. Hann varð mér ungum hollur ráðgjafí, skynsamur, gætinn en ákveðinn og hann hlustaði vel. Ég á honum mik- ið að þakka. Aldrei bar skugga á, í þessu nána sambýli okkar á Flókagötu. Ég man þegar við færðum það í tal að kaupa neðri hæðina af þeim Svanbimi og Fríðu og festa okkur á þeim stað. Svanbjöm benti á hættumar sem gætu skapast í slíkri nálægð þegar við ungu hjónin væmm að finna okkar sjálfstæðu tilvem. En þarna stigum við gæfuspor, þannig maður var Svanbjörn. Samgangur við þau yndislegu hjón Svanbjörn og Fríðu varð síðar enn meiri þegar þau leyfðu bömum sínum að byggja sumarbústaði í Móakotslandi, sumarbústaðarlandi þeirra. Við byggðum í kartöflugarð- inum. í stað kartöfluuppskem uppskar hann barnahóp í kringum sig og það átti vel við hann. Hann var sá besti afí sem hægt var að hugsa sér, þolinmóður og gaf sér alltaf tíma. Enda þreyttust börnin ekki á sögum hans um Búkollu og Loðinbarða. 0g stutt var í stóra vasaklútinn hans þegar á þurfti að halda við að snýta nebba og þurrka mold og sand af litlum andlitum. Fyrir austan var Svanbjörn alltaf að, sinnti af hagleik og natni smíð- um og viðhaldi bústaðarins og gróð- ursetti þau tré, sem nú umlykja Móakotið hans. Svanbjörn fæddist 14. júlí 1903 á Akureyri sonur Frímanns Jakobs- sonr trésmíðameistara og konu hans Sigríðar Björnsdóttur. Svanbjörn var ekki langskóla- genginn.- Skólagöngunni lauk við gagnfræðapróf 1920. Þóttu ekki tök fátækra foreldra að kosta hann til náms, þótt hugur stæði til og hæfileikar leyfðu. Ekki var heldur til þess ætiast, þá voru ólíkir tímar. En stundum minntist Svanbjörn þess dags þegar hann sat daufur í dálkinn uppi í fjalli við Akureyri og horfði á skipið sigla út Eyjafjörð með félaga hans til framhaldsnáms. Svanbjörn hóf störf í íslands- banka 1920 og vann þar og síðar í Útvegsbankanum á Akureyri til 1935. Hann fékk starf hjá Landsbanka íslands 1936 og varð aðalféhirðir 1937 til 1942. Formaður Viðskipta- ráðs 1943 til 1945. Aðalbókari og aðstoðarbankastjóri 1945 til 1957 og síðan bankastjóri Landsbankans til ársloka 1970. Seðlabankastjóri var hann 1971 til 1973 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Svanbjöm kvæntist eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Andrésdóttur hinn 10. des, 1938. Hólmfríður eða Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, er dóttir Halldóru Þórarinsdóttur og Andrésar Andréssonar klæð- skerameistara í Reykjavík en hann rak Klæðskeraverslun Andrésar Andréssonar, lengst af á Laugavegi 3. Þau Svanbjörn eignuðust 3 börn, 9 barnaböm og barnabarnabömin eru orðin 2. Börn Svanbjörns og Fríðu eru: Andrés, f. 20. október 1939, verkfræðingur, kvæntur Björk Tim- merman, húsmóður. Þau eiga 2 syni, Frímann, f. 24. október 1972, menntaskólanema og Markús Þór, TILBOÐ ÞESSA VIKUM Stóll Áður790 Nú 590 Aflangt borð Áður 3.990 Nú 2.998 Skeifunni 13 108 Reykjavík 91-687499 StÓll m/stillanlegu baki Áður 2.990 Nú 1.990 Óseyri 4 603 Akureyri 96-26662 StÓII Áður990 Nú 690 * Auðbrekku 3 200 Kópavogur 91-40460 f. 11. mars 1975, menntaskóla- nema. Sigríður Halldóra, f. 26. nóvem- ber 1944, húsmóðir gift Ásgeiri Thoroddsen lögmanni og eiga þau 4 börn. Svanbjöm, f. 3. september 1965, hagfræðing, forstöðumann