Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 Evrópubandalagið: Hundsun hvalveiði- banns útilokar aðild Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaösins. MANUEL Marin, sem fer með sjávarútvegsmál innan framkvæmda- sljðrnar Evrópubandalagsins (EB), sagði í gær að aðild íslendinga og Norðmanna að bandalaginu væri útilokuð á meðan þjóðirnar hundsuðu samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins. Framkvæmdastjóm EB samþykkti í gær að fara fram á umboð ráðherra- ráðsins til að semja um fulla aðild framkvæmdastjómarinnar að hval- veiðiráðinu. Um þessar mundir em sjö aðildarríki EB í Alþjóða hvalveiði- ráðinu en þar hefur framkvæmda- stjómin haft áheymarfulltrúa. Samkvæmt heimildum í Brussel hyggst framkvæmdastjómin leggja fram tillögu um bann við innflutningi á túnfiski frá sjö ríkjum sem ekki hafa, að hennar mati, tekið upp að- ferðir sem draga úr höfrungadauða við veiðamar. Bandaríkjamenn hafa bannað innflutning frá sex þessara ríkja og þrýstu á EB um að gera slíkt hið sama, en heimildir herma að EB hafi svo bætt Bandaríkja- mönnum sjálfum við listann. Á blaðamannafundi í Bmssel í gær lagði Marin áherslu á nauðsyn þess að hvalveiðibanni væri framfylgt og mátti skilja orð hans á þann veg að það væri mat framkvæmdastjórnar- innar að banna beri hvalveiðar í ágóðaskyni um alla framtíð. í yfirlýs- ingu framkvæmdastjómarinnar er því heitið að láta einskis ófreistað til að tryggja friðun hvala í heimshöf- unum. Lýsti Marin yfir því að aðild íslendinga og Norðmanna að EB væri útilokuð á meðan þessar þjóðir virtu ekki samþykktir Alþjóða hval- veiðiráðsins. Bandaríkin sögð draga úr andstöðu Reuter Jesse Jackson flytur ræðu á flokksþinginu, þar sem hann skoraði á Clinton að gleyma ekki fátækum Bandaríkjamönnum. við hvalveiðar Fiokksþing demókrata: 60 ára arfleifð Roosevelts hafnað í nýrri stefnuskrá Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Demókrataflokkurinn bandaríski lagðitgrunninn að krýningu Bills Clintons, ríkisstjóra Arkansas, á fjögurra daga flokksþingi sínu í New York þegar stefnuskrá í anda hugmyndafræði hans var samþykkt á þriðjudagskvöld. Stefnuskrána má túlka á þann hátt að demókratar séu að snúa baki við þeirri stefnu sem þeir hafa fylgt frá því að Franklin Roosevelt var kjörinn forseti árið 1932 og kennt var við „New Deal“. Clinton hefur þegar tryggt sér útnefningu demókrata til að verða for- setaframbjóðandi flokksins í kosningunum í nóvember og bíða menn þess með eftirvæntingu að hann ávarpi ráðstefnuna þegar henni lýkur Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. GUÐMUNDUR Eiríksson þjóð- réttarfræðingur sagði á ráðstefnu um hvalveiðar í Osló í gær að Norðmenn væru í fullum lagaleg- um rétti að hefja hvalyeiðar í at- vinnuskyni að nýju. Á ráðstefn- unni sagði framkvæmdastjóri Samtaka norska sjávarútvegsins að svo virtist sem dregið hefði úr andstöðu bandarískra stjómvalda gegn hvalveiðum. Ráðstefnan er haldin af norskum hvalveiðimönnum en Norðmenn hyggjast hefja hvalveiðar í atvinnu- skyni að nýju á næsta ári. Á ráðstefn- unni sagði Guðmundur að hugsan- legt viðskiptabann gegn Norðmönn- um vegna hvalveiða þeirra, en frum- varp þess efnis liggur nú fyrir banda- ríska þinginu, myndi að hans dómi hvorki standast Hið alþjóðlega sam- komulag um tolla og viðskipti (GATT) né