Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992
•í&teytceup&si,
<pj<z£<z<A<astei,.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Minning:
Jóhanna Jensen
frá Eskifirði
Fædd 3. nóvember 1904
Dáin 6. júlí 1992
Við kveðjum í dag Jóhönnu Jen-
sen frá Eskifirði, sem lést á Land-
spítalanum mánudaginn 6. júní á
88. aldursári. Við lok samfylgdar
m
ÍSLENSK
VERSLUN
TOLLAR - VÖRUGJÖLD
FUNDUR IVIEÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA
ÍSLENSK VERSLUN (Bílgreinasambandið, Félag (slenskra
stórkaupmanna og Kaupmannasamtök íslands), boðar til
hádegisverðarfundar í dag, fimmtudaginn 16. júlí,
kl. 12.00 í Hvammi, Holiday Inn.
Gestur: FRIÐRIK SÓPHUSSON
fjármálaráðherra
Tilefni: NÝTT FRUMVARP TIL LAGA
UM TOLLA OG VÖRUGJÖLD
Frumvarpið verður til afgreiðslu á sumarþingi
nú í ágúst. Er það fram komið vegna EES
samningsins og með því gerðar veigamildar
breytingar á almennum tollum, ytri toilum,
vörugjöldum, tollaafgreiðslu o.fl. Auk þess
veitir frumvarpið víðtækari heimildir
til álagningar jöfnunartolla á matvæli.
Fundurinn er öllum opinn.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.000,-.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 678910.
Birgir R. Jónsson, formaður
ISLENSKRAR VERSLUNAR
minnar við hana, sem varð alltof
stutt, langar mig að kveðja hana
með örfáum orðum.
Ég kynntist Jóhönnu fyrst á
björtum sumardegi árið 1989 í
mannfagnaði á heimili foreldra unn-
ustu minnar, Soffíu Huldar Frið-
bjamardóttur. Ég man glöggt eftir
fyrsta samfundi okkar Jóhönnu.
Þegar ég kom í húsið stóð hún á
miðju stofugólfi innan um aðra
veislugesti með sérrístaup í hendi
og horfði til dyranna og brosti til
mín þegar ég kom inn. Á þessu
augnabliki, sem ég sá hana, kom
mér ekki annað í hug en ganga
rakleitt til hennar og kynna mig
fyrir henni.
Jafnvel þótt örlaði fyrir feimni
hjá henni í garð ókunnugra var
Jóhanna það sterkur persónuleiki
að aðrir gátu fallið í skuggann af
henni. Hún dró til sín athygli fólks
án þess að vita af því. Ef til vill
hjálpaði það nokkuð til að hún var
allaf glæsileg til fara. Við töluðum
lengi saman þama í stofunni og við
lok þeirra samræðna fannst mér
eins og við hefðum þekkst mjög
lengi. Það var gaman að ræða við
Jóhönnu. Sumt fólk er þannig að
strax við fyrstu kynni líður manni
vel í návist þess.
Síðan em liðin þijú ár og fjöldi
stuttra samvemstunda með henni
og eftirlifandi eiginmanni hennar,
Hannesi Gamalíelssyni, á heimili
foreldra Soffíu og á elliheimilinu
Grand, þar sem hún bjó síðustu
árin.
Jóhanna hafði hlýtt hjarta og var
ein af þeim sem sá bjartar hliðar á
öllu. Hún hafði ekki „áhyggjur af
ungdóminum" eins og margir aðrir.
Þeir mannkostir sem verkuðu mest
á mig í fari hennar var höfðings-
skapurinn, glaðlyndið, hreinskilnin
og hin andlega og líkamlega reisn,
sem einkenndu hana til dauðadags.
Jóhanna Jensen var höfðingi. Jafn-
vel þótt þijú ár séu ekki langur tími
á vinabraut vora þau innihaldsrík
fyrir mig. Ég geri mér nú grein
fýrir að vinátta okkar markaði dýpri
spor í sand minninga minna um
ISLANDSMOTIÐ
SAMSKIPADEILD
••
KOPAVOGSVOLLUR
- AÐALLEIKVANGUR
Breiðablik - FH
í kvöld kl. 20
Mætum
og sjáum spennandi leik.
hana en mig óraði fyrir. Fólk með
sterkan persónuleika á það til að
bregða sér í líki þjóðsagnapersóna
í minningunni og taka sér varanlega
bólfestu í huganum. Það hefur Jó-
hanna gert. Eg er þakklátur fyrir
að hafa kynnst henni.
