Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JULÍ 1992
31
Minning:
HelgiTh.
Fæddur 26. september 1948
Dáinn 24. mars 1992
Hinn 24. mars sl. lést í Darwin
í Ástralíu frændi minn og vinur,
Helgi Theódór Sveinsson, sem var
borinn og bamfæddur Reykvíking-
ur. Foreldrar hans eru hjónin Ingi-
björg Theódórsdóttir, f. 7. júní
1918 í Reykjavík og þar uppalin
og Sveinn Snæbjöm Sveinsson, f.
10. október 1903 í Hvammi í
Tálknafirði og uppalinn í Ystu-
Tungu í Tálknafírði. Foreldrar
Ingibjargar voru hjónin Helga
Soffía Bjamadóttir, fædd að Tjam-
arhúsum á Seltjarnamesi og The-
ódór Jónsson, fæddur að Olafsvöll-
um á Skeiðum. Sveinn faðir Helga
var sonur tálknfirsku hjónanna
Jóhönnu Sveinsdóttur og Sveins
Snæbjöms Sveinsonar. Þeir voru
systrasynir, Sveinn faðir Helga og
Gísii Gíslason á Uppsölum í Selárd-
al, og hafði Helgi sterkt svipmót
með þessum frænda sínum. Þau
Ingibjörg og Sveinn eignuðust sjö
böm: Sveinn Jóhann, f. 15. maí
1947, vörubílstjóri á Þrótti, búsett-
ur á Seltjamarnesi, kvæntur Lilju
Sveinsdóttur frá Ingveldarstöðum
á Reykjaströnd, Skagafirði; Bjami,
f. 15. maí 1947, matsveinn á bv.
Haraldi Kristjánssyni frá Hafnar-
firði, kvæntur Lára Guðbjörgu
Aðalsteinsdóttur frá Fáskrúðsfírði;
Helgi Theódór, f. 26. september
1948, sjómaður og verkamaður í
Ástralíu, sem hér er kvaddur; Rún-
ar Loftur, f. 29. ágúst 1949, sjó-
maður í Reykjavík; Elías Rúnar,
f. 10. janúar 1952, smiður í
Reykjavík og fyrram tugþrautar-
meistari; Guðmundur Aðalsteinn,
f. 13. apríl 1955, veitingamaður í
Ósló í Noregi, kvæntur Wenche
Grönli frá Ósló; Marta María, f.
20. júní 1962, húsmóðir í Grinda-
vík, sambýlismaður hennar er
Gunnar Einarsson vélstjóri frá
Grindavík.
Kynni okkar Helga nafna míns
og vinar hófust snemma, því við
voram systrasynir og jafnaldrar.
Fyrstu minningamar eru um leiki
okkar saman, þá 5 ára gamalla
pottorma, í Herskólakamp við Suð-
urlandsbraut, en þar leið fyrsti
áratugurinn í ævi hans. Við fóram
Sveinsson
í boltaleiki og stórfískaleik eða
ólmuðumst liðlangan daginn í fót-
bolta á túnbletti fyrir neðan Múla,
en þar er nú austurgafl Laugar-
dalshallar, Stundum var farið í
skipaleiki í trillum, sem geymdar
vora i gryíjum fyrir ofan Múla-
kamp, þar stendur nú Ármúla-
skóli. Kom þá fyrir að við röskuð-
um ró útigangsmanna, er lagt
höfðu sig til svefns í bátum þess-
um. Á vetram var margt hægt að
gera, t.d var reynt að príla upp á
braggana og renna sér niður á
rassinum eða „teikað“, þ.e hangið
aftan á bílum er óku upp Háaleitis-
veg, sem lá upp í gegnum Her-
skólakamp. Svona liðu bemskuárin
hjá alltof fljótt. Snemma varð ég
hændur að þessum frænda mínum,
því hrekklausari strák hafði ég
ekki kynnst. Hann kom fram við
sína vini sem jafningja, en hreykti
sér ekki hátt enda var það ekki til
í hans eðli. Þegar kom fram á
unglingsár, jukust kynni okkar
nafna. Fjölskylda hans var þá flutt
að Grandarstíg 11 og gerðist ég
heimagangur þar.
Að loknu unglingaprófí var
Helgi eitt ár við störf í Laugarási
í Biskupstungum hjá Hjalta Jak-
obssyni garðyrkjubónda. Er aftur
til Reykjavíkur kom, hóf hann störf
hjá Sláturfélagi Suðurlands, fyrst
sem aðstoðarmaður bílstjóra.