samþykkt nýlokinnar umhverfisráðstefnu í Rio de Janeiro. Það viðhorf kom fram hjá nokkr- um þátttakendum á ráðstefnunni, að bandarísk stjórnvöld myndu ekki beita hvalveiðiríki viðskiptaþvingun- um heldur leggja megináherslu á að koma í veg fyrir að Alþjóða-hvalveið- iráðið leystist upp í frumeindir sínar. íslendingar hafa þegar gengið úr ráðinu og talið er hugsanlegt að Jap- anir, Norðmenn og Færeyingar geri slíkt hið sama. í kvöld. Um 20 ræðumenn stigu í pontu til að mæla fyrir hinum ýmsu atriðum stefnuskrárinnar og halda áfram þeim linnulausu árásum á frammi- stöðu Georges Bush forseta í emb- ætti sem hófust á mánudag. Meðal ræðumanna á þriðjudags- kvöld var Jimmy Carter, eini núlif- andi forsetinn úr röðum demókrata, og má segja að hann hafi fengið uppreisn æru hjá flokksbræðrum sín- um. Árið 1980 setti hann niður þeg- ar Edward Kennedy neitaði að taka í höndina á honum á flokksþingi demókrata, en nú var honum fagnað með dynjandi lófataki. Carter sakaði Bush um að ala á fátækt og vonleysi heima fyrir og ágreiningi og blóðsúthellingum er- lendis og voru orð hans bein tilvísun til stefnuskrárinnar. Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson flutti einnig ávarp og mark- ar það þáttaskil í stjómmálaferli hans að hann kom fram á þeim skil- málum, sem Clinton setti honum. Sagt var að Jackson hefði haft flokksþing demókrata í gíslingu árið 1984 og 1988. Fyrir ljórum árum fylgdu honum um þúsund kjörmenn úr forkosningunum og Jackson gat neytt demókrata til að ganga að öll- um sínum kröfum. Nú ákvað Jackson að gefa ekki kost á sér og hann hefur því enga fulltrúa í ráðstefnu- salnum sér til fulltingis. Því varð Jackson að ganga til móts við Clint- on og hans arm, þótt hann hafi efa- semdir um ágæti þeirrar stefnu, sem hið væntanlega forsetaefni er að móta, og finnist hinir fátæku skildir útundan. „Bill Clinton forseti,“ hóf Jackson ræðu sína. „Vonir margra eru bundn- ar við krossferð þína. Taktu huggun í því að þú stendur ekki einn.“ Jack- son beitti mælsku sinni til að vekja áheyrendur til lífsins og þegar hann lauk ræðu sinni með orðunum „látið vonina lifa“ tóku áheyrendur undir fullum hálsi. * Segja má að stefnuskráin sé runn- in undan rifjum hins svokallaða hóf- sama arms Demókrataflokksins og þoki flokknum að miðju bandarískra stjórnmála, þótt enn sé nokkuð í land að villst verði á demókrötum og repú- blikönum. Tilgangur stefnuskrárinn- ar er að losa demókrata við þá ímynd sköttunar og óráðsíu, sem varð Michael Dukakis að falli árið 1988 og Walter Mondale árið 1984. Demó- kratar eru í raun að reyna að brúa bilið milli þess óhefta kapítalisma, sem repúblikanar boða, og þeirrar velferðar ríkisforsjár, sem hefur ver- ið aðal demókrata í sextíu ár. I stefnuskránni er áhersla lögð á ábyrgð einstalingsins, eflingu fjöl- skyldunnar og markaðsaflanna. Hvatt er til samdráttar í velferðar- kerfinu og nauðsyn hemaðarmáttar undirstrikuð. Tekið er fram að Bandaríkjamenn verði að vera reiðu- búnir til „afgerandi“ hernaðaríhlut- unar. ítrekað er að taka verði á glæp- um af hörku og framfylgja lögum af krafti. Öll þessi atriði gætu verið tekin úr handbók hins dygga repú- blikana. En í stefnuskránni er ekki alfarið snúið baki við gömlum gildum demó- krata. Þar segir að fátækar konur skuli eiga rétt á fóstureyðingu á kostnað