Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 því að fyrirtækið eigi þar einhvern hlut að máli. Þar er farið með stað- lausa stafi. Sú spuming hlýtur að vakna vegna þessara umræðna, hvort lögregla og yfirvöld umferð- armála hafi sérstakri upplýsinga- skyldu að gegna, þegar umréeður um hörmuleg slys fara inn á slíkar brautir.“ Erindið var lagt fram á fundi borgarráðs, utan dagskrár og var afgreiðslu þess frestað að beiðni Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar for- manns skipulagsnefndar. Hekla hf.: Mælt með lokun um- ferðareyju án tafar f BRÉFI sem Ingimundur Sigfússon sljórnarformaður Heklu hf. hefur sent borgarstjóra, segir að rétt hljóti að vera að loka án tafar umferðareyju á Laugavegi framan við fyrirtækið meðan frekari athuganir fari fram en talsverð gagnrýni hefur komið fram innan borgarstjórnar og víðar vegna þess að eyjan er opin. „Hekla hf. er nú eins og jafnan áður fús til viðræðna við borgar- og umferðaryfir- völd um hveija þá lausn, sem tryggir að mati hæfustu manna, fram- tíðaröryggi í umferð á þessu svæði við Laugaveginn og jafnframt sem greiðastan aðgang að lóð og athafnasvæði fyrirtækisins," segir í bréfinu. „Við höfum augljóslega orðið fyrir miklum óþægindum vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað,“ sagði Ingimundur við Morg- unblaðið. „Hún hefur verið neikvæð í okkar garð og ósanngjöm. Fullyrð- ingar um að við höfum nýtt okkur stjómmálamenn á sér enga stoð. Við snerum okkur beint til umferð- aryfirvalda og þá aðallega vegna þess að okkur líkaði ekki hvemig staðið var að framkvæmdum. Við heyrðum á skotspónum að til stæði að loka gatinu og gerðum athuga- semdir við þau vinnubrögð." Fram kemur í bréfi Ingimundar til borgarst.jóra, að í ljósi þeirra umræðna sem fram hafí farið vilji fyrirtækið koma á framfæri, að borgaryfírvöld hafí í verki sýnt skilning á nauðsyn þess, að sem greiðastur aðgangur sé fyrir öku- tæki að lóðinni sunnan Laugavegar en þar eru starfandi fímm fyrirtæki með um 200 starfsmenn. Það sé fullljóst að frumskylda borgar- og umferðaryfírvalda sé að tryggja umferðaröryggi við athafnasvæði fyrirtækisins sem annarsstaðar. I samræmi við það sjónarmið vilji fyrirtækið stuðia að farsælli niður- stöðu er tryggi umferðaröryggi og greiðan aðgang að lóðinni. Síðar segir: „Umræður, sem orð- ið hafa vegna slyss á þeim stað, sem hér um ræðir, hafa að mati Heklu hf. borið nokkum keim af Aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu: Gengið til viðræðna í Róm í dag FULLTRÚAR íslenzkra stjórn- valda ganga í dag til viðræðna í Róm um aukaaðild íslands að Vestur-Evrópusambandinu. Þingflokkur sjálfstæðismanna fjallaði um málið á fundi sínum í gær og sagði Geir H. Haarde þingflokksformaður að engin athugasemd hefði komið fram við að þessar viðræður færu fram. Samstaða hefur verið í ríkis- stjórninni um að þiggja boð Vestur- Evrópusambandsins um viðræður um aukaaðild og mun því, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, ekki vera talið að málið þurfi sérstaka afgreiðslu í ríkisstjóm eft- ir að um það hefur verið fjallað í þingflokkum beggja stjómarflokk- anna. Einnig hefur ákvæðum þing- skaparlaga um samráð við utan- ríkismálanefnd verið fullnægt. Fulltrúar íslands í viðræðunum sem hefjast í dag verða Gunnar Pálsson, sendiherra íslendinga hjá Ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) í Vín, og Benedikt Ásgeirsson, sendifulltrúi í fastanefnd Islendinga hjá Atlants- hafsbandalaginu í Brussel. Samkvæmt upplýsingum úr ut- anríkisráðuneytinu verður ákveðið á fundinum í Róm hvemig