hjá Verðbréfamarkaði íslands- banka, kvæntur Gunnhildi Sveins- dótcur kennara. Gunnar, L 30. sept- ember 1969 laganema, Ásgeir, f. 18. apríl 1971, stúdent og Fríðu, f. 02. nóvember 1980. Agnar Frímann, f. 18. febrúar 1946, verslunarmaður kvæntur Ástu Sigríði Hrólfsdóttur, starfs- manni ferðaskrifstofu. Þau eiga þijár dætur, Emu, f. 10. mars 1971, stúdent, Fríður, f. 23. mars 1974, menntaskólanema og Eddu Björk, f. 28. mars 1978. Svanbjörn var gæfumaður bæði í einkalífí og starfí og nú þegar hann er kvaddur 88 ára gamall þakka ég fyrir að hafa fengið að verða honum samferða svo lengi. Svanbjöm var myndarlegur maður, yfir honum var reisn og festa, traustur maður fór þar, vinnusamur var hann og samviskusemin ein- stök. Reisn sinni og virðingu hélt hann svo aðdáun vakti til síðasta dags. Að leiðarlokum votta ég Fríðu dýpstu samúð mína. Hjónaband þeirra var svo farsælt að ég veit að minningin um hið góða líf sem þau áttu saman veitir henni birtu á skilnaðarstundu. Ásgeir Thoroddsen. Hann afí okkar er dáinn. Þolin- mæði, traust og hlýja eru þau orð sem í hugann koma þegar við hugs- um um afa Svanbjörn. Einu gilti hvernig á stóð, við vorum alltaf velkomin til afa og ömmu, þar sem við gátum verið viss um að fá nammi og spennandi sögur. Öll munum við eftir okkur sitjandi hjá honum þegar hann sagði okkur ævintýrin af Búkollu eða Loðin- barða. Minningin er falleg. Af hon- um lærðum við mörg á klukku eða að lesa og strákunum var kennt að brýna hnífa. í Móakoti sat afí aldr- ei auðum höndum og við horfðum með aðdáun á verklaginn og hraust- legan manninn í vinnugallanum þegar hann lagfærði og smíðaði. Þar var veitt, málað, farið í göngu- ferðir út að fossi eða í beijamó. Við kveðjum afa með söknuði og þökkum allt sem hann hefur veitt okkur. Minningin lifír með okkur. Barnabörnin. Allt frá því ég man fyrst eftir mér var afí nálægur. Ég ólst upp á Flókagötu 19 þar sem hann bjó á efri hæðinni. Yfírleitt fór ég upp til afa að loknum skóladegi í barna- skóla þar sem hann hlustaði með athygli og mikilli þolinmæði á við- burði dagsins, las eða sagði sögur. Það er undravert hvað mörg ævin- týranna voru skemmtileg, hversu oft sem hann hafði sagt þau áður. Ef einhver vandamál voru við að skilja skólabækurnar gat hann allt- af með skemmtilegri frásögn eða vísu gert skiljanlegt það sem kenn- urunum tókst ekki. Leiðsögn afa var alltaf bæði uppbyggjandi og skemmtileg. Þegar ég sagði honum fyrst að ég væri farinn að vinna hjá banka brosti hann stoltur, en varaði þó við. Sjálfur sagðist hann hafa álpast inn í banka aðeins 16 ára og ekki sloppið þaðan út fyrr en hann fékk að hætta fyrir aldurs sakir. Fátt var þó huggulegra en að vera hjá afa í Móakoti við Þingvalla- vatn. Einstök blíða hans hreif böm og er mér og öllum barnabörnum hans einstaklega þægilega minning. Barngæskan hvarf honum aldrei. Þrátt fyrir veikindi hans undir það síðasta sást alltaf sérstakur glampi í augum hans og hlýlegt bros þegar ég heimsótti hann með litlu strák- ana mína. Allar minningar um afa einkenn- ast af blíðu og góðmennsku hans. Ég er sannfærður um að það styður þig líka, amma mín, í þinni sorg. Svanbjörn Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.