Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 21 Stolt af Islendingum fyrir að kunna að meta ljóðatónlist - segir Sólrún Bragadóttir óperusöngkona Ljóðatónleikar í Hafnarborg: NORRÆN sönglög verða á efnisskrá tónleika sem hjónin Sólrún Bragadóttir óperusöngkona og Þórarinn Stefánsson píanóleikari munu halda í Menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld og hefjast kl. 20.30. Sólrún hefur verið fastráðin við Óperuna í Hannover í Þýskalandi í tvö ár en hún hafði áður starfað við óperuna í Kaiserslautem í þrjú ár. Auk þess syngur hún á gestasýn- ingum, meðal annars í Diisseldorf, Mannheim og Miinchen, og kem- ur fram reglulega á tónleikum víðs vegar um Evrópu. Hjónin em búsett í Hannover en em í sumarleyfi hér um þessar mundir. Nýlega gerði Sólrún samning við óperuna í Heidelberg um að syngja gestahlutverk þar næsta vetur. Fyrsta hlutverkið verður Desdem- ona í Otello. „Það er eitt fallegasta hlutverk sem ég hef sungið,“ segir Sólrún og bætir við: „Eg hlakka til að syngja í óperunni í Heidel- berg. Hún er að vísu ekki mjög stór en hún er afar sérstök og þar ríkir óskaplega gott andrúmsloft." Óperuhúsið í Hannover tekur á milli 1.200 og 1.300 manns í sæti og þar starfa rúmlega 60 fastráðn- ir söngvarar. „Húsið er stórt og glæsilegt og það voru viðbrigði að koma frá Kaiserslautem, þar sem ríkti fjölskylduandrúmsloft, til Hannover, þar sem ég var fyrst um sinn mjög mikið ein. Þetta hef- ur hins vegar verið mjög lærdóms- ríkt,“ segir Sólrún. „Reyndar lærir maður eitthvað nýtt á hveijum stað. í Hannover hefur mjög mikil áhersla verið lögð á skýran þýskan framburð og það hefur verið mikil skólun því þýskan er erfitt mál að syngja á. Það er kannski helst að mér fmn- ist vanta svolítið gleði í vinnuna í Hannover. Þar ríkir mikil stífni og það má til dæmis ekki hlæja á æfingum. Þetta finnst mér gagn- rýnisvert, ef til vill vegna þess hve mér þykir mikilvægt að fólk hafi gaman af því sem það er að gera,“ segir Sólrún. Hún segir það mikinn kost við kona. að syngja í stórum óperuhúsum að þar fái söngvarar tækifæri til að halda hlutverkum sínum alltaf við. „í Hannover syng ég fimmtán hlut- verk á ári en þar eru að minnsta kosti þijátíu óperur í gangi yfir veturinn. í minni húsunum eru ein- ungis um það bil sex óperur sungn- ar á vetri," segir Sólrún. Samningur Sólrúnar við óperuna í Hannover rennur út eftir ár. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvort hún endurnýi hann eða flytji sig um set. „Ég spila þetta eftir eyranu og er ekki með fastmótaðar hugmyndir um hvað ég ætla mér í framtíðinni en ég er opin fyrir mjög mörgu,“ segir hún. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld verða lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Árna Thorsteins- son, Grieg, Carl Nielsen, Sten- hammer, Rangström, Peterson Berger og Sibelius. „Það hefur lengi verið draumur okkar hjón- anna að halda tónleika með svona efnisskrá því það er hafsjór af efni til frá Norðurlöndum sem verið hefur svolítið afskipt. Þetta form er líka allt öðruvísi en óperuformið. Ég myndi segja að það væri erfið- ara því nálægðin við áheyrendur er miklu meiri. Á sviðinu er auð- veldara að skýla sér bak við bún- inga, tjöld og aðra söngvara. Þessi tónlist er líka miklu viðkvæmari og gefur mér mjög mikið,“ segir Sólrún. Hún segist oft haldin mikilli heimþrá og segist telja að margt íslenskt listafólk sæki til útlanda af þeirri ástæðu einni að hér geti verið erfitt fyrir það að helga sig list sinni. „Hér er ótrúlega margt fólk með mikla hæfileika. Það eina sem mér finnst vanta hjá íslending- um er ögun og skipulag. Þeir dreifa kröftum sínum um of. Ef til vill kemur þetta til af því hve þjóðfélag- ið gerir þeim erfitt fyrir. Samhliða listsköpun neyðast