Morgunblaðið - 30.08.1992, Page 14
14 r
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 30. ÁGÚST 1992 :
Fjórar listsýningar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Magnús S. Guðmundsson, sem
sýnir 8 myndverk í listhúsinu Einn
einn við Skólavörðustíg nam_ í
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á árunum 1984-1988 og Jan
van Eyck Akademie, Hollandi
1988-1990. Þetta er mjög hefð-
bundinn námsferill íslenskra
listspíra og hefur lengi verið, en
illa hefur mér gengið að sjá mun
á námsferli þeirra, þótt þeir hafi
stundað nám við hina ýmsu skóla
í Hollandi. Af því má marka, að
listaskólakennsla þar hafi verið
nokkuð einhæf á undangengnum
áratugum. En mér er kunnugt um
að mikið og nær ótakmarkað frelsi
ríkti í þessum skólum Iengi vel,
en nú mun nokkur breyting hafa
orðið á að mér skilst, því misskilið
og misnotað frelsi ásamt rausnar-
legu styrkja- og námslánakerfí
hafði allt aðrar afleiðingar en
reiknað var með.
Hins vegar koma myndverk
Magnúsar mér nokkuð á óvart,
því ég hef fylgst með ferli hans
innan MHÍ, og einnig eru þau á
skjön við flest það sem frá Hol-
landi hefur komið til þessa.
Þetta telst fyrsta alvarlega
einkasýning Magnúsar á opinber-
um vettvangi eftir að námi lauk,
en áður hefur hann sýnt á Mokka
(1986) og tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Á sýningunni eru 6
akrýlmálverk og tvö olíumálverk,
svo að hann vinnur í mög hefð-
bundnum efnivið, en annað sem
einnig er hefðbundið er formsýn
hans, en myndverkin minna mig
sterklega á abstraktmálverk sjötta
áratugsins. Má ætla að ef til vill
sé vegur abstraktmálverksins að
aukast í Hollandi, en undir öðrum
formerkjum og annarri heimspeki
og hefði verið fróðlegt að fá útlist-
an á því sérstaklega á sýningunni.
Annars skal bent á að höfuðp-
aurar abstrakt málverksins, sem
enn eru á lífi, hafa á engan hátt
vikið af braut sinni, sama er að
segja um þá er aðhylltust
strangflatalist og Cobra-lista-
mennirnir hjakka enn í sama far-
inu, eins og sagt er, en hins vegar
eru flestir áhangendur þessara
liststíla sláandi ferskir og auk þess
mjög virkir í samtímanum.
Myndverk Magnúsar bera með
sér að hann er enn á mótunar-
skeiði og hin lit- og formræna
uppbygging myndanna er nokkuð
óklár á köflum. Hér sker þó olíu-
málverk nr. 4 sig nokkuð úr fyrir
sannfærandi uppbyggingu í gráu,
grábláu og svörtu. Þá eru litlu
akrýlmyndirnar nr. 6, 7 og 8 ákaf-
lega heillegar í útfærslu.
'Ólafur Benedikt Guðbjartsson,
sýnir í innri sal listhússins og að
auk í kaffihúsinu á Laugavegi 22.
Hann nam við MHÍ á sama tíma
og Magnús, en valdi sér allt annan
námsferil að því loknu og það all
óvenjulegan. Fyrst nam hann kín-
versku við háskólann í Beijing og
síðan stundaði hann nám við Fud-
an háskólann í Shanghai og á
komandi vetri mun hann nema
austurlenzka fornleifafræði við
Sorbonne!
Af þessu má ráða að Ólafur sé
mjög andlega sinnaður og að nám
hans beinist um þessar mundir
aðallega að því að rannsaka aust-
urlenzka dulspeki, forn tákn og
innsigli.
Þetta er fyrsta einkasýning
Ólafs á íslandi, en áður hefur hann
verið með opna vinnusteofu í
Shanghai (1990) auk þess sem
hann var með einkasýningu í Gall-
eria via Corso Mazzini í ágúst
1991, í báðum tilvikum sýndi hann
málverk. Þá hefur hann á þessu
ári verið með sýningu á kínversk-
um innsiglum í Kínahúsinu í Par-
ís, og Gallerí Emil hér í borg.
Þrátt fyrir að námsferill Ölafs
sé all óvenjulegur og skari ekki
þekkta listaskóla, þá eru málverk
hans tæknilega merkilega vel úr
garði gerð. Einkum kemur þetta
vel fram í málverkunum í listhús-
inu, en síður á veitingastaðnum.
Það er ekki vel fallið til málverkja-
sýninga, því myndirnar njóta sín
illa á veggjunum, en kannski þyk-
ir það ávinningur að sýna á staðn-
um, þar sem þangað kemur marg-
ur listamaðurinn, auk þess sem
einn nafnkenndur sjónháttafræð-
ingur virðist jafnvel nota staðinn
sem vinnustofu á svipaðan hátt
og Jón Árnason stjörnuspekingur
notaði Hressingarskálann í gamla
daga.
Dulhyggja, heimspekileg um-
ræða og ýmis myndræn tákn bijót-
ast um á myndfletinum í verkum
Ólafs og það er býsna mikil ein-
Ólafur Benedikt Guðbjartsson: „Innsiglin fimm“ 1991.
Cheryl Hill
barnakennari
Helen Stephens
kennarl
Helen Everett
yfirkennari
Linda Walker
kennari
Jimmy Gallegos
kennari
Julie Ingham
skólastjóri
Berta Faber
kennari
ALLIR KENNARAR SKOLANS ERV 9
Vclkomin í knskuskólann
Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann í
spjall og kaffi áður en námskeiðin hefjast 3.
til 8. september.
Við bjóðum upp á 11 námsstig I ensku.
Við metum kunnáttu þína og I framhaldi af því
ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér
og þínum óskum best.
Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja
engar skuldbindingar.
MAL
^ INIMRITUIM STEIMDUR YFIR
■B í DAG OG NÆSTU DAGA
HRINGDU j SÍMA2S330 EÐA25900 OG FÁÐD FREKARIUPPLÝSINGAR
KENNSLA HEFST 9. SEPTEMBER
Fyrirfullorðná
Almenn enska. Með áherslu á tal-
mál. Námskeið að degi til, kvöldi og
laugardaga.
Viðskiptaenska
Rituð enska - enskar bókmenntir
Krárhópar
TOEFL-GMAT-GRE
undirbúningsnámskeið
Fyrir börn
Leikskóli fyrir 3-4 ára
Forskóli fyrir 5-6 ára
Enskuskóli fyrir 7-12 ára
Unglinganámskeið fyrir 13-15 ára
Fyrir stofnanir og fyrirtæki
Viðskiptaeinkakennsla -
Sérmótuð námskeið fyrir fyrirtæki
Málsmiðjan - þýðingarþjónusta/
prófarkalestur
Einkatímar
Hægt er að fá einkatíma eftir vali
VR og flest önnur stéttarfélög
taka þátt i námskostnaði sinna
félagsmanna.
ÞÚ FINNUR ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN í HÓPINN...
skólinn
TUNGOTU 5 101 REYKJAVÍK