Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JULI 1992 Framleiðsla Gáskabáta á Nýfundnalandi: Stjórnvöld í Kanada styrkja verkefnið um 4,5 milljónir kr. FORRÁÐAMENN Mótunar hf. eru nú staddir á Nýfundnalandi við að standsetja nýja verksmiðju sem smíða á Gáskabáta þarlendis. Stjórn- völd í Kanada hafa ákveðið að styrkja þetta verkefni með 4,5 milljóna króna framlagi og von er á meiri styrkjum í framtíðinni. Framleiðsla á Gáskabátum á Nýfundnalandi hefst í næsta mánuði og fyrsta árið verða framleiddir 10 bátar. Áætlanir gera svo ráð fyrir að eftir tvö ár verði framleiðsla verksmiðjunnar 70-80 bátar. Verksmiðjan sem staðsett er í South River við Coneeption Bay verður að meirihluta í eigu Islendinga. Regin Grímsson forstjóri Mótun- ar hf. segir í samtali við Morgun- blaðið að nú sé verið að vinna við að smíða mótin fyrir bátana og verða fimm íslendingar við þá vinnu fram í ágúst er framleiðslan hefst. „Við erum komnir á fulla ferð hér við þetta verkefni en þegar fram- leiðslan kemst í fullan gang reikna ég með að starfsmennimir verði á bilinu 15-20 talsins," segir Regin Grímsson. „Verksmiðjuhúsnæðið er til staðar en það er ýmislegt sem þarf að lagfæra í því áður en fram- leiðslan hefst. Við erum mjög bjart- sýnir á framtíð þessa verkefnis því stjórnvöld hér hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Við höfum þegar fengið tæplega 100.000 dollara styrk til að koma framleiðslunni í gang og höfum upplýsingar um að meiri fjárframlög séu eyrnamerkt þessu verkefni." Aðspurður um hvort þorskveiði- bannið við Nýfundnaland hafi ekki sett strik í reikning þeirra, segir Regin svo ekki vera. „Þetta var að vísu gríðarlegt áfall fyrir heima- menn hér en við höldum áfram okkar áætlunum á fullu því það er stefna stjómvalda að auka mjög smábátaveiðar hér á öðmm tegund- um til að mæta þessu,“ segir Reg- in. „Og menn vantar þessa báta hér til að geta framfylgt þeim áætlun- um.“ í máli Regins kemur fram að Mótun hf. ætlar sér að fara hægt af stað til að byija með. Á næstu 12 mánuðum verða framleiddir 10 bátar og síðan 15 bátar á þar næstu 12 mánuðum. En að þessum tveim- ur ámm liðnum er svo ætlunin að framleiða 70-80 báta árlega. Til að byija með verður verksmiðjan alfar- ið í eigu Mótunar hf. en Regin reikn- ar með að selja síðan um 45% í henni til heimamanna. Morgunblaðið/KGA Ný skýrsla um hálshnykki kynnt. F.v.: Ólafur Ólafsson landlæknir, Júlíus Valsson tryggingarlæknir, Þórir Gunnarsson fulltrúi Slysavarnafélagsins, Magnús Sigurðsson læknir, Örn Þorvarðarson fulltrúi Umferðarráðs, Sigmar Árnasson framkvæmdasljóri Sambands islenskra tryggingafélaga og Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á Borgarspítalanum. Fjölgun hálshnykkja: Vátrygging'arfélögin borga um milljarð í bætur árlega Hálshnykksáverkar hafa margfaldast á allra síðustu árum og nemur nú árlegur tjónskostnaður vátryggingarfélaganna vegna slíkra áverka nærri milljarði króna á hveiju ári. Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á Borgarspítalanum, segir of snemmt að gefa út vottorð um varanlega örorku einu ári eftir að slys á sér stað eins og nú er gert. í skýrslu Slysavarnaráðs fslands við 15% örorku. Þriðja ástæðan væri og Landlæknisembættisins segir að helstu ástæður fjölgunar skráðra hálshnykkja séu aukin umferð, auk- inn hraði í umferðinni og aukin sókn í bætur vegna slíkra áverka. Sam- verkandi þættir eru taldir vera minnkandi aðgæsla ökumanna, fjölg- un veikbyggðra bíla og fjölgun um- ferðarljósa. Á fundi þar sem skýrslan var kynnt sagði Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítala að þijár aðalskýringamar væru á fjölgun bótakrafna. Sú fyrsta væri breytingar á reglum umferðarlaga um vátryggingar og skaðabætur sem leitt hefði til rýmri bótaréttar slas- aðra. Önnur ástæðan væri breytingar á lögum um almannatryggingar, sem hefðu í för með sér að þeir sem nú væru metnir með 10% varanlega ör- orku ættu rétt á endurgreiðslubótum, en fram til 1987 hefði verið miðað sú að fólk virtist betur upplýst um rétt sinn til skaðabóta en áður, auk þess sem fólk virtist hvatt til þess að krefjast bóta af aðilum sem að slíkum málum kæmi. Brynjólfur sagði að langstærstur hluti þeirra sem fengju hálshnykk næðu sér á fáum vikum og eftir 3 ár hefðu fáir einkenni. Hann taldi ekki óeðlilegt að seinka mati á varan- legri örorku sem nú er yfirleitt met- in ári eftir slys. Júlíus Valsson, tryggingarlæknir, og Sigmar Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra tryggingarfélaga lýstu sig sammála þessu. I máli Sig- mars kom meðal annars fram að bætur vegna hálshnykks hefðu mikil áhrif á bifreiðaiðgjöld. Hann sagði að um það bil 7 