Morgunblaðið - 19.08.1992, Page 14

Morgunblaðið - 19.08.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 Ályktun Framsóknarfiokksins; „Samdráttar- og gjald- þrotastefnu“ mótmælt SAMEIGINLEGUR fundur þingflokks og landssijórnar Fram- sóknarflokksins var haldinn á Egilsstöðum á föstudag. Áréttuð voru skilyrði miðstjórnar flokksins varðandi stuðning við samning- inn um Evrópskt efnahagssvæði, og „samdráttar- og gjaldþrota- stefnu" stjórnarflokkana var mótmælt. Þá segir í ályktun fundar- ins að þjóðarsáttin milli aðila vinnumarkaðarins, sem fram hafi komið í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokksins 1990, hafi verið rof- in með stefnu núverandi stjórnar í efnahags- og kjaramálum. Flokkurinn telur nauðsynlegt að lagfæra starfsskilyrði atvinnu- veganna með fjárhagslegri endur- skipulagningu og skráningu á raungengi krónunnar. Raunvexti verði að lækka, draga verði úr kostnaði atvinnulífsins, skattaá- lögum sem ríkisstjómin hafi lagt á atvinnulífið verði aflétt, afla- heimildum Hagræðingarsjóðs verði útdeilt án endurgjalds, gjör- breyttri fískveiðistjómun er hafn- að, dregið verði úr atvinnuleysi með hagkvæmum framkvæmdum, ekki verði gengið lengra í niður- skurði í landbúnaði, og opinbert fjármagn verði lagt fram til að örva framkvæmdir og rannsókna- störf í nýjum atvinnugreinum. Þessar aðgerðir telur flokkurinn vera fyrsta skrefíð til að losa þjóð- ina út út þeim „vítahring stöðnun- ar og afturhalds" sem ríkisstjórnin hafí leitt þjóðina í. Skatteftirlitið 1991: Skattar hækkuðu um 107 milljón- ir hjá 10 aðilum HÆKKANIR 1991 vegna skatteftirlits á vegum rannsóknardeildar Ríkisskattstjóra námu alls tæplega 107 milljónum kr. á síðasta ári hjá 10 aðilum. Þar af nam hækkunin 68 milljónum kr. vegna tekju- skatts og útsvars, 33 milljónum vegna sölugjalds hjá tveimur aðil- um, og 35 milljónum kr. vegna 73 virðisaukaskattsmála. Hækkan- ir á árinu 1990 vegna skatteftirlits voru 388 miHjónir kr. Á árinu 1991 nam meðalhækk- un opinberra gjalda á hvern úr- skurð sem kveðinn var upp hjá RSK um 8,2 milljónum kr. Lækk- unin milli ára nemur um 790 þús- und kr. Þetta kemur fram í árs- skýrslu ríkisskattstjóra fyrir 1991. Þar kemur einnig fram að skoð- uð voru tæplega 5.600 fyrirtæki í sameiginlegu átaki fjármálaráðu- nejrtisins og skattrannsóknar- stjóra, þar sem kannað var hjá skattskyldum aðilum hvort sölu- skráningarkerfí uppfylltu skilyrði laga og reglugerða. Áf þeim voru 31% með tekjuskráningu í lagi, hjá tæpum 30% var gerð athuga- semd um ýmis formsatriði tekju- skráningar, en hjá 39% voru gerð- ar athugasemdir og þeim fylgt eftir með endurheimsóknum og tilkynningu um stöðvun atvinnu- rekstrar ef ekki yrði bætt úr ann- mörkum. Átakið stóð yfír frá febrúarbyij- un til ágústloka 1991. Við endur- heimsókn kom í ljós að 1.926 aðil- ar, eða 89%, höfðu lagfært tekju- skráningu sína, en hjá 149 aðilum, eða um 7%, var hún enn í ólagi. Ekki náðist í um 100 fyrirtæki sem höfðu flutt eða hætt starfsemi. í ársskýrslunni kemur fram að 328 aðilar sættu á árinu eftirliti af hálfu rannsóknardeildar RSK. Þetta er nokkur fækkun miðað við árin á undan sem m.a. má rekja til þess að skráningu mála hjá embættinu hefur verið breytt frá því sem áður var. Þá segir í skýrsl- unni að í ljós hafí komið að eftir- lit með virðisaukaskatti sé erfiðara og tímafrekara en með