Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN
Stefna Alþýðubandalagsins gagnvart EES:
Nei, tja, já, nei
ÞINGFLOKKUR, framkvæmdastjórn og miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins hafa nýlega gert þá samþykkt, að íslendingar
skuli leita eftir tvíhliða samningum við Evrópubandalagið í
stað þess að staðfesta samninginn um Evrópskt efnahags-
svæði. Alþýðubandalagið hefur meira að segja látið búa til
slíkan samning eftir sínu höfði. Afstaða Alþýðubandalagsins
til samninganna um EES hefur verið með ýmsum hætti, sem
ef til vill markast af því að flokkurinn hefur bæði verið í
ríkisstjórn og stjórnarandstöðu meðan á viðræðum um EES
hefur staðið.
Alþýðubandalagið sat í ríkis-
stjórn í marz 1989 þegar leiðtog-
ar ríkja Fríverzlunarsamtaka
Evrópu (EFTA) samþykktu á
fundi í Osló að hefja könnunar-
viðræður við Evrópubandalagið
um myndun Evrópsks efnahags-
svæðis. I yfírlýsingu Oslóarfund-
arins sagði að leiðtogarnir gerðu
ráð fyrir að samningaviðræður
við EB myndu „leiða til sam-
komulags, að svo miklu leyti sem
það er mögulegt, um óhefta
flutninga á vöru, þjónustu, fjár-
magni og fólki, með það að
markmiði að koma á einu sam-
ræmdu evrópsku efnahags-
svæði."
Nei
í upphafi virtust Alþýðu-
bandalagsmenn hafa miklar efa-
semdir um þessi markmið samn-
inganna. í nóvember 1989 hélt
Alþýðubandalagið landsfund,
þar sem flokksmenn lögðust
gegn frelsi í þjónustuviðskiptum,
fjármagnsflutningum og fólks-
flutningum. Jafnframt sagði í
landsfundarályktuninni að þótt
afnám einhverra hamla varðandi
fjármagnsflutninga, þjónustu og
búsetu gæti verið jákvætt á sum-
um sviðum, hefði það um leið í
för með sér augljósar hættur
fyrir efnahag og sjálfstæði ís-
lands. „Ekki er hægt að fallast
á að á næstu vikum verði knúin
fram afstaða um aðild íslands
að formlegum samningaviðræð-
um um myndun Evrópsks efna-
hagssvæðis," sagði landsfundur-
inn og „telur óhjákvæmilegt að
farið verði vandlega yfir málið í
heild og þá skýru fyrirvara sem
nauðsynlegt er að fyrir liggi áður
en afstaða er tekin til formlegra
samningaviðræðna." Þessa
ályktun bar að skilja í ljósi þess
að framundan var sameiginlegur
ráðherrafundur EFTA og EB í
desember, þar sem taka átti
ákvörðun um hvort hefja bæri
formlegar samningaviðræður.
Tja
Þrátt fyrir þessa skorinorðu
landsfundarályktun samþykkti
þingflokkur Alþýðubandalagsins
hinn 29. nóvember 1989 — að-
eins sex dögum eftir landsfund
— að ísland yrði áfram þátttak-
andi í viðræðum EFTA og EB.
Þar sýnist afstaða landsfundar-
ins ekki hafa ráðið, heldur hitt,
að samstarfsflokkar Alþýðu-
bandalagsins voru nokkuð
ákveðnir í að ganga til formlegra
viðræðna. Sama dag gerði ríkis-
stjóm Alþýðubandalagsins, Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins bókun um að viðræðum
við EB yrði haldið áfram. Ólafur
Ragnar Grímsson gerði í þing-
ræðu þann fyrirvara við afstöðu
Alþýðubandalagsins, að engin
skuldbinding væri í því fólgin af
íslands hálfu að taka þátt í
samningaviðræðunum til enda,
þótt haldið yrði áfram í þeim í
bili. Hann minnti einnig á fyrir-
vara íslendinga í viðræðunum.
Ekki virtust allir flokksmenn
sammála flokksformanninum,
því að Hjörleifur Guttormsson
lýsti sig andvígan því að ganga
til viðræðnanna og sagði í sömu
umræðum á þingi að flokksfor-
maðurinn læsi greinilega ekki
ályktanir landsfundar flokksins.
Ekki tvíhliða viðræður
Á meðan Alþýðubandalagið
sat í ríkisstjóm gerðu ráðherrar
flokksins ekki ágreining við sam-
ráðherra sína um þátttöku ís-
lendinga í samningaviðræðum
við Evrópubandalagið. Aldrei var
heldur af hálfu Alþýðubanda-
lagsins tekið undir kröfur stjórn-
arandstöðunnar þáverandi, Sjálf-
stæðisflokks og Kvennalista, um
að hafnar yrðu formlegar, tví-
hliða samningaviðræður við Evr-
ópubandalagið. Stefna ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar var að það nægði að eiga
óformlegar viðræður við ýmsa
forystumenn í EB, einkum um
sjávarútvegsmál, og þá stefnu
studdi Alþýðubandalagið.
í október 1990 var haldinn
aðalfundur miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins, sem er æðsta
stofnun flokksins milli lands-
funda. í ályktun fundarins gætti
jákvæðari afstöðu til EES en í
fyrri ályktunum flokksins. Um
EES-viðræðurnar var meðal
annars sagt: „Jafnvel þótt þær
viðræður steyti á skeri hefur
þessi þátttaka styrkt samnings-
stöðu Islands í væntanlegum tví-
hliða viðræðum við Evrópu-
bandalagið um þessi efni.“ Var
þar átt við fríverzlun með fisk.
