Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ mumvMQU IPKUTTIK FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 ot 47 ■$■ KNATTSPYRNA Framarar gegn Kaiserslautem EINS og oftar þegar dregið er í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu eru íslensku félögin misheppin með mótherja. Dregið var í Sviss í gær og fengu íslandsmeistarar Víkings lið CSKA Moskvu frá Rússlandi, Valur lendir á móti Boavista frá Portúgal og Fram á móti Kaiserslautern frá Þýskalandi. Oll íslensku liðin eiga heimaleik fyrst; Fram leikur þriðjudaginn 15. september, Víkingur daginn eftir og Valur fimmtudaginn 17. september. Síðari leikirnir verða í lok september. Hér má sjá dráttinn í heild: Evrópukeppni meistaraliða AC Milan (Italíu) - Ljubljana (Slóveníu)/Tallinn (Eistlandi) Poznan (Póllandi) - Klakksvík (Færeyjum)/Riga (Lettlandi) PSV Eindhoven (Hollandi) - Zalgiris Vilnius (Litháen) Barcelona (Spáni) - Víkingur Stavanger (Noregi) Kuusyi Lahti (Finnlandi) - Dinamo Búkarest (Rúmen(u) Glasgow Rangers (Skotíandi) - Lyngby (Danmörku) Slovan Bratislava (Tékkósl.) - Ferencvaros (Ungveijalandi) Austria Memphis (Austurriki) - CSKA Sofia (Búlgaríu) Sion (Sviss) - Shelbourne (írlandi)/Simferopol (Úkraníu) US Luxemborg (Luxemborg) - FC Porto (Portúga!) ■VlKINGUR - CSKA Moskva (Rússlandi) FC Brúgge (Belgíu) - Valletta (Malta)/Tel Aviv (ísrael) AEK Aþena (Grikklandi) - Apoet Nicosia (Kýpur) IFK Gautaborg (Svíþjóð) - Besiktas Istanbul (Tyrklandi) Glentoran (N-Irlandi) - Marseille (Frakklandi) Stuttgart (Þýskalandi) - Leeds United (Englandi) ■Leikir i forkeppninni verða leiknir 19. ágúst og 2. september, en leikimir í 1. umferð 16. og 30. september. Evrópukeppni bikarhafa FORKEPPNI: Maribor Branik (Slóveníu) - Hammn Spartans (Möltu) Strömsgodset (Noregi) - Hapoel Petach Tikva (Israel) Vaduz (Liechtenstein) - Odessa (Úkraníu) B 1936 (Færeyjum) - Beggen (Luxemborg) 1. UMFERÐ: Mónakó (Frakklandi) - Miedz Legnica (Póllandi) Trabzonspor (Tyrklandi) - Palloseura (Finnlandi) Bohemians (írlandi) - Steaua Búkarest (Rúmeníu) Olympiakos (Grikkl.) - Vaduz (Litchens.j/Odessa (Úkranfu) ■VALUR - Boavista (Portúgal) Airdrie (Skotlandi) - Sparta Prag (Tékkóslóvakíu) Glenavon (N-írlandi) - Antverpen (Belgíu) Admira Wacker (Austurríki) - Cardiff City (Wales) Parma (Ítalíu) - Ujpesti Torna Egylet (Ungveijalandi) AIK Stokkhólmi (Svíþjóð) - Árhus (Danmörku) B 1936 (Færeyjum)/Beggen (Luxemb.) - S. Moskva (Rússlandi) Liverpool (Englandi) - Apollon Limassol (Kýpur) Levski Sofia (Búlgaríu) - Luzem (Sviss) Maribor (Slóveníu)/Hamrun (Möltu) - Atletico Madrid (Spáni) Feyenoord (Hollandi) - Strömgodset (Noregi)/Hapoel (Israel) Werder Bremen (Þýskalandi) - Hannover (Þýskalandi) UEFA-keppnin Hibernian (Skotlandi) - Anderlecht (Belgfu) Valencfa (Spáni) - Napolí (Italíu) Amhem (Hollandi) - Derry City (N-írlandi) Neuchatel Xamax (Sviss) - Frem Kaupmannahöfn (Danmörku) Salzburg (Austurríki) - Ajax Amsterdam (Hollandi) Real Sociedad (Spáni) - Vitoria Guimaraes (Portúgal) Sheffield Wed. (Englandi) - Spora (Luxembourg) París St Germain (Frakklandi) - PAOK Salonika (Grikklandi) Örebro (Svíþjóð) - Mechelen (Belgíu) Caen (Frakklandi) - Real Zaragoza (Spáni) VAC Izzo (Ungveijalandi) - Groningen (Hollandi) ■ FRAM - Kaiserslautern (Þýskalandi) Manchester United (Englandi) - Torpedo