Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 miMM „þúerti íOjqí• Hverriigerég?" HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 pl®ri0M*tblaIbií> Málfrelsi eða opin- berir starfsmenn Frá Jóni Ásgeirí Sigurðssyni: NÝLEGA felldi Mannréttindadóm- stóll Evrópu úrskurð í máli Þorgeirs Þorgeirssonar, sem íslenska ríkið ákærði og Hæstiréttur sakfelldi fyr- ir ærumeiðingar í garð íslenskra lögreglumanna. I dómi mannrétt- indadómstólsins felst í ábending til íslendinga um að koma upp betri vömum fyrir málfrelsi. Málfrelsi aðeins í stjórnmálum? Lögmaður íslenska ríkisins sagði dómendum Evrópudómstólsins í Strassborg að rétt væri að skilja í milli pólitískrar umræðu og annarr- ar umræðu í þjóðfélaginu. Sam- kvæmt slíkri skilgreiningu væri málfrelsi aðeins eitt af mörgum rétt- indum, sem geta stangast á með ýmsu móti. Málfrelsið hefði engan forgang umfram önnur réttindi, eins og til dæmis rétt lögreglumanna og presta til þess að þurfa ekki að þola móðgandi athugasemdir um störf þeirra. Ef því er hafnað að málfrelsi sé grundvallarréttur, reyn- ist auðvelt að gefa ástæður og finna rök fyrir því að takmarka og skerða það. í því samhengi þykir sjálfsagt og eðlilegt að banna gagnrýni á störf opinberra starfsmanna. Ef það er til sérstakt pólitískt málfrelsi, eins og lögmaður íslenska ríkisins sagði - ef málfrelsi á fyrst og fremst að tryggja að stjómmála- umræða sé tiltölulega fijálsleg, hvað verður þá um tjáningarfrelsi lista- manna, vísindamanna og annarra þjóðfélagsþegna? Sem betur fer hafnaði Evrópu- dómstóllinn röksemdafærslu ríkis- lögmannsins og sagði að málfrelsi væri grundvallamauðsyn í lýðfijálsu þjóðfélagi. Þess vegna væri ekki hægt að skipta því í pólitískt og annað málfrelsi. Móðgun, hneykslun og röskun em eðlilegir fylgifiskar málfrelsis, sagði Evrópudómstóllinn. Málfrelsi auð- veldar miðlun hverskonar upplýs- inga og hugmynda og í fijálsri umræðu þurfa menn oft að umbera fullyrðingar og skoðanir, sem þeim er í nöp við. Fyrir Evrópudómstóln- um fullyrti lögmaður íslenska ríkis- ins, að málfrelsi gilti því aðeins að viðkomandi beitti því eftir leikregl- um lýðræðisþjóðfélags. Samkvæmt slíkri kenningu gæti málfrelsi tak- markast við það sem ekki móðgar eða hneykslar meirihlutann á hveij- um tíma. Röksemdir íslenska ríksins virð- ast miðast við það álit, að málfrelsi geti í mörgum tilfellum virkað vel, en það sé ekki einn af hornsteinum lýðræðis. Dómendur Evrópudóm- stólsins höfnuðu röksemdafærslu íslenska ríkisins og sögðu að tján- ingarfrelsi væri ein grundvallarstoð lýðfijálsra þjóðfélaga. Burt með lagagrein nr. 108! Ef menn samþykkja að málfrelsi sé grundvallarréttur í lýðfrjálsu þjóðfélagi þarf augljóslega að fella úr gildi 108. grein hegningarlaga. Þar segir að það sé refsivert að hafa í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við eða um opinberan starfsmann. Talsmenn þessarar kostulegu lagagreinar hljóta að veija hana með rökum, eins og þeim, að þess háttar skerð- ing málfrelsis tryggi ótruflaða starf- semi ríkisvaldsins. Þannig séð geti málfrelsi vissulega verið gagnlegt fyrir lýðræðið, en það sé enginn grundvallarréttur. í réttarfarslegu tilliti hafa Banda- ríkin náð lengst ríkja í vemdun málfrelsis. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum eru - öfugt við þá íslensku - undanskildir þeirri æru- vemd sem aðrir borgarar njóta. í hæstaréttardómi frá 1964 segir að opinber starfsmaður í Bandaríkj- unum, sem verði fyrir ávirðingum í fjölmiðlum, þurfi sjálfur - ekki sá sem hann ásakar - að sanna að ummælin séu röng og ærumeið- andi. Jafnframt þurfí ákærandinn að sanna að höfundi ummælanna hafi gengið illt til, hann hafí annað- hvort farið vísvitandi með rangt mál eða kært sig kollóttan um sann- Ieiksgidli ummæla sinna. Úrskurður Hæstaréttar árið 1964 veitti banda- rískum fjölmiðlum mikilvægan vinnufrið. Dagblaðið Washington Post hefði vart getað flett rækilega ofan af Watergate-hneykslinu árið 1972, ef hæstaréttardómurinn hefði ekki legið fyrir. Evrópudómstóllinn taldi rangt að dæma Þorgeir Þorgeirsson fyrir staðhæfingar sem hann gæti ekki fært sönnur á, þar eð hann hefði þær eftir öðrum. Samkvæmt banda- rísku reglunni hefði ákærandinn - íslenska ríkið - þurft að sanna að ummæli Þorgeirs um íslenska lög- reglumenn væru ærumeiðandi, ósönn og að hann hefði kært sig kollóttan. Veijum málfrelsið í rökstuðningi dóms Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1964 segir að það sé