Morgunblaðið - 19.08.1992, Side 29

Morgunblaðið - 19.08.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 29 Elín Halldórsdótt- ir - Kveðjuorð Fædd 19. október 1901 Dáin 18. júlí 1992 „Mínir vinir fara fjöld,“ kvað Bólu-Hjálmar, og þannig er lífið ófrávíkjanlega, að kallið kemur á sínum tíma til okkar allra, dauð- legra manna, og á efri árum sér maður æ fleiri og fleiri samferða- menn halda inn í eilífðina stóru, þar sem hjúpaskiptin, sem við nefnum dauða, draga markalínu milli þess, sem við sjáum og sjáum ekki með takmörkuðum skilningarvitum okk- ar. Það vita allir, hversu okkar öld hefur afhjúpað möguleikana á að skynja úr fjarlægð atburði dagsins, sem gerast hér á jörð, með öllum fjarskiptum nútímans. Ég læt mér stundum detta í hug, hvort næsta öld muni ekki sækja enn lengra og opna mönnum leiðirnar til að skynja og fylgjast með þeim lífssviðum, er við taka að mannlegu jarðlífi loknu — og að menn jarðar fái þá um leið staðfestingu á, hversu vel þeim farnast á nýju leiðunum, sem rækt hafa sitt lífsstarf vel um jarð- neskt æviskeið. Elín Halldórsdóttir, sem ég vil hér minnast, var mikil heiðurskona, sem svo sannarlega fyllti sinn sess með sóma, og flytur inní framhalds- lífið með góða einkunn frá sínu lífs- hlaupi. Elín var vestfirskrar ættar, foreldrar hennar voru Halldór Hall- dórsson skipstjóri og Kristjana El- íasdóttir. Lítt get ég rakið ættir hennar, en veit þó, að Páll Halldórs- son, skólastjóri Stýrimannaskólans á sínum tíma, var föðurbróðir henn- ar. Á öðru ári missti Elín föður sinn og tvo móðurbræður í sjóslysi. Var þá þungt fyrir fæti hjá móður henn- ar, sem gekk með sitt annað barn. En hún var mikil dugnaðarkona, og nú blasti það við, að missa ekki kjarkinn, heldur betjast fyrir tilveru sinni og dætranna. Eftir fá ár flutti hún til Iteykjavíkur með dæturnar og háði þar sína hörðu lífsbaráttu. I þá daga voru engar tryggingar, til að létta undir með fólki, sem varð fyrir slíkum áföllum. Nei, það varð að duga eða drepast. Kristjana vann fyrir sér og dætrum sínum með því að taka kostgangara og með saumaskap, og strax og dæt- urnar gátu, fóru þær að vinna og létta undir með móður sinni. Þó þröngt væri í búi, lét ekkjan sig ekki muna um að taka að sér systur- son sinn, á fyrsta ári, er hann þurfti þess með, og ólu þær mæðgur hann upp sem son og bróður. Dæturnar unnu hvað sem til féll strax og þær gátu. Man ég, að Elín sagði mér að erfiðasta verkið, sem hún hefði komist í, hefði verið að vinna við mótekjuna á árum fyrri heimsstyrj- aldarinnar, þegar mór var aðaleldi- viður fólksins. Hún var þá ungling- ur að aldri. Kristjana sá til þess, að Elín, sem var bráðgreind, komst í Verslunar- skólann. I skólanum var meðal ann- arra piltur að nafni Páll Ámason frá Görðum — og Elín og hann börðust um efstu sætin í bekknum. Seinna urðu þau bæði starfandi við Haraldarbúð, svo og Halldóra, syst- ir Elínar, og Jón, bróðir þeirra. Haraldur Ámason kaupmaður, rak þetta fyrirtæki um margra ára skeið og valdi til sín úrvals starfsfólk, sem gerði það að verkum, að fyrirtæki hans varð bæði vandað og virt og þekkt að vörugæðum og vinsælt í Reykjavík á sinni tíð. Þar vann Elín við verslunarstörf, en Páll sem aðal- bókari og síðar prókúruhafi og meðeigandi. Áður en Páll kom þar til starfa, sigldi hann til Lundúna ásamt Kristjáni Gestssyni, og urðu þeir síðan báðir starfsmenn hjá Haraldi og aldavinir. Elín og Páll felldu hugi saman og giftu sig vorið 1933. