Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 29

Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 ___________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bláa-lóns æfingamót fyrir ólympíuliðið í bridge Landsliðseinvaldur auglýsir eftir 4-8 pörum til þátttöku í æfinga- móti sem haldið er vegna þátttöku íslands í Ólympíumótinu í bridge á Italíu um mánaðamótin ág./sept. nk. Spilað verður tvær helgar, 8.-9. ágúst og 15.-16. ágúst í Bláa lóninu við Grindavík. Peningaverðlaun verða veitt hvora helgina fyrir efsta butlerpar utan landsliðsins og aukaverðlaun fyrir hæsta skor sveitar aðra hvora helg- ina. Veitingahúsið við Bláa lónið býður þátttakendum upp á mat á meðan spilamennsku stendur og gistihúsið veitir verulegan afslátt af gistingu ef þátttakendur óska. Spilamennska er frá kl. 10 til 22.80 bæði laugardag og sunnudag. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Elínu á skrifstofu Bridgesambands íslands s. 689360 og láta skrá sig i síðasta lagi mið- vikudaginn 22. júlí nk. Visa — Bikarkeppnin 1992 Síðasti leikurinn úr fyrstu um- ferðinni var spilaður laugardaginn 11. júlí, þar áttust við sveitir Gunn- laugs Kristjánssonar, Reykjavík og Jóns St. Kistinssonar Stykkishólmi. Úrslit voru þannig að sveit Gunn- laugs vann 132-67. Nokkrir leikir úr annarri umferð Visa-bikarkepgninnar hafa einnig verið spilaðir. Úrslit þeirra eru eftir- farandi: Suðurlandsvídeó, Aðal- steinn Jörgensen spilaði við Hauk Arnason frá Tálknafirði og Suður- landsvídeó vann 159-59. Óli Þór Kjartansson, Keflavík, tók á móti Guðmundi Eiríkssyni, Reykjavík, og Guðmundur vann þann leik 133-89. Eðvarð Hallgrímsson, Reykjavík fór til Egilsstaða og spil- aði við sveit Herðis, Pálma Krist- mannson, og vann Eðvarð þann leik 171-84. Leikur Sigurðar Ivarsson- ar, Reykjavík, og Jóns Þorvarðar- sonar, Reykjavík, verður spilaður föstudagskvöldið 17. júlí í Sigtúni 9. Annarri umferð á að Ijúka í síð- asta lagi sunnudaginn 16. ágúst og verður þá dregið_ í þriðju umferð. Bridgesamband íslands vill endi- lega minna þá sem heimaleiki eiga að taka vel á móti gestum sínum, sérstaklega þeim sem fara um lang- an veg til að spila einn leik. Sumarbrids í Reykjavík Góð aðsókn var í Sumarbrids í síð- ustu viku. Alls mættu til leiks 160 pör þau 4 kvöld sem spilað var. Mesta þátttaka á einni viku til þessa I Sum- arbrids í Reykjavík frá upphafi. Síðasta laugardag mættu 22 pör til leiks. Úrslit urðu: Norður/suður: GuðmundurÞorkelsson-TryggviIngason 362 Eyjólfur Magnússon - Jón V. Jónmundsson 340 Guðrún Jóhannesd. - Ragnheiður Tómasd. 314 Austur/vestur: Auðunn Guðmundsson - Þórður Sigfússon 316 Ceeil Haraldsson - Ormarr Snæbjömsson 294 MagnúsSverrisson-GuðlaugurSveinsson 285 Og byijunin á þessari viku lofar góðu um framhaldið, þrátt fyrir ein- muna veðurblíðu á mánudeginum. 35 pör mættu til leiks. Úrslit urðu: N/S: Erla Siguijónsdóttir - Óskar Karlsson 497 Albert Þorsteinsson - Baldur Bjartmarsson 484 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 470 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 462 Guðbjöm Þórðarson - Guðtnundur Baldurss. 446 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 446 Austur/vestur: Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 536 Gísli Steingrímss. - Sigurður Steingrímsson 477 Bjöm Theódórsson - Gísli Hafliðason 465 BirgirÖmSteingrímss.-ÞórðurBjömsson 461 Bergljót Sigurbjömsd. - Guðm. Guðmundsson 457 Jón ViðarJónmundss. - Eyjólfur Magnússon 443 Alls hafa 1.030 pör mætt til leiks í Sumarbrids þau 32 kvöld sem lokið er. Það gerir yfir 32 pör á kvöldi í meðalþátttöku, sem telst mjög góð aðsókn og sú besta til þessa í Sumar- bridge í Reykjavík (miðað við 4 kvöld í viku). Er ástæða til að ætla að þátt- takan verði jafn góð seinni hluta sum- arsins, eins og þann fyrri. Spilað er alla mánudaga, þriðjudaga (hefst kl. 19), fimmtudaga (hefst kl. 17 og síðasti riðill af stað kl. 19) og laugardaga (hefst kl. 13.30). Allt spilaáhugafólk velkomið. Takið með ykkur gesti. Góð aðstaða. Spilað er í húsi BSÍ, Sigtúni 9. 