Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Audvelt hiá Skagastúlkum Skagastúlkur unnu mun örugg- ari sigur á KR-ingum en markatalan gefur til kynna, en mBBHI leiknum lauk með Sigþór 3:1 sigri ÍA. Skaga- Eiríksson stúlkur höfðu mikla skrifar yfirburði í fyrri hálf- leik og gerðu þá öll þijú mörkin. Helena Olafsdóttir það fyrsta á 9. mínútu af stuttu færi eftir að Sigríður Pálsdóttir mark- vörður KR hafði varið aukaspyrnu frá Halldóru Gylfadóttur. Guðlaug Jónsdóttir bætti síðan öðru marki við á 27. mínútu og enn á ný hafði markvörður KR varið skot frá heimastúlkum. Þriðja markið kom tveimur mín- útum fyrir leikhlé og aftur var Guðlaug á ferðinni. Undir lok leiksins komust KR- ingar meira inn í leikinn og virtist eins og Skagastúlkur gæfu eftir. Tveimur mínútum fyrir leikslok minnkaði KR muninn með marki Ömu Kristínar Hilmarsdóttur. Jónína Víglundsdóttir og Guð- laug Jónsdóttir voru bestar í liði ÍA en hjá gestunum var Sigríður Páls- dóttir markvörður best. Sömuleiðis var Kristrún Heimisdóttir örugg í vöminni. Fjörugur leikur í Kópavogi >BREIÐABLIKSSTÚLKUR sigr- uðu lið Stjörnunnar 2:0 á Kópa- vogsvelli í gær og voru bæði mörkin gerð í fyrri hálfleik. Blikar áttu fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig og fengu Sölmörg marktækifæri. Margrét lafsdóttir gerði fyrsta markið fyr- ir UBK á 12. mínútu, fékk knöttinn á vítateig, snéri sér laglega og sendi hann af nákvæmni í bláhomið. Ásta B. Gunniaugsdóttir bætti öðm marki við á 23. mínútu með góðu skoti frá vítateig sem Garðbæ- ingar reyndu að bjarga án árang- urs. Eftir markið komust Stjöm- ustúlkur heldur meira inní leikinn og Auður Skúladóttir átti m.a. skot í innanverða stöngina úr auka- spymu. Elísabet Sveinsdóttir, UBK, átti einnig mjög fast skot úr auka- spymu, en í þverslána. Sjörnustúlkur vom miklu betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en fengu engin umtalsverð færi. Kristrún Daðadóttir fékk hins vegar mjög gott færi eftir sendingu Ástu B. en skaut rétt framhjá. Ásta B. var best í liði Blika og Ragnheiður S. Kristjánsdóttir, sem nú leikur í fyrsta sinn í 1. deild, lék mjög vel í vöminni. Hjá Stjömunni var Auður Skúladóttir góð og einn- ig markvörðurinn Klara Bjartmars. BLAK Fyrsta Íslandsmótíð í strandblaki Fyrirhugað er að halda íslands- mót í strandblaki í sumar og yrði það í fyrsta sinn sem slíkt mót færi fram hér á landi. íslands- mótið verður með þeim hætti að leikið er í þremur hlutum, fyrst á Akureyri og síðan tvívegis í Reykjavík. Á Akureyri verður leiicið 25. og 26. júlí en í Reykja- vík 8. og 9. ágúst og svo aftur 22. og 23. ágúst. Keppt verður í þremur flokkum, karla, kvanna og blönduðum flokki. Tveir em í liði og enginn varamaður. Þeir sem hug hafa á að vera með í fyrsta hluta mótsins geta tilkynnt þátttöku til Stefáns Jóhannssonar í síma 96-26696 eða 30463 eða Bjama Þórhalls- sonar í síma 96-21300 eða 11096 fyrir fímmtudaginn 23. júlí. KAYS / 99S Opið Golfmót á Hvaleyri 18.ÍÚIÍ 18HOLU HÖGGLEIKUR MEÐ OG ÁN FORGJAFAR í KARLA OG KVENNAFLOKKI Glæsileg verðlaun þ.á.m. 5 golfsett með poka fyrir aö vera næstur holu á öllum par 3 holunum Ræst veröur út frá kl. 8.00-15.00 Skráning íá -' v . 