Morgunblaðið - 16.07.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.07.1992, Qupperneq 23
DAHATSU CHARADE Sedan Með vökvastýri • 5 gíra eða sjálfskiptur 1300cc • 16 ventla • Bein innspýting • 90 hestöfl KOSTAR STADGREIDDUR, KOMINN Á GÖTUNA FRÁ: BRIMBORG FAXAFENI 8 • SIMI 91 - 68 58 70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 Æxli fjar- læsftúr pafa GÓÐKYNJA æxli á stærð við appelsínu var fjarlægt úr ristli Jóhannesar Páls páfa II. í gær á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm. Þá var gallblaðra páfa fjarlægð eftir að gallsteinar fundust, en slík aðgerð er mjög algeng og fólk getur lifað eðlilegu lífí án gallblöðru. Líðan hins 72 ára gamla kirkjuleiðtoga var sögð góð eftir aðgerðina, sem tók fjór- ar klukkustundir. Breskir þingmenn skammta sér aukið fé BRRESKIR þingmenn létu beiðni ríkisstjómar Johns Majors sem vind um eyru þjóta í gær þegar þeir samþykktu 40 pró- sent hækkun á framlögum til skrifstofureksturs síns. Þeir sögðu hækkunina nauðsynlega og að hún rynni ekki í eigin vasa. Ríkisstjórnin hafði beðið þingmenn að taka tillit til erfíðs efnahagsástands í þjóðfélaginu og hækka framlögin ekki meira en um 9,8 prósent. Fyrr í mán- uðinum greip stjórnin fram fyrir hendumar á sérstakri launa- nefnd og takmarkaði hækkanir á launum æðstu embættismanna ríkisins við 4 prósent eftir að nefndin hafði ákveðið hækkanir upp á nærri 30 prósent. Kinnock hættir NEIL Kinnock hef- ur sagt af sér sem formað- ur breska Verka- mannaflo- kksins eftir níu ára setu, eins og búist Kinnock var við eftir kosningarnar í apríl, þegar íhaldsflokkurinn vann i flórða skiptið í röð. Athygli vakti að John Major forsætisráðherra lét hlý orð falla í garð Kinnocks við þetta tækifæri og Kinnock þakkaði fyrir sig, þó að hann skammaðist yfír efnahagsstefnu stjórnarinnar. Búist er við að nýr formaður Verkamannaflokksins verði kjörinn um eða eftir helg- ina og er Skotinn John Smith talinn sigurstranglegastur. Þýsku járn- brautirnar einkavæddar ÞÝSKA stjórnin samþykkti í gær áætlun um að einkavæða tvö ríkisfyrirtæki sem sjá um rekstur járnbrautanna í landinu og hafa yfir 400.000 í vinnu. Endurskipulagning járnbraut- anna hefst á því að járnbrautir vestur- og austurhluta landsms verða sameinaðar eftir tvö ár og reksturinn á að vera kominn í hendur þriggja einkafyrir- tækja árið 2002. Áætlunin hef- ur í för með sér að í fyrsta sinn mun ríkisstjómin eyða meiru í járnbrautasamgöngur en vegi. 58 farast 1 flugslysi ALLIR 58 um borð létu lífíð þegar herflugvél fórst í Jemen í fyrrinótt. Flugvélin, sem var sovésk að gerð, lenti í sand- stormi og hafði hringsólað í nokkra stund yfír flugvellinum í borginni Aden áður en hún hrapaði og sprakk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.