Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 54 þúsund tonn enn óveidd af þorskkvóta Aflaverðmætið 1,4 milljörðum meira en í fyrra ÍSLENSK skip veiddu tæp 211 þúsund tonn af þorski fyrstu 10 mánuðina á yfirstandandi fiskveiðiári, þannig að um síðustu mán- aðamót voru um 54 þúsund tonn óveidd af þorskkvótanum, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Einstök skip mega aftur á móti geyma 20% af aflakvóta sínum tíl næsta fiskveiðiárs, samtals 50 þúsund tonn. Um mánaðamótin voru 12 þúsund tonn óveidd af ýsukvótanum, 7 þúsund tonn af ufsa, 8 þúsund tonn af karfa og 4 þúsund tonn af skarkola. Grálúðukvótinn var hins vegar búinn. Frá upphafí fískveiðiársins, 1. september sl., til síðustu mánaða- móta voru veidd 38 þúsund tonn af ýsu, tæp 68 þúsund tonn af ufsa, 82.000 af karfa, 13 þúsund tonn af steinbít, 25.500 tonn af grálúðu, 7.000 tonn af skarkola og tæp 26 þúsund tonn af öðrum botnfiski. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins var heildaraflaverð- mæti íslenskra skipa 29,073 millj- arðar króna fyrstu sex mánuðina í ár, eða 1,389 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Fyrstu 10 mánuði yfírstandandi kvótaárs var heildaraflinn um 1,225 milljónir tonna, 296 þúsund tonnum meiri en á sama tímabili 1990-1991 en 79 þúsund tonnum minni en samatímabil 1989-1990. Botnfískafli þetta tímabil er 470 þúsund tonn, 56 þúsund tonnum minni en á sama tímabili 1990- 1991 og 49 þúsund tonnum minni en sama tímabil 1989-1990. Frá upphafí yfírstandandi kvóta- árs til mánaðamóta júní og júlí voru veidd tæp 93 þúsund tonn af síld, 627 þúsund tonn af loðnu, 1.400 tonn af humri, 26.500 tonn af rækju og 8.500 tonn af hörpu- skel. í júní sl. voru veidd tæp 21 þús- und tonn af þorski, um 13.600 tonnum minna en í sama mánuði í fyrra, um 4.800 tonn af ýsu, 900 tonnum minna en 1991, 7.600 tonn af ufsa, 500 tonnum meira en í júní ’91, 6.400 tonn af karfa, 1.600 tonnum meira en í sama mánuði í fyrra og 5.300 tonn af grálúðu, 1.800 tonnum minna en í júní á síðastliðnu ári. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimild: Veðuretofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 16. JULI YFIRLIT: Yfir landinu er dálítill hæðarhryggur en langt suðvestur í hafi er víðáttumikil 985 mb lægð sem þokast austnorðaustur. SPÁ: Austan gola syðst á landinu en annars hæg breytileg átt. Þunrt um allt land nema á Suðausturlandi og við austurströndina. Hiti víðast á bilinu 10-17 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Austan átt, strekkingur við suðurströndina en annars fremur hæg. Súld eða rigning á Suður- og Austurtandi en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti frá 8 stigum við austurströndina upp í 18 stig vestanlands. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / / / / / / / Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda c3 Hálfskýjað * * * * * ♦ * * Snjókoma Hk Skýjað Alskýjað V V V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V stig.. FÆRÐA VEGUM: oai7.30fgær) Allir helstu vegir um landíð eru nú greiðfærir. Fært er nú fjailabíium um mestallt hálendið. Þó eru eftirtaldar leiðir enn lokaðar: f78, úr Laugafelii í Kiðagil, Stórisandur og Hlöðuvallavegur. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Suðurlandsvegur verður lokaður vegna maibikunar frá klukkan 18.00 til klukkan 7.00 á 4 km kafla, milli Lækjarbotna og Bláfallaafleggjara, næstu tvær nætur (aðfaranótt f immtudags og föstudags). Gamii Suðurlandsveg- urinn hefur verið lagfærður og verður umferð því beint um hann meðan á framkvæmdum stendur. