Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 11 Kjarval á Listahátíð Myndlist Eiríkur Þorláksson Til er orðtak í þá veru, að geyma skuli það besta þar til síðast, til að njóta ánægjunnar sem það veit- ir sem best. Hvort sem þetta orð- tak réð í undirmeðvitundinni eður ei er rétt að taka fram að undirrit- aður hefur ekki dregið, vegna von- brigða eða tregðu, umfjöllun um sýningu á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, heldur er hægt að sækja hana aftur og aftur, og alltaf njóta listarinnar jafnvel. Sýningin stend- ur sem betur fer fram í ágústmán- uð, þannig að landsmenn hafa enn gott tækifæri til að efla kynni sín við list Kjarvals. Því hefur gefíst góður tími til að skoða sýninguna í heild og hlutum, eins og verk meistarans gera vissulega kröfu til. Sýningin á Kjarvalsstöðum að þessu sinni samanstendur af verk- um sem koma úr safni Jóns Þor- steinssonar og Eyrúnar Guð- mundsdóttur, ekkju hans. Sum verkanna hafa verið gefín Lista- safni Reykjavíkur eða Listasafni íslands, og önnur eru komin í eigu afkomenda þeirra hjóna, en flest verkin á sýningunni eru enn í eigu Eyninar Guðmundsdóttur. í lítilli sýningarskrá ritar Gunn- ar Kvaran inngang um einkasöfn og hið mikilvæga hlutverk þeirra í listasögunni, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Jón Þor- steinsson og Jóhannes Kjarval kynntust 1924, og tókst mikill vin- skapur með þeim, sem varði alla tíð síðan. Jón Þorsteinsson byggði leikfímihús við Lindargötu (þar sem nú er æfingasalur og Litla Svið Þjóðleikhússins), og þar hafði Kjarval vinnuaðstöðu í tuttugu sumur, auk þess sem hann hélt þar listsýningu. Listamaðurinn bjó einnig hjá þeim hjónum í nokkur ár, þannig að tengslin voru vissu- lega náin. Jón og Eyrún eignuðust fyrsta málverkið eftir Kjarval 1937, og í inngangi sínum segir Gunnar það hafa verið „upphafíð að stórfeng- legu og ómetanlegu listasafni þeirra hjóna. Þetta safn Kjarvals- mynda er einstaklega vel samsett og hver mynd greinilega valin af óvenjulegu innsæi og persónulegri skoðun. ... Þetta eru í flestum til- fellum hágæða verk, - myndrænt vel uppbyggð og útfærð, - og eru þau góður vitnisburður um einkar frumlega sýn þeirra hjóna á frum- lega list Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals." Hér er tekið sterkt til orða, en sýningin stendur líka fyliilega und- ir slíku. Á henni getur að líta mjög gott þversnið af list Kjarvals; allt frá hinum mögnuðu landslags- myndum, sem flestir tengja nafni hans, uppstillingum með blómum, sem varð afar ríkulegt efni í hönd- um listamannsins, til sterkra per- sónumynda ungra drengja jafnt sem stórbænda og til þeirra ævin- týraheima anda og huldufólks, sem byggja íslenskt landslag og Kjarval tengdi svo sterklega við landið. Einnig eru á sýningunni nokkrar myndir þar sem Kjarval tekst á við geometríu og kúbisma á sinn sérstaka hátt, sem er ef til vill síst þekkti þátturinn í hans myndlist. Uppsetning sýningarinnar í austursal Kjarvalsstaða er ein- staklega vel heppnuð. Hinir ein- stöku efnisflokkar listaverkanna eru hæfílega vel afmarkaðir og njóta sín vel þannig; úrval verk- anna er einnig vel til þess fallið að beina sjónum gesta enn frekar en ella að þeim fjölbreytileik, sem er að fínna í list Kjarvals. í norðurendanum eru ýmsar þekktar uppstillingar með blóm- um, t.d. „Blómakarfa frá BSR“ Jóhannes Kjarval: Bónorðið. (1932-34, eig. Eyrún