Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JULI 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stj órnarskiptin í Israel Yitzhak Rabin, hinn nýi forsæt- isráðherra Israels, hefur lýst sig reiðubúinn til að hefja án tafar viðræður við fulltrúa arabaþjóða um hvernig tryggja megi friðinn í þess- um heimshluta. í ræðu sem Rabin flutti á þingi ísraels, Knesset, á mánudag sagði hann, að leiðtogar Sýrlands, Jórdaníu og Líbanon væru velkomnir til Jerúsalem til að ræða um möguleikana á friði. Með þessu boði vísaði forsætisráðherra Israels til þess er Anvar Sadat, þáverandi forseti Egyptalands, sótti Israela heim árið 1977 tveimur árum áður en friðarsamningarnir sem kenndir voru við Camp David voru undirritaðir. Rabin bætti því við í þessari ræðu sinni, að hann væri jafnframt tilbúinn til að halda til höfuðborga þessara þriggja ríkja í sömu erindagerðum. Þessi ummæli forsætisráðherra ísraels þóttu eðlilega fréttnæm, þótt ólíklegt sé að þetta frumkvæði hans verði eitt og sér til að hleypa lífi í viðræður Israela og nágranna þeirra, sem hófust síðasta haust og hafa engum árangri skilað. Sá hluti ræðu Rabins er fjallaði um hugmyndafræði þá sem stjórn- völd í Israel hafa fylgt á undanförn- um árum og þá ekki síst í tíð Yitz- haks Shamirs, forvera hans, var hins vegar sérlega athyglisverður. Er ástæða til að binda vonir við að hinn nýi forsætisráðherra landsins boði raunverulegar breytingar og aðlögun að þeim breyttu viðhorfum , sem ríkja á vettvangi alþjóðamála eftir hrun Sovétríkjanna og endalok • kalda stríðsins. í ræðu sinni sagði Rabin m.a., að ísraelar yrðu að gera sér ljóst, að grundvallarbreytingar hefðu orðið á sviði alþjóðamála og í ljósi þeirra væri tímabært að huga að því hvernig binda mætti enda á hatrið, sem einkennt hefði alla af- stöðu ísraela og arabaþjóðanna. Rabin lýsti yfir því, að það viðhorf að flestöll ríki heims væru óvinveitt ísrael væri einfaldlega rangt. Var þeim orðum án nokkurs vafa eink- um beint til Yitzhaks Shamirs, sem reyndist ófáanlegur til að endur- skoða þá herskáu og afdráttarlausu stefnu sem hann fylgdi í stjórnartíð sinni og varð til þess, að kjósendur höfnuðu honum og flokki hans, Líkúd-flokknum, í kosningunum í júní. „Við verðum að vinna bug á þeirri einangrunarkennd sem hefur fjötrað okkur í tæpa hálfa_ öld,“ sagði Rabin og bætti við, að Israel- um bæri að taka þátt í þeirri þróun sem nú ætti sér stað í átt til frið- ar, sátta og samvinnu. Að öðrum kosti biði ekkert annað þjóðarinnar en einsemd og einangrun. Ekki verður betur séð en að í þessum orðum Yitzhaks Rabins fel- ist, hið minnsta, vísir að uppgjöri við þá heimspeki sem ráðamenn í ísrael hafa fylgt og mótað hefur alla afstöðu þeirra til umheimsins. Þetta uppgjör er tímabært og því kunna þessar yfírlýsingar forsætis- ráðherrans að reynast mikilvægar. Sá ósveigjanleiki, sem einkenndi alla framgöngu Yitzhaks Shamirs og það hryggilega ástand, sem ríkt hefur á hemámssvæðum ísraels hefur smám saman orðið til þess að draga úr samúð þeirri og stuðn- ingi, sem Israelar hafa notið á vest- urlöndum. Þau rök að arabaríkin ógni öryggi Israels og því komi engar tilslakanir til greina á her- numdu svæðunum eiga ekki við með sama hætti nú og á árum áð- ur. í herfræðilegu tilliti skal vísað til Persaflóastríðsins hins síðara en andstæðingar ísraela ráða yfir svip- uðum vígtólum og finna mátti í vopnabúrum