Strax og hann hafði aldur til tók
hann bílpróf og varð þá fljótlega
bílstjóri á nýjum Sláturfélagsbíl af
gerðinni Hanomag diesel. Hjá Slát-
urfélaginu kynntist Helgi öðrum
bílstjóra, sem varð hans besti vin-
ur, Ágústi Tómassyni, nú físksala.
Árin hjá Sláturfélaginu vora góður
tími í ævi Helga. Hann keypti
Bens fólksbíl árgerð 1952 í félagi
við Bjarna bróður sinn og á þeim
bíl ferðuðust hann og Gústi vinur
hans saman um landið. Helgi tók
á leigu bílskúr í Hvammsgerði 2,
sem innréttaður var til íbúðar. Oft
var glatt á hjalla í „Skúrnum",
bítlaæðið í algleymingi og Glaum-
bær vinsælasti skemmtistaður
unga fólksins. Haustið 1968 flutt-
ist ég í Hvammsgerði 2 til Helga
og leigði með honum Skúrinn í
eitt og hálft ár. Á þessum tíma
var landflótti frá íslandi og fóru
flestir til Ástralíu, sem sóttist þá
eftir nýjum innflytjendum. Bauð
Ástralíustjóm fríar ferðir til Ástr-
alíu og aftur til heimalandsins, ef
dvalið væri í landinu í tvö ár a.m.k.
Við fylgdumst vel með þessum
málum á árinu 1968, erþessi fólks-
flutningar stóðu sem hæst og út-
þrá kviknaði í brjóstum okkar.
Seint á árinu stofnuðum við saman
bankareikning og byijuðum að
Ieggja inn á hann mánaðarlega
jafnháa upp hvor, sem skyldi vera
varasjóður til notkunar í Ástralíu.
Söfnun þessi stóð í u.þ.b. ár. Þá
skarst ég úr leik, hafði kynnst
stúlku og útþráin slokknuð í bili.
Við skiptum upp sjóðnum, en Helgi
hélt sínu striki. Sótti hann 1970
um innflytjandaleyfí til Ástralíu og
lagði af stað snemma árs 1971.
Flaug fyrst til London og sigldi
síðan með stó.ra skemmtiferðar-
skipi ásamt 2.000 enskum útflytj-
endum til Melboume á suðaustur-
strönd Ástralíu. Tókn sú sigling
fimm vikur. Fyrsta starfið í hinu
nýja landi var í kolaverksmiðju í
Melboume og stóð í þijá mánuði.
Þá fór hann til Sidney á austur-
strönd landsins og vann þar um
tíma. Því næst var hann í fimm
mánuði við hákarlaveiðar á skipi,
sme gert var út frá Port Alber
nálægt Melboume, með íslenskum
manni, Ingvari Ámasyni, sem átti
skipið. Næstu tvo mánuði vann
Helgi við vínbeijatínslu tólf tíma á
dag. Þegar uppskeratímabilinu
lauk, keypti hann sér gamlan Hill-
man og ók honum 600 kílómetra
leið frá Melbourne til Sidney. í
bænum Appinskammt frá Sidney
fékk hann fljótlega starf á stóra
kjúklingabúi. Búgarður þessi
myndaði ásamt fímm öðrum
stærstu alifuglaræktun í Ástralíu
og Asíu með þijár milljónir fugla
alls. Þama vann hann næstu þijú
og hálft árin, síðustu tvö sem verk-
stjóri með hálfa milljón af fuglum
og níu manna fast starfslið, en um
40 manns í sláturtíð. Helgi kom
hingað til lands aftur í desember
1975 frá miðju sumri í Ástralíu
og beint í vetrarkuldann hér. Há-
seti var hann á m.b. Eskey frá
Homafirði á vetrarvertíð 1976.
Til Ástralíu fór Helgi aftur í
ársbyijun 1977. Fór hann fyrstu
til London og flaug þaðan beint
til Perth á vesturströnd Ástralíu.
Tók sú flugferð 18 klukkustundir
og var haft ofan af fyrir farþegun-
um með því að sýna bíómyndir
allan tímann. Til Perth kom Helgi
í 40 stiga sumarhita úr 10 stiga
frosti í Reykjavík. Eftir nokkrar
vikur í Perth réði hann sig hjá
námafélagi í vinnuflokk sem sá um
viðgerðir á járnbrautarteinum frá
málmgrýtisnámum við Shay Gab
um 1000 kílómetra norður af Perth
og 100 kílómetra frá ströndinni.