Moscow (Rússlandi) Köln (Þýskalandi) - Glasgow Celtic (Skotlandi) Portadown (N-írlandi) - FC Liege (Belgíu) Palloiljjat (Finnlandi) - FC Kaupmannahöfn (Danmörku) Lodz (Póllandi) - Eintracht Frankfurt (Þýskalandi) Norrköping (Svíþjóð) - Tórínó (Ítalíu) Hearts (Skotlandi) - Slavia Prag (Tékkóslóvakfu) Dynamo Moscow (Rússlandi) - Rosenborg (Noregi) Juventus (lta.Hu) - Famagusta (Kýpur) Locomotiv Plovdiv (Búlgaríu) - Auxerre (Frakklandi) Dynamo Kiev (Úkranfu) - Rapid Vienna (Austurríki) Panathinaikos Aþena (Grikklandi) - Electr. Craiova (Rúmenía) Benfica (Portúgal) - Belvedur Izola (Slóveníu) Swarovski Tirol (Austurríki) - AS Roma (Ítalíu) Olomouc Sigma (Tékkóslóvakíu) - Univ. Craiova (Rúmenfu) Katowice (Póllandi) - Galatasaray (Tyrklandi) Floriana (Möltu) - Dortmund (Þýskalandi) Real Madrid (Spáni) - Pol. Timisoara (Rúmenía) Botev Plovdiv (Búlgaría) - Fenerbahce (Tyrklandi) Grasshoper (Sviss) - Sporting Lissabon (Portúgal) Fram - Þór 0:2 Laugardalsvöllur - íslandsmótið í knattspymu, 1. deild - Samskipa- deild - miðvikudaginn 15. júlf 1992. Aðstæður: Sólskin, hægur andvari, völlurinn leit ágætlega út. Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson (33. og 84.) Gult spjald: Lárus Orri Sigurðsson, Þór (56.), Valdimar Kristófers- son (65.) og Steinar Guðgeirsson (90.) Fram, öll spjöldin fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gunnar Ingvarsson. Lfnuverðir: Sæmundur Vfglundsson og Einar Sigurðsson. Fram: Birkir Kristinsson - Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Stein- ar Guðgeirsson - Ásgeir Ásgeirsson (Guðmundur Gfslason 74.), Ríkharður Daðason, Kristinn R. Jónsson (Jón Sveinsson 77.), Pétur Arnþórsson, Ingólfur Ingólfsson - Valdimar Kristófersson, Jón Erling Ragnarsson. Þór: Lárus Sigurösson - Þórir Askelsson, Júlfus Tryggvason, Hlyn- ur Birgisson - Ásmundur Amarson, Halldór Áskelsson, Sveinbjörn Hákonarson, Láras Orri Sigurðsson, Sveinn Pálsson, Ámi Þór Ámason - Bjarni Sveinbjömsson. Sveinbjörn Hákonarson, Þór. Lárus Sigurðsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson, Þórir Áskelsson, Láras Orri Sigurðsson, Halldór Áskelsson, Bjarni Svein- björnsson, Þór. Steinar Guðgeirsson, Pétur Arnþórsson, Ríkharð- ur Daðason, Fram. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Sveinn Pálsson og Ríkharður Daðason beijast um boltann í leiknum í gær, og Júlíus Tryggvason fylgist grannt með á milli þeirra. Sanngjam Þórssigur ÁRANGUR Þórsara gegn Fram þetta sumarið gæti ekki verið betri. í fyrstu umferðinni sigr- uðu þeir Fram 1:0 á Akureyri, og á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi bættu þeir um betur, sigruðu 0:2, og var sigur þeirra sanngjarn. Þórsarar hafa því aftur blandað sér í toppbarátt- una í 1. deild eftir tvo tapleiki í röð. Fyrri hálfleikur var í daufari kantinum. Framarar voru heldur meira með boltann fyrsta hálftímann, en það Stefán var wrn Þórs sem Eiríksson réði gangi leiksins. skrífar Hlynur Birgisson hafði góðar gætur á hinum skæða sóknarmanni Valdi- mar Kristóferssyni og Þórir Áskels- son leit vel eftir Jóni Erling Ragn- arssyni, og skapaðist því aldrei veruleg hætta fyrir framan mark Þórs í fyrri hálfleik. Ríkharður Daðason átti að vísu hættulegan skalla rétt yfir mark Þórs á sjöttu mínútu, en það var líklega undan- tekningin sem sannaði