herafla íraka. í póli- tísku tilliti blasir við allt önnur staða en áður eftir hrun heimsveldisins í austri auk þess sem ætla verður að leiðtogar nágrannaríkjanna hafi dregið rökréttar ályktanir af lyktum landvinningahemaðar Saddams Husseins. Það uppgjör, sem hér hefur verið gert að umtalsefni á vitanlega ekki við um ísraela eina. Sams konar uppgjör þarf að fara fram í röðum andstæðinga ísraelsríkis. Þótt ekki verði annað séð en að þeir málsvar- ar palestínsku þjóðarinnar, sem fram hafa komið að undanförnu séu hófsamari en menn hafa átt að venjast hingað til er þess tæpast að vænta, að sú endurskoðun sem nauðsynleg er verði knúin fram með lýðræðislegum hætti í arabaríkjun- um líkt og nú virðist hafa gerst í ísrael. Þar ríkja aðrar hefðir og mat og viðbrögð ráðamanna mótast af annars konar viðhorfum. Sú endurskoðun, sem Yitzhak Rabin virðist vera að boða kann að greiða fyrir því, að viðræður ísraela og araba komist á nýtt og alvar- legra stig. Fyrstu viðbrögð and- stæðinga ísraela gefa að vísu ekk- ert sérstakt tilefni til bjartsýni en ráðamenn í Bandaríkjunum meta það greinilega svo, að ástæða sé til að fylgja orðum Rabins eftir. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í næstu viku halda til Miðausturlanda og Rabin hefur verið boðið í heimsókn til Bandaríkjanna í næsta mánuði. í samskiptum þessara tveggja ríkja hefur hæst borið deiluna um nýjar landnemabyggðir á hernámssvæð- unum, sem varð til þess, að stjórn- völd í Washington neituðu Yitzhak Shamir um lánaábyrgðir, sem alls nema um 550 milljörðum ÍSK. Vera kann að George Bush Bandaríkja- forseti vilji leiða þessa deilu til lykta fyrir kosningarnar vestra í nóvem- ber og sú niðurstaða kæmi sér aug- ljóslega einnig vei fyrir Rabin. í deilu ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafs hafa tilslakanir verið óhugsandi. Verði ný viðhorf í al- þjóðamálum til þess að kalla fram nýtt raunsæi og breytt pólitískt stöðumat í þessum heimshluta kunna raunverulegar friðarviðræð- ur að verða mögulegar. Richard von Weizsácker forseti Þýskalands: Samruni Evrópu má ekki ógna sérkennum þjóða Texti: Steingrímur Sigurgeirsson Richard von Weizsacker Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson RICHARD von Weizsacker, forseti Sambandslýðveldisins Þýska- lands, kemur í opinbera heimsókn tii Islands í dag. Heimsókninni lýkur á föstudagskvöld en að henni lokinni mun Þýskalandsfor- seti dvelja á Islandi í tvo daga í einkaerindum. Weizsacker ræddi við íslenska blaðamenn í embætt- isbústað sínum, Villa Hammer- schmidt í Bonn, nú í vikunni. Richard von Weizsácker, sagðist hlakka mjög til íslandsferðarinnar, ekki síst vegna þess, að hún hefði mjög lengi verið á dagskrá en af ýmsum ástæðum hefði ekki getað orðið af henni fyrr en nú. Þýska- landsforseti, sagðist hafa þekkt Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í um tólf ár. Hefði hann fyrst kynnst henni er hann var borgarstjóri Vest- ur-Berlínar og Vigdís kom til borgar- innar í tilefni íslensks menningarvið- burðar. Þau hefðu síðan hist nokkr- um sinnum og Vigdís komið í opin- bera heimsókn til Vestur-Þýskalands árið 1988. „Það er mér mikil ánægja að geta endurgoldið þá heimsókn í minni embættistíð. Þetta er, þó ótrú- legt sé, fyrsta heimsókn þýsks þjóð- höfðingja til íslands,“ sagði Weizsac- ker. Forn menningartengsl Hann sagði samskipti íslands og Þýskalands vera