Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 HRÆSNIN LIFIR ENN eftir Gunnlaug Þórðarson Fljótlega eftir að ég hóf störf í Stjómarráðinu, nánar til tekið fé- lagsmálaráðuneytinu, um miðja öld- ina, komst ég að því að sumir sam- starfsmanna fengu aukaleg laun fyrir óunna yfirvinnu eða á annan hátt. Farið var með þetta sem trún- aðarmál. Þessum mönnum hafði tek- ist að væla út hærri laun vegna þess að þeir sögðust ekki geta lifað á föstu laununum. Ráðherrar höfðu nefnilega í hendi sér að geta mis- munað undirmönnum sínum og þá gengu ýmsir á lagið. Mér var ljóst að þessar aukagreiðslur voru ekki fyrir afrek í starfi heldur einfaldar geðþótta ákvarðanir góðhjartaðra ráðherra. Mér þótti þetta siðleysi. Hvorki var í samræmi við skaphöfn mína að leita í auðmýkt eftir slíku né að vilja spilla fyrir þessum launahækk- unum samstarfsmanna minna. Sennilega hefði ég þegið svona auka- greiðslur hefðu mér boðist þær. Til þess kom ekki og síst frá ráðherrum, sem voru flokksbræður mínir, enda hef ég ætíð verið laus við alla já- mennsku. Það furðulega var að er ég aflaði mér aukatekna í frítímum 'Jriiinifih wmr Vandaður og fallegur sundfatnaður á börn og full- orðna í miklu úrvali. Einnig töskur, töfflur, sund- hettur og gleraugu. Verð við allra hæfi. Fæst í helstu sportvöruverslunum og deildum. GÆÐI og GLÆSILEIKI frá TRIUMPH SPORT. S I r M A I L I í N A N F R A KX-T 2386 BE Simi Verð kr. 12332 stgr. með slmsvara — Ljós I takkaborði — Utfarandi skila- boð upp I ’/2 mln. — Hver móttekin skilaboð geta verið I 2Vz mln. — Lesa má inn eigin minnisatriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort simsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraöval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátaiara — Veggfesting. KX-T 2365 E Verð kr. 10349 stgr. Skjásimi, sem sýnir klukku, simanúmer sem val- Ið er, tlmalengd slmtals — Handfrjáls notkun — 28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja sfmanúmer I skamm- tima endurvalsminni — Hægt að geyma við- mælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja slmanúmer I minni á meóan talað er — Veggfesting. KX -T 2322 E KX-T 2342 E Verð frá kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera mínni, þar af 6 númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er að setja slðast valda númer I geymslu til endur- hringingar, einnig er hægt aö setja simanúmer I skammtlma minni á meöan talaö er — Tónval/ púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 stilling- ar fyrir hringingu — Veggfesting. PANAFAX UF 121 Verðkr. 64.562,- stgr. Teiefaxtæki með 10 númera skammvals- minni — Allt frá stuttum orösendingum til Ijósmynda — Sendir A4 slöu á aöeins 17 sekúndum — í fyrirtækið — Á heimiliö. FARSIMI Verð frá kr. 96.775 stgr. Panasonic farslminn er léttur og meðfærilegur, vegur aöeins 4,9 kg. og er þá rafhlaöan meðtalin. Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert sem er, en einnig eru ótal möguleikar á að hafa simtækið fast í bllnum, bátnum eða sumarbú- staðnum. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 mínum með leiðsögu erlendra ferða- manna fann einn ráðherrann að því. Mér datt ekki í hug að taka mark á svo þröngum hugsunarhætti, því ég taldi „túrisma" vera framtíðarat- vinnugrein, sem styðja þyrfti við á allan hátt. Vildi ég leggja mitt af mörkum, en í þá daga var oft skort- ur á fararstjórum. Heldur siðleysið velli? Auðvitað var öllum hugsandi mönnum ljóst að þessi mismunun á launum embættismanna var siðlaus. Tilraunir hafa verið gerðar til að afnema þetta siðleysi, en ekki lukk- ast að því, er ég best veit. Ljóst má vera að með breytingu á lögunum um kjaradóm hugðust æðstu menn í þjónustu þess opinbera ná í laun til jafns við þá, sem væru hæstlaunaðir í einkageiranum, enda eðlileg viðmiðun. Um leið skyldi öll hin geðþóttafulla mismunun í laun- um afnumin. Réttur úrskurður Þegar Kjaradómur hafði loks úr- skurðað réttilega með því að miða m.a. við laun forustumanna í laun- þega- og vinnuveitendasamtökun- um, kom á daginn að einmitt þeir menn höfðu miklu hærri laun en ráðherrar og alþingismenn. Sama mun vera að segja um t.d. banka- stjóra og æðstu menn í fjölmiðlageir- anum. Það merkilega við þessa upp- götvun var