söluskatti. Tekjuskráningarátakið hafí einnig valdið nokkurri röskun á starfsemi rannsóknardeildar þar sem veru- legur tími hafí farið í að sinna þessu verkefni. BS Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýrri heilsugæslustöð í Grundarfirði. Fyrsta skóflustunga að nýrri heilsugæslustöð í Grundarfirði Grundarflrði. SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð í Grund- arfirði fyrir nokkru. Er þetta Grundfirðingum mikið ánægjuefni því til þessa hefur stöðin verið í svo til ónothæfu húsnæði. Það var í suðaustan slagveðurs- rigningu sem ráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Varla var stætt vegna hvassviðris en eftir að verk- inu var lokið snöruðust menn und- an veðrinu inn í skrifstofubygg- ingu Eyrarsveitar til að fagna þessum merka áfanga. Húsinu hefur verið valinn stað- ur í miðju þorpinu og ef marka má teikningar verður þetta reisu- leg bygging. Húsið var boðið út í einu lagi og skal reist á þremur árum. Pálmar Einarsson húsa- smiður í Grundarfirði mun annast verkið en Geirharður Þorsteinsson arkitekt teiknaði húsið. - Hallgrímur Forstjóri ÁTVR: Becks vinsæll vegna sterkrar markaðsaðstöðu HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að þrátt fyrir miklar vinsældir Becks-bjórsins hafi ÁTVR gengið að tilboði framleiðanda Holsten-bjórsins og verði sá bjór til sölu í öllum verslunum ÁTVR. Ekki hefur verið ákveðið í hvaða vínbúðum Becks-bjór verður til sölu, en þær verða mun færri en verið hafi. Höskuldur sagði að vinsældir Becks-bjórsins væru tilkomnar vegna sterkrar markaðsað- stöðu hans síðastliðið ár. Becks verður fáanlegur alls stað- ar á landinu handa veitingahúsum og í einhveijum verslunum ÁTVR. „Við buðum út bjórinn til átta stærstu bjórframleiðenda Þýska- lands. í útboðinu var þess getið að við myndum ekki tryggja sölu á ákveðnu magni, hins vegar yrði sá bjór sem fyrir valinu yrði eini þýski bjórinn sem yrði fáanlegur í öllum verslunum ÁTVR. Við teljum okkur bundna af þessu því þetta er í raun það eina sem dregur athygli fram- leiðenda að þessu útboði. Þetta eru svipaðar reglur og þegar Becks vann útboðið á sínum tíma nema hvað þá bundum við okkur til að kaupa minnst eina milljón lítra á ári,“ sagði Höskuldur. Aðspurður um hvort þetta kerfi væri eðlilegt í ljósi þess að nú yrði erfiðara fyrir neytendur að nálgast þann bjór sem mestra vinsælda hefur notið sagði Höskuldur. „Þetta er nátengt því hvort menn reka hér einkasölu eða ekki. Einkasala verð- ur að velja inn vörur og getur ekki hleypt öllum vörum inn í verslanir sínar. Becks-bjórinn og sumar aðrar tegundir eru náttúrulega orðnar vinsælar vegna þeirrar aðstöðu sem þeim hefur verið sköpuð í gegnum einkasöluna. Ef maður setur sig í spor annarra framleiðenda, inn- lendra eða erlendra, getur maður spurt sig hvort einhver erfðafesta sé á í viðskiptum með áfengi. Hvort ekki eigi að hleypa að neinum öðr- um vörum en þeim sem notið hafa vinsælda," sagði Höskuldur. „Vitaskuld skipta óskir neytenda máli. Ef þær skiptu engu máli tækj- um við bara bjórinn út af markaðn- um. Við erum að tryggja að allir sem raunverulega óska eftir því að keypa Becks-bjór geti fengið hann með auðveldum hætti,“ sagði Hös- kuldur. KJÖLUR hf. ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678891 FYRIR SUMARBÚSTAÐINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.