Morgunblaðið - 30.08.1992, Side 36

Morgunblaðið - 30.08.1992, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Hjónaminning * Asta Guðjónsdóttir Magnús Haraldsson Ásta Karólína Fædd 13. nóvember 1910 Dáin 23. ágúst 1992 Magnús Fæddur 9. júní 1915 Dáinn 23. ágúst Mánudaginn 31. ágúst verða til moldar borin móðurbróðir minn, Magnús, og Ásta eiginkona hans en þau létust af slysförum þann 23. ágúst sl. Foreldrar Magnúsar voru Har- aldur Guðmundsson, bóndi og smið- ur á Merkisteini á Eyrarbakka og síðar bankastarfsmaður í Reykja- vík, og Þuríður Magnúsdóttir frá Árgilsstöðum. Foreldrar Haraldar voru Guðmundur ísleifsson frá Suð- ur-Götum í Mýrdal, útvegsbóndi á Eyrarbakka, og kona hans, Sigríður Þorleifsdóttir, dóttir Þorleifs ríka frá Háeyri. Foreldrar Þuríðar voru Magnús Bergsteinsson frá Árgils- stöðum, snikkari í Reykjavík, og kona hans, Steinunn Sigríður Magnúsdóttir frá Bakka í Vatns- leysustrandarhreppi. Haraldur og Þuríður áttu 7 böm sem upp komust, þau voru: Leifur, fæddur 1912, dáinn 1971; Sigríður, fædd 1913, dáin 1987; Magnús sem hér er minnst; Ragna Sylvía, fædd 1917; Guðmundur, fæddur 1918; Unnur Dóróthea, fædd 1922 og Anna, fædd 1929, dáin 1948. Foreldrar Ástu Karólínu voru Guðjón Ólafsson, bóndi á Stóru- Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum og kona hans, Jóhanna Kristín Ketils- dóttir. Guðjón og Jóhanna Kristín áttu 5 böm, þau voru: Ólafía Guð- laug, fædd 1902; Siguijón, fæddur 1904, dáinn 1906; Sigurbjörg, fædd 1906; Ásta Karólína sem hér er minnst og Þómnn Helga, fædd 1918. Magnús ólst upp í föðurhúsum á Eyrarbakka en fór ungur að heiman og varð að vinna fyrir sér. Hann var m.a. nokkur ár á sjónum en fljótlega tók hann að starfa við inn- flutning og gerðist umsvifamikill stórkaupmaður, m.a. varð hann skatthæsti einstaklingur a.m.k. í Reykjavík eitt árið. Hann var gott dæmi um sjálfmenntaðan athafna- mann af gamla skólanum. Eitt sinn bar skattamál á góma hjá okkur Magga frænda og kom þá berlega í ljós viðhorf hans til þeirra. Með glöðu geði borgaði hann það sem honum bar. Rétt skyldi vera rétt. Mér hefur verið sagt að hann hafi verið mjög áreiðanlegur í viðskiptum sínum og það sem hann sagði stóðst, en hann hafði sínar meiningar og gat verið harður í horn að taka ef svo bar við. Magn- ús var mikill smekkmaður og fagur- keri, sem heimili hans og innflutn- ingsvörur báru vitni um. Eg á marg- ar fallegar minningar um heim- sóknir okkar til þeirra hjóna á heim- ili þeirra á Seltjamamesi, þar sem þau undu sér svo vel sl. 20 ár. Ásta hafði yndi af ljóðum og eiga þessi orð Tómasar Guðmundssonar vel við hér: Því þá kemur sólin og sest þar. Hún sígur vestar og vestar um öldumar gulli ofnar. Og andvarinn hægir á sér. Ástfangin jörðin fer hjá sér, uns hún snýr sér undan og sofnar. heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast, og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. Ásta ólst upp hjá foreldrum sín- um á Stóru-Mörk en veiktist um 14 ára að aldri af berklum og fór þá til Reykjavíkur að leita sér lækn- inga. Hún dvaldist langdvölum á Landakotsspítala og var skorin upp 6 sinnum og um tíma var henni varla hugað líf. Eftir spítaladvölina fluttist Ásta til frænku sinnar, Hönnu Guðjónsdóttur, og Stefáns Kristinssonar og bjó hjá þeim í mörg ár eða þar til hún fór að búa með Magga frænda upp úr stríðsár- unum. Ástu og Magnúsi varð ekki barna auðið. Magnús var