Morgunblaðið - 16.07.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.07.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 9 Frábær þýsk gæðatjöld frá....kr. 12.900-32.800 Göngutjöld, 3-4 m,.........................kr. 8.500 Svefnpokarfrá...............................kr. 4.500 Bakpokarfrá................................kr. 2.950 Ferðagasgrill..............................kr. 5.700 Vindsængur, tvær breiddir, frá........kr. 1.750 Borð og 4 stólar m/baki....................kr. 5.950 Öll viðgerðarþjónusta Tjaldaleiga - tjaldasala Tjaldvagnasala - tjaldaviðgerðir - ferðavörur v/Umferðarmiðstöðina, símar 19800 -13072 ÚTIVISTARBÚÐIN Ferðamenn! Þið, sem ætlið að ferðast um landið eða til útlanda, ættuð að kynna ykkur Ferðaupplýsingar í ferðablaði Morgunblaðsins, sem kemur út á föstudögum. Þareraðfinna mikið af upplýsingum um flest það sem viðkemurferðalögum og þeirri þjónustu sem í boði er, s.s. um gistingu, viðlegubúnað, tjaldstæði, veiði, flug, óbyggðaferðir, ferjur, sérferðir, hesta, sérleyfi, bílaleigur, skóla o.fl. JllttgiiuMfiMfe Erlend fjárfesting í íslenzkum áhætturekstri Álverið í Straumsvík hefur lengi verið fréttamatur, enda frum- herji í orkufrekum iðnaði - sem og í erlendri fjárfestingu í áhætturekstri - hér á landi. Það er fróðlegt að líta á starfsum- hverfi fyrirtækisins með augum erlends forstjóra þess, en hann viðrar sjónarmið sín í ISAL-tíðindum. Staksteinar staldra við orð hans í dag. * Island á kross- götum Chr. Roth, forstjóri ISAL, segir m.a. í ISAL- tíðindum: „Segja má að Islend- ingar standi nú á kross- götum. Þjóðin þarf að gera upp hug sinn. Ég tel tvo möguleika vera í stöðinni. Sá fyrri: Halda áfram að vera fiskveiðiþjóð, koma í veg fyrir alla er- lenda fjárfestingu, með erlendum hugmyndum og mörkuðum. Sjálfur myndi ég skilja það við- horf nyög vel. Þá mætti halda þjóðinni utan er- lendra áhrifa og reyna að komast af við lakari lífskjör. Þessi leið gæti gert íslenzkt þjóðfélag að fyrirmynd í hófsöm- um lífsháttum, þar sem eingöngu væri lifað af þeim auðlindum sem fyr- ir hendi eru, og taka þann hátt ekki þátt í þeim umliverfisspjöllum, sem eiga sér stað i heim- inum. Hin leiðin gæti verið að opna landið varlega og á afmörkuðum svæð- um fyrir erlendum fjár- festingum. Þessi leið er i raun sú sem nú er farin og studd er af nær öllum íslenzkum stjórnmála- flokkum. Á hinn bóginn verður að vera ljóst að erlend fjárfesting þarf að vera tengd ákveðnum rétti, grundvallarrétti, einnig fyrir fyrirtæki í erlendri eigu, en það er nú líka venjan í hinum frjálsa heimi. Hér er ég að tala um nákvæmlega þann rétt sem Atlantsál hefur verið boðið upp á. Nýtt fyrirtæki svo sem „Colddrawn St. Louis“ eða „Hamburgar-Stahl- werke“ mun að öllum lík- indum ekki fjárfesta á Islandi fái það ekki rétt til vinnuskipulagningar. Vandamál okkar hér í Straumsvík er að ÍSAL reið á vaðið og var fyrsta stórfyrirtækið hér á landi í erlendri eigu. Það mun verða löng og ströng skólun, sem ÍSAL og verkalýðsfélögin þurfa að ganga í gegn um í sameiningu. Þetta er ekki bundið ákveðnu þjóðemi, en það tengist breyttum aðstæðum í gjörbreyttum heimi." Endurskipu- lagning vinnu- fyrirkomulags Fyrr í grein sinni segir hínn erlendi forstjóri ÍSAL: „Hvers vegna þurfum við rétt til að endurskipu- leggja vinnufyrirkomu- lagið? Ástæðurnar geta til dæmis verið þær að ná betri nýtingu far- tækja, sem þýðir að við þurfum í heild færri far- tæki. Við yrðum einnig færari um að veita betri þjónustu innan fyrirtæk- isins, svo og við við- skiptavini, t.d. við Star i Englandi, með því að af- greiða ,just in time“. Á síðasta ári báðum við tvo vinnuhópa um að breyta sínu vinnufyrir- komulagi, en í báðum til- fellum var okkur neitað. Hvað getur fyrirtæki sem ISAL gert annað til að afla þessa grundvall- arréttar á ný? Mér er það fullljóst að ekki em allar breytingar auðveldar. Tækniþróun kallar á aðlögun að breyttum aðstæðum, svo og breytingar til að fylgja samkeppnisaðil- um. Það er mun farsælla að sætta sig við tækni- þróunina og læra hvem- ig bregðast skuli við henni, heldur en að streitast á móti og bíða átekta. Verkalýðsbar- átta, sem leiðir hjá sér tækniframfarir vinnur gegn þeim sem hún á að þjóna með því að setja atvinnuöryggið í hættu." í grein ISAl-forstjór- ans segir og: „En nú er það svo, eins og margoft hefur komið fram, að við þurfum að fá sljómunarréttinn aft- ur til að tryggja betur rekstraröryggi fyrirtæk- isins á þessum tímum erfiðs efnahagslífs. Sem dæmi má nefna að við emm að biðja um að fá aftur réttinn til að breyta vinnufyrirkomulagi, þ.e. taka upp eða fella niður vaktavinnu á einstökum vinnustöðvum eða hluta þeirra, eða breyta vakta- fyrirkomulagi, þar sem vaktavinna er unnin. Hvers vegna skyldi ekki vera mögulegt að fá þennan rétt líka hjá ISAL“? Tryggja verð- ur samkeppn- isstöðu ís- lenzks at- vinnurekstrar Morgunblaðið tekur ekki, hér og nú, afstöðu til deilna, sem uppi hafa verið milli stjórnenda ál- versins og viðkomandi verkalýðsfélaga. Von- andi leysast þær farsæl- lega fyrir reksturinn og atvinnuöryggi starfs- fólksins. Á hinn bóginn hefur því lengi verið lialdið fram hér í blaðinu að búa þurfi atvinnurekstri hér á landi viðunandi rekstr- arskilyrði, þ.á m. nauð- synlega samkeppnis- stöðu út á við. Rekstrar- öryggi atvimiulífsins er hin hliðin á afkomu- og atvinnuöryggi lands- manna. Mergurinn málsins er að styrkja og treysta at- vinnulifið, verðmæta- sköpunina, sem og við- skiptalega stöðu okkar við umheiminn, en þetta tvennt em homsteinar og kostnaðarleg undir- staða lífskjara og vel- ferðar í landinu. “■©Ga Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • fömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsöiustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 77878. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Ávöxtun verðbréfasjóða 1. júlí. 6 mán. Kjarabréf 7,5% Tekjubréf 8,2% Markbréf 8,2% Skyndibréf 6,0% Skandia r/l hagsbota fyrlr íslendinga FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 619700 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 á Strandavelli fer fram sunnudaginn 19. júlí og hefst kl. 8.00. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning fer f ram í golfskála frá kl. 13.00 föstudag og laugardag í síma 98-78208.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.