Guðmundsdóttir.) (frá 1955, í tilefni sjötugsafmælis listamannsins)^ og „Sýn og Veru- leiki" (1957). í suðurendanum eru það persónumyndirnar, sem ráða ríkjum, og þar getur að líta hina miklu breidd Kjarvals á þessu sviði, allt frá blíðri og bamslegri drengjamynd, „Páll“ (æskuverk?) til hins mikilúðlega málverks „Þingvallabóndinn" og hinnar mögnuðu myndar af Sigurði í Görðum, „Við sjóinn frammi" (1947-54). Loks ber að nefna að þama er einnig að fínna mynd sem Kjarval hefur einfaldlega nefnt „Vinir" (1945), og sýnir hjónin Jón Þorsteinsson og Eyrúnu Guð- mundsdóttur ásamt Jóhanni In- gjaldssyni. Aðrir efnisflokkar verka Kjarv- als raðast á milli þessarra tveggja póla, og væri of langt mál að telja upp allt það markverða sem þar getur að líta. Þó er vert að nefna að það úrval mynda sem tengist hulduheimum og öndum landsins, sem Kjarval málaði mikið af, er hér afar íjölbreytt, allt frá „Vor- koma“ (1956-57) og hinum litríku myndum „Fomar slóðir“ (1943) og „íslandslag" (1950) til hinnar einföldu en ljúfu myndar „Hátíðar- kvöld" (Grænt andlit - Álfaveisla), þar sem einföld teikning og þéttur grænn litur ræður ríkjum. Nokkrar myndir á sýningunni sem tengjast áhuga Kjarvals á geometríu og kúbisma duga vel til að sýna fram á fánýti þess að reyna að eigna einum listamanni öðrum fremur að hafa fært óhlut- bundna myndsýn til landsins. Myndir eins og „Komposition", tíglar (1927-30) og síðan „Hreinir fletir“ (Skólaskylda) (1942- 43) eru fullgild listaverk á þessu sviði, og hljóta að véfengja að hluta þá sögulegu atburðarás á þessu sviði myndlistar, sem haldið hefur fram til skamms tfma; „Bónorðið" (1932-34) er einnig skemmtilegt dæmi um á hvem hátt Kjarval gat notfært sér hin nýju viðhorf í myndlistinni. Sú sýning á verkum Kjarvals sem hér er á ferðinni er án nokk- urs vafa sú besta, sem sett hefur verið upp á verkum hans frá því að stórsýningin Aldarminning var haldin á aldarafmæli listamanns- ins árið 1985. Því saknar undirrit- aður þess örlítið, að ekki hafí tek- ist að nota tækifærið til að gefa út veglegri sýningarskrá, þar sem leitast væri við að auka nokkuð við fræðimennskuna hvað varðar myndlist Jóhannesar Kjarvals. Þrátt fyrir að gjama sé litið til Kjarvals sem fremsta listamanns þjóðarinnar á þessari öld, þá hafa verk hans hlotið ótrúlega litla fræðilega umfjöllun; þama er mik- ill óplægður akur, þar sem nauð- synlegt er að hefjast handa sem allra fyrst, eigi illgresi þjóðsagna og skemmtisagna um persónuna ekki að kæfa hið listræna framlag hans fyrir augum komandi kyn- slóða. Vonandi fá fræðimenn auk- in tækifæri í náinni framtíð til að sinna fræðistörfum við Kjarvals- safn, samhliða því að vinna að sýningarhaldi. Sýning Listasafns Reykjavíkur á verkum Kjarvals úr safni Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guð- mundsdóttur stendur til 23. ágúst, og em landsmenn kvattir til að notfæra sér þetta einstaka tæki- færi sem allra best til að kynnast þeim fjölbreytileika, sem einkennir verk þessa listjöfurs íslands. Sjón er sögu ríkari. ÍHITAKÚTAR ELFA-OSO 31—BB—121—211—111 lítn. Ryðtrítt stál - Bliilnarleki. áratoia oóð reyisli. Bnap Farestvett&Co.hff. BORGARTUNI28, SÍMI622901 LaW 4 stoppar vM dymar J V^terkurog kJ hagkvæmur augiýsingamiðill! Þegar maður er algjör rúsína... ...er draumurinn að verða... JMot^Snn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.