tvígiftur og átti með fyrri konu sinni, Lilju Bjarnadóttur, tvær dætur, Þuríði, fædda 1942, sem búsett er í Banda- ríkjunum og Díönu Bjarneyju, fædda 1943, sjúkraliða í Reykjavík. Áður átti Magnús son, Guðmund, fæddan 1938. Barnsmóðir Magnús- ar var Sigríður Guðmundsdóttir frá Háfnarfirði. Ásta var alla tíð þeim Díönu og Þyrí sem önnur móðir. Símhringin um nótt, hræðilegt slys, Ásta og Maggi. Andvaka, bænir. En dauðinn er ekki verstur. Frá því ég man eftir mér hafa Ásta og Maggi verið hluti af lífí minu. Frá æsku koma minningar um hálsmen sem Maggi frændi gaf okkur systrunum. Jólaboð hjá ömmu og afa, Ásta og Maggi með jólapakka. Díana og Þyrí í heimsókn og ég, sem var nokkrum árum yngri, dáðist að þessum fallegu frænkum mínum. Síðar, við hjónin nýgift á leið í nám til útlanda, Maggi biður okkur að líta inn áður en við förum og frá þeim fórum við með gjaldeyri, sem hann laumaði að okkur og sagði að okkur veitti víst ekki af. Ásta og Magnús áttu mjög fallegt heimili og sagt er að bragð sé að þá barnið fínnur. Eitt sinn vorum við hjónin að koma frá þeim ásamt dóttur okkar 5 ára. Þegar við komum út í bí sagði barn- ið: „Mamma, er ekki eins fínt hjá Magga og Ástu og kónginum?" Asta var ein af þeim manneskjum sem aldrei varð gömul, kirkjubækur sögðu hana að vísu á 82. aldursári en framkoma og fas sagði allt ann- að. Ásta var glaðleg og skemmtileg kona, sá spaugilegu hliðarnar á líf- inu á hveiju sem gekk. Eg man varla eftir að hafa komið í heim- sókn nema hafa hlegið með Ástu í eldhúsinu á meðan hún hellti upp á könnuna eða lagaði kakó. Maggi átti erfiðara skap og var Ásta hans blessun. Síðastliðna vetur gekkst Ásta undir mjaðmaaðgerðir á báð- um mjöðmum, en fyrr en varði var hún komin á kreik og sagði nýlega í gríni að hún gæti fljótlega gengið á Esjuna. Nei, hún Ásta mín var ekki sú manngerð sem kvartar. Alla tíð sá hún um_ heimilið, sem var mjög snyrtilegt. Á Ástu sannað- ist að aldur segir ekki allt og að gott skap er gulli betra. Dauðdagi þeirra var hræðilegt slys, sem enginn gat gert neitt við, en ég hugga mig við það að þau hefðu ekki getað lifað án hvors annars. Við, ég og fjölskylda mín, biðjum algóðan guð að styrkja ykk- ur, Díana, Þyrí og Mummi. Að lokum langar mig að taka úr ljóði Leifs Haraldssonar frá Há- eyri, bróður Magga, þessi erindi: Vort æviskeið er undarlega stutt - hve óræð gáta’ er tímans mikla hjól! og það, sem kom, er fyrr en varir flutt á fáki dauðans mót yl og sól. Ó, huggast látið, harmi lostnu böm, því herrann sjálfur græðir dýpstu sár, í þeirri trú, hann verði ykkar vöm á vegferð ykkar þessi fáu ár. Blessuð sé minning Ástu og Magga. Anna Sigríður. Dáinn, horfínn, harmafregn. Dauðinn hefur barið að dyrum hjá vinafólki mínu, Magnúsi Har- aldssyni og Ástu Guðjónsdóttur. Þau lentu í hörmulegu bílslysi og létust bæði samstundis. Við Magnús kynntumst í æsku á Eyrarbakka. Tókst brátt með okkur góð vinátta, sem hefur lifað uns lífi hans lauk. Magnús lagði gjörva hönd á margt og var mjög fjölhæf- ur. Hann var til sjós á yngri árum, en vann við verslun hér í bænum lengst af. Hann var vinfastur og gott var að heimsækja þau hjón. Bæði voru þau á góðum batavegi þegar þessi hörmulegi atburður gerðist. Við biðjum góðar vættir að fylgja þeim um ókunnar slóðir. Ættingjum og vinum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Árni Ogmundsson og börn. Enn á ný erum við minnt á það með