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Alla tíð voru þau samtaka og sám- stillt og byggðu upp sérstaklega traust og gott heimili, þar sem eldri sem yngri ástvinir áttu öruggt at- hvarf. Eftir andlát séra Árna Björnsson- ar, föður Páls, árið 1932, keypti hann ásamt Líneyju, móður sinni, húsið að Bárugötu 21 í Reykjavík. Þangað fluttist Líney með yngstu börnin sín á miðhæðina. Elín og Páll byijuðu sinn búskap á efri hæðinni, og á neðstu hæðina flutti Kristjana, móðir Elínar, með Hall- dóm, yngri systur hennar, og Jóni, föðurbróður. Seinna var svo að sjálfsögðu flutt á milli hæða eftir því sem fjölskyldumynstrið breytt- ist. En yfirumsjón yfir húsinu og öllum íbúum þess hafði Elín og leit til með eldri sem yngri eftir þörfum. Og sínar hinstu stundir áttu bæði Líney og Kristjana í umönnun Elín- ar, og vil ég hér og nú á kveðju- stundu þakka fyrir allt það, sem hún og Páll gerðu fyrir móður mína og fyrir okkur systkinin. Elín var drottning í sínu ríki — og hennar ríki var heimilið á Báru- götu 21. Þar hélt hún öllum þráðum í sínum höndum með snilld og prýði, og ásamt manni sínum bjó hún þar börnum, móður, tengdamóður, systkinum og tengdasystkinum — og seinna tengdabörnum og barna- börnum — gott athvarf og skjól, meðan á þurfti að halda, og vakti alla tíð af mikilli árvekni yfir vel- ferð sinna ástvina og fylgdist með öllum hópnum. Hún var traustur og óbifanlegur vinur og vemdari, þegar erfiðleika bar að höndum. Ég man, að eitt sinn, er eitthvað bjátaði á, varð henni að orði: Guð hefur alltaf séð um mig og mína, og ég veit að hann mun ávallt gera það. Á langri ævi mætir öllum sitt- hvað mótdrægt. Elín fór ekki var- hluta af því. Mann sinn missti hún árið 1970, og dóttur sína missti hún fárra daga gamla. Var það henni þung raun. En hún lét aldrei bug- ^ Avokadó Undanfarin ár hefur fengist hér ávöxtur sem kallast avokadó. Hann er dökkgrænn, grænsvartur og jafnvel rauðleitur. A ensku kallast hann Avokado pear (avokadópera). Það er eðli- legt að íslenska erlend heiti en er oft erfítt verk. Avokadóávöxt- urinn hefur hlotið heitið lárpera. Skýring á þessu nafni mun vera sú að urt þessi er af lárviðarætt og perulaga, sem er þó ekki allt- af. Er þessi nafngift ekki alveg út í hött? Mér er minnisstætt þeg- ar ég var krakki að hlegið var að því að Helga Sigurðardóttir, hús- mæðrakennari og matreiðslubók- arhöfundur, þýddi orðin appelsína sem glóaldin, sítróna sem gulald- in, tómatur sem rauðaldin o.s.frv. Engum dettur í hug að nota þessi heiti. Orðið avokadó er ævafornt, komið úr máli Azteka, en þar hét það Ahuacatl, en varð Avokado í munni Spánveija, sem fluttu þennan ávöxt frá Nýja heiminum. Þessi fornu heiti á að láta halda sér, enda er orðið avokadó engu meira framandi en tómatur, sem líka er komið frá Aztekum. Ávöxtur þessi er upprunninn í Mið-Ameríku. Hann er mjög nær- ingarríkur. í honum er A-vítamín, nokkrar tegundir