mjög góð. Menning- artengslin ættu sér langa sögu ekki síst eftir kristnitökuna í báðum lönd- unum. Fyrsti íslenski biskupinn hefði verið vígður fyrir rúmum 900 árum í borginni Bremen og viðskiptatengsl hansakaupmannannna og íslands verið náin. Þegar í lok átjándu aldar og ekki síst á tímum rómantíkurinn- ar hefði áhuginn á íslenskum bók- menntum aukist mjög greinilega og allt fram til dagsins í dag væru ís- lenskar bókmenntir þekktar um allan heim, ekki einungis í Þýskalandi. Nefndi forsetinn sérstaklega Halldór Laxness og Jón Sveinsson, höfund Nonna-bókanna. „Þá má nefna að mikill fjöldi íslendinga nemur við þýska háskóla og aðrar menntastofn- anir. Alls telja þeir um þijú hundr- uð, sem er, ef borið er saman við fjölda stúdenta frá mörgum öðrum miklu fjölmennari þjóðum, mjög há tala,“ sagði Þýskalandsforseti. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, verður einnig með í för og sagði Weizsácker að búast mætti við að þungamiðjan í hinum pólitísku viðræðum myndi snúast um Evrópu- mál, enda væru þau Islendingum mjög mikilvæg. Þá yrði spurningin um aukaaðild að Vestur-Evrópusam- bandinu (VES) á dagskrá. Hann sagðist skilja vel að skiptar skoðanir væru um Evrópumál og VES á ís- landi. Þjóðveijar væru reiðubúnir til viðræðna um allt það sem íslending- ar hefðu hug á að ræða í þessu sam- bandi og myndu virða þá ákvörðun sem Islendingar kæmust að. Hann sagði Þjóðveija líka vilja þakka fyrir mjög hæfa forystu íslendinga í EES- viðræðunum, ekki síst er þeir voru í forsæti EFTA-ráðsins. „Vegna loka Kalda stríðsins hefur dregið úr hern- aðarlegu mikilvægi staðsetningar íslands. Það breytir hins vegar engu varðandi hið nána samstarf við Is- land innan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þjóðveijar hafa og munu hafa áhuga á áframhaldi þess sam- starfs. Þrátt fyrir allar tilraunir okk- ar til að koma að koma í veg fyrir átök á grundvelli Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) eða annarra nýrra samtaka þá er NATO varanlegt og virkt bandalag sem hefur mikla þýðingu fyrir Þýskaland. Þjóðveijar eru eins og menn vita mjög uppteknir vegna sameiningar þýsku ríkjanna þessa stundina sem og vegna þeirra skuld- bindinga sem við höfum tekist á hendur gagnvart nágrannaríkjum okkar í austri. Þetta þýðir þó alls ekki að við ieggjum minni áherslu á samstarfið við bandamenn okkar í vestri. Á það verður lögð rík áhersla í Islandsheimsókninni," sagði Weizsácker. Forsetinn minntist einnig á hval- veiðimál. Tók hann fram að þau væru umdeild um allan heim og að íslendingar ættu ekki að búast við að forseti Þýskalands myndi hafa neitt nýtt fram að færa í þeim efn- um. Hann myndi kynna sér stöðu þessa máls og forsögu í Islandsheim- sókninni en ekki meira. Vandinn meiri en talið var Tvö ár eru nú að verða liðin frá því að Þýskaland sameinaðist og hafa mörg vandamál, mannleg jafnt sem efnahagsleg, komið upp í því sambandi. Var forsetinn spurður hvort að hægt hefði verið að komast hjá einhveijum þessara erfiðleika ef öðru vísi hefði verið staðið að sam- einingunni. Weizsácker sagðist skilja vel að menn veltu slíku fyrir sér en sjálfur teldi hann ekki heppilegt að ræða um hvort mál hefðu þróast á annan hátt ef stjómvöld hefðu tekið aðrar ákvarðanir fyrir tveimur til þremur árum. Menn yrðu að ræða hlutina eins og þeir hefðu gerst. „Það gat enginn séð þetta fyrirfram og í raun var enginn