regluna. Þórsarar lögðu áherslu á varnar- leikinn fyrsta hálftímann, og biðu þolinmóðir eftir réttu tækifærun- um. Eitt slíkt kom á 33. mínútu og skoraði Bjarni Sveinbjörnsson þá fyrsta markið eftir frábæran undirbúning Sveinbjarnar Hákonar- sonar. Lið Þórs, sem stillt var á varnarleik og skyndisóknir, var því komið í þægilega stöðu. Síðari hálfleikur var öllu fjörugri en hinn fyrri. Á 55. mínútu átti Bjami Sveinbjörnsson skalla í þverslá eftir frábæra sendingu Sveinbjarnar, boltinn datt af slánni fyrir fætur Halldórs Áskelssonar sem þrumaði honum beint í Kristján Jónsson sem stóð á marklínu. Framarar reyndu hvað þeir gátu í síðari hálfleik að komast inn í leik- inn, en varð heldur lítið ágengt. Vömin þjá Þór hélt sóknarmönnum Fram enn í spennitreyju, og það var ekki fyrr en á 75. mínútu að Valdimar fékk frí, en skaiiaði þá framhjá eftir fyrirgjöf. Sama gerði Jón Erling á 83. mínútu, en þá náði Lárus Sigurðsson að verja í stöng og út. Mínútu síðar kom rot- höggið, en þá skoraði Bjami annað mark Þórs. Sigur Þórsara var sanngjarn. Þeir léku ákaflega skynsamlega, voru sterkir í vöminni og fljótir fram ef því var að skipta. Miðjan hjá þeim var örugg, og Bjarni Sveinbjörnsson, sem lék einn í sókn- inni, helmingi hættulegri en báðir sóknarmenn Fram til samans. Sveinbjörn Hákonarson átti stjörnu- leik á miðjunni, og vömin stóð sig mjög vei. Framarar voru þó ekki afspymu lélegir í leiknum. Vörnin var að vísu mistæk, kantmennirnir oftast nær bitlausir, miðjan hugmyndasnauð og sóknarmennimir vart með, en það getur og hefur hent á bestu bæjum. Meðalmennskan var í fyrir- rúmi hjá öllum og enginn stóð upp úr, og því fór sem fór. 0B Æ Kristján Jónsson braut á Sveinbirni ■ I Hákonarsyni á 33. mfnútu á miðjum vallarhelmingi Fram vinstra megin. Sveinbjöm tók aukaspymuna strax, gaf frábæra sendingu á Bjarna Sveinbjörnsson, sem geystist inn í víta- teig Fram með Pétur Ormslev á hælunum, náði að leika á hann og senda boltann skemmtilega f hægra homið fram hjá Birki í markinu. OB^jEftirJangt útspark á 84. mínútu skall- ■ áCaaði Ásmundur Amarson knöttinn til Bjarna Sveinbjörnssonar, sem skaust fram úr flatri vöm Fram, lék inn í vítateig og sendi knött- inn lagiega framhjá Birki. Urðum eitthvað að gera - Við urðum auðvitað eitthvað að gera eftir þijá tap- leiki í röð. Þegar við erum ákveðnir í að gera eitthvað þá tekst það,“ sagði Sveinbjörn Hákonarson, besti leikmaður Þórs eftir leikinn. „Við erum með sterka vörn og þegar við náum upp hraðanum erum við skeinu- hættir. Við erum ekki hættir þó einhveijir hafi afskrif- að okkur, og ætlum að reyna að klóra í þessi efstu lið.“ „Við sækjum allan leikinn, en fáum á okkur skyndi- sóknir sem erfítt er að eiga við. Við höfum sjálfsagt spilað of framarlega. Þetta gekk ágætlega fyrsta hálftímann, en eftir það var þetta eifitt. Þeir lágu í vörn og náðu síðan að skora. Eftir það fengu þeir trú á þessu og þá var erfítt við þá að eiga. Við vorum' ekki lélegir í dag, hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp og þeir léku mjög skynsamlega," sagði Pétur Ormslev leikmaður og þjálfari Fram. í kvöld Knattspyrna kl. 20: 1. DEILD KARLA: Valur-ÍBV, Breiðablik-FH og ÍA-KR. 2. DEILD KARLA: Selfoss-Fylkir, ÍBK-Stjaman, ÍR- Grindavík og Þróttur R.-Víðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.