Einnig var sagt að ísland myndi
laga sig að þróun í átt til fijáls-
ari fjármagnshreyfínga. í um-
ræðum á Alþingi tveimur dögum
eftir miðstjómarfundinn sagði
Ólafur Ragnar Grímsson að Al-
þýðubandalagið hefði „verið
þeirrar skoðunar að þær viðræð-
ur [um EES] gætu styrkt hags-
muni íslands. Jafnvel þótt þær
leiddu ekki til endanlegrar niður-
stöðu væru íslendingar betur
settir til þess að fá fram sín
hagsmunamál á eftir og einnig
væri margt sem benti til þess
að slíkar viðræður gætu leitt til
jákvæðrar niðurstöðu fyrir ís-
lendinga."
Þegar líða fór að kosningum
í apríl 1991 steig Ólafur Ragnar
svolítið hliðarspor og sagði á
kosningafundi 11. apríl að
„ágreiningur væri meðal núver-
andi ríkisstjómarflokka um ýmis
grundvallaratriði, m.a. hvort út-
lendingar eigi að hafa sama rétt
að kaupa land og jarðir á íslandi
og íslendingar. Alþýðuflokkur-
inn hefði verið fylgjandi því en
Nokkrar áherzlubreytingar hafa orðið í málflutningi Ólafs Ragn-
ars Grímssonar um EES síðustu þijú árin eða svo.
Alþýðubandalagið hefði hafnað
því og myndi aldrei samþykkja
EES-samning sem fæli þetta í
sér,“ eins og segir í frásögn
Morgunblaðsins af fundinum.
Þar er einnig haft eftir Ólafí
Ragnari að hann hafi efasemdir
um fullkomið frelsi í fjármagns-
flutningum, því að þá sé ekkert
því til fyrirstöðu að íslenzk fyrir-
tæki flytji gróða sinn úr landi.
Já
Eftir þingkosningar lagði
Ólafur Ragnar Grímsson ofur-
kapp á að halda áfram stjómar-
samstarfinu með Alþýðuflokkn-
um og Framsóknarflokknum.
Kratar voru hins vegar farnir
að hallast til hægri og lét Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra í Ijós efasemdir um að
ýmis hjartans mál Alþýðuflokks-
ins myndu ná fram að ganga í
samstarfi við Alþýðubandalagið,
þar á meðal EES-samningamir.
Þeir, sem fylgdust með stjómar-
myndunarviðræðum á þessum
tíma, vissu að Ólafur Ragnar var
tilbúinn að ganga nokkuð langt
til þess að halda stjórnarsam-
starfínu áfram og meðal annars
gaf hann út yfírlýsingar um að
Jón Baldvin yrði mjög fínn for-
sætisráðherra. í samtali við
Morgunblaðið 23. apríl sagði
Ólafur Ragnar að ótti Jóns Bald-
vins um að afstaða einstakra
þingmanna Alþýðubandalagsins
myndi spilla framgangi einstakra
mála væri ástæðulaus. Spyija
má hvort Ólafur hafi þar ekki
verið að ábyrgjast stuðning Al-
þýðubandalagsins við EES, sem
var og er hjartfólgnasta stefnu-
mál formanns Alþýðuflokksins.
Nei
Eftir að Alþýðuflokkurinn
gekk til ríkisstjórnarsamstarfs
við Sjálfstæðisflokkinn snerast
Alþýðubandalagsmenn öndverðir
gegn EES. Ólafur Ragnar
Grímsson sagði í blaðaviðtali 16.
maí í fyrra að „ljóst væri að
samningstextinn væri að fjar-
lægjast þau markmið sem Al-
þýðubandalagið vildi að kæmi
fram í honum.“ Þegar svo samn-
ingar náðust í október sagði
Ólafur þá fela í sér „nokkra plúsa
og marga mínusa."
Á landsfundi Alþýðubanda-
lagsins síðastliðinn vetur var
hart deilt um EES, en niðurstað-
an varð hvorki þvert nei né já,
þótt landsfundarályktanirnar séu
heldur neikvæðar í garð EES-
samninganna. „Landsfundur Al-
þýðubandalagsins varar íslenzku
þjóðina við fjölmörgum ákvæð-
um í EES-samningnum og þeirri
miklu áhættu sem tekin væri
með samykkt hans fyrir stjóm-
arfarslegt og efnahagslegt sjálf-
stæði íslendinga," segir í ályktun
landsfundarins. Ákveðið var að
efna til ráðstefnu um EES-samn-
inginn, sem haldin var samhliða
miðstjómarfundinum í lok júní.
Þar varð niðurstaðan sú að fara
aftur á byijunarpunktinn og
hafna EES-samningunum. Þar
með er Alþýðubandalagið komið
heilan hring í afstöðu sinni til
EES. Það er reyndar ekki eitt
um það. Sjálfstæðisflokkurinn
steingleymdi til dæmis kröfu
sinni um tvíhliða viðræður við
EB um leið og hann kom í ríkis-
stjóm með Alþýðuflokknum, en
Alþýðubandalagið hefur tekið
hana upp í staðinn.
Mest seldu steikur á Islandi
'ý'M W i
Jamnn
~ V E I T I N G A S T O F A ■
Sprengisandi - Kringlunni
Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakaðri kartöflu,
hrásalati og kryddsmjöri.
Tilbo6sver& næstu daga:
690,-
krónur.
Góðandaginn!