afar mikilvægt að almennum borgurum veitist svigrúm til Þess að gagnrýna stjómvöld. Sömuleiðis er það óþolandi að fjölmiðlar og blaðamenn eigi sífellt yfir höfði kostnaðarsöm og tímafrek réttar- höld vegna skaðabótakrafna, eink- um og sérílagi ef þeim hafa aðeins orðið á heiðarleg mistök. Ýmsir bandarískir réttarspekingar vilja því víkka gildissvið þeirrar formúlu sem hæstiréttur setti fram um opinbera starfsmenn þannig að hún gildi um alla aðila og öll meiðyrðamál. Brennan hæstaréttardómari, sem samdi úrskurðinn árið 1964, segir í öðrum dómi, að einkaaðili sem kæri vegna máls sem hafi opinbera eða almenna skírskotun eigi sjálfur að sanna að ummæli um hann séu röng og ærumeiðandi og að höfund- ur þeirra hafi kært sig kollóttan þótt hann færi með ósannindi. Úrskurður Evrópudómstólsins gefur ekki einungis tilefni til þess að fella úr gildi 108. grein hegning- arlaga, það þarf að huga að öllu samhengi meiðyrðamála og mál- frelsis. Ekki síst vegna þess að lög, reglur og dómar marka fjölmiðlum svigrúm til þess að beita málfrels- inu. í þessu sambandi er rétt að minna á að í prentlögum er mikil- vægt og sjálfsagt ákvæði, sem skyldar blöð til þess að birta strax í næsta tölublaði leiðréttingar frá þeim sem fínnst að sér vegið. Líta ber á málfrelsi sem nauðsyn- legan þátt réttláts þjóðfélags, þar sem þjóðfélagsþegnum sé rétt og skylt að mynda sér skoðanir og tjá þær öðrum, án íhlutunar stjórn- valda. í nýrri löggjöf mætti auðvelda mönnum að fá ummæli dæmd dauð og ómerk, þyki sannað að þau séu röng. En kröfur um miskabætur ættu að standast próf eins og það sem felst í úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1964. JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandarikjunum. „GEEBU \/tE> LETKAMN... FLJÓTrff” Víkveiji skrifar Allir hafa séð teiknimynda- skrýtlur um veiðimanninn sem lyftir veiðistönginni með von- brigðasvip og á önglinum hangir skór. En einmitt þetta kom fyrir veiðimann nokkurn sem renndi fyr- ir fisk í Eystri-Rangá fyrir skömmu. Veiðimaðurinn var að egna fyrir lax nálægt Lambhagahyl þegar hann festi í nýjum ljósbrúnum vinstrifót- ar leðurskó frá Strikinu á Akur- eyri, sem kom siglandi niður ána. Veiðimaðurinn hafði lítið við annan skóinn að gera, svo hann urðaði hann í gjótu við árbakkann og hélt áfram að reyna við laxinn. Daginn eftir fór veiðimaðurinn á sömu veiðislóðir til að athuga hvort laxinn væri eitthvað gráðugri en daginn áður. Og skyndilega gekk hann fram á nýjan ljósbrúnan hægrifótar leðurskó frá Strikinu á Akureyri sem hafði rekið á land í lítilli vík. Veiðimaðurinn fór og sótti skóinn sem hann veiddi daginn áður og viti menn: skómir pössuðu sam- an og það sem meira var, þeir pöss- uðu veiðimanninum. Honum fannst því peningunum fyrir veiðileyfíð ekki hafa verið kastað á glæ, þótt enginn fengist laxinn. xxx nn er okkur íslendingum fijálst að veiða lax og flestan annan físk en þar gæti þó farið að sneið- ast um. Það viðhorf virðist nefnilega verða æ ríkara meðal borgarbam- anna úti í hinum stóra heimi að það sé hreinasta villimennska að veiða sér til matar og gegn slíku duga sjaldan rök heilbrigðrar skynsemi. Víkveiji telur til dæmis að það gæti orðið mjög erfitt fyrir íslend- inga að hefja hvalveiðar við landið í náinni framtíð, jafnvel þótt hægt verði að sýna óyggjandi fram á að slíkar veiðar komi ekki á neinn hátt niður á hvalastofnum. íslendingar tala þó ekki allstaðar fyrir daufum eyrum þegar þeir rökstyðja nauðsyn hvalveiða. Vík- veiji var til dæmis að koma frá Bretlandi nýlega og við hlið hans í flugvélinni sat fullorðin ensk kona sem var ásarnt vinkonu sinni að fara í frí til íslands og hlakkaði afskaplega til. Þessa viku hafði árs- fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins ver- ið mikið í fréttum í Bretlandi og talið barst að hvalveiðum. „Þið ætl- ið að fara að veiða hvali aftur,“ sagði konan og Víkveiji spurði á móti hvaða álit hún hefði á því. „Mér fínnst það alveg sjálfsagt," sagði konan þá. „Einhvern veginn verðið þið að lifa og ykkar lifibrauð kemur úr sjónum.“ Víkveija þótti þetta forvitnilegt viðhorf en þá sagði konan að hún byggist við að hennar kynslóð, sem hefði kynnst lífsbaráttunni um miðja öldina, væri almennt svipaðr- ar skoðunar. „En unga fólkið nú til dags skilur ekki þessa hluti. Það lifir í gerviheimi og heldur að mjólk- in komi tilbúin í flöskum og kjötið innpakkað í plast,“ sagði konan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.