undir það búinn veturinn 1989-1990 að þurfa að taka ákvarðanir um það hvaða mynd sam- eining Þýskalands ætti að taka á sig. Það þurfti að taka tillit til margs í þessu sambandi svo sem þess að fjölmargir Austur-Þjóðveijar yfir- gáfu land sitt og leituðu sér að at- vinnu í vestri. Þetti gerði stöðuna mjög erfiða í Austur-Þýskalandi, ekki sist þegar heilu starfsgreinarn- ar héldu á brott. Ef til dæmis allir kennarar, verkfræðingar eða mál- arameistarar fara í burtu þá er stað- an ekki mjög álitleg í þeim borgum eða bæjum sem þeir yfirgefa," sagði Weizsácker. „Við þurfum að yfir- stíga ákveðin efnahagsleg vanda- mál. í upphafi gerðum við okkur ekki fulla grein fyrir því hve mikill vandinn var. Allt samgöngukerfí austurhlutans varð að byggja upp á nýtt, til að geta aðlagað efnahags- kerfið nýjum aðstæðum þurfti að greiða úr spurningum varðandi eign- arhald og gera þurfti upp við fortíð- ina. Vandamálin eru mörg og menn verða að sýna þolinmæði. Við Þjóð- veijar verðum líka að vera og erum meðvitaðir um að í samanburði við þau vandamál, sem menn þurfa að kljást við í mörgum öðrum ríkjum eftir lok Kalda stríðsins, eru okkar vandamál vegna sameiningar Vest- ur- og Austur-Þýskalands ekkert óyfirstíganleg. Og þegar sú mikla neyð og örbirgð sem víða fyrirfinnst í heiminum er höfð í huga er mikil- vægt að menn missi ekki sjónar á heildarmyndinni vegna vandans heima.“ Lýðræði ekki alltaf þægilegt Þegar Weizsácker var spurður um hvernig gera bæri upp við fortíð Austur-Þýskalands, ekki síst með tilliti til öryggislögreglunnar Stasi, sagði hann að við slíkum spumingum væri aldrei hægt að gefa nein ein- hlít svör. „Sá sem leggur það á sig að líta á þó ekki væri nema eitt hinna óteljandi skjala gömlu öryggislög- reglunnar og metur það á sögulegan og mannlegan hátt mun fljótt kom- ast að því að nánast hvert einasta dæmi er einstakt. Fjölmargir hinna óopinberu starfsmanna Stasi voru ótrúlega reiðubúnir til ósæmandi gjörða. í næsta skjali getur maður rekist á hina algjöru andstæðu, það er með hversu mikilli skapfestu og skynsemi menn reyndu að komast undan klækjabrögðum Stasi. Maður getur, samkvæmt grundvallarreglum réttarríkisins, einungis dæmt lífs- hlaup manneskju út frá hennar eigin verðleikum en ekki út frá sleggju- dómum. Menn hafa löngum hent gaman að Þjóðveijum vegna nákvæmni þeirra og hjá því verður ekki litið að sú innsýn sem við höfum fengið í upplýsingasöfnun Stasi sýnir okkur slíka nákvæmni í vinnubrögðum að hún hefði verið betur niður komin annars staðar en í höndum öryggis- lögreglunnar. Á hinn bóginn leiðir þessi mikla nákvæmni líka til þess að oft er ekki fyllilega hægt að kom- ast til botns varðandi það hvernig einhver ákveðinn maður fór að ráði sínu. Ég var fyrir nokkrum dögum í heimsókn í öðrum heimshluta, í ríki sem einnig er nýlega endursameinað, nefnilega Jemen. Sú sameining átti sér stað í maí 1990 skömmu fyrir endursameiningu Þýskalands í októ- ber. Þar spurðu menn mig hvers vegna við hefðum svo miklar áhyggj- ur af fortíð okkar og þessum hrika- legu skjölum öryggislögreglunnar. Eina svarið sem ég gat gefíð við því er að við erum lýðræðisrríki. Hjá okkur tók almenningur frumkvæðið og hertók miðstöðvar öryggislögregl- unnar til að koma í veg fyrir að þessi skjöl yrðu fjarlægð eða eyðilögð. Ég varð að skýra út að það átti sér stað mikil umræða í fjölmiðlum og á þing- inu og að loks hefðu verið samþykkt lög um hvemig ætti að fara með skjölin. Vissulega er þessi niðurstaða kannski ekki þægileg en þannig ganga málin fyrir sig í lýðræðisríki. Lýðræði er ekki alltaf þægilegt stjómarform en það er að minnsta kosti besta hugsanlega nálgunin við það hvernig hægt er að taka á þess- um málum á grundvelli fijálsræðis- ins. Verðið fyrir það verðum við að greiða með þessum hrikalegu skjöl- um.