29 HELGIHJAL EÐA SKIRN eftir Ásgeir Pál Agústsson Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um trúmál á íslandi. Þetta hófst allt saman á því að samfélögin Krossinn og Vegurinn voru kynnt á Stöð 2 og í beinu fram- haldi af því hafa menn verið að kítast í blöðum um þða hvort hlaup, hopp og hróp séu eðlileg eða ekki. Menn eru ekki á eitt sáttir og velta fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir samstarfi trúarsamfélaga. En í setningarræðu síðustu prestastefnu gaf biskupinn yfir íslandi yfirlýs- ingu sem er kveikjan að grein minni. Herra Ólafur Skúlason, bisk- up, lýsir því yfir að hann sé reiðbú- inn að skoða „samstarf eða sam- vinnu, við þau kristilegu trúfélög sem hér starfa, og eru ekki í kenn- ingum sínum í algjörri andstöðu við evangelískan lúterskan arf“. Biskup segir frá nefnd, sem er að skoða þær kenningar sem sameina kristna, og beri þar hæst skímina. Við þurfum nefnilega að leita eftir því sem sameinar en bíða með hitt sem sundrar samkvæmt því sem herra Ólafur segir. Að skírnin skuli vera orðin sameiningartákn krist- inna manna er undarlegt. Sjálfur var ég eitt sinn meðlimur þjóðkirkjunnar og meira að segja virkur starfsmaður í barna- og unglingastarfinu þar. Ekki gat ég fundið á þeim tíma að skímin væri neitt grundvallaratriði kristinnar trúar. A þessu u.þ.b. 8 ára tímabili sem ég starfaði fyrir þá fékk ég nær enga fræðslu um barnaskírn- ina. Skírnin sameinar ekki kristna menn. Ég er þeirrar skoðunar að það sé trúin á Jesúm Krist og það sem hann gerði sem gerir okkur að einu á líkama hans. En fyrst það er skoðun þjóðkirkjunnar, að kristn- ir menn geti ekki sameinast nema í kringum skírnina, þá langar mig til að vita hvers vegna. Herra Ólafur Skúlason! Vegna Ásgeir Páll Ágústsson „Biblían kennir okkur að við séum hólpin orð- in fyrir náð. Það eru ekki verkin sem veita okkur eilíft líf heldur persónuleg trú á Jesúm Krist.“ þess alls vil ég biðja þig þeirrar bónar að útskýra fyrir mér bama- skírnina. Ég er þeirrar skoðunar, eins og aðrir kristnir menn, að Bibl- ían sé innblásið óhrekjarilegt orð Guðs sem við eigum að nota sem leiðbeiningu um það hvernig við eigum að hegða okkur, hvað við megum, hvemig við fömm að hlut- unum o.s.frv. Þess vegna bið ég um ritningarstaði sem styðja það að ungbarna„skírn“ sé með einhveiju móti biblíuleg. Ég veit að menn nota sem rök að í Postulasögunni 16. kafla er sagt frá því að Páll hafi skírt fangavörð einn og allt hans hús. Þar hafa hugsanlega ver- ið ungböm. Hugsanlega. Ef við ætlum að oftúlka orð Guðs með þessum hætti væri einfaldlega hægt að breyta kristinni trú í eitthvað allt annað. Þannig verða til villutrúí arhreyfingar eins og Vottar Jehóva og fleiri þar sem menn misbjóða heilagri Ritningu, breyta ritningar- stöðum og oftúlka á milli línanna, til þess að Ritningin falli að kenn- ingum þeirra. Önnur rök sem ég hef fengið fyrir barnaskírn em orð Jesú sem segir „Leyfíð bömunum að koma til mín og banni þeim það ekki því að slíkra er Guðsríkið." Hér er hvergi minnst á skírn. Böm- in okkar helgast af trú foreldranna segir í I. Kor.7, þannig að þau hljóta að öðlast sáluhjálp, deyi þau áður en þau fá tækifæri til að taka af- stöðu með eða á móti Jesú. Ég veit að það er kenning þjóð- kirkjumanna að skímin sé sálu- hjálparatriði. Biblían kennir okkur að við séum hólpin orðin fyrir náð. Það eru ekki verkin sem veita okk- ur eilíft líf heldur persónuleg trú á Jesúm Krist. í Rómverjabréfínu standa þessi orð: „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir með hjartanu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum muntu hólpinn verða.“ Hér er ekki minnst á neina skím. Herra Ólafur! Mér þætti vænt1 um ef þú værir tilbúinn til að svara mér þessu. í ljósi þess að þú gerir} sameiginlegan skírnarskilning að forsendu fyrir einingu kristinna manna þurfum við að vera alveg vissir um að skim okkar sé rétt. Mér þykir Morgunblaðið ágætur vettvangur til þess að upplýsa þetta, þar sem ég veit að margir spyija þessara sömu spuminga, og ég leyfí mér að efast um að stór hópur af hinni „fjölmennu þjóðkirkju" hafí minnstu hugmynd um að „skírnin" sé eitthvað annað og meira heldur en nafngjöf og helgihjal. Höfundur er dagskrármaður á útvarpsstöðinni Stjömunni. 'WMM, T)ALDA dágár ^3I1I11F TAl AÐU VIÐ FAGMENNINA _ ÞEIR vita BETUR SKÁTABUÐIN SNOBRABRAUT 60, SÍM112045 II,..,...:.:..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.