ríkisins, leggja verði áherslu á umönnun barna, láta hina ríku bera þyngri skattbyrðar, veija þurfi mannréttindi samkynhneigðra, koma verði á almennu heilsugæslukerfi, tryggja verkamönnum launalaust leyfi í fjölskylduneyð, lágmarkslaun verði að fylgja verðbólgu og að auka þurfi fjárframlög til umhverfisvernd- ar og ríkisrekinna þjónustufyrir- tækja. Stefnuskráin var samþykkt nánast athugasemdalaust, en ólíkt því sem gerist í lýðræðisríkjum víða annars staðar er stefnuskrá flokkanna í Bandaríkjunum ekki bindandi, síst af öllu fyrir forsetann. Sem dæmi má nefna að þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti kvað stefnuskrá repúblikana á um hallalaus fjárlög. Reagan skilaði fjárlagahalla, sem sló út alla hans forvera í embætti. Til- gangur stefnuskrár demókrata nú er hins vegar að breyta ímynd flokks- ins og reka af demókrötum orðspor eyðslusemi óg óhófs. Milan Panic forseti Júgóslavíu: Orgeðja kaupsýslumað- ur með skrautlega fortíð New York. The Daily Telegraph. MILAN Panic, hinn nýi forseti Júgóslavíu [Serbíu og Svartfjalla- lands], hefur hegðað sér líkara persónu í gamanmynd með Peter Sellers en snjöllum stjórnmálamanni, að dómi fréttaskýrenda á Vesturlöndum. Margir Serbar líta hins vegar á manninn — sem hefur verið kallaður „Ross Perot Balkanskaga“ eftir bandaríska auðkýfingnum er hyggur á forsetaframboð — sem hugsanlegan bjargvætt til að rjúfa einangrun landsins á alþjóðavettvangi. Panic segist aðeins hafa verið barn að aldri þegar hann þurfti að sjá fyrir móður sinni og systur með því að rækta grænmeti og hafi hann þá oft beðið óþolinmóður eft- ir sólarupprás til að geta byijað að vinna. Fjórtán ára gamall barð- ist hann með skæruliðum Títós gegn íjóðveijum, en eftir heim- styijöldina flúði hann Júgóslavíu og Ienti í Bandaríkjunum með tvær ferðatöskur og 20 dollara í vasan- um. Hann komst fljótt til frama í viðskiptaheiminum vestra og byggði upp stórt lyfjafyrirUeki í Suður-Kalifomíu. Það var engin lognmolla í kringum hann eða fyr- irtækið og til dæmis lenti hann í stælum við yfirmann bandaríska lyfjaeftirlitsins og kallaði hann „skíthæl" fyrir að draga í efa full- yrðingar sínar um að eitt af lyfjum fyrirtækisins væri gagnlegt gegn eyðni. Hann er ekki laus allra mála í Bandaríkjunum, því hann er undir rannsókn fyrir að hlaupast á brott frá 8,4 milljóna dollara ógreiddu láni Panic er lýst sem einráðum og örgeðja af fyrrum samstarfsfólki sínu. Hann hefur verið gjafmildur við frambjóðendur Demókrata- flokksins, en heimildarmenn innan Hvíta hússins segja að George Bush Bandaríkjaforseti sé heldur hlynntur hinum óvænta frama Panics í föðurlandi sínu, því hann geti hugsanlega breytt afstöðu leið- toga Serba til betri vegar. Hann lét vissulega eins og sá sem valdið hefur á nýafstöðnum leiðtogafundi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) í Helsinki. Þar lét hann þau orð falla að Slobodan Milo- sevic, leiðtogi Serbíu, þyrfti að vara Milan Panic sig ef hann reyndi að vera fyrir honum, en vestrænir stjórnmála- menn telja varla vafa á því að Milosevic hafí alla þræði í höndum sér. Flestir eru því heldur efins um að Panic takist að koma á friði í Bosníu og öðrum fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, eins og hann hefur sagst ætla að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.