“ Glæpastarfsemi ríkisstjórna flóknasta vandamálið En hversu langan tíma mun það taka áður en þau sár sem skipting Þýskalands skilur eftir sig hafa gró- ið? „Ég veit það ekki en ég held að það muni ekki taka mjög langan tíma. Flóknasta vandamálið, og það á líka við önnur ríki fyrrum austur- blokkarinnar, er það sem kalla má glæpastarfsemi ríkisstjóma. Gjörðir sem við teljum vera glæpsamlegar en hafa samt, samkvæmt réttarfari þessara ríkja, verið í samræmi við lög. Það er mjög erfítt að taka þann- ig á slíkum málum að þau falli að hugmyndum okkar um réttarríkið en í þeim felst meðal annars að verknað- ur er einungis glæpsamlegur ef hann hefur verið í andstöðu við lög þá og þegar hann var framinn." Weizsácker sagði að þó að ljóst væri að einhver einstaklingur hefði njósnað fyrir Stasi þá væri ekki allt- af hægt að draga hann fyrir dóm- stóla af þeim sökum. Oft yrði að taka á málum á annan hátt. Nefndi hann sem dæmi að ef í ljós kæmi að prófessor í kennslufræðum við háskólann í Rostock hefði auk þess að kenna veitt Stasi upplýsingar um einkalíf eiginkonu sinnar myndi það hafa áhrif þegar tekin væri ákvörðun um hvort hann myndi áfram fá að kenna við háskólann. Hins vegar væri ekki hægt að leggja fram kæru á hendur manninum vegna þessa. Ekki aðeins í Þýskalandi, heldur einnig í til dæmis Póllandi, Tékkó- slóvakíu og fyrrum lýðveldum Sovét- ríkjanna væru menn nú að velta því fyrir sér hvenær og í hversu ríkum mæli menn yrðu gerðir ábyrgir fyrir þjónkun sína við stjórnvöld í alræðis- ríki. „f Tékkóslóvakíu hófu menn að koma á umbótum á grundvelli sósíal- ismans undir hugrakkri forystu Dubceks árið 1968.1 kjölfar þess var Dubcek ásamt fleirum fangelsaður að skipan sovéskra stjórnarherra sem síðar breyttust sjálfír í umbótasósíal- ista og eru núna orðnir að viðsemj- endum okkar í fyrrum Sovétlýðveld- unum. Fyrir kosningarnar í Tékkó- slóvakíu fyrr á árinu sökuðu and- stæðingar Dubceks hann um ill- mennsku og ætluðu að ryðja honum úr vegi. Hvernig á maður að bregð- ast við slíku óréttlæti og siðspillingu í Ijósi þeirra gífurlega breytinga sem átt hafa sér stað? Auðvitað höfum við Þjóðveijar miklar áhyggjur af því sem Stasi-skjölin hafa leitt í ljós. Þau eru samt einungis brot mun um- fangsmeiri sögulegrar þróunar. Við eigum ekki að kikna undir þessari byrði, heldur vera þakklát yfir því að Kalda stríðinu er lokið og að frels- ið, eins óþægilegt og það getur nú reynst eins og sjá má í þessum lönd- um, hafí náð yfirhöndinni.