Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 33
þeir margir, sem fengu að njóta líknandi handa og innsæis Hönnu, þar sem hún vann áfram nokkuð við hjúkrunarstörf á íslandi, svo sem verið hafði í Danmörku. Hún þótti einstaklega úrræðagóð varð- andi alls kyns líkamlega og andlega krankleika og síðar á ævinni, eftir að hún gifti sig, var hún oft kölluð í hús vegna ýmissa vandamála, er mannlífínu óhjákvæmilega fylgja. Hanna vann á námstíma sínum að hjúkrunarstörfum á Vífilsstöð- um. Þar tókust kynni með henni og ungum manni, Hannesi Gamal- íalssyni, sem var fjármálastjóri spít- alans. Þau gengu í hjónaband 31. desember 1934, settust að í Reykja- vík og hafa átt þar heima fram á þennan dag. Hannes var lengst af fulltrúi í Ríkisbókhaldinu í Arnar- hváli. Þau eignuðust tvö börn, Sól- veigu og Jón Þór. Sólveig giftist Margeiri Sigurbjömssyni, fram- kvæmdastjóra, og eignuðust þau tvö böm, Guðíaugu Rún og Hönnu Dísi. Margeir lézt 1965. Síðari eig- inmaður Sólveigar er Friðbjöm G. Jónsson, landskunnur og ástsæll söngvari og bifvélameistari. Þau eiga bömin Soffíu Huld og Hannes Heimi. Jón Þór er kvongaður Val- gerði Lárusdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, og eru synir þeirra Hannes Láms og Ámi Þór. Miklir kærleikar vom með Hönnu og barnabömunum og hafði hún á orði, hversu skemmtilegt fólkið hennar væri, „þó hún segði sjálf frá“. Lengi bjó fjölskyldan öll á Barónsstíg 41, og þar skapaðist hinn óijúfanlegi rammi um líf Hönnu og Hannesar. Það er einmitt í erli dagsins á Barónsstíg 41, sem við systkinin munum bezt eftir Hönnu frænku. Sú minningarmynd er full af húmornum hennar Hönnu, vöfflulykt, músík og veðurfregnum. Ilmurinn og gufan í eldhúsinu, rödd þularins í útvarpinu og söngurinn eða blístrið hennar Hönnu blandast á einhvern dularfullan hátt saman í einn þægilegan samhljóm glað- værðar, ilms og tóna í minning- unni. Hluti af myndinni er Hannes, sitjandi í stólnum sínum í stofunni við glerborðið með vindlamerkjun- um óteljandi. Heimilið var einstak- lega notalegt og dönsku áhrifín höfðu sitt að segja, hvað „sjarm- ann“ varðaði. Danmörk var Hönnu alltaf hugstæð og ræktaði hún mjög vel tengsl sín við dönsku ættingjana eins og áður er vikið að. Síðustu ár hafa þau Hanna og Hannes dval- ið á Elliheimilinu Grund. Eftir að Hannes varð fyrir áfalli á síðasta ári, var Hanna óþreytandi við að hjúkra og stytta honum stundir. Það má því segja, að Hanna hafí verið að hjúkra fram á síðasta dag, sístarfandi, síung. Aðgerðarleysi og deyfð voru henni ekki að skapi. Hafí hún átt til þróttmikilla að telja, varð hún enginn ættleri. Þvert á móti náði allt ágæti feðra hennar og mæðra að dómi okkar einkar fögru jafnvægi krafts og þraut- seigju, mildi, hlýju og glaðværðar í lyndiseinkunn hennar. Hún kunni að mæta mótlæti með mannkostum og gefa öðrum af afli anda síns án þess að nokkrum gæti fundizt hún þurfa að láta eitthvað á móti sér við að leggja sig fram um velferð náungans umfram eigin hægindi. Hún gaf án þess að nokkur þeirra er naut þyrfti að fínna sig skuld- bundinn eða minni máttar þótt hann þægi af örlæti hennar. Dauðinn er óumflýjanleg stað- reynd og því betur vitjar hann allra í fyllingu einhvers tíma, samkvæmt lögmáli, sem við skiljum kannske illa, og getum sem betur fer oftast ekki ráðið. Sú fylling tímans er ásættanlegust, sem ekki kæfír bylgjuna í fæðingu, en leyfir henni að rísa til þeirrar fullkomnunar, að hafið verði sjálft auðþekkt í henni. Þá er það svo rökrétt, að hún hverfi aftur til upphafs síns. Þessa hugs- un, sem okkur virðist eiga einkar vel við um þroska Hönnu frænku okkar, hefur Einar Benediktsson orðað svona: En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal tii upphafs síns sem báran - endurheimt í hafíð. Anda þess manns, sem sameinar glaðværð og bjartsýni krafti, þol- gæði og mannkærleika, má vel líkja MORGUNBIjAÐID FiMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 33 við þanka Guðs. Við kveðjum Hönnu með sárum söknuði, þótt við vitum, að söknuðinum ræður skammsýn eigingirni okkar og að fremur bæri að taka vistaskiptum fagnandi eftir gæfuríkt líf í beztu merkingu þeirra orða. Við þökkum fyrir að hafa átt hana sem félaga og fyrirmynd, vottum henni virð- ingu okkar og biðjum Guð að blessa hana í nýjum heimkynnum. Guðný Anna og Gauti. Með söknuði kveð ég Jóhönnu Jensen, elskulega tengdamóður mína, sem lést 6. júlí síðastliðinn og verður jarðsett í dag frá Dóm- kirkjunni. Við áttum samleið í yfir tuttugu og fímm ár. Sú samleið var björt, full af gagnkvæmri virðingu og ein- stakri vináttu. Hún var góð tengdamóðir, og í návist hennar leið öllum vel, enda átti Hanna einstaklega létta lund, góða kímnigáfu og skýra dóm- greind. Fjölskylda Hönnu var stór og vinahópurinn Qölmennur. Hún ræktaði líka frændsemina af alúð og vinskapinn af ómældum kær- leika, hún var stolt af sínu fólki og fylgdist vel með lífi þess og starfí. Hún var góð og trú eiginkona, ástrík móðir, og bamabömunum var hún sönn og elskuleg amma. Ég þakka góðum Guði fyrir hve mildum höndum hann fór um Hönnu, þegar hann tók hana í faðm sinn. Hanna kvaddi þennan heim með reisn og skýrum huga, þannig var Hanna og hennar lífshlaup. Blessuð sé minning hennar. Með virðingu og þökk. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta, uns þjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð. Og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin Ijúf og góð. (Tómas Guðmundsson) Valgerður Lárusdóttir. 120.000.-KR. VERDLÆKKUN Á SUZUKI SAMURAI Við bjóðum 6 Suzuki Samurai jeppa, árgerð 1992, á einstöku tilboðsverði, kr. 962.000.- stgr. á götuna. Vel búnir bílar: 69 ha. vél með beinni innspýtingu, 5 gíra, háþekja, vönduð innrétting, byggður á grind. Missið ekki af einstöku tækifæri til að eignast alvöru jeppa á frábæru verði. 3-SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 s léttir og meðfærilegir í flutningum AL-KO Steypuhrærivél • 130 lítra tromlu • 400 w mótor • þyngd ca. 75 kg. Verö kr. 30.659- AL-KO Hjólsög í boröi • 3,3 kw • 305 mm sagarblað • 800 mm vinnuhæð • 2800 snún. á mín. • þyngd ca. 54 kg Verð kr. 39.958- BRÆÐURNIR DIOBMSSONHF Lágmúla8 108Reykjavík Slmi 91 -38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.