B-vítamíns, C- vítamín, járn, kalk og fosfór, hann er allt að 17% feitur, en mjög auðmeltanlegur, enda er hann mikilvæg fæða ungbarna í ísrael. Á íslandi ættu foreldrar ungra barna að gefa þeim avokadó, eink- um þeim börnum sem láta illa við kartöflum og grænmeti. Avokadó mýkir fæðuna og hún rennur ljúf- lega niður. Avokadó er ekki góður nema hann sé hæfilega þroskaður. Oft liggur hann of lengi í búðum hér og er orðinn dökkur og ofþroskað- ur. Hann á að vera örlítið linur og ekki með stórum, dökkum blettum, þó mega vera smá dök- kleitir blettir á honum. Mér finnst best að kaupa hann harðan og láta hann þroskast á eldhsúborð- inu hjá mér. Fylgjast þarf vel með honum. Hann þarf að vera mjúk- ur, nánast eins og smjör, til að vera góður. Avokadóávöxtur er mikið not- aður sem forréttur, þá er ýmislegt sett í holuna undan steininum, svo sem rækjur eða annar skelfiskur. En nú reynum við annað og ein- faldara. Avokadó m/salatsósu (vinaigr- ette) 3 avokadóávextir safi úr 1 ‘h meðalstórri sítrónu (eða lhd\ vínediki) 1 'h dl matarolía 4 skvettur úr tabaskósósuflösku 'h tsk. oregano '/» tsk. salt nýmalaður pipar 1. Blandið saman sítrónusafa (vín- ast, hún vissi að bak við dauðans dyr opnast nýtt líf og ný lífssvið, og hún átti mikla lífsgleði og mat öll þau gæði, sem lífið færði henni. Hún eignaðist elskulegan mann og mikilhæfar dætur og tengdasyni og efnileg barnaböm. Hún bjó alla tíð í húsinu sínu á Bárugötunni, og þar var vel að henni hlúð, er elli og lasleiki sóttu að. Dætur hennar, sem upp komust, eru Kristjanatónlistar- kennari, sem gift er Hannesi Flosa- syni tónlistarmanni og útskurðar- meistara. Þeirra börn eru Páll, Haukur Flosi, Elín og Ingibjörg. Yngri dóttirin er Líney Arndís, bankastarfsmaður. Hennar maður var Einar Vigfússon, sellóleikari, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Eftir andlát hans fluttist Líney aft- ur heim á Bárugötuna og á þar sitt heimili og annaðist móður sína af mikilli prýði, eftir að hún þurfti umönnunar með. Þar vann og vel að verki tryggðatröllið Sólveig Benediktsdóttir, sem réðist til Páls og Elínar sem starfsstúlka ung að árum — en fór þaðan aldrei aftur. Hennar framlag á heimilinu var ve! metið, enda á margan hátt ómetan- legt. Páll og Elín voru óvanalega gjöf- ular og rausnarlegar manneskjur, sem styrktu og hjálpuðu yngri systkinum og skyldmennum eftir fremsta megni og það af slíkri rausn, að ég hygg að óvenjulegt sé. „Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá þér tekur,“ yrkir Davíð frá Fagraskógi. Og víst er um það, að góðar minn- ingar eru mikið dýrmæti, sem ekki fölna, þó árin líði, þær eru auðlegð, sem ekki rýrna í tímans rás. Að eiga í hugskoti sínu fagra mynd liðinna stunda í nálægð góðra vina og ástvina er eitthvað, sem mölur og ryð ná ekki að granda. Elin og Páll skilja eftir sig slík verðmæti. Kallið kom til Elínar að kvöldi dags hinn 18. júlí sl. Páll var fæddur hinn 19. júlí. Hann fékk Elínu sína heim til sín í „afmælisg- jöf‘, betri gjöf gat honum ekki hlotnast. — Já, Elínu hefur áreiðan- lega verið vel fagnað bæði af honum og öðrum ástvinum, sem á undan voru farnir. Og enginn vandi hefur þeim verið á höndum, sem gera upp reikningana að lokum, því þar hefur átt við að segja: „Gott, þú góði og trúi þjónn. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Sigurlaug Árnadóttir frá Görðum. Islandskynning í Norræna húsinu OPIÐ hus fyrir norræna ferðamenn verður í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. ari, kynnir þá ísland í myndum, kenna gestum einfaldan vikivaka. Kynningin fer fram á sænsku, en Unnur hefur búið í Svíþjóð í þrjátíu ár. Hún hefur haldið fyrir- lestra um ísland í Svíþjóð og Finn- landi undanfarin fimmtán ár og skrifað greinar um ísland í sænsk blöð. Að fyrirlestrinum og kaffihléi loknu verður sýnd kvikmynd Os- valds Knudsens, Eldur í Heimaey. Unnur Guðjónsdóttir, balletmeist- dansi og söng og mun hún m.a. Myndin er með norsku tali og tekur sýning hennar um hálfa klukku- stund. Fimmtudaginn 27. ágúst verður síðasta Opna húsið í Norræna hús- inu ájþessu sumri og þá flytur Krist- ín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur fyrir lestur á sænsku og nefnir hann „Kvinnans starka stállning pá Island-myt eller verklighet“. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON ediki), matarolíu, oregano, ta- baskósósu, salti og pipar. Setjið í hristiglas og hristið saman. 2. Kljúfið ávextina langsum, kipp- ið steinini’m úr. Setjið hálft avokadó í litla skál, hellið sósunni í holuna undan steininum. Smyijið sósunni örlítið eftir skurðfletinum, svo að ávöxturinn dökkni ekki. 3. Berið fram strax. Meðlæti: Ristað brauð. Guacaamole, krydduð avokadó- sósa frá Mexíkó Þessa sósu má nota sem ídýfu með kexi, grænmeti eða kartöflu- flögum einnig sem sósu með fiski eða kjúklingi. Mexíkanar nota hana með pönnukökunum sínum „tortillas", en þeir fylla þá gjarnan pönnukökurnar með einhvers kon- ar kjötkássu og bera sósuna með. í þessa sósu er notaður „eldpip- ar“ (chili-ávöxtur), en hann er nokkuð sterkur fyrir smekk flestra íslendinga. Ferski eldpip- arinn er mun sterkari en sá niður- soðni, ættu því þeir sem forðast vilja „eldinn“ að nota hann. En þá kemur uppskriftin, sem nefnist bara eldsósa. Eldsósa 1 eldpipar (chili-pipar), niðursoð- inn eða ferskur 2 meðalstórir avokadóávextir 1 tsk. sítrónusafi 1 meðalstór, vel þroskaður tómat- ur 'A lítill salatlaukur (mildur, hvítur laukur) salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar ‘/s tsk. sykur smágrein fersk steinselja 1. Kljúfið eldpiparinn, takið úr honum hver einasta fræ, fjarlægið ljósu æðarnar inni í honum. Þerr- ið vel, saxið síðan mjög smátt. 2. Kljúfið avokadóávextina langs- um að steininum, fjarlægið hann, en skafíð aldinkjötið úr með skeið. Meijið síðan með gaffli, blandið sítrónusafanum jafnt saman við. 3. Hellið sjóðandi vatni á tómat- inn, látið hann standa í vatninu í xh mínútu, fjarlægið þá hýðið, meijið gegnum sigti þannig að steinarnir sitji eftir. Setjið saman við avokadómaukið. 4. Afhýðið laukinn og saxið mjög fínt. Klippið steinseljuna smátt. Blandið saman við ásamt salti, pipar og sykri. Helli í skál og berið fram. Athugið: Avokadóávöxtur dökknar í sárið, þegar súrefni leikur um hann. Breiðið yfir sós- una ef þið ætlið að geyma hana. Þetta má setja í kvörn (mixer).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.