“ Verðum að leysa vandamál í sameiningu Þýskalandsforseti var loks spurður hvernig hann mæti stöðu smáþjóða á borð við ísland í því sameiningar- ferli sem nú ætti sér stað í Evrópu. Teldi hann áhyggjur þeirra af því að glata sérkennum sínum og áhrif vera á rökum reistar. „Við verðum að reyna að skilja þessar áhyggjur og taka tillit til þeirra. Ef betur er að gáð sést líka að raunin er sú að menn eru að spyija sig þessara sömu spurninga og hafa þessar sömu áhyggjur um alla Evr- ópu, líka í Þýskalandi. Hins vegar er staðreyndin sú að langflest þeirra vandamála sem við erum að glíma við getur hver þjóð fyrir sig ekki lengur leyst ein og sér. Skýrasta dæmið er viðhald náttúrunnar og verndun umhverfísins. Það sama á einnig við um samgöngur, orkumál og félagslega og efnahagslega þró- un. Þetta er hugsanlega brýnna hvað Þýskaland varðar en land á borð við fsland. ísland er mjög stór eyja stað- sett frekar langt frá næstu ná- grannaríkjum. Þýskaland aftur á móti hefur landamæri að níu öðrum ríkjum. Það hefur aldrei í sögu Þýskalands komið upp sú staða að við höfum getað litið hjá því sem væri að gerast í öðrum ríkjum eða þau hjá okkur. Við verðum annars vegar í Evrópu að reyna að ieysa þau mál sem koma okkur öllum við í gegnum sameiginlegar stofnanir. Hins vegar verðum við að reyna að taka tillit til og vernda sérkenni þjóða, sem endurspeglast í menningu þeirra, tungu og sögu,“ sagði Weizsácker. „í Þýskalandi er nú hart tekist á um endurbætur á stjórnarskránni. Kjarni þeirra er að viðhalda sérkenn- um einstakra svæða, s.s. Bæjara- lands. Ég held að á meginlandi Evr- ópu hafí menn ríkan skilning á þess- ari spurningu sem íslendingar spyija sig nú og menn geri sér grein fyrir að við verðum að reyna að finna lausn á henni sameiginlega. Ef þró- unin í Evrópu leiðir til þess að við verðum í stakk búin til að taka á málum en kippum í leiðinni tilveru- grundvellinum undan fólki, þá hefur okkur mistekist ætlunarverk okkar,“ sagði Þýskalandsforseti að lokum. Samskíptin aldrei eins náin eftirHjálmar W. Hannesson Nú, þegar forseti Þýskalands, dr. Richard von Weizsáker og kona hans koma í opinbera heimsókn til Íslands, blómstra aldagömul sam- skipti íslendinga og Þjóðveija sem aldrei fyrr. Hjónin endurgjalda op- inbera heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur til Þýskalands 1988. Það er sama hvert litið er: Á sviði viðskipta er þýski markaður- inn einn t.d. töluvert mikilvægari fyrir útflutning okkar en markaður allra EFTA-ríkja samanlagt. Til Þýskalands fóru rúmlega tólf af hundraði útflutnings okkar á sl. ári. Og um árabil hafa vörur frá Sambandslýðveldinu Þýskalandi verið mjög áberandi í íslenskum innflutningi, eins og allir vita. All- margir landar okkar starfa í Þýska- landi og sumir þeirra hafa stofnað þar fyrirtæki. Tækifærin eru víða. Hveijum hefði t.d. komið til hugar fyrir fáeinum misserum, að íslensk- ir aðilar væru í alvöru að hugsa um að eignast meirihluta í næst- stærsta útgerðarfyrirtæki Þýska- lands? Þýskir ferðamenn eru fjöl- mennir á íslandi. Sl. ár voru þeir 22.477 og íslendingar ferðast mikið um Þýskaland, svo sem kunnugt er. Þau ótalmörgu persónulegu kynni, sem þannig skapast, eru til þess fallin að treysta hin sterku tengsl enn frekar. Náið samráð á stjórnmálasviðinu er daglegt brauð á milli banda- „Hið táknræna í sam- bandi við komu þýsku forsetahjónanna til ís- lands er að hér hittast fulltrúar tveggja þjóða, sem eru nátengdar. Heimsóknin ber merki vináttu. Hún er mikil- væg til að viðhalda og styrkja enn frekar það samband, sem er á milli Þjóðveija og Islend- inga.