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEll kl. 12.00 ígær að ísl. tírm Hiti veður Akureyri 13 léttskýjað Reykjavík 9 alskýjað Bergen 12 skýjað Helsinki 19 skýjað f i 17 skýjað Narssarssuaq léttskýjað Nuuk vantar Osló 22 skýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 11 hálfskýjað Algarve 29 léttskýjað Amsterdam 21 skýjað Barcelona 24 heiðskfrt Bertín 20 skýjað Chicago 16 alskýjað Feneyjar 28 heiðskirt Frankfurt 21 skýjað Glasgow 15 rigning Hamborg 17 skýjað London 22 skýjað LosAngeles 19 þokumóða Lúxemborg 19 skýjað Madríd 33 léttskýjað Malaga 29 heiðskfrt Mallorca 29 heiðskirt Montreal 17 skýjað NewYork vantar Orlando 26 skýjað París 25 léttskýjað Madelra 22 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Vín 18 skur Washington 27 skýjað Winnipeg 17 skýjað Morgunblaðið/KGA Samið um kaupverð á gömlum Ladabílum á Ægisgarði. Ægisgarður: Rússneskir sjómenn kaupa notaða bíla LÍFLEG sala á notuðum bílum fór fram á Ægisgarði í gærdag. Þar voru rússneskir togarasjómenn á ferð og er það ekki í fyrsta skipti sem þeir nota tækifærið og kaupa bíia hér á landi. Aðaliega girntust þeir Lada bifreiðar enda geta þeir flutt þær tollfrjálst inn í Rússland. Rússamir þurfa hins vegar að borga toli að andvirði rúmra átta þús- und króna flytp þeir inn vestræna bíla. Togararnir tveir, Fridtjof Nansen og Pinro, láta úr höfn í fyrramálið en þá verða þeir væntanlega fullir af bílum. Alls eru 80 manns um borð á togurunum og getur hver og einn þeirra útvegað sér bíl á meðan pláss leyfir. Einn rússnesku sjómannanna, Alexander Dorchenkov, sagði að búið væri að kaupa um það bil 15-20 bíla. Að sögn hans eru við kaupin á bílunum að mestu notaðir dollarar en einnig væri oft um vöruskipti að ræða. Morgunblaðið fékk staðfest að um væri að ræða vodkaflöskur sem Rússarnir létu af hendi fyrir bíla, bílparta eða hljómflutningstæki. Þótt bílamir séu í mismunandi góðu ásigkomulagi munu rússnesku sjómennirnmir þó geta selt heila eða í pörtum þegar heim er komið en í mörgum tilfellum eru bílamir mjög kærkomnir kaupendum af þeirri ein- földu ástæðu að ástand samgöngu- kerfisins er, að sögn Alexanders, afar bágborið í heimalandi hans. Flestir þeirra seljenda sem Morg- unblaðið ræddi við vom þokkalega ánægðir með söluna. Þeir væm í nær öllum tilvikum að losa sig við bíla sem aldrei seldust á venjulegum bíla- markaði á íslandi. Reiknað með leyfi Heimsferða í dag HEIMSFERÐIR, ferðaskrifstofa Andra Más Ingóifssonar, mun að öllum líkindum fá leyfi samgönguráðuneytisins tíl ferðaskrifstofureksturs í dag. Að sögn Andra er meginverkefni fyrirtækisins að taka á móti spænskum ferðamönnum hingað til lands en einnig er íslendingum boðið upp á ferðir tíl Barcelona á Spáni. Ferðamálaráð samþykkti á þriðju- dag að mæla með því við samgöngu- ráðuneytið að Heimsferðir fengju leyfí til ferðaskrifstofureksturs. Þór- hallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðuneytið gerði ráð fyrir að leyfið yrði veitt í dag. Ráðuneytið hefði fengið upplýs- ingar um að þá myndu liggja fyrir allar tryggingar af hálfu skrifstof- unnar. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Heimsferða, segir að fyrirtækið sé umboðsaðili einnar stærstu ferðaskrifstofu Spánar, Turavia, og muni annast móttöku spænskra ferðamanna, sem hingað komi með leiguflugi á vegum henn- ar. Jafnframt hafí Heimsferðir sam- ið um að fá sæti í fluginu fyrir ís- lenska ferðamenn á leið til Spánar. Andri segir að um 700 Spánvetjar komi hingað á vegum ferðaskrifstof- unnar í sumar og sætin fyrir íslend- ingana séu nú nær uppseld. Hins vegar hafí Heimsferðir áform uppi um að reyna að fjölga þeim til að geta boðið fleiri íslendingum þessar ferðir. Fyrsta flugið verði á morgun en fyrir mánaðamót verði starfsemin komin á fullan skrið og þá megi búast við að hingað komi um 100 Spánverjar í hverri viku. Að sögn Andra er þetta í fyrsta sinn sem íslendingum gefst kostur á að fljúga beint til Barcelona og sé eftirspum eftir ferðum þangað mikii. Heimsferðir muni meðal ann- ars flytja þangað íslensku ólympíu- farana og meðan á Ólympíuleikunum standi muni þar dveljast yfír 100 manns á vegum fyrirtækisins. ....♦ ♦ ♦--- Rússnesku rottumar: Fiskurinn óskemmdur RÍKISMAT sjávarafurða hefur lokið rannsóknum á farmi rússn- esks togara, sem lá við Reykjavík- urhöfn á dögunum, en við athug- un hafði komið í Ijós, að þar voru rottur um borð. Engar skemmdir reyndust hafa orðið á farminum. Þórður Friðgeirsson hjá Ríkismat- inu segir, að sýni hafí verið tekin til örveruræktunar, fiskurinn hafí verið skoðaður vandlega og farið yfír allar umbúðir. Niðurstöður hafí allar verið á einn veg; ekkert hafí fundist sem benti til skemmda á farminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.