Þar var unnið við að skipta um
planka undir jámbrautarteinum og
menn sífellt með sleggjur á lofti í
40 stiga hita. Þeir vora sjö saman
í vinnuflokki og svitnuðu svo mikið
að 200 lítra tunna fulla af vatni
kláruðu þeir yfír daginn. Eftir jám-
brautarvinnuna fór Helgi til starfa
hjá námafélaginu við lestun á
málmgrýti í japönsk skip. Haustið
1978 ákvað hann að koma aftur
til íslands. Fór þá fyrst með
skemmtiferðaskipi frá Ástralíu til
Singapore. Ferðaðist um Malasíu-
skagann í nokkrar vikur og síðan
með rútu til Bankok í Thailandi.
Þaðan fór hann með flugvél til Sri
Lanka og ferðaðist um eyjuna í
heilan mánuð. Flaug þaðan til
Moskvu og dvaldi þar í sex daga.
Kom svo til Reykjavíkur með við-
komu í Ósló. Helgi dvaldist nú hér
á landi nær tvö ár og stundaði
aðallega sjómennsku, m.a. frá Ól-
afsvík og flaug til Perth. Vann þá
nokkur ár í Perth, aðallega við sjó-
mennsku. Fór þaðan til hafnarbæj-
arins Eden á suðausturströnd
landsins og vann þar um tíma á
netaverkstæði, sem íslendingurinn
Páll Einarsson frá Grindavík átti.
Helgi hélt síðan áfram upp eftir
austurströnd landsins. Síðasta eitt
og hálft árið dvaldist hann í borg-
inni Darwin í Norður-Ástralíu og
stundaði þar m.a. humarveiðar. I
síðasta bréfi sínu heim talar hann
um að humarveiðarnar fari brátt
að hefjast. Helgi lést 24. mars sl.
í Darwin eftir skamma sjúkrahús-
vist.
Góðar hugsanir streyma fram,
er ég minnist nú samskipta minna
við Helga Sveinsson. Hann var
aðaldriffjöður í að smala saman
kunningjum til að spila fótbolta
hjá Umferðarmiðstöðinni. Allgóðri
leikni náði hann í gömlu dönsun-
um, sem við stunduðum mikið um
tíma eftir að hafa lært þá á nám-
skeiði. Margar vora ánægjustund-
imar í Skúrnum, þar sem Helgi
og Gústi vinur hans vora hrókar
alls fagnaðar. Þá minnist ég sér-
staklega fjölmargra kvöldheim-
sókna okkar tveggja saman til vina
og vandamanna, oft með endastöð
hjá Guðjóni móðurbróður, sem
ávallt gat miðlað okkur af sínum
fróðleik. Þá var nægur tími til að
ræða málin fram og aftur hvar sem
við komum saman í heimsókn,
ekkert sjónvarp sem traflaði. Þá
var meira spjallað, skipst á skoðun-
um og rökrætt. Hugsanir okkar
mótuðu orð sem fylltu loftið og
flugu milli manna sem fijókom að
vori. Þetta var gróskumikið mann-
líf og góður skóli fyrir unga menit
Það skilur eftir sig sjóð minninga.
Nú að leiðarlokum vil ég færa
Helga mínar hjartanlegustu þakkir
fyrir ævilanga og trygga vináttu,
Megi honum vel famast, er hann
leggur nú upp í ferðalagið mikla
um ókunn lönd eilífðarinnar. Segir
mér svo hugur, að þar verði sitt-
hvað á vegi er svalað fái útþrá
ævintýramannsins Helga Th.
Sveinssonar. Hlakka ég til, er leið-
ir okkar munu ligga saman ein-
hvern tíma aftur á því ferðalagí
er við öll leggjum upp í fyrr eða
síðar, þvi ég veit, að þar mun ég
hitta fyrir á ný minn sanna og
trausta vin. Foreldrum hans og
systkinum votta ég dýpstu samúð
og bið þeim blessunar guðs. Megi
þau og allir þeir er honum kynnt-
ust varðveita með sér minninguna
um góðan dreng.
Útför hans verður í dag kl. 10.30
í Fossvogskirkju.
Helgi Hauksson.
VlÐ VILJUM VEKJA ATHYGLI ÞÍNA
Á STÓRKOSTLEGRl ÚTSÖLU í
HAGKAUP SEM HEFST í DAG,
FIMMTUDAGINN 16. JÚLÍ.
LÁTTU EKKI FRAMHJÁ ÞÉR FARA
ÞETTA FRÁBÆRA TÆKIFÆRI TIL AÐ
GERA HREINT ÓTRÚLEG KAUP!
HAGKAUP
— allt í eititti ferð