53360 KNATTSPYRNA / HATTVISI Morgunblaðið/Emilía Þau fengu viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik. Auður Skúladóttir sem tók við verðlaunagrip fyrir hönd Stjömunnar, Atli Eðvaldsson prúðasti leikmað- urinn sem einnig tók við verðlaunum fyrir hönd KR og Arney Magnúsdóttir Val. Til hliðar standa þeir Eggert Magnússon formaður KSÍ og Einar Einars- son forstjóri Visa-íslands. Þess má geta að Atli hefur áður fengið viðurkenn- ingu fyrir prúðmannlegan leik, í Þýskalandi 1987 er hann lék með Uerdingen. Atli og Arney valin pmðustu leikmennimir Atli Eðvaldsson KR og Arney Magnúsdóttir úr Val vom valdir prúðustu leikmennirnir eftir fyrstu sex umferðir íslandsmótsins. KR var valið prúðasta lið Samskipa- deildarinnar og Stjaman prúðasta lið 1. deildar kvenna. KSÍ og Visa-ísland stóðu að við- urkenningunum sem veittar eru þeim liðum og leikmönnum sem sýnt hafa prúðan og drengilegan leik. Aðilamir gerðu með sér tveggja ára samning og verða við- urkenningar veittar þrisvar á keppnistímabilinu. HJÓLREIÐAR / TOUR DE FRANCE Fignon ekki dauður úr öllum æðum GAMLA kempan Laurent Fign- on frá Frakklandi vann 11. legg Tour de France hjólreiða- keppninnar í gær. Laurent Duf- aux frá Sviss varð i öðru sæti og Daninn Per Pedersen kom þriðji í mark. Pascal Lino frá Frakklandi heldur enn foryst- unni og Miguel Indurain, sem er í öðru sæti, er enn 1.27 mín. á eftir honum, en þeir komi í mark á sama tima i gær. Fignon, sem sigraði í keppninnni 1983 og ’84, hjólaði kílómetr- KNATTSPYRNA ana 249 frá Strasborg til Mulhouse á sex klukkustundum 30.49 mínút- um. Laurent Dufaux kom í mark 12 sek. á eftir honum og var sjónar- mun á undan Dananum Pedersen, sem mældist á sama tíma. Hópur af öðrum hjólreiðamönnum kom í mark 10 sek. á eftir þeim, en þar á meðal voru Lino og Indurain. Hjólreiðamennirnir taka það ró- lega í dag í Dole í frönsku Júrafyöll- unum, en á morgun verður hjólað um Alpana. Þorsteinn í FH ÞORSTEINN Halldórsson hefur gengið til liðs við FH. Þor- steinn, sem leikið hefur með KR undanfarin ár, hefur lítið fengið að spreyta sig í sumar með KR-liðinu, og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri aðal ástæðan fyrir skiptunum. Þorsteinn Halldórsson orsteinn sagði að þetta hefði borið mjög brátt að. Forsvars- menn FH hefðu haft samband við hann seint á þriðjudagskvöldið, og um hádegi í gær hafi endanlega verið gengið frá skiptunum. Njáll Eiðsson, þjálfari FH, sagði að Þorsteinn kæmi til með að styrkja FH hópinn mikið. Þeir hafi átt í vandræðum vegna meiðsla og því veitti þeim ekki af að fá nýja inn í hópinn. Þorsteinn var samningsbundinn KR-ingum og verðlagður sam- kvæmt reglugerð KSÍ um félaga- skipti upp á 250 þúsund krónur. Það gjald verður FH að greiða KR innan tveggja mánaða. Þorsteinn verður löglegur með FH þegar liðið leikur gegn KA á Kaplakrikavelli 26. júlí nk. Lið Þróttar styrklst Reykjavíkur-Þróttur fékk tvo nýja leikmenn í gær. Magnús Páls- son skipti úr FH í Þrótt og Axel Comes skipti úr Leikni. Magnús hefur lítið fengið að leika með FH-liðinu en hann er miðjuleikmað- ur og margir slíkir hafa verið í röð- um FH-inga. Comes er markvörður og kemur það sér vel fyrir Þróttara því Guðmundur Erlingsson mark- vörður er meiddur og getur ekki leikið með á næstunni. 4 4 í 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.