fram- haldi viðræðnanna verður háttað. Til dæmis er ekki ljóst hvort rætt verður við löndin, sem hafa fengið boð um aukaaðild að VES, ísland, Noreg og Tyrkland, öll í einu eða hvert fyrir sig. Stefnt er að því af hálfu Vestur-Évrópusambandsins að viðræðunum Ijúki fyrir árslok. Viðskiptavinir skoða útsöluvörur í verslun Reykjavík. Morgunblaðið/Emilía á Laugaveginum Tími sum- arútsala er kominn TÍMI sumarútsala er runninn upp og hafa fjölmargar verslan- ir sett upp útsölur. í Kringlunni er þeim tilmælum m.a. beint tii verslunareigenda að þeir haldi sig innan ákveðins tíma- ramma. Ekki eru verslunareigend- ur þó á eitt sáttir um tímasetningu útsala. „Að mínu mati hefjast útsöl- umar of snemma. Þær ættu í fyrsta lagi að byija eftir verslunarmanna- helgina“ sagði Guðrún Jóhanns- dóttir, en hún rekur fatabúðina Topphúsið. Lilja Hrönn Hauksdóttir eigandi tískuvöruversluninnar Cosmo var aftur á móti á öðru máli. Hjá henni hófst útsalan í upphafí þessarar viku og hefur hún alltaf haft útsöl- ur á þessum tíma. „Ég verð að fylgja markaðinum. Sumarútsölur í nágrannalöndunum eru þegar yf- irstaðnar og þar er verið að rýma fyrir vetrarvörum." Vinnsla hefst á vegum Útgerðarfélagsins á Bíldudal í dag: Skip Útgerðarfélagsins inn í skipti Fiskvinnslunnar hf. Landsbankinn segir að framlenging leigusamnings eftir 30. ágúst sé ekki á dagskrá BU FISKVINNSLUNNAR á Bíldudal hf. var í gær tekið til gjald- þrotaskipta. í gærkvöldi staðfesti skiptastjóri samning um leigu Útgerðarfélags Bílddælinga hf. á öllum eignum Fiskvinnslunnar til 1. september næstkomandi og hefst vinnsla í frystihúsinu árdeg- is í dag. Togari Útgerðarfélagsins, Sölvi Bjarnason, var væntan- legur til Bíldudals klukkan sex í morgun með rúm 110 tonn af þorski. Aðstoðarbankastjóri Landsbankans segir að bankinn leggi áherslu á að leiga eignanna sé tímabundin ráðstöfun og ekki sé á dagskrá að framlengja leigusamninginn. Hann segir að bankinn hafi veð í skipum Útgerðarfélagsins og dragist félagið því sjálf- krafa inn í gjaldþrotaskipti Fiskvinnslunnar. Forráðamenn Fiskvinnslunnar Skarphéðinn sagði í samtali við hf. fóru með gjaldþrotabeiðni á Morgunblaðið að allra leiða yrði fund Helga I. Jónssonar héraðs- dómara í Héraðsdómi Vestfjarða á ísafírði í gær og í framhaldi af því var úrskurður um gjaldþrot kveð- inn upp. Jafnframt var Skarphéð- inn Þórisson hæstaréttarlögmaður ráðinn skiptastjóri. Flaug hann til Bíldudals síðdegis í gær til að skoða eignir þrotabúsins og að ræða við framkvæmdastjóra Út- gerðarfélagsins. Útgerðarfélagið greiðir þrotabúinu sem leigu fyrir eignir Fiskvinnslunnar 4% af skila- verði allrar framleiðslu í fyrirtækinu. leitað til að losna við eignir búsins á einhvern máta. Sagði hann að Útgerðarfélagið hefði ekki for- kaupsrétt að eignunum. „Leigan er hrein og klár bráðabirgðaráð- stöfun með það í huga að vinnsla geti hafíst enda er það hagur bús- ins og veðkröfuhafa að fyrirtækið sé í rekstri," sagði hann. Bjöm Líndal, aðstoðarbanka- stjóri Landsbanka íslands, sagði í gær að leiga Útgerðarfélagsins á eignum þrotabúsins væri tíma- bundin ráðstöfun til þess að nýta eignimar á meðan skipti væru undirbúin og til að opna möguleika á vinnslu á staðnum næstu vikum- ar. Sagði hann að bankinn legði áherslu á að nú þegar yrði gefin út tilkynning um að leigusamning- urinn félli úr gildi 30. ágúst og að framlenging væri ekki á dag- skrá. Sagði Björn að Útgerðarfé- lagið fengi ekki aðra lánafyrir- greiðslu í bankanum en afurðalán. Björn sagði að gjaldþrotaúr- skurðurinn yfír Fiskvinnslunni væri mikilvægur. Nú væri hægt að