Bolli R. Valgarðsson.
Dagur er að kveldi kominn í lífi
föðursystur okkar, Jóhönnu Jensen.
Hún kvaddi þennan heim 6. júlí sl.
sátt við Guð og menn. Banamein
hennar var hjartabilun, en sjúkleik-
ans hafði hún kennt lengi. Hann
bar hún umyrðalaust af hugprýði,
þótt ytri einkenni sjúkdómsins yrðu
henni til nokkurs trafala. Við sem
eftir lifum, getum ekki varist þeirri
hugsun, að við hefðum óskað þess
að hafa hana lengur á meðal okk-
ar. Það er skammsýn eigingimi
okkar. Dauðinn virðist jafnan
ótímabær, og hann er það í þeim
skilningi, að enginn stendur nokk-
um tíma heils hugar upp frá því,
sem honum fínnst eðlileg og ásætt-
anleg allra verka lok. Það er að
þjóna lífínu og náttúra Drottins,
því að veröldin er ný á hveijum
degi og krefst þess að vera tekin
nýjum tökum. Sá „deyr á réttum
tíma“, sem deyr í miðjum klíðum.
Það gerði Jóhanna. Kjaminn og
rauður þráður í lífsverki hennar
öllu var að hjúkra, hughreysta og
styrkja alla, sem áttu erfitt og hún
mátti liðsinni veita.
Hanna, eins og hún var jafnan
kölluð, fæddist 3. nóvember 1904
í Siglunesi við Manítóbavatn í
Kanada. Faðir hennar var Pétur
Wilhelm Jensen, byggingameistari
og síðar kaupmaður og útgerðar-
maður á Eskifirði og stórkaupmað-
ur í Reykjavík. Hann var sonur
Jens P. Jensen, beykis og veitinga-
manns á Eskifirði, og konu hans,
Jóhönnu Pétursdóttur frá Seli. Móð-
ir Hönnu, Þórann Markúsdóttir, var
fyrsta kona Péturs Wilhelms. Hún
var dóttir Markúsar Gíslasonar,
prests að Stafafelli í Lóni. Foreldrar
Hönnu áttu fyrst heima á Eskifirði
og þar fæddist fyrsta bam þeirra,
Markús Einar, árið 1897.
Pétur Wilhelm, faðir Hönnu,
vann að mannvirkjagerð víðar en á
Eskifirði eða í Reykjavík, þar sem
hann hafði hafið störf eftir heim-
komu frá sex ára námi í Kaup-
mannahöfn. Því vora þau Þórann
búsett í Ólafsvík 1899, er þangað
kom „vesturfararagent", og lagði
að mönnum að freista gæfunnar í
Vesturheimi. Einkum var sótzt eftir
iðnlærðum mönnum. Pétur Wilhelm
vann þá aðeins fyrir fjóram krónum
á dag. Þetta vora lítil laun, og erf-
itt var að mótmæla þeim, sem sagði,
að „hér er ykkur svo illa borguð
vinnan, að þið getið aldrei eignast
neitt og þurfið aldrei að búast við
öðra en basli. Hér eruð þið sveltir,
þetta land er ekki fyrir aðra en
embættismenn. Hér ríkir embættis-
vald og útlent verzlunarvald. Hér
getið þið aldrei orðið fijálsir menn
í fijálsu landi.“ í Ólafsvík fæddist
annar sonur þeirra Þórannar og
Wilhelms, Jóhann, en hann andaðist
aðeins sex mánaða gamall. Þar
fæddist þeim einnig fyrsta dóttirin,
Metta María, árið 1899.
Aldamótaárið 1900 byijuðu þau
Wilhelm og Þórann ferð sína til
Kanada með börnin tvö, sem þau
þá áttu á lífi, Markús Einar og
Mettu Maríu. Það var löng ferð og
ströng. Allt, sem sagt hafði verið
um ferðalagið í „ginningarpésum
... til þess að ginna fólk til vestur-
farar og fylla þessa stóra skip-
skrokka og járnbrautarlestir með
góðu og hrekklausu fólki“ reyndist
„tóm loforð og svik“. Litla stúlkan
þoldi ekki hið .ofboðslega ferðalag
og andaðist í fangi foreldra sinna
af hitasótt í yfirfullri, daunillri jám-
brautarlestinni. Fyrsta verk þeirra
í hinum nýju heimkynnum var að
jarðsetja iitlu dóttur sína.