það ramakvein, sem Asmundur Stefánsson rak upp og barði sér á bijóst og úthrópaði Kjara- dóm fyrir að hafa verið að starfi líkt og væri í helli uppi á reginfjöllum fjarri allri mannabyggð. Hræsnin lifir Hræsni ýmissa trúnaðarmanna í launabaráttunni er dæmalaus. Þeir höfðu mánuðum saman bitist um örfá prósentubrot og smánarlegar launabætur, hafandi sjálfir laun og aukatekjur, er námu um hálfri millj- ón á mánuði eða meira. Það var eins og þessir menn teldu sig vera yfir þjóðfélagið hafna. Þess- ir menn hljóta að vera rúnir öllum trúnaði eftir að þetta varð ljóst. Smánarleg laun hæstaréttardómara Auðvitað nær það engri átt, að t.d. hæstaréttardómarar séu ekki einu sinni hálfdrættingar á við þessa áðurnefnda menn. Mér er óskiljan- legt hve laun hæstaréttardómara hafa verið lág í samanburði við aðra og það áratugum saman og er til vansæmdar. Embætti hæstaréttar- Gunnlaugur Þórðarson dómara eru þau þýðingarmestu í þjóðfélaginu, enda eru þeir einu embættismennimir, sem eru varðir af stjómarskránni í starfi. Vegna breyttra viðhorfa frá því þau ákvæði vom fyrst sett og lög er ástæðu- laust að þeir haldi fullum launum til æviloka, er þeir láta af störfum fyrir aldurs sakir við 65 ára aldur. Það var og miður er þeir hættu að sitja í réttinum til sjötugs eins og áður var, því á efri áram hljóta menn að hafa náð mestri reynslu og þroska. Slík mismunun milli emb- ættismanna ætti ekki að viðgangast meðal okkar. Eins er óeðlilegt að menn, sem gegnt hafa ýmsum emb- ættum um ævina, hækki í launum við að fara á eftirlaun vegna fjölda lífeyrissjóða, eðlilegar er að um eina slíka greiðslu væri að ræða. Þó nú Kjaradómur kveði upp ann- an úrskurð, á Alþingi eftir að íjalla um bráðabirgðalögin og þá er vafa- samt að þingmenn vilji afsala sér launahækkunum líkt og hin endem- isfrægu orð forseta Alþingis gefa til kynna. Eins er ósennilegt, að það stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins að fækka þingsætunum í 40 verði nokkurn tíma að veruleika, ef þingmenn eigi sjálfir að ákveða það. Sú fækkun yrði íslensku þjóðinni til mestra heilla, svo minnst sé orða Ólafs pás. Reykjavík, 9. júlí Höfundur er hæstaréttarlögmaður ísland — friðarland Getur tsland orðið miðstöð friðargæslu? eftir séra Ingólf Guðmundsson Og þessi blettur, öllum frjáls og fagur, friðmannsins draumaland á bak við hafið, bauð fyrstu gestum einverunnar unað, ósnortið land og gróðurskrúði vafið; þögn þess var ofin elfarniði og lindar, ilmreyr í skógi, hvönn í gili og mó og friðarhöfn á hvítalygnum vogi hveijum er langveg fór um krappan sjó. Þannig kvað Guðmundur Böðv- arsson í hátíðaljóði 1974. Þessi sýn og þessi tónn á sér vísast hljóm- grunn í hug og hjarta margs land- ans. Getur Island orðið slíkt friðar- land? Full ástæða er til að spyija þannig og leita vandlega svara. Getur Island orðið miðstöð friðar- gæslu? Við leggjum nokkuð til frið- argæslu og fögnum því ef landar okkar njóta trausts í slíkum verkefn- um. ísland er vel sett miðað við Vest- urheim, Evrópu og Asíu (Japan) og við eigum ekki hagsmuna að gæta í vopnaframleiðslu og viljum forðast tengsl við vopnasölu. Þessa dagana gefst gott tilefni til KVEIKIR ^ KVEIKJUÞYKKNIÁ GRILLIÐ SEIGFLJOTANDIOG KVEIKIR ÞVIAÐEI BRENNUR LYKTAR- OG REYKLAUST SÓTAR EKKI MJÖG DRJÚGUR UMHVERFISVÆNN HREINN Barónsstíg 2 • Pósthólf 5074 Reykjavík SfflGRjfcBMHB* aoitv««a»frvÍAö£Wf ÍKOtUWJUIW Samþ; namálastofnun Ingólfur Guðmundsson að hugleiða þessi mál í fullri alvöra. Velkominn sé friðmaðurinn Ric- hard von Weizsácker í þetta drauma- land á bak við hafið. Hann er eitt helsta friðarafl á álfunni með ögun á eigin þjóð og sáttfýsi og sanngimi í skiptum við aðrar þjóðir. Ég hvet alla landa mína til þess að gefa orð- um hans gaum í þessari íslandsheim- sókn sem og á öðrum vettvangi. Hvaðan kemur svo fjármagnið? Er ekki arðinum af friðargæslu- starfseminni á Miðnesheiði vel varið - til friðargæslumiðstöðvar? Höfundur er héraðsprestur í Reykja víkurprófastsdæm um. ÍELFA VORTICE VIFTUR AUKIN VELLÍÐAN! Loftspaðaviftur í hvífu, kopar, stáli og svörtu. e> Borðviftur Gólfviftur Fjölbreytt úrval - hagstætt verð! Einar Farestveit & Co.hf Borgartúni 28 — S 622901 og 622900 iinni-i-n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.