hefja skiptameðferð sem tæki nokkurn tíma. Þrotabú Fiskvinnsl- unnar á rúmlega 70% hlutabréfa í Útgerðarfélagi Bílddælinga hf. Jafnframt á bankinn mikil veð í skipum félagsins fyrir skuldum Fiskvinnslunnar og sagði Björn að Útgerðarfélagið myndi því sjálf- krafa dragast inn í gjaldþrota- skipti Fiskvinnslunnar. Sagði hann að afstaða bankans til áframhald- andi viðskipta við Útgerðarfélagið eða aðra um fískvinnslu á Bíldudal réðist af því hvort svo traustur aðili fyndist að bankinn gæti rétt- lætt viðskipti við hann. Sá kostur yrði að vera bankanum jafn hag- stæður og nauðungarsala skipanna til hæstbjóðanda virtist nú vera. Skarphéðinn sagði að fyrsti skiptafundur þrotabúsins yrði í lok október. Sagði hann að uppsagnar- laun starfsfólks yrðu ekki greidd út fyrr en eftir 4 til 6 mánuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlúð að piltinum sem slasaðist á Miklubraut í gær. Miklabraut: Piltur varð fyrir jeppa Unglingspiltur var fluttur á slysadeild eftir að hafa hlaupið í veg fyrir jeppa og lent á hon- um á Miklubraut á móts við Rauðagerði um kl. 16.03 í gær. Pilturinn áttaði sig ekki á því að vegna malbikunarvinnu var umferð um nyrðri akreinar braut- arinnar í báðar áttir og lagði af stað yfír hana án þess að vara sig á umferð úr austurátt. Þaðan kom jeppinn en ökumanni hans fipaðist, þegar hann sá piltinn, með þeim afleiðingum að jeppinn valt og lenti á hinum unga vegfar- anda. Pilturinn var fluttur á slysa- deild en er ekki talinn mikið slas- aður. Jeppinn var fluttur af vett- vangi með kranabíl. Economist um kvikmyndagerð á íslandi: Ahugi í Hollywood á tökustöðum á íslandi BRESKA tímarítið Economist birtir í nýjasta hefti sínu grein um íslenska kvikmyndagerð. Segir i upphafi hennar að umræða um íslenskar kvikmyndir veki ávallt kátínu meðal hinna forfrömuðu. Sú kátína sé hins vegar byggð á þekkingarleysi, segir Economist Þessi 250 þúsund manna þjóð ætli að frumsýna fimm kvikmyndir á þessu ári og álíka margar á því næsta. Minnir tímaritið einnig á að mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, hafi ver- ið tilnefnd til Óskarsverðlauna á þessu ári. „Af hveiju svona margar mynd- ir fyrir svona fátt fólk,“ spyr tíma- ritið og segir svarið liggja í því að fyrir áratug hafi Kvikmynda- sjóður verið settur á laggirnar til að styðja fjárhagslega við bakið á íslenskri kvikmyndagerð. Með undantekningu af víkingamyndum Hrafns Gunnlaugssonar hafi hins vegar fáar myndir náð augum kvikmyndagesta utan íslands. „Það gæti hins vegar breyst. Óþol- inmóð ný kynslóð íslenskra kvik- myndagerðarmanna, sem alin hef- ur verið upp á tónlistarmyndbönd- um, ráðgerir að frumsýna þijár kvikmyndir síðar í sumar sem eiga að höfða til sama áhorfendahóps og myndir á borð við „Tveir á toppnum 3“ og „Leðurblökumað- urinn snýr aftur“. Þessir ungu kvikmyndagerðarmenn eru búnir að fá sig fullsadda af jöklum og eyðibýlum, hvort sem er á 12. eða 20. öld.“ Er minnst sérstaklega á myndina „Sódómu Reykjavík" eft- ir Óskar Jónasson í þessu sam- bandi. Tímaritið segir Sódómu hafa kostað sáralítið fé í framleiðslu, Iíkt og flestar aðrar íslenskar myndir, sem sé töluvert afrek í dýru landi á borð við ísland. „Er- lendir framleiðendur dást að þessu,“ segir Economist og bendir á að franskir aðilar fjármögnuðu „Svo á jörðu sem á himni“, mynd Kristínar Jóhannesdóttur, sem sýnd var á kvikmyndasýningunni í Cannes nú í vor. „Kvikmynda- framleiðendur í Hollywood Iíta með vaxandi áhuga til hinna stór- brotnu tökustaða á íslandi,“ segir Economist að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.