Morgunblaðið - 16.07.1992, Blaðsíða 35
lista lagt á svo mörgum sviðum,
að ég held að það hafí verið óvenju-
legt og svo sannarlega hefði verið
hægt að læra margt af henni.
Hún var mjög vel hagmælt og
komst alltaf afar smekklega að orði.
Sum ljóða sinna nostraði hún við
af sinni eðlislægu vandvirkni og
fágaði þau þangað til að þau voru
orðin hreinustu perlur. Vil ég nefna
langt og sérstaklega fagur kvæði
sem hún nefndi „Bernskuslóðir".
1 Kom þar glöggt fram ást hennar
til æskustöðvanna og Hnjúksins þar
sem bærinn hennar stóð undir. Þar
1 segir m.a.:
Um hann ferðast oft í draumi.
Öllum Qarri borgarglaumi.
Ástar-augum eg hann lít.
(G.G.)
Guðríður eignaðist ekki sjálf
börn, en áreiðanlega hefur fleirum
en mér fundist hún vera sín önnur
móðir. Hún var móðir okkar, þegar
þess þurfti með. Vinkona okkar á
góðri stund. Barn þegar hún lék
við böm. En eitt gat hún aldrei
orðið. Hún gat aldrei orðið gömul.
Englar vaka þér hjá
og þér vernd sína Ijá.
Hjartans þakklæti okkar allra.
Jóhanna Herdís
Sveinbjörnsdóttir.
( í dag kveðjum við Guðríði Guð-
mundsdóttur frá Gauksmýri í
Línakradal Vestur-Húnavatnssýslu.
Guðríður fæddist á Gauksmýri en
ólst upp frá tveggja ára aldri á
Hnjúki í Vatnsdal. Foreldrar hennar
voru Ólöf Sigurðardóttir og Guð-
mundur Sveinsson. Móðirin var
fædd á Þorkelshóli í Vestur-Húna-
vatnssýslu árið 1865. Móðurafí
Guðríðar, Sigurður Halldórsson, bjó
um hríð á Þorkelshóli og síðar á
Ægissíðu á Vatnsnesi. Var hann
bróðir Þorkels, föður Sigurbjöms í
Vísi, sem margir fullorðnir Reyk-
víkingar kannast við. Sigurður
hafði flust ungur norður í Húna-
{ vatnssýslu úr Kjósinni og ílenst þar.
Faðir Guðríðar, Guðmundur
Sveinsson frá var Kóngsgarði í
| Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatns-
sýslu. Voru foreldrar hans Sveinn
bóndi þar Sigvaldason og kona hans
| Sigríður húsfreyja Þórðardóttir,
bónda í Ytri-Knarrartungu. Bróðir
Guðmundar var Sigurbjörn Sveins-
son, barnakennari og skáld, sem
skrifaði fyrir böm m.a. Bernskuna
og Geisla. Þeir bræður fluttu til
Vestmannaeyja og bjuggu þar síð-
ari hluta ævi.
Ólöf móðir Guðríðar varð ekkja
1895, þá þrítug, er eiginmaður
hennar Sigurvaldi Þorsteinsson lést
úr lungnabólgu eftir hrakninga í
illviðri. Þá vom ekki komin nútíma
lyf er hefðu getað bjargað. Var
furðu algengt að ungir bændur féllu
frá eftir hrakninga í smalamennsk-
um á þeim árum.
, ólöf stóð nú ein með þrjú ung
' böm. Hafði hún eignast fjögur alls
en misst það fyrsta nýfætt. Elst
, þeirra er upp komust var Ólöf María
er giftist Bimi Friðrikssyni, toll-
verði í Reykjavík og varð tæplega
. 96 ára gömul; Sigurlaug Jakobína
^ var næst. Giftist hún Guðmundi
Péturssyni bónda og járnsmið frá
Stóm-Borg í Vestur-Hópi. Þau
bjuggu lengst af á Refsteinsstöðum
í Víðidal, en síðar á Hraunum í
Pljótum. Eru undirritaðar elsta
dóttir þeirrar og elsta dótturdóttir;
Sigurbjörg var yngst þessara al-
systra og var hún skírð við kistu
Sigurvalda föður síns. Sigurbjörg
giftist Lárusi Björnssyni, sem rak
um langt árabil matvöruverslun í
Reykjavík. Þessar systur og makar
þeirra eru öll farin á undan Guðríði
en stór hópur afkomenda lifir.
