Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 AKO-plast/POB: Stofnað verður hluta- félag um reksturinn AKO-PLAST á Akureyri yfirtekur rekstur prentsmiðju POB nú um komandi helgi. Fyrirhugað er að reka Prentverkið áfram með svipuðu móti og verið hefur og flytja þá starfsemi sem AKO-plast hefur haft hingað til í Prentverkshúsið á næstunni. Stofnað verður hlutafélag um reksturinn þar sem eignaraðild AKO-plast verður í meirihluta. Komið hefur til tals að Prentsmiðjan Oddi í Reykjavík verði meðal minnihluta- aðila í því hlutafélagi. Ekki hefur verið gengið endanlega frá samningum milli AKO-plasts á Akureyri og Landsbankans um kaup þeirra fyrrnefndu á húsnæði og prentsmiðju Prentverks Odds Bjöms- sonar, en að sögn Eiríks Jóhannsson- ar, fulltrúa Landsbankans, er stefnt að því að því máli verði lokið ekki síðar en á föstudag. Afráðið er þó að AKO-plast yfir- taki húsnæðið og prentsmiðjuna nú um helgina og byrji að reka POB strax í næstu viku. Daníel Ámason, Blásarasveit æsk- unnar: í þriðja sæti í sín- umflokki Blásarasveit æskunnar undir stjórn Roars Kvam lenti í þriðja sæti í sínum flokki á heimsmóti blásarasveita í Sviss í gær. Að sögn Erlings Sigurðarson- ar, fararstjóra Blásarasveitar- innar, er þessi árangur sveitar- innar stórkostlega góður og í stigum talið talsvert betri en þegar flestir sömu hljóðfæra- leikarar og em í þessari sveit unnu til gullverðlauna í Hollandi sem D-sveit Tónlistarskólans á Akureyri fyrir tveimur ámm undir stjórn sama stjómanda, Roars Kvam. framkvæmdastjóri AKO-plasts, sagði að verið væri að ræða framtíð- arskipan mála, unnið hefði verið hratt, enda lítill tími til stefnu. „Við hugsum okkur starfsemi Prentverks- ins lítt breytta fyrst um sinn og þar af leiðandi með sama starfsmanna- mynstri, en viðræðum í þeim efnum er einfaldlega ekki lokið. Þá er verið að vinna að því að móta verkefnaval prentverksins með það í huga að styrkja verkefnastöðu þess. Okkur langar að efla þessa góðu prent- smiðju með þessum góðu starfs- mönnum, sem þar hafa verið,“ sagði Daníel. Daníel sagði að starfsemi AKO-plasts, sem verið hefði í Bugð- usíðu, yrði á næstunni flutt í Prent- verkshúsið. Stærð þess segði til um að starfsemin rúmaðist öll þar, með- al annars vegna þess að bókaforlag- ið og Tímaritið Heima er best flyttu þaðan út. Morgunblaðið/Hólmfríður Fyrsti skyndibitastaðurinn í Grimsey Það þykir ekki tiltökumál að í venjulegum byggðar- lögum sé að finna skyndibitastaði. Slíku hefur þó ekki verið til að dreifa í Grímsey fyrr en nú. Það var ungt fólk sem tók sig til og smíðaði dálítinn skúr niðri við höfnina í Grímsey og hefur þar haft í nokkrar vikur fyrsta skyndibitastaðinn hér, Pylsu- vagninn Prófast. Þetta hlýtur að teljast að því leyti merkilegt framtak að þarna er veitt þjónusta sem ekki hefur verið veitt hér áður með svona alþjóðlegu móti. Ekki er talið að Grímseyingar sjálfir standi á beit í pylsunum. Þeir eru vanir að vilja sitt saltkjöt og baunir og soðningu líka, en trúlega renna pylsurn- ar einkum ofan í aðkomusjómenn og ekki síður ferða- menn þá sem hingað koma. HSH Bæjarstjórn Dalvíkur: Afplánunarfangelsi fyr- ir 65 fanga verði á Dalvík Bæjarstjórn Dalvíkur hefur óskað eftir því við dómsmála- ráðherra að afplánunarfangelsi á vegum ríkisins verði reist á Morgunblaðið/Eiríkur Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fór að hyggja að auglýsingaskilt- um á Akureyri í gær var einmitt verið að koma upp einu slíku. Dalvík. Fulltrúar Dalvíkurbæj- ar hafa þegar kynnt hugmyndir bæjarstjórnar fyrir aðstoðar- manni ráðherra. Dalvíkingar leggja til að þar í bæ verði byggt fangelsi sem rúmað geti 65 af- plánunarfanga og þannig verði fullnægt áætlaðri þörf fyrir rými til afplánunar samkvæmt mati fangelsismálsnefndar, sem dómsmálaráðherra skipaði til aðjjera úttekt á fangelsismálum á Islandi. Að undanfömu hefur á vegum Vísindanefndar Háskólans á Akur- eyri verið unnið að tillögum um nýsköpun í atvinnulífi á Dalvík. Meðal þess sem leitt hefur af störf- um nefndarinnar er greinargerð til Bæjarráðs Dalvíkur um að byggt verði þar í bæ afplánunar- fangelsi á vegum ríkisins. í greinargerðinni um þessi mál kemur fram að í skýrslu nefndar, sem dómsmálaráðherra, Þorsteinn A Ahyggjur af auglýsíngaskiltum Á bæjarsljórnarfundi á Akureyri á þriðjudag kom meðal annars til umræðu hvað gera bæri varðandi auglýsingaskilti við umferðargötur í bænum og umhverfis hann. Fram kom á fundinum að nausynlegt væri að setja skýrar reglur um þessi skiltamál áður en í