Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JUU 1992
Raufarhöfn:
Fyrsta loðnan komin að landi
Raufarhöfn.
SVANUR RE 45 kom með fyrstu Ioðnuna, 644 tonn, inn til Raufar-
hafnar í gærmorgun. Loðnan, sem veiddist á svæði 816, um 100-130
mílur norður af Hraunhafnai’tanga, var góð, en nokkuð mikið um
rauðátu í henni.
Vinna hefst í loðnuverksmiðjunni
í dag. Á heimstíminu mældist loðna
undir skipinu á um 60 mílna kafla,
en loðnusjómenn á Raufarhöfn ætla
að sjá hvernig Svani gengur í næsta
túr, áður en þeir leggja í hann sjálfir.
Svanur komst ekki á miðin aftur
fyrr en seint í gærkvöldi, þar sem
nótin var rifin eftir átök suður á
Færeyjamiðum. Þangað fór skipið
í síldarleiðangur, en fann lítið. Frá
Færeyjum var siglt norður að Jan
Flestar útgerðir
bíða fram í ágúst
LOÐNUVEIÐI íslendinga hefst ekki á næstunni þrátt fyrir að fyrsta
loðnan hafi veiðst. Forsvarsmenn þeirra útgerða er Morgunblaðið
hafði samband við ætla að bíða átekta og stefna að því að hefja
loðnuveiðar í fyrsta lagi í ágúst. Á þessum árstíma er töluverð áta
í loðnunni og þvi erfitt að vinna hana. Jafnframt þessu er loðnuverð
óhagstætt og talsvert til af mjölbirgðum.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna sagði það mjög ánægjulegt
að veiðanleg loðna hefði fundist.
Þessi fundur styrkti þá skoðun að
stofninn væri að vaxa. Nú væri
veiðiheimildin 500.000 tonn en
menn væntu þess að hún yrði millj-
ón tonn. Kristján sagðist álíta að
veiði hæfist ekki almennt fyrr en í
ágúst. Hann benti á að það viðhorf
hefði heyrst að menn ætluðu að
bíða og sjá hvað gerðist hjá norsku
loðnuveiðiskipunum sem væru að
helja veiði. Kristján sagði jafnframt
að gæði loðnunnar ætti eftir að
koma í ljós. Þegar hún hefði verið
veidd á þessum tíma áður hefði áta
verið í henni og loðnan því verið
Ólafsvík:
Tækjum stol-
ið í Mettubúð
BROTIST var inn í Mettubúð, þar
sem björgunarsveitin Sæbjörg í
Ólafsvík hefur aðsetur sitt, og
þaðan stolið ýmsum tækjum.
Innbrotið komst upp seint á
þriðjudagskvöld. Innbrotsþjófarnir
höfðu spennt upp glugga á vestur-
hlið húsins og farið þar inn. Þeir
höfðu á brott með sér tvær handtal-
stöðvar, fjóra áttavita og einn svo-
kallaðan Rambó-hníf.
Alfons.
Erlu í húsgagnaleit?
Svefnsófarnir komnir
Ný sending af 2ja manna svefnsófum með
rúmfatageymslu. 3gerðir. Stærð: 198x130.
Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75
Mayen, þá vestur undir Grænland,
svo aftur til baka og þá fannst loðn-
an.
Þess má geta að Svanur kom
einnig með fyrsta loðnufarminn að
landi á síðustu vertíð, en þá barst
engin loðna á land fyrr en 22. nóv-
ember.
Helgi
Svanur RE á leið inn í Raufarhöfn með fyrsta loðnufarm vertíðarinn-
ar.
lélegt hráefni.
Jóhann K. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf.
á Neskaupstað, sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri í athugun
hjá fyrirtækinu hvort heija ætti
loðnuveiði nú. Að sögn Jóhanns
ætla forsvarsmenn Síldarvinnslunn-
ar að sjá til hver framvindan verður
á þessu máli. Hann sagði að fyrir-
tækið hefði bát tilbúinn til þess að
fara en að bíða ætti með að taka
ákvörðun fram yfir helgina. Svona
sumarglenna hefði komið áður sem
síðan hefði ekki verið meira. Jóhann
sagði að aðalmálið væri að vita
hvort loðnan væri góð.
Magnús Kristinsson, aðstoðar-
forstjóri ísfélags Vestmannaeyja
hf., sagði að ljóst væri að skip
fyrirtækisins færu ekki í loðnu-
veiði fyrr enn í haust. Á seinustu
vertíð hefðu þau ekki farið af
stað fyrr en í janúar. Magnús
sagði að fylgst yrði með því hvað
norsku skipin kæmu til með að
veiða en benti jafnframt á að
verð fyrir loðnu væri ekki gott
og að til væri talsvert af mjöl-
birgðum.
Magnús Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar hf., sagðist ekki
reikna með því að hefja loðnu-
veiði fyrr enn í ágúst. Skip Hrað-
frystihússins væru í rækjuveiði
og gengi vel. Magnús sagði að
samkvæmt því sem hann vissi
væri töluvert af átu í loðnunni og
því yrði erfitt að vinna hana.
GRISRVEISLfl
Óslitin grísaveisla stendur yfir á Aski dagana 16. - 26. júlí.
Þar svigna borð undan girnilegum grísaréttum á sannkölluðu sparigrísaverði!
Minnstu veislugestirnir eru leystir út með grislingapökkum.
Heimsendingarþjónusta á veislutíma - án endurgjalds - fyrir íbúa
Reykjavíkursvæðisins, sími 681344.
ASKUR
Suðurlandsbraut 4a og Suðurlandsbraut 14.
HVÍTA HÚSIÐ / SlA