Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 36

Morgunblaðið - 16.07.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 : !---------------—-----------: ;— VANCO -SMMR FRAMMK SNORRABRAUT 60 • 105 REYKJAVÍK SIMAR: 1 20 45 OG 62 41 45 Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs SKATABUÐIN fclk í fréttum HÁTÍÐARHÖLD Gestir á Kólumbusar- hátíð keyptu sér Leifsboli imynd Leifs Eiríkssonar og víkingaskip smíðað af íslendingum í Norfolk dró þúsundir gesta að sölu- og kynningartjaldi íslendingafé- lagsins þar í borg á mikilli Kólumbusarhátið sem þar var haldin. Drengurinn fremst á myndinni veit varla hvað hann á að halda um ímynd víkingsins sem fann N-Ameríku. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morg- unblaðsins. + Aannað hundrað íslendingar og vinir þeirra í Norfolk í Bandaríkjunum minntust afmælis íslenska lýðveldisins laugardaginn 20. júní. Gerry Parks ræðismaður íslands í Norfolk og kona hans, Eula, buðu íslendingafélaginu þar í borg að halda hátíðina í garði þeirra hjóna og er það í fjórða sinn sem þau gera félaginu slíkt kosta- boð. Þama varð fjörug og skemmti- leg samkoma. Sesselja Siggeirs- dóttir Seiffert, formaður Islend- ingafélagsins í Norfolk, afhenti Gerry Parks og frú litla afsteypu af styttu Leifs Eiríkssonar sem þakklætisvott fyrir alla greiðasemi þeirra við félagið. Gerry Parks þakkaði, ámaði félaginu heilla og bjartrar framtíðar og gaf því helj- armikinn víkingahjálm sem hann kvað verða betur nýttan hjá félag- inu en sér, en hjálm þennan hefur ræðismaðurinn sett upp við sér- stök tækifæri. Viku síðar eða 25.-27. júní var mikil Kólumbusarhátíð í Norfolk. Þá komu þangað eftirlíkingar af skipum Kólumbusar ásamt fleiri skipum, m.a. stærsta seglskip heims. Var mikil þriggja daga hátíð í Norfolk af þessum sökum og dreif fólk að úr nærsveitum. íslendingafélagið er meðal Kalciumkarbonat ACO ... í apótekinu. Fyrirtak hf. Sími 91-32070 hinna öflugustu af 10-15 þjóð- ræknisfélögum í Norfolk. Það hafði sölutjald á hátíðarsvæðinu eins og svo oft áður. Varð íslenska tjaldið afar vinsælt og má segja að stanslaus biðröð hafí verið eftir afgreiðslu matar, en á boðstólum voru pylsur og smurt brauð m.a. með rækjum og reyktum laxi. Er skemmst frá því að segja að þarna seldi félagið um 1.500 pylsur og kynstur af brauði. Þessu sporð- renndu gestir með bílhlassi af Pepsí. Einnig voru til sölu íslensk- ar ullarvörur og seldust margar peysur þó hitinn mældist 30 gráð- ur. Skemmtilegast var að sumt af- greiðslufólkið var í T-bolum með mynd af Leifi Eiríkssyni og all- margir keyptu sér þannig boli. Á þeim stendur „Leifur Eiríksson, sonur íslands, sonarsonur Noregs. Landnámsmaður Norður-Amer- íku“. Og þetta gerðist á hátíð Kólumbusar! COSPER —Lögfræðingurinn þinn vill tala við þig ef þú ert ekki upptekinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.