Er Ólöf á Gauksmýri var orðin
ekkja ákvað hún að halda hópnum
( saman. Réðst til hennar sem ráðs-
maður Guðmundur Sveinsson og
var Guðríður dóttir þeirra sem fyrr
( segir. Ekki varð þó úr hjúskap með
þeim. Giftist Ólöf nokkrum árum
seinna Birni Jósafatssyni. Bjuggu
( þau á Gauksmýri og fæddust þeim
6 börn og dó það fyrsta nýfætt.
Af þeim sem upp komust var elst
Kristín M.J., húsfreyja og ljóðskáld
í Reykjavík. Næst komu Þorbjörg,
; ■ .... MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992
35
húsfreyja í Reykjavík, nú látin; Sig-
urvaldi, verkamaður í Reylqavík,
sem dvelur á Elliheimilinu Grund;
Karl, bóndi á Stóru-Borg. Yngstur
var Hallgrímur Th. sem var yfír-
kennari í Keflavík en er nú látinn.
Eklq'a Hallgríms, Lóa Þorkelsdóttir,
ættuð frá Álftá á Mýrum, hefur
verið trygg vinkona Guðríðar mörg
síðustu ár.
Guðríður var aðeins tvö fyrstu
árin á Gauksmýri en var þá komið
í fóstur til frændfólks síns að Hnjúki
í Vatnsdal og ólst þar upp. Hús-
freyjan á Hnjúki, Þorbjörg, var
systir Sigurvalda heitins Þorsteins-
sonar. Þrátt fyrir fjariægð tókst
henni að halda miklu sambandi við
systkini sín. Hjálpaði þar til að
móðir hennar sendi oft Sigurlaugu
Jakobínu til að dvelja með henni á
Hnjúki. Þörf Guðríðar fyrir að sam-
eina fólk virtist ákaflega rík og
varð henni þar vel ágengt alla ævi.
Kann að hafa ráðið þessu söknuður-
inn eftir systkinum sínum. Saga
frænda hennar, Sigurbjörns Sveins-
sonar „Jólaljósið", er nærfærin lýs-
ing á tilfínningum fósturbarns sem
saknar systkinahópsins heima.
Freistandi er að ætla að Guðríður
sé aðal persóna þeirrar sögu.
Guðríður vár bókhneigð og næm
og lauk tveggja vetra námi við
Kvennaskólann á Blönduósi. Hann
var svipmikið menntasetur sem
veitti stúlkum bestu menntun sem
völ var á. Reyndist sú menntun
henni haldgóð alla ævi.
Guðríður fluttist síðan til Vest-
mannaeyja þar sem faðir hennar
og föðurbróðir, Sigurbjöm, höfðu
sest að ásamt fjölskyldum sínum.
Þar átti hún tvo hálfbræður, Marinó
og Sveinbjöm. Marinó, sem var
sjúkur lengst af ævi, er nú látinn.
Sveinbjöm, sem í áratugi var vél-
stjóri á Gjafari VE 300 og meðeig-
andi, lifír systur sína. Var ávallt
náið samband milli þeirra systkina
og reyndist hann Guðríði góður
bróðir og vinur til siðustu stundar.
Sveinbjöm og eignkona hans, Ingi-
björg Kristjánsdóttir, áttu heima í
Vestmannaeyjum fram að gosi en
búa nú í Kópavogi.
í Vestmannaeyjum vann Guð-
ríður við ýmis störf. M.a. vann hún
í físki, rak eigin pijónastofu og síð-
ar um langt árabil var hún ráðs-
kona Sjúkrahússins þar. Hún var í
forystusveit verkalýðsfélagsins í
Vestmannaeyjum. Fór hún oft á
Alþýðusambandsþing og einu sinni
til Rússlands á vegum þess og átti
ríkulegar minningar úr þeirri ferð.
í mörg ár var hún ráðskona hjá
Sigurbimi Sveinssyni. Sagði hún
oft sögur af hinum fjölbreytta lista-
mannahópi í Vestmannaeyjum
þeirra ára, sem frændi hennar og
hún nutu samvista við. Minntu þær
frásagnir okkur helst á sögumar
um mannlífíð sem tengdist Unuhúsi
eða sögu Hemingsway’s, Veisla í
farangrinum, sem §allar um lista-
mannalíf í París um sama leyti.