“ manna eins og íslendinga og Þjóð- verja í Atlantshafsbandalaginu. Það hvílir á sameiginlegu verðmætamati þjóða, sem eru tengdar nánum böndum menningar og sögu. Sú samvinna er einnig mikilsverður hluti þátttöku okkar í öðru alþjóð- legu starfí, t.d. innan Sameinuðu þjóðanna, ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og nú síðast í samningagerð um EES, svo fátt eitt sé talið. Innan RÖSE t.d. hafa Þjóðveijar og íslendingar lagt mikla áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, umburðarlyndi og frelsi. Þess vegna samfögnuðum við íslendingar innilega þegar múrinn féll og Þjóðveijar í austurhluta Þýskalands fengu frelsi á ný. Sam- eining Þýskalands, endalok kalda stríðsins og ótrúlega örar breyting- ar í Austur- og Mið-Evrópu eru til marks um gildi þeirrar stefnu, sem m.a. Sambandslýðveldið Þýskaland og ísland hafa fylgt. Hvergi á meginlandi Evrópu — raunar óvíða í heiminum — nýtur ísland og íslensk menning meiri hylli en í Þýskalandi. Þetta á alveg jafnt við um íslenskar fornbók- menntir og íslenska nútímalist. Á hveiju ári eru haldnar ijölmargar íslenskar listsýningar víðsvegar um Þýskaland, tónleikar listamanna að heiman eru algengir, íslenskir rit- höfundar lesa úr verkum sínum í Þýskalandi, þýskar þýðingar á ís- lenskum bókmenntum eru gefnar út og íslenskar kvikmyndir eru sýdnar í kvikmyndahúsum og í þýska sjónvarpinu. Á þessu er ekk- ert lát og er t.d. sendiráðið með í undirbúningi fyrir íslenskar sýning- ar og tónleika á næsta og þarnæsta ári. íslenskir óperusöngvarar eru fastráðnir í nokkrum þýskum borg- um og hljóðfæraleikarar frá íslandi einnig. í Þýskalandi eru margir ís- lenskir nemendur, bæði við háskóla og aðrar menntastofnanir. Hefur svo verið lengi, t.d. við verkfræði- nám og arkitektanám. íslenskir vís- indamenn hafa löngum sótt í þýsk- ar mennta- og vísindastofnanir vegna þess orðs, sem af þeim fer. Þá hafa mrgir íslendingar útskrif- ast úr tónlistarskólum í landi Bachs, Beethovens og Wagners. Sex félög Islandsvina starfa í Þýskalandi og íslendingafélög starfa í átta þýskum borgum. I Þýskalandi eru nú hátt í fjörutíu þúsund íslenskir hestar og má nærri geta, hversu sterkum böndum þýsk- ir eigendur þeirra tengjast íslandi. Má m.a. sjá það í tímaritum þeirra og félagsblöðum. Islenskir íþrótta- menn hafa getið sér gott orð í Þýskalandi, einkum í knattspyrnu og handbolta. Kappleikir milli ís- lenskra og þýskra íþróttaliða eru margir. íslensk landslið í handbolta hafa t.d. leikið oftar við þýsk lands- lið (austur og vestur) en nokkur önnur. Allt eru þetta einungis fáein dæmi um að þýsk-íslensk samskipti hafa aldrei verið eins náin og nú. Hið táknræna í sambandi við komu þýsku forsetahjónanna ti ís- lands er að hér hittast fulltrúar tveggja þjóða, sem eru nátengdari Heimsóknin ber merki vináttu. Hún er mikilvæg til að viðhalda og styrkja enn frekar það samband, sem er á milli Þjóðveija og íslend- inga. Þegar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, lauk heimsókn sinni í Berlín fyrir réttum fjórum árum, sagði hún um þýska starfsbróður sinn að hann hagi „frekar málum sínum þannig að hann fær fólk til að íhuga það sem við blasir. Hann er í senn víðsýnn og vitur maður sem minnir á samhengi sögunnar og þann arf þjóðar sem við viljum ekki að falli í skuggann í kappræð- um líðandi stundar. Rödd hans heyrist um alla Evrópu og þar með um hinn víða heim, því öll getum við verið ásátt um að þjóðmenning- in liggur til grundvallar öllum stjórnmálum, atvinnuvegum og hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur.“ Þá sagði hún einnig: „Þjóðveijar eru lánsamir að eiga hann að forseta og Evrópa er lán- söm að hafa slíkan mann meðal leiðtoga sinna.