óefni væri komið. Nokkurrar ólgu gætir vegna aug- . lýsingaskilta við umferðargötur á Ákureyri en það hefur farið mjög í vöxt að þau væru sett upp og jafn- vel án þess að leyfí sé gefið. Þannig kom fram á bæjarstjómarfundi að tilmælum Hagkaups um að setja upp skilti hefði verið synjað en skiltin samt verið sett upp. Fram hefur komið að KEA Nettó hafi einnig sótt um að setja upp auglýsinga- skilti og í gærmorgun var eitt slíkt komið upp við Hörgárbraut. Á fundi bæjarstjómar kom meðal annars fram að Umhverfisdeild Ak- ureyrarbæjar hefði iðulega lent í vandræðum með að slá og snyrta grasfleti vegna þess að þar hefði verið komið fyrir alls kyns skiltum í óleyfi. Áð sögn Áma Steinars Jóhanns- sonar hjá Umhverfisdeild er það mik- ið áhyggjuefni að ekki skuli hafa verið sett löggjöf um auglýsinga- skilti við götur og vegi, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. „Það er svo furðulegt að á meðan verið er að banna svona skilti og taka þau niður víðast hvar í útlöndum þá fer þetta að vaða uppi hér á landi,“ sagði Ámi. Hann sagðist telja nauðsynlegt og réttmætt að leyfa ákveðin þjón- ustuskilti, en þau þyrftu þá að vera með ákveðnu móti og á ákveðnum stöðum. Hitt væri með öllu ómögu- legt að menn gætu sett upp skilti hvar sem er. Að því væm mikil óþæg- indi fyrir þá sem sæju um hirðu umhverfisins og svo væri þetta auk þess oft og tíðum mjög til lýta og jafnvel talið hættulegt umferðinni. Hann sagði að hér yrði að setja skýr- ar reglur og afdráttarlausar áður en allt kafnaði í skiltaskógi. Pálsson, skipaði til að gera úttekt á stöðu fangelsismála og leggja fram stefnumörkun í þeim efnum, sé lagt til að afplánunarfangelsi verði reist á höfuðborgarsvæðinu. í greinargerðinni til Dalvíkurbæjar kemur hins vegar fram að engin sérstök rök virðist hníga að því að fangelsi af þessu tagi þurfí öðru fremur að vera á höfuðborg- arsvæðinu og aðstæður á Dalvík séu allar hinar ákjósanlegustu til þess að fangelsið gæti risið þar og starfað. I greinargerðinni er samkvæmt þessu lagt til að á Dalvík verði reist afplánunarfang- elsi fyrir 65 fanga og þar með verði fullnægt þeirri þörf fyrir vist- unarrými sem fangelsismálanefnd telur vera. í samtali við Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóra á Dalvík, og Trausta Þorsteinsson, bæjarfull- trúa, kom fram að bæjaryfirvöld á Dalvík teldu greinargerðina segja það sem segja þyrfti um þær aðstæður sem í boði væru á Dal- vík og fullnægðu fyllilega þeim kröfum sem gerðar væru til stofn- unar af því tagi sem um væri rætt. Á Dalvík væri landrými nægilegt til bygginga þeirra sem þörf væri á, þar og í grenndinni væri nægilegt vinnuafl, umhverfi friðsælt og rólegt, sérstök þjón- usta, til dæmis félagsráðgjafa og sálfræðinga væri fyrir hendi og hana mætti auðveldlega auka og ennfremur njóta samvinnu við sér- fræðistofnanir á Akureyri. Á Dal- vík væri góð heilsugæslustöð og auðvelt að hafa samvinnu við sér- fræðistofnanir Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, til dæmis geð- deild. Að auki væru menntunar- möguleikar góðir á Dalvík og enn- fremur yrði auðsótt að fyrirtæki í bænum gætu veitt væntanlegum föngum í þessu afplánunarfangelsi vinnu af einhveiju tagi. Fulltrúar Dalvíkurbæjar kynntu þessar fangelsishugmyndir fyrir Ara Edwald, aðstoðarmanni Þor- steins Pálssonar, dómsmálaráð- herra, í gær. Að sögn þeirra Krist- jáns Þórs Júlíussonar og Trausta Þorsteinssonar var þar einungis um að ræða að málin hefðu verið kynnt og ekki væri á þessu stigi hægt að segja neitt um viðbrögð eða viðtökur. Hinu væri ekki að leyna að hér reyndi enn á það hvort stjórnvöldum væri alvara í því að stofna til aukinnar opinberr- ar starfsemi utan höfuðborgar- svæðisins. Hér væri skýrt og gott dæmi um starfsemi sem væri alls ekkert háð því að vera á þeim slóð- um og ef til kæmi yrði afplánunar- fangelsi á Dalvík sköpuðust þar fjölmörg ný atvinnutækifæri sem yrðu góður viðauki við það at- vinnulíf sem fyrir væri á staðnum. Norrænir hagstofu- stjórar funda FUNDUR hagstofustjóra Norð- urlandanna verður haldinn á Akureyri dagana 17.-20. júlí. íslendingar hafa tekið þátt í samstarfi hagstofustjóra frá árinu 1927. Á fundinum verður rætt um sameiginlega hagsmuni í alþjóða- samstarfi á sviði hagskýrslugerðar og hafa augu manna undanfarin ár einkum beinst að Evrópusam- starfi. Þá verður fjallað um aukna dreifingu og markaðssetningu á upplýsingum og hagskýrslum og framleiðni og sparnað á hag- stofunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.