Guðríður unni Vestmannaeyjum
mjög. Jafnframt var henni mikil-
vægt að heiðra minningu frænda,
eins og hún kallaði Sigurbjöm
Sveinsson ávallt. Hún kom því til
leiðar með góðum stuðningi Svein-
björns bróður síns, að Blindravina-
félagið eignaðist útgáfurétt rit-
verka Sigurbjörns. Henni til gleði
hefur félagið annast vandaðar
myndskreyttar útgáfur smásagna
hans fyrir börn.
Er Guðríður flutti til Reykjavíkur
gerðist hún aðstoðarráðskona á
Reykjalundi í Mosfellssveit og starf-
aði þar um tveggja ára skeið. Síðar
stofnaði hún flatkökugerð í Reykja-
vík og rak þá starfsemi í mörg ár.
Hún átti heima í Garðastræti 16 og
í bílskúrnum þar var stundaður flat-
kökubaksturinn. Líklega voru það
einu flatkökurnar sem þá fengust
í verslunum í Reykjavík. Síðar seldi
hún fyrirtækið vegna ofnæmissjúk-
dóms, en kökurnar, gerðar eftir
hennar uppskrift, seljast vel enn.
Guðríður giftist ekki og eignaðist
ekki börn. Þó átti hún hóp barna
því að hún var svo barngóð að öll
börn er nálægt henni voru löðuðust
að henni og hún var öllum börnum
jafn góð. Einnig urðu foreldrar
barnanna og oft ömmur þeirra nán-
ir vinir hennar. Á seinni árum ann-
aðist Guðríður bamagæslu, sem
aðalstarf. Hjálpaði hún þannig
námsmannafjölskyldum og fleimm
sem voru í vandræðum. Ömggt var
að treysta henni því að hún annað-
ist börn af nærfæmi og manngæsku
eins og raunar alla aðra, sem ná-
lægt henni voru. Þá vom oft veikir
eða aldraðir ættingjar hjá henni
tíma og tíma.
í Garðastræti 16 var hún ekki
ein því að ofar í húsinu bjuggu fóst-
ursystir hennar, Engilráð frá
Hnjúki, ásamt Sigurbjörgu og Egg-
ert Hannah, úrsmið og börnum
þeira Georg, Bryndísi og Guð-
mundi. Ólust börnin upp við að líta
á Guðríði sem ömmu og áttu marg-
ar ferðir til hennar. Hún kenndi
sumum þeirra að lesa og sinnti
þeim eins og hún ætti þau. Hjá
þessari fjölskyldu hélt frænka jól
meðan hún var ferðafær og var
ávallt sem ein af fjölskyldunni.
77 ára gömul fór Guðríður, þá
enn ung í anda, til Svíþjóðar til að
gæta drengs fyrir íslensk læknis-
hjón sem bæði vom í framhalds-
námi. Hún naut þess að geta hjálp-
að þessu fólki og litast um í Sví-
þjóð, eignaðist góðar minningar um
dvölina og gagnkvæm vinátta
myndaðist eins og venjulega. í
kringum Guðríði var ávallt bjart og
hreint. Hún var íjarskalega jákvæð
manneskja og horfði ávallt á það
besta í fari fólks. Gjafmild var hún
svo af bar. Alltaf vildi hún „trakt-
era“ fólk eins og hún orðaði það.
Þætti einhvetjum veitingamar held-
ur miklar sagði hún jafnan: „Þetta
er nú svo létt í maga.“ Hún bar
fram góðan mat og lagði áherslu á
gott og hollt hráefni.
Guðríður var mikill Húnvetning-
ur og ágætlega hagmælt eins og
foreldrar hennar vom bæði. Eftir-
farandi erindi er úr kvæðinu
„Bemskuslóðir" og birtist í tímarit-
inu Húnvetningur árið 1980.
Húnaþing, mitt aupayndi
eru tignu íjöllin þín,
sólglituð í sunnanvindi
sviphrein, klædd í vetrarlín.
Núpur, fell og bungur breiðar,
brúnir, eggjar, tindar, heiðar,
hugann laða heim til sín.