“ (DV, 8.7. 1988). Þetta voru og eru orð að sönnu. Á tímum örra breytinga og tímabund- inna erfiðleika í kjölfar þýsku sam- einingarinnar hefur hann sem fyrsti forseti endursameinaðs Þýskalands lagt áherslu á umburðarlyndi, fórn- fýsi og gagnkvæman drengskap og vakið mikla aðdáun innanlands sem utan. Höfundur er sendiherra íslands í Þýskalandi EES og fasteignakaup: Viljum efla forkaupsrétt sveitarfélaga og ríkis - seg-ir Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hann telji að hægt sé að setja fullnægjandi skilyrði í löggjöf til þess að takmarka fjár- festingar útlendinga í fasteign- um, þrátt fyrir að þrír lögfræð- ingar hafi komizt að þeirri niður- stöðu að EES-samningurinn banni mismunun íslendinga og útlendinga, sem stundi hér at- vinnu, stofnsetji fyrirtæki eða reki þjónustustarfsemi. „Girðingar" í lögum til að hindra erlenda fjárfestingu eru eitt af skil- yrðum framsóknarmanna fyrir stuðningi við EES-samninginn. Steingrímur Hermannsson vill setja ákvæði um hertan forkaupsrétt sveitarfélaga á bújörðum, hugsan- lega einnig um fjárstuðning við sveitarfélögin og forkaupsrétt ríkis- ins. „Við höfum alltaf sagt að það þurfi meira en nú er í lögunum. Það er okkar eindregna skoðun. Við höfum að sjálfsögðu alltaf vitað að jarðalögin, eins og þau eru, veita vissa vernd því að í þeim eru ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga," sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. „Sveitarfélögin eru hins vegar afar veikburða og það þyrfti að styrkja þau fjárhagslega til þess að geta nýtt þann forkaups- rétt. Við höfum talið að setja þyrfti fleiri ákvæði til viðbótar og fara þá kannski sömu leið og Irar hafa gert í nákvæmlega þessum sama tilgangi. Þeir hafa hjá sér lög um að menn verði að hafa verið búsettir á írlandi í sjö ár til að kaupa jörð og í sumum tilfellum kreíjast þeir ábúðar. Þeir gera með því engan mun á írum og FLOTBRYGGJA í höfninni í Vest- mannaeyjum og bátur sem bundinn var við hana sukku í fyrrakvöld. Mál þetta er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Eyjum sem útilokar ekki að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Að sögn Tryggva Ólafssonar rann- sóknarlögreglumanns er tankur undir bryggjunni sem heldur henni á floti. Hægt er að minnka eða auka vatns- magn í tankinum eftir því hvaða hæð á að vera á bryggjunni. í ljós hefur komið að krani á tank þessum var opinn og því fylltist hann af vatni og öðrum EB-borgurum,“ sagði Stein- grímur. „Okkur er ljóst að það verður aldr- ei öllu lokað, því að fyrirtæki geta hafa starfað hér upp í sjö ár og eru þá eflaust komin með þennan rétt,“ sagði Steingrímur. „Við teljum hins vegar að það eigi að styrkja forkaups- réttinn og veita jarðasjóði ríkisins jafnvel forkaupsrétt." bryggjan sökk. Undir eðlilegum kring- umstæðum á þessi krani að vera lokað- ur og því útilokar lögreglan ekki að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Báturinn sem bundinn var við bryggjuna heitir Bravo og hefur verið notaður til að feija ferðamenn í kring- um Eyjarnar. Hann er 10 metra lang- ur og tekur um 30 ferðamenn í einu. 1 gærdag var búið að ná bátnum, og bryggjunni, á flot aftur og var unnið að viðgerð á bátnum. Reiknað er með að hann komist aftur í gagnið um helgina. Vestmannaeyjar: Bryggja og bátur sukku Skemmdarverk ekki útilokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.