sinnum hærri skaða- bætur væru greiddar vegna háls- hnykkja hér en í nágrannalöndunum. Tíðni hálsáverka í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 1974-1991 Árleg tíöni, aldursleiörétt, miöaö viö 1000 fbúa 1975 1980 1985 1990 Góð veiði í ám höfuðborgarinnar Mikill lax er genginn í árnar þrjár við túnfót Reykjavíkur, Ell- iðaámar, Úlfarsá og Leirvogsá og útkoman til þessa hin ágætasta, sérstaklega þó í Úlfarsá og Leir- vogsá, en veiði fór rólega af stað í Elliðaánum. Allt að 25 á dag Eftir morgunvaktina á mánudag voru komnir 311 laxar á land úr Elliðaánum. „Þetta er rólegt þessa stundina, það er nóg af laxi, en þetta er ekki beinlínis veðrið til að kasta fyrir þá,“ sagði Magnús Sigurðsson veiðivörður í samtali við Morgunblaðið í blíðviðrinu á mánudag. Þá um morguninn höfðu veiðst 6 laxar, en dagveiði hefur farið upp í 25 laxa í júlí. Um teljar- ann höfðu gengið 669 laxar og veiðin hefur fengist um alla á. Veiðst hefur bæði á flugu og maðk, en flugan hefur sótt sig verulega. Smálax ber uppi aflann þessa dag- anna, en enn þá veiðist talsvert af 6 til 8 punda laxi eins og framan af veiðitímanum og stærsti laxinn var 20 pundarinn sem frá var greint á dögunum. Korpa plumar sig... Veiði hefur verið prýðileg í Úlf- arsá, eða Korpu eins og margir kalla þessa litlu á innan borgar- markanna. Á mánudag voru komn- ir 95 laxar á land og höfðu þeir frá fyrsta veiðidegi veiðst um alla á. Þessa dagana er vaxandi straumur og mátti á mánudag sjá mikinn gusugang í Sjávarfossinum sem var umflotinn söltu vatni. AI- geng dagsveiði að undanförnu hafa verið 4 til 9 laxar, en aðeins er veitt á tvær stangir. Þetta er miklu meiri veiði heldur en á sama tíma í fyrra og fluguveiði er margfalt meiri heldur en í annan tíma. Stærsti laxinn til þessa vóg 12 pund, en þó nokkuð hefur veiðst af 7 til 9 punda laxi. Gott í Leirvogsá Ágæt veiði hefur verið í Leir- vogsá og á mánudag voru komnir 82 laxar á land, sá stærsti 16 punda. Stöðugar göngur eru í ána, en laxinn veiðist um alla á, frá Tröllfossrennum og niður fyrir brú á Vesturlandsvegi. Athygli vekur hvað flugan á lítt upp á pallborðið hjá þeim sem stunda Leirvogsá. Aðeins fimm laxar af 82 voru bók- aðir á flugu á. Athygli vekur einn- ig, að talsvert hefur veiðst af veið- iuggaklipptum og þá væntanlega örmerktum löxum í Leirvogsá. í tilefni af því er vert að minna á, að Veiðimálastofnun stendur nú fyrir átaki í því skini að hafa uppi á fleiri örmerktum löxum. Hefur það mikla vísindalega þýðingu að skil á merkjum séu sem best. Efnt hefur verið til happadrættis sem dregið verður úr eftir veiðitíma. Þátttakendur eru þeir sem skilað hafa inn hausunum af örmerktum löxum sínum. Vinningar eru girni- legir fyrir stangaveiðimenn, m.a. 3 daga veiði í góðri laxveiðiá á næstu vertíð. Hér og þar... Veiði gengur nokkuð vel í Laxá á Ásum eftir því sem komist verð- ur næst og er Morgunblaðið fregn- aði síðast fyrir fáum dögum voru komnir nærri 350 laxar og tals- verðar göngur neðst í ánni. Sýnist Laxá vel geta hrist af sér slen síð- ustu ára og skilað eitthvað betri afla. Stærsti lax sumarsins var eftir því sem næst verður komist 19 punda. Það hefur verið reytingsveiði á Iðunni og margir þeirra sem veiðst hafa verið stórir vel, allt að 20 pund og „margir 19 punda“, eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Við höfum frétt af góðri veiði dag og dag á Arnarvatnsheiði og veiðistaðirnir aðallega Úlfsvatn og Arnarvötnin tvö. gg Samningavið- ræðum mið- ar í rétta átt - segir formaður V élstj órafélagsins HELGI Laxdal, formaður Vél- sljórafélags íslands, segir að mið- að hafi í rétta átt á fundi sem vélstjórar og viðsemjendur þeirra áttu með ríkissáttasemjara og stóð til kl. 3 í fyrrinótt. Fyrirhugað var að halda annan fund í gærkvöldi. „Helgi segir að á fundinum í fyrra- kvöld hafí fyrst og fremst verið rædd ákvæði í samningunum um breytt vinnufyrirkomulag. „Við erum með bókanir um að gerðir verði persónu- bundnir samningar við yfirvélstjóra. Eðlilega kom upp ákveðinn misskil- ingur í tengslum við það, þar sem menn voru til dæmis að velta því fyrir sér hvort þeir nytu félagslegra réttinda eftir að hafa gert slíkan samning. Við erum að vinna að því að atriði sem virtust vera óljós í til- lögunni sem var felld, verði skýr,“ segir Helgi. Hann segir að margir hafí einnig óttast um fyrirkomulagið í heima- höfnunum. „Til að tryggja að ekki verði gengið á rétt manna höfum við ákveðið að skipa fjögurra manna vinnuhóp, tvo frá félaginu og tvo frá viðkomandi útgerð þannig að ef upp komi ágreiningsmál verði hægt að skjóta þeim til þessarar nefndar," segir Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.