þeir til að taka þátt í brauðstriti," segir hún. Sólrún og Þórarinn munu í haust halda ljóðatónleika í Svíþjóð og Danmörku. „Auk þess langar okk- ur til að fara í tónleikaferð um Þýskaland en þar er ljóðahefðin því miður á undanhaldi. íslendingar virðast hins vegar enn njóta þess að hlusta á ljóð og ég er stolt af þeim fyrir það,“ segir Sólrún Bragadóttir að lokum. Danska ríkisendurskoðuiiin telur margvísleg þjónustugjöld skatta: Sömu sjónarmið og við höfum haldið fram varðandi tollskýrslueyðublöð - segir lögfræðingur Verslunarráðs VERSLUNARRÁÐ íslands hefur sent fjármálaráðherra, ríkisendur- skoðanda, umboðsmanni Alþingis og yfirskoðunarmönnum ríkisreikn- ings bréf, þar sem vakin er athygli á nýlegri skýrslu dönsku ríkisendur- skoðunarínnar um lögmæti ýmissa þjónustugjalda þar í landi. I skýrsl- unni er komist að þeirrí niðurstöðu, að meirihluti þeirra gjalda, sem til skoðunar voru, skorti ýmist alla heimild eða séu hærri en sem nem- ur kostnaði við veitta þjónustu og séu því í raun skattar, sem þurfi lagastoð samkvæmt stjórnarskrá. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingpir Verslunarráðs, segir að í skýrslunni komi fram sömu sjónarmið og ráðið hafi haldið fram i sambandi við sölu tollskýrslueyðublaða og spurning sé hvort ekki þurfi að skoða þjónustugjöld á Islandi almennt út frá þessu sjónarmiði. Ríkistollstjóri hóf í febrúar að selja tollskýrslueyðublöð og kosta þau á bilinu 40 til 70 krónur. Verslunarráð íslands mótmælti þessari gjaldtöku, lét prenta sams konar eyðublöð og bauð félagsmönnum sínum þau þeim að kostnaðarlausu. Tollyfirvöld hafa hins vegar neitað að taka við þeim eyðublöðum. í kjölfar neitunarinnar hvatti Verslunarráð félagsmenn til að leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og ritaði hann fjár- málaráðuneytinu bréf fyrr í sumar, þar sem farið var fram á að það gerði grein fyrir á hvaða lagaheimild gjaldtakan væri byggð og hvers vegna tollyfirvöld tækju ekki við eyðublöðum ráðsins. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að nýlega hafi danska ríkisendurskoðunin sent frá sér skýrslu, þar sem sömu sjónarmið komi fram í sambandi við þjónustu- gjöld og ráðið hafi haldið fram í deil- unni um tollskýrslueyðublöðin. Þar segi meðal annars, að ef þjónustu- gjöld séu hærri en sem nemur kostn- aðinum við þjónustuna, þá sé í raun um skatt að ræða. Jónas segir að þingkjömir yfir- skoðunarmenn ríkisreiknings f Dan- mörku hafi tekið undir sjónarmið rík- isendurskoðunarinnar og hvatt til þess að innan hvers ráðuneytis yrði gerð gangskör að því að finna þjón- ustugjöldunum nauðsynlega laga- stoð. Málið sé nú hitamál í Dan- mörku og hafi þingmenn Jafnaðar- manna, Sósíalíska þjóðarflokksins og Framfaraflokksins, sem saman hafí meirihluta á þingi, hótað að bera fram vantraust á dómsmálaráðherra landsins vegna þess að hann neitar að endurgreiða oftekin gjöld. Jónas segir að Verslunarráð hafi ítrekað bent á að sala tollskýrslu- eyðublaðanna væri í eðli sínu skatt- lagning þar sem gjaldtakan væri langt umfram kostnað og þyrfti hún því fullnægjandi lagastoð miðað við kröfur stjórnarskrárinnar. Danska ríkisendurskoðunin hefði í skýrslu sinni svarað þessari grundvallar- spurningu á sama veg. Jónas segir að lokum að í ljósi þessarar athygl- isverðu skýrslu vakni spurningur um hvort kannað hafi verið hvernig þess- um málum sé háttað hér á landi. Þjónustugjöld þurfi ekki í sjálfu sér að vera slæm en þau megi ekki nota til að dylja skattheimtu. TILBOÐ VIKUNNAR PYLSX3TBÍÓ HVt^g’c°A1.08K< IBKA' 08 BG pr/paldál AÐI3B' 862,- HONlG ' Aðub — 83,- hollensk. h^9r 250 GR- dole ferskurananas stykkicaiák 1 STK. KJTKAT FlNGERS 3x4 ÁÐUR 149,- HAGKAUP - alU í einni ferö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.