kólnandi veðri að sumri hallar fyrr en varir og haustið læðist að. Enda þótt við vitum það fullvel að slíkt er óhjákvæmilegt er eins og það komi samt á óvart og alltaf áður en við erum tilbúin. Það hefði mátt búa blómin f garðinum betur undir haustveðrið og kuldahretið, það hefði mátt hlú betur að og treysta böndin sem styðja blóm næsta vors. Það haustaði skyndilega í lífi vina okkar, hjónanna Ástu Guðjónsdótt- ur og Magnúsar Haraldssonar stór- kaupmanns. Það gerðist án fyrir- vara að lokinni heimsókn okkar fjögurra til sameiginlegra vina okk- ar. Þetta var ein af þessum nota- legu kvöldstundum þar sem góðir vinir koma saman, rifja upp gamlar minningar og leggja á ráðin um næstu áfanga. Ásta var sama yndis- lega konan og ætíð, glaðleg og bjartsýn með sitt hlýlega viðmót. Hún var svo létt á fæti og létt í lund að manni fannst eiginlega að hún hefði látið það vera að eldast. Hún sýndi hug sinn til okkar ætíð á þann hátt, að okkur fannst hún vera einn af okkar nánustu ættingj- um. Magnús rifjaði upp minningar úr veiðiferðum og sagði veiðisögur af sjálfum sér og öðrum eins og honum var lagið, en stangaveiði var honum mikið áhugamál. Hítará á Mýrum átti alltaf sérstakan sess hjá honum og þar var hann foring- inn meðal veiðifélaganna og eigum við margar góðar minningar um ferðir þangað með þeim hjónum. Hann var snjall veiðimaður og náði oft stóru löxunum sem aðrir segjast missa. Magnús var alltaf bjartsýnn í veiðiferðum, hann sannfærði okk- ur hin um að stórar laxagöngur kæmu í ána næstu nótt, að rokið myndi ganga niður á næstu tímum og ef áin var vatnslítil, að regnið kæmi næsta morgunn. Enda þótt hann væri afar bjart- sýnn í veiðiskap var hann raunsær og með báða fætur á jörðinni í hinu daglega amstri. Magnús rak eigin heildverslun í Reykjavík í áratugi og mundi því tímana tvenna í versl- unarrekstri, allt frá dögum strangra viðskiptahafta til fijálsræðis síðustu ára og hafði frá mörgu að segja í þeim efnum. Hann tók ákvörðun um að hætta störfum fyrir fáum misserum og seldi fyrirtækið. Hann hafði yfirleitt ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki dult með þær. Sannfæring Magnús- ar var ekki alltaf í samræmi við skoðanir annarra og það gat stund- um komið af stað fjörlegum skoð- anaskiptum. Þessari kvöldstund lauk á annan hátt en við ætluðum. Á heimleiðinni skildu leiðir, Ásta og Magnús héldu heim til föðurins sem ræður en við fórum fyrirætlaða leið. Við vottum aðstandendum þeirra samúð og óskum þeim friðar. Dúfa og Guðmundur. Ég var harmi lostinn þegar ég frétti að Ásta Karólína Guðjónsdótt- ir, frænka mín og fóstra, og eigin- maður hennar, Magnús Haraldsson stórkaupmaður, hefðu látist í bíl- slysi. Slys gera ekki boð á undan sér. Ég vildi ekki trúa að þetta hefði gerst en staðreyndin verður ekki umflúin. Minningarnar líða um hugann og margt rifjast upp. Mér verður sér- staklega hugsað til æskuáranna á Laufásvegi 25 í Reykjavík þegar Ásta var til heimilis hjá foreldrum mínum sem nú eru látnir, þeim Stefáni Kristinssyni, fulltrúa hjá tollstjóra, og Hönnu Guðjónsdóttur píanókennara. Á þessum árum tíðkuðust heim- sóknir, maður átti alltaf von á að einhver liti inn til að hlusta á plötur eða ræða það sem efst var á baugi, ekki síst í menningarlífinu. Heim- ilisvinir voru eftirminnilegir og samverustundirnar ógleymanlegar. Mér finnst nú að það hafi verð for- réttindi að alast upp í þessu um- hverfí