Foreldrar Hönnu settust fyrst að
í Winnipeg hjá ættingjum, en höfðu
þar skamma dvöl. Eftir basl og
fátækt fyrstu árin tókst þeim að
komast í nokkur efni. Þau voru þá
flutt að Siglunesi. Þar fæddist Carl
Friðrik 1901, Jóhanna 1904, eins
og áður greinir, og loks Arnþór í
maí 1906. Foreldrar Jóhönnu flutt-
ust aftur til íslands með bömin fjög-
ur í desembermánuði 1906. Eftir
endurkomuna til íslands settust þau
fyrst að í Kúvíkum í Reykjarfirði á
Ströndum. Þar byggði Wilheim og
stofnaði verzlun. Kari, eldri bróðir
hans, var þar fyrir, og rak hann
einnig verzlun. Tvær verzlanir gátu
naumast þrifizt í jafn fámennri
byggð. Wilhelm flutti því starfsemi
sína til Eskifjarðar 1909, þar sem
hann byggði enn eigin hendi alla
aðstöðu, íbúðarhús, verzlunarhús,
fískhús, lýsisbræðslu, hafskipa-
bryggju og rak öfluga verzlun, út-
gerð og fiskvinnslu. Yngsti albróðir
Hönnu, Jens Peter Thorberg, fædd-
ist á Eskifírði 1908.
Hanna ólst því upp á Eskifírði
frá fímm ára aldri. Foreldrar henn-
ar skildu er hún var tíu ára gömul,
og var Hanna síðan með móður
sinni, en stundum ömmu sinni og
nöfnu, Jóhönnu Pétursdóttur Jen-
sen, eða „maddömu Jensen" eins
og hún var jafnan nefnd á Eskifirði
á þeim tíma. Hálfsystkini Hönnu
urðu átta talsins, yngst þeirra er
Þórir Jensen, stórkaupmaður í
Reykjavík, fæddur 1944.
Eins og bræðumir vandist Hanna
þeim verkum, sem bömum voru
fengin, en það var einkum við físk-
inn á reitunum, auk annars, sem
til féll. Hún var án efa hamingju-
samt bam og kallaði sjálf síðar, að
hún hefði verið „dekurbam". Eitt
sinn þegar hún var smástelpa, hafði
hún eignast tvo jólakjóla. Hún gaf
þegar annan. Hann var söngelsk
og hafði næmt eyra. Hún fékk þess
vegna að læra á orgel hjá organista
staðarins. Við höfum það fyrir satt,
að orgelkennarinn hafí kennt henni
af alúð, þar til einn góðan veður-
dag, að hann kvað upp úr með
það, að nú kynni nemandinn meira
en kennarinn og mál væri því að
linni.
Nítján ára gömul fór Hanna í
Kvennaskólann í Reykjavík og nam
þar einn vetur, en varð að hverfa
frá námi, vegna þess að efni hrukku
þá ekki til lengra náms. Þá fór hún
til Kaupmannahafnar og starfaði
þar sem aðstoðarmaður við heimil-
ishald um nokkurt skeið. Eftir
stutta heimsókn til íslands fór hún
aftur utan og hóf nú störf við hjúkr-
un hjá St. Jósefssystram á sam-
nefndu sjúkrahúsi í Kaupmanna-
höfn. Á þessum tíma kynntist hún
íslenskum stúlkum, sem einnig
störfuðu við heimilisaðstoð í Kaup-
mannahöfn og tengdist þeim vin-
áttuböndum. Einnig kynntist hún
nú náið ættingjum sínum í föður-
ætt, en afi hennar áðumefndur,
Jens Peter Jensent var aldanskur
og hafði flutzt til Islands skömmu
fyrir 1870. Það tókst djúp vinátta
með Hönnu og hinum dönsku ætt-
ingjum hennar, gagnkvæm virðing
og ræktarsemi, sem entist ævi-
langt. Svo voru einnig tengsl henn-
ar við öll ættmenni sín á íslandi,
náskyld eða fjarskyld. Hanna mat
Kaupmannahöfn og dvöl sína þar
afar mikils, og hún vildi jafnan veg
og sóma danskrar menningar sem
mestan í hvívetna og taldi fulla
þörf hjá íslendingum á að rækta
hinn sameiginlega menningararf
íslands og Danmerkur.
Eftir að hafa starfað við hjúkrun
í Kaupmannahöfn um árabil, hvarf
Hanna aftur til íslands og hóf nú
nám í Hjúkranarkvennaskóla Is-
lands og nam þar í 2 ár, en lauk
ekki námi. Þrátt fyrir það vora