Ævisögu Guðríðar mátti lesa af
myndunum sem hún hafði jafnan í
kringum sig. þar var málverk af
Hnjúki í Vatnsdal, eftir Eyjólf Ey-
fells, málverk af Heimaey eftir
Magnús Á. Árnason og aðrar Vest-
mannaeyjamyndir auk mynda af
fjölskyldum og vinum. Svo voru
auðvitað myndir af öllum bömunum
hennar. Þegar hún flutti á Borgar-
sjúkrahúsið tveimur vikum fyrir
andlát sitt og gat ekki haft allar
þessar myndir í kringum sig, sagð-
ist hún ekki geta gert upp á milli
vina sinna og kaus því að geyma
þær allar. Hún bað þess að málverk-
ið af Heimaey færi á safn í Vest-
mannaeyjum.
Síðustu 6 árin dvaldi Guðríður í
góðu yfírlæti á elliheimilinu Selja-
hlíð í Reykjavík. Heimilið var nýtt
og fallegt. Þar hélt hún upp á 90
ára afmælið sitt og söng og dans-
aði af gleði umkringd vinum og
vandamönnum. Kvæðið „Yndislega
eyjan mín“ eftir Sigurbjöm Sveins-
son hljómaði vel þama, enda vora
margir vinimir frá Vestmannaeyj-
um. Tryggð vina hennar entist til
æviloka og margir heimsóttu hana.
í Seljahlíð spilaði hún bridge fram
á síðasta ár. Auk þess spilaði hún
vist a.m.k. tvö kvöld í viku við gesti
sína uns hún varð að fara á Borgar-
sjúkrahúsið. Hún kvaddi þennan
heim sátt við allt og alla, þakklát
öllum þeim sem önnuðust hana
bæði í Seljahlíð og á Borgarsjúkra-
húsinu. Hún var farin að hlakka til
að fara heim og dreymdi æ oftar
systurnar, sem á undan vom fam-
ar. Fannst henni sem þær biðu glað-
ar eftir sér. Með þakklæti kveðjum
við Guðríði frænku og sendum jafn-
framt innilegt þakklæti ykkur öllum
sem voruð henni góð. Þótt hún sé
farin heim lifir hún með okkur
áfram. Það er gott að minnast
frænku.
Þrúður Elísabet
Guðmundsdóttir,
Sigurlaug Kristjánsdóttir.
Fleiri greinar munu birtast um
Guðríði Guðmundsdóttur næstu
dngii.
+
Faðir minn, sonur og fóstursonur,
ÓLAFUR H. GUNNARSSON,
Hátúni 10a,
Reykjavfk,
verður jarðsettur fró Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. júlf nk.
kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Rögnvaidur Ólafsson,
Halldóra Þorleifsdóttir,
Kristinn Þorsteinsson.
Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma,
JÓHANN A JENSEN
frá Eskifirði,
sem andaðist 6. júlí sl., verður jarðsungin fró Dómkirkjunni f
Reykjavfk f dag, fimmtudaginn 16. júlf, kl. 13.30.
Hannes Gamalíelsson,
Sólveig Hannesdóttir, Friðbjörn G. Jónsson,
Jón Þór Hannesson, Valgerður Lárusdóttir,
Guðlaug Rún og Hanna Dfs Margeirsdætur,
Hannes Lárus og Árni Þór Jónssynir,
Sofffa Huld og Hannes Heimir Friðbjarnarbörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andlóts og útfarar
STEFÁNS ÞÓRÐARSONAR
frá Fossi íVopnafirði.
Aðstandendur.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
frá Sölvabakka.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR EINARSSONAR,
Ásgarði 166.
Ellen Svava Stefánsdóttir,
Stefán Sigurösson, Ann Bradley,
Sigurður Sigurðsson, Rósamunda Rúnarsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttír, Margrét Steinþórsdóttir,
Hrafnkell Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað vegna jarðarfarar
Öllum skrifstofum og afgreiðslustöðum
Olíuverzlunar íslands hf. um allt land,
verður lokað, föstudaginn 17. júlí nk.
frá kl. 13.00 -16.00 vegna jarðarfarar
Óla Kristjáns Sigurðssonar,
forstjóra félagsins.
Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.
13