Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 19 Síðustu árin hefur móðir mín og dóttir hennar Sigríður Helgadóttir að mestu séð um matargerðina. En hún hefur reynst móður sinni sá hornsteinn sem gert hefur ömmu kleift að búa á sínu heimili allt til dauðadags. Ég vil hér nota tækifærið og þakka nágrönnum og vinum henn- ar á Langholtsvegi 206, Axel Helgasyni og Ragnheiði Arnórs- dóttur ómetanlega vináttu og hjálp- semi. Á sama hátt og þessi ættar- klúbbur varð til, til að minnast afa Helga þá vonast ég til að hann haldi áfram í minningu ömmu Ingi- gerðar um ókomin ár. Því að ég veit að það kann hún vel að meta á þeim góða stað sem sál hennar er nú. Einar Sindrason. á bakinu á morgnana. Og þegar frændi minn kom í heimsókn á Lóugötuna og við létum svo illa að það átti að góma drengina en við sluppum inn á klósett, og læstum, og frændi minn öskraði út um skrá- argatið „Haltu kjafti, snúðu skafti". Ég fraus. Kannski pissaði ég á mig. Hvað myndi amma gera þegar við kæmum út? Hún lét ekki börnin komast upp með moðreyk. Kannski var ég 5 ára, kannski 6, þegar ég fékk að sitja í hagamús- inni hans afa og stýra út á stæði á Lóugötunni, þegar mér var litið á gólfið og sá veski þar. Ég leit i það og þar voru nokkrir bláir seðl- ar. Það voru svo margir, að ég gat ekki ímyndað mér að neinn sæi hvort einn hyrfi. Og einn hvarf. En hvað gerir sex ára snáði við fullt af peningum?' Kaupir nammi! Og það var bara ein búð, og amma verslaði þar líka. Hún kenndi mér það þarna, hún amma mín, hvílík synd það er að stela. Hún var ekki vond við mig og hún flengdi mig ekki heldur. En ég man enn í dag þá stund, þegar hún kom upp um mig, og ég man enn hve mikið ég grét og lengi, að hafa gert henni ömmu minni þetta. Hún var mér fyrirmynd og er enn, um lítillæti og æðruleysi. Hún fékk ekki fálkaorðuna, en afi hefði ekki fengið hana án hennar. Það fór ekki mikið fyrir henni, en hún skilur eftir stærra skarð en sem nemur fyrirferðinni. Ég þakka henni alla þá hlýju og manngæsku sem ég og öll mín fjöl- skylda vorum aðnjótandi og vona að trú hennar á annað líf reynist rétt, svo fleiri fái notið gæsku henn- ar hinum megin. Hvíli hún í friði. Heimir Sindrason. Hjólreiða- keppni fyr- ir 8-12 ára Hjólreiðakeppni Æskulýðs- og tómstundaráðs verður haldin í dag, fimmtudag, fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Keppendur eiga að mæta við Hrafnistu kl. 13, þar sem allir skrá sig og fá númer. Keppt verður í tveimur flokkum, 8 og 9 ára og 10, 11 og 12 ára. Verðlaun verða veitt efstu þremur í hvorum flokki. Sig- urvegaramir fá verðlaun frá Olís og Reiðhjóiaversluninni Erninum. Sérstök þrautakeppni fyrir 5-7 ára böm á íþrótta- og leikjanám- skeiðum verður haldin kl. 10.30. langft fyrir utan bæinn og enginn leið að villast á honum. Við komum að kvöldi til Kolding og vomm auðvitað með heimilisfang skólans og þar sem árið 1919 hafði verið langt fyrir utan bæinn var nú orðið í hjarta Kolding, fannst mér þetta ef til viil lýsa æviskeiði ömmu bet- ur en margt annað. Við hjónin urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi í lok Danmerkurdvalar okkar að eignast dóttur og lýsir það e.t.v. ömmu betur en margt annað að við völd- um henni nafnið Ingigerður og er það eina alnafna hennar í fjölskyld- unni enn sem komið er. Er heim kom að námi loknu var mér afar kært að gerast læknir afa og ömmu, en afí þurfti töluvert á mér að halda síðustu ár ævinnar vegna veikinda sinna. Kom ég reglulega á miðvikudögum til þess að heimsækja afa og tók þar við meðferð hans gömlu lækna og vina. Varð þetta fastur punktur í tilveru minni og í staðinn fékk ég ævin- lega hrísgijónagraut með alls kyns súrmat sem alla tíð hafði verið mitt uppáhald. Þegar afi dó hét ég ömmu því að halda áfram miðviku- dagsheimsóknum, en það hefur síð- an þróast í fastan sið innan fjöl- skyldunnar, að þeir af börnum, barnabörnum og bamabarnaböm- um hennar sem hafa séð sér fært að heimsækja ömmu í hádeginu á miðvikudögum og borða með henni þennan góða íslenska mat, hafa gert það sér til einskærrar ánægju. Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 . Nánari upplýsingar í stma 68 99 00 a E) i Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Hún amma mín elskuleg er dáin. Hún hefði orðið 94 ára eftir nokkra mánuði, og hún var hvíldinni ör- ugglega fegin. Hún hafði að mestu misst það, sem við öll teljum svo sjálfsagt hversdags, að við gefum því ekki gaum. Hún sá nánast ekk- ert og heyrði mjög illa. Hún gat því lítið gert í raun nema bíða þess að sofna svefninum langa, og fara á vit allra þeirra sem hún áður þekkti og hafði svo oft orð á að væru nú horfnir. En hún kvartaði aldrei. Hún var í raun einstök mann- eskja, hún amma mín. Hún hefur vafalaust haft jafna ástæðu og aðrir til að kvarta, líf hennar var enginn dans á rósum frekar en annarra. En það átti ekki við hana að kvarta. Hún sagði alltaf að Guð hefði gefið sér svo góða heilsu, að hún hefði ekki leyfí til að kvarta. Öfund var eitur í hennar huga, og hún lifði samkvæmt því. Hafi hún einhvern tíma talað illa um fólk var það utan minna eyrna. Hún var vafalaust ekki engill. En hún var áreiðanlega með bestu manneskjum sem ég hefi kynnst, að öllum öðrum ólöstuðum. Ég minnist með trega allra þeirra indælu stunda æsku minnar frá Lóugötu 2, þar sem amma og afi bjuggu. Þar sem amma mína bjó um mig í rúminu milli þeirra, þegar ég fékk að sofa hjá þeim. Og náttúrlega þegar ég klóraði afa GONGUSKOR ISLANDStærðir 40-47, Verðkr. 13.780,- ISLANDLADYStærðir 36-41. Verðkr. 12.970,- % 5^ t. I± ÚTtLÍF: Gl&SIBft, SÍMI812922 ISLAND NORÐUR - AMERÍKA Forysta í Ameríkuflutningum Reynsla og forysta EIMSKIPS í vöruflutningum milli íslands og Ameríku ó sér óratuga langa sögu. Félagiö siglir nú ö tveggja vikna fresti til 5 hafna í Noröur - Ameríku. Tíöni ferða og fjöldi viðkomuhafna samfara sérþekkingu og reynslu starfsmanna d skrifstofu félagsins í Norfolk gerir þaö aö verkum aö EIMSKIP er vel í stakk búiö til aö sinna öllum flutningaþörfum viðskiptavina sinna - þarfir þeirra eru þarfir okkar! EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.