í faðmi tveggja mæðra og var Ásta önnur þeirra. Ásta fæddist 13. nóvember 1910 í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ketilsdóttir og Guðjón Ólafsson, bóndi í Stóru- Mörk, og þar bjuggu þau allan sinn búskap. Guðjón og móðuramma mín, Kristín, voru alsystkin og var mjög kært með þeim. Kristín var glaðvær og skemmtileg og mikill aufúsugestur er hún heimsótti bróð- ur sinn og mágkonu í sveitina. Ásta á þijár systur á lífí en þær eru: Ólafía Guðlaug, búsett í Stóru- Mörk, Sigurbjörg, búsett í Hafnar- firði, og Þórunn Helga, búsett í Reykjavík. Auk þess eignaðist hún bróður er hét Siguijón en hann lést á öðru aldursári. Ásta kom upphaflega til Reykja- víkur til að leita sér lækninga. Hún þjáðist af berklum, þeim sjúkdómi sem var landlægur hér á þeim árum. Eftir að hafa gengist undir erfiðar skurðaðgerðir hjá Matthíasi Einars- syni, lækni á Landakotsspítalanum, fluttist hún árið 1933 til foreldra minna sér til hvíldar og hressingar. Ég var þá þriggja ára gamall. Svo var forsjóninni fyrir að þakka að dvölin varð lengri en upphaflega var ætlað, eða um 12 ár. Mestan þann tíma vann Ásta á heimilinu. Eftir það varð breyting á högum Ástu því hún stofnaði heimili með væntanlegum eiginmanni sínum, Magnúsi Haraldssyni. A hinum viðkvæma aldri upp- vaxtaráranna var Ásta jafnmikill hluti af lífi mínu og foreldrar mín- ir. Hún hughreysti og huggaði með blíðri hendi þegar á móti blés og glaðværðin lýsti af henni á góðu stundunum því hún hafði mjög létta lund og þá var stutt í brosið. Hún hafði mikla ástúð til að bera og takmarkalaust umburðarlyndi. Hún gaf mér veganesti sem aldrei þrýtur og er hluti þeirra verðmæta er gefa lífinu gildi. Hún var elskuð af for- eldrum mínum og okkur systkinun- um. Ásta lét sér alla tíð sérstaklega annt um velferð okkar og fjöl- skyldna okkar. Minningin um Ástu er dýrmæt og veitir huggun á erfiðri stund. Fjölnir Stefánsson. Magnús og Ásta eru dáin. Þau elskuleg hjónin létust af slys- förum aðfaranótt 24. ágúst sl. Okk- ur setti hljóð hér í Svíþjóð er okkur barst þessi sorgarfregn af íslandi. Svo óvænt, svo fjarlægt, að þau kveddu heiminn svona allt í einu. Þau sem voru svo lífsglöð og full af krafti og fjöri, þótt oft hafi veik- indi hijáð og bankað á dyr þeirra heimilis. „Hún Ásta er svo sterk og lífsglöð“ vorum við vön að segja í okkar hópi og oft dáðumst við að t Hjónin ÁSTA KARÓLÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR °9 MAGNÚS HARALDSSON fv. stórkaupmaður verða jarðsungin mánudaginn 31. ágúst kl. 15. frá Dómkirkjunni. Fyrir hönd barna, ættingja og vina, Díana Bjarney Magnúsdóttir, Þyrí í. Magnúsar Warner, Scott F. Warner, Guðmundur T. Magnússon, Petrrna Rósa Ágústsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Þórunn Helga Guðjónsdóttir, Ólafia Guðlaug Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ÁGÚSTU í. THOMASSEN. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deild A-6, Borgarspítalanum. Hafsteinn Flórentsson, Borghildur Flórentsdóttir, Dagbjört Flórentsdóttir, Ásgeir Flórentsson, Þóra Runólfsdóttir, Björgvin Gunnarsson, Sæmundur Alfreðsson, Sigurrós Eövarösdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ELÍNAR KRISTfNAR ÞORLÁKSSON. Jón Egill Egilsson, Arnór Egilsson, Halldór Egilsson, Ólafur Egilsson, Inga Lis Hauksdóttir, Þóra Sveinsdóttir, Eileen Egilsson, Hansma Gísladóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.