Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 _____BUMKRÐECKHT ////A SUMARTILBOÐW wr^fscT KR. 4.990 B)l»jl!»!tUff Söiustaðir um land allt SINDRI ■sterkur í verki SLÍPIROKKUR 4i/?" 720W HLEÐSLUBORVEL 7,2V bd 60; HRISTARI 1/4 ORK aoi í VINNUBORÐ w, BORVELMEÐ OLLU 13MM 550W bdisjr BORGARTÚNI 31 • SÍMI 6272 22 Ingigerður Einars- dóttir - Minning Amma Ingigerður er látin, hvað er það þó 93 ára gömul kona gefí upp öndina, eðlilegur og sjálfsagður hlutur í sjálfu sér, bara ef þetta væri ekki hún amma mín. Það eru þessi persónulegu nánu vina- og ættartengsl sem skipta svo miklu máli alls staðar í þessum heimi okkar, sem gera lífið svo dásamlegt ef við kunnum aðeins að taka því eins og hún amma mín gerði og kenndi fólkinu sínu með góðu for- dæmi alla ævi. Aldrei annað en jákvæðir hlutir, aldrei kvartanir um að einn eða neinn hefði það betra en annar. Alltaf hin örugga sanna trú á hinn hæsta höfuðsmið og skapara himins og jarðar og örugga vissu um áframhald í öðru lífi fyrir okkur öll að þessu loknu. Mér var oft hugsað til þess þeg- ar við ræddum saman og hún sagði mér sögur úr lífinu frá því í gamla daga að aldrei muni nokkur kyn- slóð hafa upplifað aðrar eins framf- arir á sviði tækni og vísinda og hún amma mín, þrátt fyrir það að mannssálin og mannslíkaminn breyttust ekki neitt. Bíll, flugvél, já vegir og brýr, ekkert af þessu var til í hennar æsku og unglingsár- um. Sjálfsagður hlutur eins og brú yfír Lagarfljót var óþekkt, hvað þá heldur minni ár. Frásögumar af því hvemig stóru viðarbútunum frá Reyðarfirði var komið yfir vegleysu upp á Hérað er verið var að byggja Lagarfljótsbrúna knýr mann til að hugsa eilítið eins og fólk gerði á þeim tímum. Eða þá sögur hennar af heilsufari landsmanna á þessum tíma. Faðir hennar og nafni minn var sá eini sem upp komst af sjö systkinum og á einu og sama árinu missti móðir hans mann sinn og fimm böm, sennilega allt úr berkl- um, sem þá vom að byija að heija á ísland af fullum krafti. Tvær heimsstyijaldir lifði hún amma mín. Kjarnorku- og vetnis- sprengjuna, fæðingu og fall heims- velda, ekki með því að lesa sögur, heldur með því að fylgjast með hlutunum þegar þeir gerðust raun- verulega. Hún fæddist á Kirkjubæ í Hró- arstungu 2. október 1898. Foreldr- ar hennar voru Einar prófastur Jónsson, síðar á Hofi í Vopnafirði og Kristín Jakobsdóttir. Ingigerður var lang yngst fjögurra systkina en þau voru Vigfús sem síðar varð skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu, Sigríður kennari sem dó ung og Jakob prófastur á Hofi í Vopnafirði eftir föður sinn. Örlögin höguðu því svo að hún amma mín fæddist í sama herbergi og sama húsi og tengdasonur hennar verðandi og faðir minn Sindri Siguijónsson rúmum 20 ámm síðar. Á Kirkjubæ lifði hún svo bemskuárin, fluttist þaðan með foreldrum sínum að Desjamýri í Borgarfirði eystra árið 1909 og þaðan að Hofi í Vopna- fírði 1912, en þar átti hún heima blómaskeið lífs síns, fyrst sem prestsdóttir og síðan sem eiginkona ráðsmannsins þar Helga Tryggva- sonar, síðar bókbindara og þekkts bókamanns úr bókaheimi Reykja- víkurborgar og vom þau gjaman eftir það kennd við Hof. Við barna- bömin nutum svo góðs af því að frændi okkar bauð okkur að vera í sveit hjá sér sumar eftir sumar. Urðu því sögumar hennar ömmu, sérstaklega um laxveiðina þegar dregið var fyrir sérlega áhugaverð- ar fýrir ungan veiðimann, þegar oft fengust 20-30 laxar í einum fyrirdrætti á góðum stöðum í ánni. En er séra Jakob lét af störfum höfðu faðir og sonur þjónað Hofs- prestakalli samfellt í meira en hálfa öld. Fyrir seinna stríð flytja þau svo til Reykjavíkur afi og amma, en þar sem ég varð ekki til fyrr en í miðju stríði eru mínar fyrstu bem- skuminningar frá ömmu undir lok stríðsins er hún bjó úti á Grímsstað- arholti á Lóugötu 2. Lóugata 2 fannst mér alla tíð bera af öðrum heimilum manna eins og gull af eiri og hápunktur tilverunnar í „den tid“ var að fá að gista hjá afa og ömmu og notaði ég gjarnan öll ráð tæk til þess. Alla tíð síðan hefur hún verið hinn fasti hornsteinn í mínu lífi og minnar fjölskyldu og fyrir okkur barnabörnin var hún sífellt ljósi punkturinn í tilverunni sem aldrei bar skugga á. Kona sem smitaði frá sér mannkostum, kær- leika og Guðsblessun með því einu að vera sú sem hún var. Hún náði að halda fjölskyldu sinni saman streitulaust á einstæðan hátt, þannig að öllum leið vel bara að vera nálægt henni. Framan af voru jólaveislur ömmu og afa einn af hápunktum jólanna þar sem börn og barnabörn og síðar barnabarna- böm komu saman. Þegar námi mínu lauk og ævistarfíð byijaði urðum við viðskila, næstum áratug, þó þannig að hún kom að heim- sækja okkur út til Álaborgar í júlí- mánuði 1972 og var það með kær- komnari heimsóknum á meðan á dvöl okkar í Danmörku stóð. Þá upplifði ég einstæðan atburð er ég keyrði ömmu og afa, ásamt mömmu og pabba niður til Kolding. í Kolding hafði amma verið á hús- mæðraskóla árið 1919. Ég hafði enga nákvæma leiðarlýsingu annað en það sem amma sagðist þekkja vel hvar skólinn væri, hann væri Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir scm vilja vanda til hlutanna, eða beijast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt er að mála með honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vemd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er u, málninghlf - það segir sig sjdlft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.